Þjóðviljinn - 29.03.1984, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 29.03.1984, Blaðsíða 9
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 29. mars 1984 Við erum sterkar Fríðarbúðir kvenna við bandarísku herstöðina Greenham Common sem er um 100 kílómetra fyrír vestan London og hafa staðið síðan haustið 1981 hafa vakið heimsathygli og ekki síst átt þátt í að upplýsa fólk um þá miklu kjarnorkuví- gvœðingu sem núfer fram í heiminum. Þcer hafa vitnað til orða ríthöfundarins Virginíu Woolfsem sagði á sínum tíma. „Besta ráðið til að koma í vegfyrír stríð er ekki að endurtaka aðferðir ykkar og nota sömu orðin heldur finna ný orð og aðferðiru. Og það er kannski galdurínn við aðferð kvenn- anna í Greenham Common. Tvœr ungar konur úr þessum hópi eru nú gestir lslendinga, þœr Toma Moon og Vicky McLafferty, báðarfrá Glasgow. Þœrœtla að leggja herstöðv- aandstœðingum lið á 30.-mars samkomu þeirra nk. laugar- dag. Við spjölluðum við þcer á Brávallagötunni, þar sem þœr búa meðan á Islandsheimsókninni stendur. - Já, Verkamannaflokkurinn styður okkur og einnig flest verka- lýðsfélögin. Það er okkur mjög mikilvægt. Bakarasambandið hef- ur t. d. ákveðið að selja ekki brauð í herstöðina í Greenham Common svo að þeir verða að fá öll sín brauð frá Bandaríkjunum. - Er ekki mikið um heimsóknir í búðirnar? - Jú, eins og við sögðum eru alltaf að koma nýjar og nýjar kon- ur, sumar koma alla leið frá Japan eða Ástralíu. Svo koma stundum rútur með túrista og þá er eins og við séum í sirkus því að túristarnir munun. Við viðurkennum ekki þann hugsunarhátt valdhafa, sem er nátengdur kjarorkuhugsunar- hættinum, að þeir eigi að vera yfir og aðrir undir og hlýða þeim í blindni. Venjulegt fólíc, konur og karlar af hvaða kynþætti sem er hefur rétt á að móta sínar eigin hugmyndir og taka þátt í ákvörð- unum sem varða líf og dauða. - En ykkur hefur ekki tekist að koma í veg fyrir að þessar kjarn- orkueldflaugar verði settar upp? - Nei, enda gætum við ekki ráð- ist gegn vopnuðu herliði en megin- ávinningur okkar liggur í því að við höfum upplýst fólk. Það átti að lauma þessum eldflaugaum inn í landið, helst án þess að nokkur vissi um það. Barátta okkar veldur því m. a. að fólk veit m.a.s. hvernig umræddar eldflaugar líta út. Þegar þær fyrstu komu 29. okt. sl. lét bíl- stjóri, sem hafði séð flutningabí- lana, okkur vita því að hann vissi hvernig þær líta út og fréttin barst um allan heim á augabragði, og varð aðalfrétt fjölmiðla. - Það hefur mikið verið reynt að koma ykkur í burtu? - Já, það er búið að gera margar tilraunir en þær hafa allar mistek- ist. Þeir hafa allir lagst á eitt: Varn- armálaráðherrann, samgöngu- ráðherrann, eigendur landsins og héraðsstjórnin í Newbury og lög- reglunni hefur hvað eftir annað verið sigað á okkur. Það hefur ver- ið beitt ótrúlegustu aðferðum, kastað að okkur bensínsprengjum, tjöldin brennd, hellt steypu yfir okkur og að næturþeli koma strák- ar frá Mewbury og kasta steinum og möðkum inn í tjöldin. Lögreglu- þjónarnir sem ávallat eru þarna hlæja þá bara í stað þess að koma til liðs við okkur. - Eru íbúar þarna í grenndinni andvígir ykkur? - Þeir eru mjög íhaldsamir. Þetta er sterkasta vígi íhaldsflokksins á Bretlandi og Thatcher fékk þarna hreinan meirihluta í síðustu kosn- ingum en það gerði hún óvíða ann- ars staðar. - En hvað með hermennina í stöðinni? - Þessi herstöð er eingöngu bandarísk þó að hafðir séu breskir hermenn þar til að sýnast. Þetta eru mikið ungir strákar sem vita ekkert hvað er að gerast, allt niður í 16 ára gamlir. Við höfum fundið forvitni þeirra, bæði hvað við séum að gera og hvað er um að vera í herstöðinni. Þeir vita ekki meira um kjarnorkueldflaugarnar en hver annar. En þeir eru líka hrædd- ir þvf að þeirra bíður ekkert nema atvinnuleysið ef þeir fara úr hern- um og þeir eru undir heraga. - Hafið þið fengið pólitískan stuðning á Bretlandi? Reyndar var Vicky svo óheppin að leggjast í flensu um leið og hún steig á íslenska grund og gat t.d. ekki verið á kvennafundi á Hótel Borg í fyrrakvöld en vonast til að vera orðin hress á laugardag. Hún sagðist vera alveg hissa á þessari flensu sinni því að hún hefur nú búið í heilt ár í tjaldbúðum í Greenham Common en þar hefur orðið allt að 20 stiga frost á næt- urna. Konurnar hafa þurft að vera á vappi heilu næturnar til að halda á sér hita. - Og hvað eruð þið margar? - Við höfum verið allt frá 50 og upp í 50 þúsund þegar hafa verið fundir. Að jafnaði eru um 200 kon- ur í friðarbúðunum