Þjóðviljinn - 29.03.1984, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 29.03.1984, Blaðsíða 5
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐÁ 5 Andóf innan samvinnuhreyfingarinnar gegn ísfilm hf. SÍS endurskoði að- ildina að ísfilm Tillaga frá Andrési Kristjánssyni samþykkt í Kópavogi Á aðalfundi Kópavogsdeildar KRON í fyrrakvöld var samþykkt samhljóða ályktun til aðalfundar frá Andrési Kristjánssyni, þar- sem lýst er vonbrigðum með sam- starf SÍS við höfuðandstæðinga samvinnustefnunnar um fjöl- miðlun, ísfílm hf. Ályktunin er svohljóðandi: „Aðalfundur KRON 1984 tel- ur miður farið, að stjórn Sam- bands ísl. samvinnufélaga skuli - án almennrar umræðu í samvínn- uhreyfingunni - hafa tekið upp svo náið samstarf um fjölmiðlun og almannatengsl við aðalmál- gögn höfuðandstæðinga sam- vinnustefnunnar í landinu, sem raun er á orðin með þátttöku í ísfilm hf. í stað þess að efna til fjölmiðlunar af þessu tagi á eigin vegum, eða leita um það sam- starfs við samtök og stofnanir launafólks og bænda. Fundurinn álítur nauðsynlegt, að næsti aðalfundur SÍS fjalli ýt- arlega um þetta mál og felur því fulltrúum KRON á sambands- fundinum að flytja það þar, ef það verður ekki tekið á dagskrá með öðrum hætti. Það er álit aðalfundar KRON, að SÍS eigi að endurskoða aðild sína að ísfilm hf. og kanna mögu- leika á samstarfi um þennan þátt fjölmiðlunar við samtök þeirra stétta og starfshópa sem öðrum fremur mynda íslenska sam- vinnuhreyfingu, en taka hann í eigin hendur að öðrum kosti“. Sinfóníutónleikar í kvöld: Tveir góðir gestir í kvöld eru 13. áskriftartón- leikar Sinfóníuhljómsveitar Is- lands í Háskólabíói og hefjast þeir að vanda kl. 20.30. Stjórn- andi hljómsveitarinnar er bandaríski hljómsveitarstjór- inn Robert Henderson og ein- leikari á píanó er Roger Woo- dward. Efnisskráin er sem hér segir: Þjóðvísa, eftir Jón Ásgeirsson, fyrst flutt á tónleikum Sinfóní- unnar 1967 og nú endurskoðað, Ándante spianato e Grande Pol- onaise Brillante op. 22 eftir Chopin, Píanókonsert nr. 1 í Des-dúr, op. 10 eftir Prokofieff og Konsert fyrir hljómsveit Þorsteinn Gauti Slgurdsson píanóleikari, Viðar Eggertsson leikari og Katrín Sigurðardóttir söngkona. Músíkkvöld í Þingeyj ar sýslum Tónleikar með leikrænu ívafi verða haldnir á Húsavík næstkomandi sunnudag og að Ýdölum, Hafralækjarskóla, næstkomandi þriðjudag. Það eru þau Katrín Sigurðardóttir söngkona og Þorsteinn Gauti Sigurðsson píanóleikari sem standa fyrir tónlistinni, en þeim til aðstoðar verður einnig Viðar Eggertsson, leikari, sem koma mun fram í atriði úr óperunni Miðillinn, en þau Katrín og Viðar fóru með sömu hlutverk í óperunni á sýningum hennar í íslensku óperunni í vetur. Yfirskrift tónleikanna er Músíkkvöld, og er efnisskráin mjög fjölbreytt: ljóðasöngur, arfur, einleikur á píanó, og atr- iði úr óperunni Miðillinn. Tónlistin verður eftir íslensk, ítölsk og frönsk tónskáld frá ýmsum tímum. Músíkkvöldin verða í Húsavíkurbíó næstkomandi sunnudagskvöld og Ýdölum á þriðjudagskvöld- ið og hefjast kl. 20.30. Hernaðarbandalag í 35 ár: Fjórar mínútur frá tortímingunni Hinn 30. mars eru 35 ár liðin frá því að Alþingi íslendinga samþykkti, að þessi litla eyþjóð skyldi gerast samsek í þeirri mestu vitfirringu, sem ráðamenn hins vestræna heims hafa sett af stað fyrr eða síðar. Þennan dag fyrir 35 árum gerðumst við aðilar að hernaðarbandalagi. Frá og með þeim