Þjóðviljinn - 29.03.1984, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 29.03.1984, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 29. mars 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Mannhæðarhá girðing ofan við ísbjarnargryfju Sædýrasafnsins hefur legið niðri frá um áramót Opin leið til í sbj arnanna Frá því um áramót hefur girðing ofan við ísbjarnargryfjuna í Sæ- dýrasafninu legið niðri og því verið opin leið fyrir börn sem eru þó nokkuð á ferli á þessum sloðum fram á barm gryfjunnar. Lögregl- unni í Hafnarfirði barst fyrr í þess- um mánuði ábending um þessa slysagildru og hefur hún óskað eftir því við forráðamenn Sædýras- afnsins að girðing verði reist upp hið snarasta. Þegar blaðamenn Þjóðviljans áttu leið í Sædýrasafnið í gær tóku þeir eftir því að mannhæðarhá girðing ofan við ísbjamargryfjuna hafi fallið niður á stórum kafla. Aðspurðir sögðu starfsmenn safnsins að girðingin hefði fallið niður í óveðri skömmu eftir sl. ára- mót og vegna tíðarfars hefði ekki gefist ráðrúm til að reisa hana við að nýju. Vissulega væri ástandið ekki nógu gott, en fylgst væri vel með gryfjunni og í fyrradag hefðu nýir staurar verið steyptir niður og girt yrði í gatið við fyrsta tækifæri. Hlíðin ofan við Sædýrasafnið er vinsælt útivistarsvæði hjá börnum og mildi að engin börn hafi slysast inn á barm ísbjarnargryfjunnar sem er svelli lagður. Lögreglan í Hafnarfirði sagði í samtali í gær að fylgst yrði með því að þessum mál- um yrði komið í lag hið fyrsta. -Ig- m ÍSBIRNIR ERU STóRH*nm.EGm_ OPPA Frá undirritun samnings um kvörtunarnefnd, Böðvar Valgeirsson form. fé- lags íslenskra ferðaskrifstofa og Jón Magnússon form. Neytendasamtak- anna. Upphaf neytendadómstóls: A sX' M 'I • Aoalheiour hefur ekkert samning sumboð segja samningamenn Sóknar „Mér þykir það vægast sagt undarlegt að Aðalheiður Bjarn- freðsdóttir skuli lesa upp tilboð viðsemjenda okkar án nokkurs samráðs við okkur sem erum í samninganefndinni á félagsfundi þar sem við erum að kynna okkar kröfugerð“, sagði Ólafur Magnússon samningamaður Sóknar aðspurður um félagsfund Sóknar sl. mánudagskvöld. Það vakti athygli fundarmanna að Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir las upp bréf frá viðsemjendum Sóknar, þ.e. Reykjavíkurborg, fjármálaráðuneyti og sjálfseign- arstofnunum, þar sem samnings- tilboð þeirra kemur fram. Samn- inganefndin vissi ekkert um þetta bréf enda þótt hún fari með samningamál Sóknar. Þjóðviljinn hafði samband við Hörpu Sigfúsdóttur sem á sæti í samninganefndinni og sagðist hún ekki hafa vitað af þessu til- boði viðsemjenda þeirra fyrr en Aðalheiður las það upp á fundin- um. Harpa sagði að Aðalheiður hafi ekki haft samband við samn- inganefndina vegna bréfsins. „Viðsemjendum okkar er kunn- ugt um hverjir fara með samn- ingamál Sóknar og það veit Aðal- heiður Bjarnfreðsdóttir líka. Samninganefndin var kosin á fé- lagsfundi hjá Sókn og Aðal- heiður kaus að standa utan nefndarinnar og hún hefur þ.a.l. ekkert samningsumboð fyrir Sóknf', sagði Harpa Sigfúsdóttir að lokum. Samningamönnum bar saman um að fréttaflutningur sumra blaðá um að samninganefndin hafi orðið fyrir mikilli gagnrýni á fundinum væri stórlega ýktur og að ekki hafi komið nægilega vel fram að meirihluti fundarmanna hafa tekið eindregna afstöðu með samninganefndinni og fleiri boð- ið sig fram í baknefnd en nokkurn hefði órað fyrir. Raþ. Kvörtunarnefnd ferðaskrifstofa og neytendasamtaka stofnuð „Við vonumst til þess að það skapist ákveðin hefð varðandi úr- lausn kvörtunarmála neytenda og ferðaskrifstofa í framtíðinni, þann- ig að ágreiningsmál geti fengið ódýra og skjóta úrlausn hverju sinni“, sagði Jón Magnússon form. neytendasamtakanna á blaða- mannafundi sem boðað var til í gær í tilefni af undirritun samnings neytendasamtakanna og fél. ísl. ferðaskrifstofa um sérstaka kvört- unarnefnd þessara aðila. Verðtrygging sé frádráttarbær „Til gjalda sem verðbætur og gengistöp skv. 1. mgr., sem menn bera og ekki eru i tengslum við atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi, teljast gjaldfallnar verð- bætur, eða þriðjungur áfallinna verðbóta næstu þrjú ár sé stofnað til skuldar vegna íbúðarkaupa, eða 