Þjóðviljinn - 29.03.1984, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 29.03.1984, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 29. mars 1984 50 þús. tonn af sinnepsgasi í Eystrasalti Fœreysku sjómennirnir illa haldnir Færeysku sjómennirnir hinirfjóriríandlitiogaugum. sjö, sem urðu fyrir sinn- Einn sjómannanna hefur epsgaseitrun á Eystrasaiti í hlotið brunasár á 30-50 síðustu viku eru enn illa hundraðshlutum af yfirborði haldnir á ríkissjúkrahúsinu í líkamans. Kaupmannahöfn. Þrír þeirra Sinnepsgasið kom frá gashylki hafa brunasár á líkamanum, sem kom upp með troiii á fær- 50 þúsund tonnum af eiturgasi var varpað í hafið á svæðinu norðaustur af Bornholm eftir síðustu heimsstyrjöldina. Svæðið er merkt á kortinu sem „dumpningsomráde". Togarinn er sýndur á svæðinu þar sem umrætt gasílát kom í vörpu færeyska togarans. eyskum togara á Eystrasalti, suð- vestur af eyjunni Gotlandi. Staður- inn þar sem gashylkið kom upp er norð-norðaustur af stað þeim þar sem Þjóðverjar vörpuðu 50.000 tonnum af eiturgasi og eiturefna- vopnum undir eftirliti Englendinga eftir að síðari heimsstyrjöldinni lauk. Eiturgasið sem þarna var los- að var mestmegnis sinnepsgas, en einnig mun hafa verið um taugagas að ræða af gerðunum tabun og sar- in. Staðurinn þar sem eiturefnun- um var varpað í hafið Var valinn með tilliti til þess að þarna var djúpur pyttur sem talinn var heppi- legur til þess að geyma eiturefnin. Gasið var ýmist í sprengjum, handsprengjum eða tunnum þegar því var varpað, og eitthvað mun einnig hafa verið í trékössum. Sinnepsgas er að sögn þykkfljót- andi vökvi sem líkist olíu en lyktar eins og sinnep og piparrót. Efnið þrengir sér í gegnum önnur efni eins og gúmmí eða leður, og menn brennast auðveldlega á augum ef þeir núa þau eftir að hafa fengið lyktina af efni þessu á hendurnar. Á undanförnum árum hafa að jafnaði 0,5-1,0 tonn af efni þessu komið upp með veiðarfærum fiski- skipa. Á árinu 1980 komu gas- Einn færeysku sjómannanna fluttur frá flugvellinum um borð í sjúkrahús. bombur í net 33 sinnum. Af þess- um tilfellum hefur í einungis 1% tilfella verið um heilar bombur að ræða. 20% voru sprengjur sem höfðu laskast og voru lekar og í 55% tilfella var um að ræða fleiri gasílát sem komu upp samtímis ásamt öðru dóti. Að meðaltali hafa 10 danskir togarar fengið gashylki í vörpuna á hverju ári undanfarin ár. Togarinn sem nú varð fyrir tjón- inu var að veiðum utan þess svæðis þar sem gasið var losað á sínum tíma. Telja menn að eitthvað af gasinu hafi dregist með veiðarfær- um eftir botninum og annað hafi hugsanlega flust úr stað með haf- straumum. Togarinn sem hér um ræðir var skilinn eftir mannlaus eftir að áhöfnin, 11 manns, hafði verið flutt á brott síðastliðinn föstudag með þyrlu. Síðan var skipið sótt í togi. Miklum varúðarr- áðstöfunum er beitt með skip, sem orðið hafa fyrir eitrun. Eru skipin meðal annars úðuð með hreinsi- vökva, sem kallaður er DS2, en hann má ekki nota nema í 500 metra fjarlægð frá byggð og þar sem vindur stendur frá landi. Svæði það, sem sinnepsgasinu var sökkt á sínum tíma, er merkt út á sjókortum og fiskimönnum er ráðlagt að veiða ekki á svæðinu. Hins vegar segir sænska blaðið Dagens Nyheter að þorskurinn kunni vel við sig á þessum slóðum, og því hafi það oft freistað sjó- manna að kasta trollinu þar. ólg. Bretland: jtíh juiu ujuaii Vdl Leynimakkið með kjarn- orkuvopnin löghelgað „Það er skoðun mín að einmitt nú sé brýn nauðsyn á því að gefa skýrt fordæmi fyrir því að sérhver sá sem lætur frá sér fara upplýsingar sem eru trúnaðarmál megi vænta strangrar refsingar. Dómurinn hljóðar því upp á hálfs árs skilyrðislausa fangavist“. Þannig hljómuðu dómsorð dómarans í Old Bailey yfir skrifstofustúlkunni Sarah Tisdall, sem sakfelld var í síð- ustu viku fyrir að hafa látið breska dagblaðinu The Guardian í té upplýsingar um hvenær ákveðið var að bandarísku stýrifi- augarnar kæmu til Bretlands. Dómur þessi þykir óvenju harð- ur og hefur hann vakið gagnrýni og umtal, ekki síst þar sem ritstjórn blaðsins var þvinguð til þess með dómsúrskurði að gefa upp heimildir sinar með tilliti til „öryggis þjóðarinnar“. Sarah Tisdall er 23 ára skrif- stofustúlka í breska utanríkisráöu- neytinu. Hinn 21. október s.l. var hún beðin um að ljósrita kópíu af bréfi Michael Heseltine varnar- málaráðherra til Margaretar Thatcher. Þegar hún sá að bréfið hafði að geyma dagsetninguna fyrir komu hinna umdeildu stýriflauga til Bretlands og vangaveltur ráð- herrans um, hvernig best mætti þagga niður í friðarhreyfingunni og stjórnarandstöðunni varðandi þetta mál ákvað hún að láta upplýs- ingarnar af hendi. „Ég er enginn njósnari“, sagði hún fyrir réttinum, „en ég gat ekki setið aðgerðarlaus og horft upp á hluti gerast sem mér fannst siðferðilega óréttlætanlegir. Ég er ekki andvíg kjarnorkuvopn- um. Ég viðurkenni að við núver- andi aðstæður erum við nauðbeygð að hafa þau undir höndum. En mér fannst leynimakkið í kringum þetta óheiðarlegt. Mér fannst óverjandi að stýriflaugunum væri með þessu móti laumað inn bakdyramegin og mér fannst almenningur eiga fullan rétt á að vita hvað væri á seyði.