degi höfum við borið ábyrgð á hernaðarbrjálæðinu í heiminum - frá og með þeim degi höfum við skipað þá sveit manna, sem ber ábyrgð á því m.a. að 90 prósent barna á eyjunum í Kyrra- hafi fær krabbamein á unga aldri vegna kjarnorkutilrauna vest- rænna ríkja. Saga hernámsins Saga hernámsins á íslandi hef- ur oft verið rifjuð upp á þessum vettvangi og öðrum. En hver kynslóð verður víst að læra sög- una upp á nýtt og ekki er víst að hinar yngri kynslóðir í landinu geri sér fulla grein fyrir gangi mála. Þessi grein er skrifuð kann- ski fyrst og fremst með þessar kynslóir í huga, lítil frásögn af þeirri stóru sögu. Upphafsins er að leita allt aftur til ársins 1941 er íslendingar gerðu samning við Bandaríkja- menn um að þeir tækju við her- námi Breta frá 1940. í þeim samningi var ákvæði um að Bandaríkjamenn hyrfu af landinu þegar ófriðnum í Evrópu lyki. 1945 lauk ófriðnum. Banda- ríkjamenn fóru hvergi. 1. október 1945 fóru Banda- ríkjamenn þess á leit við íslensku ríkisstjórnina, að þeir fengju land undir þrjár herstöðvar: T Hval- firði, í Skerjafirði og í Keflavík. Þegar í stað reis upp mikil mótmælaalda meðal þjóðarinnar og þar sem kosningar voru í nánd gáfu allir flokkar út yfirlýsingu um, að þeir myndu aldrei ljá máls á slíkri beiðni og að þeir myndu gera allt sem í þeirra valdi stæði til þess að koma hernum úr landi. Líka Sjálfstæðisflokkurinn. Svo var kosið. í júlí 1946 gaf ríkisstjórn Ólafs Thors þá yfirlýsingu á Álþingi, að hún myndi þegar í stað hefja við- ræður við Bandaríkjamenn um brottför hersins. Um haustið lagði ríkisstjórnin síðan fyrir Al- þingi frumvarp til laga um „niðurfellingu herstöðvasamn- ingsins". Samkvæmt samningi skyldu Bandaríkjamenn flytja allt herlið sitt á brott innan sex mánaða, fslendingar fá Keflavík- urflugvöll til fullra afnota og Bandaríkjamenn fá aðstöðu fyrir herflugvélar og nauðsynlegt eftir- lit, eins og það var kallað, og leyfi til að hafa hér þann fjölda óvopn- aðra manna sem þeir teldu nauðsynlegan. Á það var bent á Alþingi, að frumvarp þetta væri út í hött. í samingnum frá 1941 var skýrt kveðið á um, að herinn skyldi á brott við lok stríðsins og þar sem stríðinu hefði lokið 1945 hefðu Bandaríkjamenn átt að hverfa af landi brott það ár. Samningurinn væri þvf fallinn úr gildi og óraun- hæft með öllu að gera samning um niðurfellingu herverndar- samningsins. Hvað sögðu ráðamenn? Það er mjög fróðlegt að athuga hvað ráðmenn íslensku þjóðar- innar sögðu um þetta mál á Al- þingi. Það kemur skýrt fram, að herstöðvasinnar töldu sig vera að bjarga málinu fyrir horn með þessum samningi; Bandaríkja- menn ætluðu sér alls ekki að fara frá Islandi. Og eins og Búi Ár- land segir í Atómstöðinni snerist kannski málið í augum hernáms- sinna fyrst og fremst um það að styggja ekki „vinaþjóð" og koma í veg fyrir að sú þjóð yrði ofbeld- isþjóð í augum heimsins, sem hún hefði orðið ef íslendingar hefðu neitað að gera þennan samning. Ólafur Thors sagði í Alþingi í umræðum um samni .iginn: „Ég tel, að með þessu samn- ingsuppkasti, ef af samningi verður, hafi farsœllega tekist að leysa mikið og vandmeðfarið mál, sem vel gat valdið örlaga- ríkri deilu milli okkar og okkar voldugu vinaþjóðar, Banda- ríkjanna...