Þjóðviljinn - 29.03.1984, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 29.03.1984, Blaðsíða 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 29. mars 1984 Fréttir frá bœndafundi í S-Pingeyjarsýslu: Pröstur Ólafsson: Ekki frá mér komin Þjóðviljanum hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Þresti Ólafssyni fram- kvæmdastjóra verkamannaf- élagsins Dagsbrúnar: „Vegna fyrirspurnar og at- hugasemda í minn garð vil ég taka eftirfarandi fram: Þar sem ég var eini „utan- aðkomandi“ maðurinn í fjár- málaráðuneytinu sunnudag- inn 25. mars sl. vil ég í tilefni af forsíðufrétt Þjóðviljans í fyrradag taka fram, að ég hef engar upplýsingar gefið blað- inu eða öðrum aðilum um þann fund, enda kannast ég ekki við að þau orð sem til er vitnað í umræddri grein hafi fallið á þessum fundi“. Athugasemd ritsjórnar: Ritsjórn Þjóðviljans er ljúft að staðfesta þá yfirlýsingu Þrastar Ólafssonar að frétt biaðsins á forsíðu í fyrradag um fundinn í fjármálaráðu- neytinu er ekki frá honum komin. Blaðamenn Þjóðvilj- ans ræddu ekki við Þröst ÓI- afsson um þennan fund. Héimildir blaðsins um fund- inn voru hins vegar traustar og frá mörgum komnar enda var fundurinn fjölmennur. Frétt blaðsins var því rétt. Yfirlýsing Þorsteins Páls- sonar í DV í fyrradag um „rakalausan þvætting“ sýnir eingöngu að fyrrverandi rit- stjóri Vísis og núverandi for- maður Sjálfstæðisflokksins kann ekki lengur að meta frjálsa fréttamennsku. Starfsmenn í Vélsmiðju OL.OIsen í Njarðvík bíða eftir að nýja sleppibúnaðin um var sökkt í höfnina. Áugnabliki síðar skaut tunnunni upp. Kassinn efst í gálganum geymir búnaðinn sem losar um hömluna við ákveðinn þrýsting. Mynd -eik. Siglingamálastofnun viðurkennir nýjan sjálfvirkan sleppibúnað fyrir gúmmíbjörgunarbáta Þrýstingur á 2ja m dýpi losar um sleppibúnaðinn Siglingamálastofnum ríkisins hefur nú viðurkennt sjálfvirkan sleppibúnað fyrir gúmmíbjörgun- arbáta sem Vélsmiðja Ól. Olsen í Njarðvík hefur hannað. Þessi nýi búnaður losar hömlu á skotbúnaði gáigans sem björgunarbáturinn er spenntur í við í þann þrýsting sem myndast þegar búnaðurinn er kominn 1,5-2 metra undir yfir- borð sjávar. Þessi nýi sjálfvirki sleppibúnað- ur, sem notaður hefur verið á skipum breska flotans um nokkurt skeið og gefið góða raun, var sýnd- ur fréttamönnum og öðrum áhuga- mönnum við höfnina í Ytri- Njarðvík í gær. Gálgi með sleppi- búnaðinum var látinn sökkva niður í höfnina og skömmu síðar skaust tunna sem höfð var í stað björgun- arbáts upp á yfirborðið. Auk hins sjálfvirka sleppibúnað- ar sem ekki var áður til staðar í Olsens-gálganum er hægt að skjóta björgunarbátum með handfangi frá 2 - 3 stöðum á hverju skipi. Skotorkan er í samanpressuðum gormi sem býr yfir um 1500 kg orku sem dugir til að sprengja allt að 3.5 cm íslag utan af búnaðinum. Sjálfsleppibúnaðinum er komið fyrir í stýrihúsi eða á öðrum stað neðanþilja þar sem ísing getur ekki hindrað virkni hans né brotsjór eða hnútur sett hann af stað, en búnað- urinn er ónæmur fyrir hnjaski, höggum eða langvarandi titringi og verður aðeins virkur við fyrirfram ákveðinn þrýsting sem næst strax á 1.5 - 2 m. dýpi. Að sögn forráðamanna Vélsmiðju ÓI. Olsen er sleppibún- aður frá þeim kominn um borð í 250 fiskiskip og auðvelt að koma hinum sjálfvirka búnaði fyrir til viðbótar. Þessi nýi búnaður hefur að undanförnu verður kynntur er- lendis og vakið athygli víða, eink- um hjá breskum og dönskum skips- stjórnarmönnum. -Ig Formaður Stéttarsambandsins hæðist að kjötútflytjendunum! Ingi Tryggvason formaður Stétt- arsambands bænda fór háðulegum orðum um tilraunir einstaklinga við útflutning á kjöti á bændafundi í Þingeyjarsýslu sl. mánudag. „Mánudaginn 26. mars var al- mennur bændafundur haldinn í Ýdölum í Aðaldal á vegum Kaupfélags Þingeyinga. Fundar- efnið var kjötreikningur KÞ fyrir síðastliðið framleiðsluár og ástand og horfur í verðlags og markaðs- málum