1/6 áfallinna verðbóta næstu sex ár sé stofnað til skuldar vegna nýbygg- ingar, og gjaldfallin gengistöp á af- borgarnir og vexti“. Þannig hljóðar breytingartil- laga, sem Guðrún Helgadóttir alþm. flutti við frv. um tekju- og eignaskatt. Flestir þeir, sem standa í íbúðar- kaupum eða - byggingum eru með verðtryggð lán. Vextir eru frádrátt- arbærir frá skatti, verðtrygging ekki nema það, sem búið er að greiða. í tillögunni felst, að 1/3 áf- allinnar verðtryggingar í þrjú ár eða 1/6 í sex ár - eftir því hvort fólk er að kaupa eða byggja,- sé undan- þeginn skatti. Guðrún Helgadóttlr Meðnefndarmenn Guðrúnr í fjárhags- og viðskiptanefnd kveinkuðu sér við að fella tillöguna en vildu athuga hana betur, enda um að ræða eðlilega og sjálfsagða réttarbót. En til þess að tefja ekki afgreiðslu frumvarpsins fór nefnd- in fram á að Guðrún Helgadóttir flytti um málið sérstakt frumvarp og það mun hún gera. -mhg Jón Magnússon sagði ennfremur að fyrir neytendur væri mikið í húfi þegar deilur kæmu upp vegna utan- landsferða, jafnvel árssparnaður heilla fjölskylda. Það kom fram á fundinum að kvörtunarmálum neytenda hjá ferðaskrifstofum hef- ur farið fækkandi undanfarið en enn kæmi það fyrir að fólk kvartaði yfir því að vera vistað á lélegri hót- elum en samið hafi verið um og auglýsingabæklingar segðu til um. Ingólfur Hjartarson fram- kvæmdastjóri félags íslenskra ferðaskrifstofa sagði að kvörtun- arnefndin fjallaði aðeins um kvart- anir sem snertu ferðaskrifstofur innan sinna vébanda, en það eru 15 ferðaskrifstofur. Megininntak samningsins er að ferðaskrifstofur skuldbinda sig til að fylgja ákvörðun nefndarinnar og greiða hugsanlega bætur vegna kvartana en hafi úrskurður nefnd- arinnar veruleg útgjöld í för með sér er ferðaskrifstofum heimilt að leita atbeina dómstóla. Nefndina skipa 3 menn, þar af er einn frá Neytendasamtökunum, einn frá félagi íslenskra ferðaskrifstofa og einn skipaður af samgönguráð- herra. Kostnaður af starfsemi nefndarinnar verður greiddur með sérstöku kvörtunargjaldi sem kær- andi greiðir hverju sinni. Samn- ingnum um kvörtunamefnd er hægt að segja upp með 12 mánaða fyrirvara. Raþ. Svar iðnaðarráðherra við fyrir- spurn Svavars Gestssonar Bræðslukerin endurnýjuð hér í síðustu viku, 20. mars, kom til meðferðar í Sameinuðu þingi fyr- irspurn frá Svavari Gestssyni til iðnaðarráðherra, Sverris Her- mannssonar, um endurnýjun bræðslukera álversins. I fyrir- spurninni spurði Svavar hvort iðnaðarráðherra væri reiðubú- inn tii þess að tryggja að endur- nýjun keranna færi fram hér á landi. Sverrir Hermannsson iðn- aðarráðherra kvaðst reiðubúinn til þess að beita sér fyrir því að svo yrði. Fyrir nokkru voru boðin út bræðsluker álversins í Straumsvík til endurnýjunar. Niðurstaðan varð sú að finnskt fyrirtæki sem bauð aðeins um 2% lægra en Stálvík í Garðabæ fékk verkefnið. Augljóst er, sagði Svavar, að hagkvæmara er þó frá þjóðhagslegu sjónarmiði að verkið verði unnið hér á landi. í framsöguræðu sinni minnti fyrirspyrjandi á, að ríkisstjórnin hefði í rauninni tekið ákvörðun um að banna skipasmíðar hér á landi. Vitnaði hann máli sínu til stuðnings í bréf iðnaðarráðherra til skipasmíðastöðvanna frá 24. júní sl. en þar segir m.a.: „Jafn- framt var bókað í fundargerð ríkisstjórnarinnar að stöðvuð verði frekari smíði á bolfiskveiði- skipum.“ Hér er mjög skýrt að orði kveðið og þarna felst ástæð- an fyrir vanda skipasmíðastöðv- anna. Spurði Svavar iðnaðarráð- herra einnig hvort orðið hefði nokkur stefnubreyting í þessum efnum eftir að ráðherra skrifaði bannbréfið seint í júnímánuði. í svari ráðherrans kom í fyrsta lagi fram að hann teldi eðlilegt og sjálfsagt að ræða við Alusuisse í tengslum við aðrar viðræður við fyrirtækið -um að endurnýjun bræðslukeranna fari fram hér á landi. Kvaðst hann mundu ræða það við forráðamenn fyrirtækis- ins. í annan stað sagði ráðherr- ann fráleitt að stöðva skipa- smíðaiðnaðinn; af því háttalagi gæti hlotist óbætanlegt tjón. Fyrirspyrjandi sagði að lokum að hann teldi svör ráðherra fullnægjandi og væri sérstök ástæða til að fagna nýjum áhersl- um ráðherra varðandi skipa- smíðaiðnaðinn. 6g.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.