Þjóðviljinn - 29.03.1984, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 29.03.1984, Blaðsíða 1
Breskar baráttukonur hafa vakið athygli um heim allan fyrir tveggja ára mótmæíastöðu við Greenham Common her- stöðina. Tvær þeirra eru í viðtali við ÞjóðvUJann i dag. Opna mars fimmtudagur 75. tbl. 49. árgangur Samningur við sérfræðinga í læknastéttinni liggur fyrir Nýr sjúklingaskattur! • Tilvísunarkerfið lagt niður • Greiðslur sjúklinga fyrir sérfrœðiaðstoð margfaldast • Leggjast þyngst á aldraða • Launahœkkanir til heim- ilislœkna allt að 60% Gengið hefur verið frá samningi við læknasérfræðinga í Reykjavfk, sem hefur í för með sér stórhækkun útgjalda hjá þeim sjúklingum sem þurfa að leita sérfræðiaðstoðar utan sjúkrahúsa. Þá er í burðarliðnum samningur við heimilislækna sem á að gilda fram til næstu áramóta og kveður á um talsverðar hækkanir á launum lækna eftir fjölda viðskiptavina þeirra. Meginbreytingin á samningnum við sérfræðingana er fólgin í því að hið svokallaða tilvísunarkerfi er lagt niður, þ.e. ekki þarf lengur tilvísun frá heimilislækni til að kömast til sérfræðings. Til að þessi brey ting nái fram að ganga þarf lagabreytingu og mun heilbrigðisráðherra tilbúinn að mæla fyrir henni á alþingi. Læknafélag Reykjavíkur hefur samninginn til athug- unar og Tryggingaráð Tryggingarstofnunar ríkisins fjallar um hann innan tíðar. í dag greíðir sjúklingur 100 krónur í hvert sinn sem hann Ieitar Iæknis- þjónustu sérfræðings en ellilífeyrisþegar og öryrkjar 50 krónur. Sam- kvæmt heimildum Þjóðviljans felst breytingin nú m.a. í því að sjúklingur greiðir 1/4 hluta kostnaðarins sem yrði frá 250 krónum og þaðan af meira fyrir hverja heimsókn. Mun samningurinn við sérfræðingana vera með öllu útgjaldalaus fyrir Tryggingastofnun ríkisins en kjarabætur sérfræð- inganna koma úr vasa sjúklinganna. Samningurinn er til bráðabirgða eins og það hefur verið orðað og í tilraunaskyni. Búist er við því að samningur við heimilislækna verði afgreiddur innan viku. Á hann að gilda fram til næstu áramóta, en þá er búist við því að heilsugæslukerfi komist á í Reykjavík. Kjarabætur læknanna eru afar mismunandi eða allt frá því að vera litlar sem engar upp í það að vera um 60%. Hið nýja kerfi á að stuðla að því að heimilislæknar hafi um 1750 númer, þ.e. viðskiptavini. Samningurinn nær til um það bil 20heimilis- lækna í Reykj avík svo og nokkurra kollega þeirra í Hafnarfirði, Keflavík ogAkureyri. Formaður Stéttarsambands bænda: Ríkisstjórnin dregur úr niðurgreiðslum Ingi Tryggvason formaður Stéttarsambands bænda tUkynnti á bændafundi í Aðaldal sl. inámi- dag að r íkisstjórnin hefði ákveðið að draga úr niðurgreiðsium á bú- vöru tii að afla fjár í félags- málapakka. Kvað Ingi Stéttar- sambandið hafa mótmælt þessari ákvörðun. Ingi Tryggvason kvaðst fá að ráða einhverju um hvernig niðurgreiðslurnar skipt- ust á einstaka vðruftokka. Þor- grímur Starri greinir frá bænda- fundinum á bls. 2. - óg. &. ^ j^'*x&*Zl%ttf& ¦ ¦ • - , \ ¦ L ^ ^ateid leið í gryf jiina "í jLmYndinrt sést vel hyar £(irðingin öfan við g)s"bjarnargryf|tfna hefurialHð níðyr á stórurn kafla. »annig hofur þctta venö tra þvi um si. aramót. l|piðrri,^ryf|$^ Sjábls. 3 Afleiðing frjálsrar álagningar: Kindakjöt hækkar um rúm 10% Nokkrar verslanir hafa ekki hœkkað kjötið ennþá Sem kunnugt er var álagning á matvöru gefin frjáls um síðustu mánaðamót og er þess nú farið að gæta í mjög hækkuðu vöruverði. Sem dæmi má nefna að margar matvöruverslanir hafa hækkað álagningu á kindakjöii og hefur verð á kjötinu hækkað um 6- 10,3% vegna hækkaðrar áiagn- ingar. Enn hafa nokkrar verslanir ekki hækkað kjötið, svo sem Hagkaup og Vörumarkaðurinn, JL og SS-verslanirnar, aftur á móti hefur Mikligarður hækkað verðið um 10,3%. Má sem dæmi nefna að eitt kíló af hrygg kostar nú í Miklagarði 158,05 kr. en kostaði 145,50 kr. 1. mars sl. Kíló af lærissneiðum kostar 192,20 kr. en kostaði 1. mars 169,45 kr. Ekki er um sömu prósentuhækk- un að ræða á allan kjötskrokkinn, peir hlutar hans sem mest er keypt af hækka mest, en jafnað- arhækkunin hjá Miklagarði nem- ur 10,31%. Af þeim verslunum, sem Þjóðviljinn hefur haft sam- band við og hafa hækkað álagn- inguna á kindakjötið er hækkun- in minnst í KRON við Snorra- braut 5,65%. Verðlagseftirlitið mun fylgjast með þessum hækkunum og því fara verslanir hægt í sakirnar til að byrja með, en ætlunin mun að smá hækka álagninguna svo að sem minnst beri á henni en þar sem hækkunin er misjöfn milli verslana, þarf fólk að kynna sér verð betur en áður. Ljóst er þó að veruleg hækkun verður á mat- vöru á næstunni vegna frjálsar álagningar. - S.dór. KRON i KópavoBi hcf- ur á fundi sínum sam- þykkt ályktun varð- and aðild Sambands ísienskra sam vinnufé- laga að fjölmiðlunar- risauum lsfilni. 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.