landbúnaðarins, sérstak- lega hvað varðar sauðfjárbúskap. Auk kaupfélagsstjóra Hreiðars Karlssonar höfðu framsögu Ingi Tryggvason formaður Stéttar- sambands bænda og hinn nýi fram- kvæmdastjóri búvörudeildar SÍS Magnús Friðgeirsson. í máli Hreiðars kaupfélagsstjóra kom fram að annað hvort 7% eða 4% vantaði uppá að fullu verðlags- grundvallarverði yrði náð á kjöti yfir sl. framleiðsluár. Töldu þeir Ingi og Hreiðar að vandséð væri hvar þessi vöntun væri niðurkom- in. Helst væri hennar að leita í frumskógi fjármagns og geymslu- kostnaðar sem er samflæktur við hinn margfræg sláturkostnað, sem ýmsum þykir að vonum vera ríflega til tekinn í verðlagsgrundvelli. Framsöguræður hinna tveggja aðkomumanna snerist einvörð- ungu um það að draga upp mynd af ástandi og horfum í markaðs og verðlagsmálum, sérstaklega sauð- fjárafurða. Það var sannarlega „svört skýrsla" einsog stundum hefur verið sagt í sambandi við sjá- varútveg. Kom það engum fundar- manni á óvart; engum er þetta ljós- ara en bændum sjálfum enda bitnar þetta allt á þeim. Það sem eftirtekt- arverðast var við ræður þeirra var að ekki örlaði á svo mikið sem til- lögu til úrbóta - og það þó á þá væri gengið af fundarmönnum þar um. Ýmsir hafa bundið vonir við að drjúg lausn á þessum vanda væri að afla markaða erlendis fyrir fullunn- ið kjöt og fær veigamikil rök fyrir þeirri skoðun sinni. Á þennan möguleika minntust þeir Ingi og Magnús ekki einu orði í framsögu- ræðum sínum. í svarræðu sinni síð- ast á fundinum gerði Ingi Tryggva- son lítið úr þeim möguleika og fór háðulegum orðum um tilraunir einstaklinga í þessa veru. Er þó vit- að að hér er um að ræða merkar tilraunir sem gefa vísbendingu um hvað hægt væri að gera ef fé og fyrirhöfn væri í té látið til að vinna markaði og þróa iðnað. Svo langt gekk Ingi að fara með rangt mál varðandi verð sem fékkst fyrir til- raunasendingu á unnu kjöti til út- landa á vegum Gunnars Páls Ing- ólfssonar sem rekur fsmat í Njarð- víkum. Mun Gunnar geta hrakið þessa fullyrðingu Inga og gerir það trúlega opinberlega. í máli Inga kom fram að hann taldi fullráðið af ríkisstjórninni að draga úr niðurgreiðslum á búvöru til að afla fjár í félagsmálapakka þrátt fyrir hörð mótmæli sín og Stéttarsambandsins. Taldi hann sér þann hlut einan eftir skilinn að fá einhverju um ráðið hvernig sú skerðing legðist á einstaka vöru- flokka; til þess yrði hann að mæta á fundi að morgni. Á bændafundinum var lögð fram skorinorð tillaga eða ályktun til forsætisráðherra þarsem mótmælt var skerðingu á niðurgreiðslu land- búnaðarvara og þess krafist að staðið yrði við lögboðnar útflutn- ingsbætur. Ályktun þessi var sam- þykkt án mótatkvæða af nær öllum eða öllum fundarmönnum. Allir sjá að lækkun niðurgreiðsina mun draga úr sölu landbúnaðarvara. Verður bændastéttinni varla verri grikkur gerður einsog mál standa í dag. Pólitíkusar Framsóknar hafa löngum talið sig veita bændum og búalýð föðurlega forsjá. Nú ætla Framsóknarráðherrarnir og þeirra þinglið að veita bændum föðurlega ráðningu og eru með vöndinn á lofti. Eftir er að sjá hvort Fram- sóknarbændur leysa hríðviljugir ofan um sig buxurnar þessum herr- um til hægðarauka en til þess mun ætlast. Fundur þessi var fjölsóttur og fór vel fram“. Starri í Garði. Sveinar í málmiðnaði á Akranesi Ríkisstjórnin víki i Félagar í Sveinafélagi málmiðnaðarmanna á Akranesi mótmæla harðlega þeirri áráttu stjórnvalda að ráðast einhliða á launafólk sem hinn eina sanna verðbólguvald, segir í álykfun aðalfundar félagsins nýlega. Segir þar að ríkisstjórnir sem beiti launafólk kjaraskerðingum til að borga niður verðbólguna ættu að víkja. Síðaip segir m. a.: „Ekki er aðeins kjaraskerðing sem dynur yfir málmiðnaðarmenn ( heldur er yfirvofandi atvinnuleysi þar sem stöðva á alla skipasmíði á íslandi í 2-3 ár á sama tíma og meðalaldur fiskiskipastólsins er 15-20 ár.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.