“ Sarah Tisdall tók því aukaafrit af bréfinu sem hún lét síðan í nafn- laust umslag og afhenti dyraverði stjóranum var þá ekki kunnugt um hver hafði sent blaðinu Ijósritið. Engin ákæra hefur verið borin fram gegn The Guardian fyrir birt- ingu á innihaldi bréfsins, enda er litið á réttarhöldin gegn Söru Tis- dall sem viðvörun fyrst og fremst: viðvörun til allra þeirra sem hafa opinber trúnaðarmál á milli hand- anna og finna hjá sér freistingu til að gera þau uppvís fyrir almenn- ingi. rökstuddur með því að trúnaðar- brot hennar hafi verið „ógnun við öryggi ríkisins“. Neil Kinnock, formaður breska verkamannaflokksins lýsti því yfir eftir dómsúrskurðinn að hann væri valdníðsla. „Sú ákvörðun að sækja einungis Söru Tisdall til saka en ekki ritstjóra blaðsins er vitnis- burður um þá grimmd og þann veikleika sem einkennir alla þorp- ara,“ var haft eftir honum. Konur úr friðarhreyfingunni frá Greenham Common hafa staðið fyrir utan Holloway-fangelsið í norðurhluta London síðan fangels- isdómurinn var kveðinn upp í mót- mælaskyni. „Við styðjum Söru systur okkar“, stóð á spjöldum þeirra og borðum. En Sara Tisdall mun fá að sitja innilokuð í Holloway-fangelsinu næstu 6 mán- uðina í nafni breskrar réttvísi á Sarah Tisdall: Samræmdist ekki sið- gæðfsvitund minni að þegja. meðan kjarnorkuvopnunum er laumað bakdyramegin inn fyrir túngarðinn hjá breskum almenn- ingi. ólg ritstjórnar dagblaðsins The Guar- dian. Daginn eftir, 22. október s.l., þegar um hálf miljón manna gekk um götur Lundúna til þess að mót- mæla komu stýriflauganna, mátti lesa á síðum The Guardian að fyrstu stýriflaugarnar kæmu til Greenham Common herstöðvar- innar hinn 1. nóvember. Ríkisstjórnin fól Scotland Yard-lögreglunni þegar í stað rannsókn á því hvernig The Guar- dian hefði komist yfir upplýsingar þessar, en sú rannsókn bar engan árangur fyrr en ríkisstjórnin ákvað að krefjast þess með tilvísun til dómsúrskurðar að ritstjóri The Guardian gæfi upp heimild sína. Eftir að dómur hafði fallið í máli Söru síðastliðinn föstudag upplýsti ritstjóri The Guardian að það hefði verið honum afar erfið ákvörðun að láta bréfið af hendi, þar sem hann hafi verið í klemmu á milli dómsúrskurðar annars vegar og þeirrar reglu blaðamanna hins veg- ar að halda leynd yfir heimildar- mönnum sínum. Sagðist hann hafa vonað að lögreglunni tækist ekki að finna sökudólginn þótt hann af- henti henni umrætt ljósrit. Rit- Eitrun í dönskum æðarfugli Æðarfugl við strendur Danmerkur er eitraður af þungamáiminum kadmíum, sem fundist hefur í hættu- lega miklu magni í nýrum og lifur fuglsins. Hafa heilbrigðisyfirvöld varað fólk við að leggja sér fugl- inn til munns af þessum sökum. Það voru sýni úr 50 æðarfugl- um, sem tekin voru í Kattegat og við Bornholm sem sýndu að fugl- inn hafði mun meira í sér af ka- dmíum en talið er æskilegt í mannamat. Dýralæknar sem unnu við rannsókn þessa sögðu að niðurstöðurnar væru fyrstu vísbendingarnar sem komið hefðu um að mengun í danskri villibráð væri slík, að draga mætti í efa hvort hún væri æskilegur Er vlllibráðin líka orðin menguð af eiturefnum? mannamatur. í fréttinni kemur fram að Danir skjóta sér árlega um 190.000 æðarfugla til matar. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að kadmíuminnihald nýrn- anna í æðarfuglinum var 20 sinn- um meira og í lifrinni 7 sinnum meira en hættumörk þau sem Al- þjóða heilbrigðismálastofnunin og Matvæla- og landbúnaðar- stofnun Sameinuðu þjóðanna hafa sett sem hættumörk í fæðu, en það er 0,5 milligröm í kílói. f V-Þýskalandi gilda þær reglur varðandi kadmíum, að ekki mega meira en 2 mg vera í hverju kíló- grammi af mat. Engar fastar regl- ur hafa hins vegar verið settar um þetta í Danmörku, en Matvæla- stofnun ríkisins í Danmörku hef- ur þó nýverið sent frá sér aðvörun um mikla neyslu sólblómafræs, þar sem komið hefur í ljós að þau hafa að geyma 0,5 mg af kadmí- um í kflógrammi að jafnaði. ólg.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.