“ (Alþingistíðindi, B. 139). Þar höfum við það. En það er meira kjöt á skepn- unni, Ólafur Thors sagði líka þetta: „En auk þess og jafnvel aðal- lega var það haft á oddinum, að Bandaríkin teldu sér ekki fœrt að afsala sér þeim rétti, er þeir skv. samningnum frá 1941 teldu sig hafa til herdvalar hér á landi, nema því aðeins að þau tryggðu sér jafnframt þau minnstu afnot Keflavíkurflug- vallarins, sem þeir teldu sér nauðsynleg til þess að standa við skuldbindingar til her- stjórnar á Þýskalandi. “ (Alþingistíðindi, B.221). Kaþólskari en páfinn í öllum umræðum á Alþingi um frumvarpið kemur skýrt fram, að aðeins var um tvennt að ræða, að mati hernámssinna: annað hvort að láta hernema landið, eða vera „góð“ og gera samning, eða eins og Bjarni Benediktsson orðaði það: „Sjálf- stæði íslands fær því aðeins stað- ist, að vér viðurkennum stað- reyndirnar og miðum stefnu vora við þær.“ (Alþ.tíð. B228). En það er jafnvíst og að sólin kemur upp í austri að hafi her- veldi einu sinni holað sér ein- hvers staðar niður verður það ekki upp úr holunni hrakið, og það sem meira er: alltaf vill það vera að stækka holuna. Og 1949 vorum við látin „samþykkja" inngöngu í hernaðarbandalagið NATÓ. Sú innganga hefur skapað mögnuðustu innanlands- deilur sem um getur í sögu þjóð- arinnar og þeim deilum er engan veginn lokið. Hernámssinnar eru löngu hættir að nenna að bera því við, að okkur sé nauðugur einn kostur að vera í hernaðarbanda- lagi og hafa hér Bandaríkjaher. Því hafi maður selt sál sína verður hann kaþólskari en páfinn. Her- námsandstæðingar hafa staðið vel á verðinum og fullyrða má, að án tilveru þeirra væri hér umhorfs eins og til að mynda í Skotlandi þar sem á friðsælum fjörðum með litlum þorpum, sem kúra við Auður Styrkársdóttir skrifar fjarðarbotninn, sigla kjarnorku- bátar hlaðnir sprengjum eins og ekkert sé. Gegn öllum herstöðvum En deilunni lýkur ekki fyrr en herinn fer héðan af landi brott með öll sín drápstól, þ.e.a.s. innanlandsdeilunni. Síðan er að snúa sér að heimsmálinu mikla sem er að útrýma hernaðarhugs- unarhætti og búa þannig um hnútana, að ekkert ríki geti grip- ið til kjarnorkuvopna. f Evrópu og Ameríku eru komnar upp sterkar hreyfingar, sem vinna að sömu málum og hernámsand- stæðingar hafa unnið að alla tíð hér á landi. Konurnar í Greenham Common eru þar kannski þekktastar og nú eru full- trúar þeirra komnar hingað til lands að segja okkur af baráttu sinni. Þær leggja áherslu á, að berjast verði gegn öllum her- stöðvum og að sjálfsögðu er Kefl- avíkurherstöðin ekki undan- skilin. Á fundi á þriðjudagsk- völdið, sem konur í Reykjavík héldu með konunum frá Greenham Common, voru þær m.a. spurðar hvort einhliða af- vopnun væri ekki hættuleg. Svar Tomu Moon ætti að vera okkur öllum ofarlega í huga: „Það fer eftir því í hvaða flokk maður skipar sér. Ég fylli flokk friða- rsinna. Einhliða afvopnun er ekki hættulegri en núverandi ástand, þar sem aðeins 4 mínútur skilja á milli lífs og algjörrar tor- tímingar.“ Á laugardaginn halda Samtök herstöðvaandstæðinga samkomu í Háskólabíói í tilefni af atburð- unum 30. mars fyrir 35 árum. Á þá samkomu mæta að sjálfsögðu allir friðarsinnar og mótmæla þannig hernáminu á íslandi og herstöðvum hvar sem er í heimin- um. Auður Styrkársdóttir er stjórn- málafræðingur og blaðakona á Þjóðviljanum. » Svar Tomu Moon œtti að vera okkur öllum ofarlega í huga:... Einhliða afvopnun erekki hœttulegri en núverandi ástand, þarsem aðeinsfjórar mínútur skilja á milli lífs og algjörrar tor tímingar.“

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.