og við erum stöðugt að sjá ný andlit, ekki að- eins bresk, heldur alls staðar að úr heiminum. - Viljið þið ekki hafa karlmenn með í þessari baráttu? - Nei, það erum við sem erum að berjast fyrir þessu. Eini karlmað- urinn í búðunum er 7 mánaða gam- all og hann fæddist þar. - Teljið þið þessa baráttu vera mikilvæga fyrir kvenfrelsið? - Já, mjög mikilvæga. Þarna hafa konur lært að standa á eigin fótum og meta líf sitt að nýju, við höfum fundið styrk okkar í þessari baráttu. Við berjumst ekki bara fyrir friði með því að standa gegn bandarískum kjarnorkueld- flaugum heldur t. d. einnig með því að vera á móti kynþáttaað- greiningu og kynferðislegri mis- Vicky McLafferty (t.v.) og Toma Moon. Ljósm. Atli. Rætt við Tomu Moon og Vicky McLafferty úr friðarbúðunum í Greenham Common en þær eru nú hér á landi í boði herstöðvaandstæðinga r'; V:/-”' r' Éfí ' % '■ Komnar inn fyrir og dansandi á skotpöllum Fimmtudagur 29. mars 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 „Besta ráðið til að koma í veg fyrir stríð er ekki að endurtaka aðferðir ykkar og nota sömu orðin heldur finna ný orð og nýjar aðferðir“ (Virgina Woolf). Myndln sýnir vei aðstæður í friðarbúðunum í Greeham Common. Og í vetur hefur þar verið allt að 20 stiga frost á nóttunni Við lifðum tvær heimsstyrjaldir og hér erum við, ákveðnar í að hindra þá þriðju Baráttufundur í Há skólabíói 31. mars Laugardaginn 31. mars nk. munu Samtök herstöðvaandstæðinga halda árlega baráttusamkomu sína undir kjörorðunum: - Gegn helstefnu hernaðarbandalaga-. Samkoman hefst kl. 14.00 með fjölbreyttri dagskrá. Gunnar Karlsson flytur ávarp, Bergþóra Ámadóttir, Amþór Helgason ofl. sjá um söngdagskrá, fluttur verður nýr leikþáttur eftir þá Þor- steinn Mareisson og Vaidemar Leifsson og síðast en ekki síst munu baráttukonur frá Greenham Common búðunum á Englandi ávarpa samkomuna og segja frá baráttu sinni. Fundar- stjóri verður Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Fundurinn í Háskólabíói er krafa um endurreisn hlutleysisins og íslenskt friðarfmmkvæði gegn gjaldþroti kjamorkuvopnastefn- unnar. Það sem við erum að segja er að konur eru sterkar. Við getum allar komið út og sagt: Þetta getið þið ekki gert okkur! eru allir með myndavélarnar á lofti - Em mest ungar konur í friðar- búðunum? - Nei, á öllum aldri. Sú elsta er á níræðisaldri. - Nú eru víðar settar upp kjarn- orkueldflaugar en í Greenham Common. Hefur ekki komið til tals að setja víðar upp friðarbúðir? - Þær eru víðar, t. d. í Molesworth á Englandi og Fastane og Rosyth á Skotlandi. Þar eru bæði karlar og konur. - Hvaða ráð viljið þið gefa okkur íslendingum til að losa okkur við ameríska herstöð hér? - Við erum bara venjulegar kon- ur að tala um venjulega hluti. Við erum engin súperkvendi og ætlum þess vegna ekki að fara að segja ykkur hvernig þið eigið að gera hlutina. Við höfum ekki einkarétt á orðinu friður. - En þið ætlið ekki að gefast upp? - Nei, það hvarflar ekki að okk- ur. Á mánudaginn kemur á að reyna að koma okkur frá Greenham Common hvað sem það kostar og verður þá hundruð lög- regluþjóna sigað á okkur. Þann dag verðum við ekki bara nokkur hundruð heldur mun fjölmennari. Við erum sterkar. Orð úr friðarbúðunum „Ég hef verið ásökuð um að vera grimm og harðbrjósta fyrir að skilja börn mín eftir heima, en það er einmitt fyrir þau sem ég er að gera þetta. Aður fyrr fóru menn að heiman til að fara í stríð. Nú fara konur að heiman fyrir friðinn.“ Sarah í friðarbúðum I Greenham „Menn ásaka konur um að vera tilfinningasamar varðandi kjarn- orkuógnina. Ég kem hingað út af litlu stúlkunni sem var 9 klukku- stundir að deyja í fangi móður sinn- ar eftir Nagasaki með skinnið allt flakandi frá og sagði: Mamma, mér er kalt. Og vegna stúlkunnar sem hljóp eftir veginum í Víetnam eftir að hafa orðið fyrir napalm- sprengju. Ég þarf egnar aðrar ástæður og þessar virðast mér vera fullkomlega lógískar.“ Amma í friðarbúðunum í Green- ham í viðtali við Gurdian „Ég er ekki femínisti og ekki rót- tæk. Eg er aðeins kona sem er að berjast fyrir lífi sínu. Svo einfalt er það fyrir mér. Ég hef engu að tapa en allt að vinna . Simone í Greenham friðarbúðunum „Þegar ég var 12 ára gömul las ég Dagbók Önnu Frank, um stelpu á sama aldri og ég. Og ég fór til mömmu og spurði: „Hvernig gátu slíkir atburðir átt sér stað?“ Og hún svaraði: „Fólk vissi ekki að þeir ættu sér stað“. Og ég vissi að þetta var lygi“. Arlene í Greenham friðarbúðunum „Ef við beitum ekki ímyndun- araflinu mun ekkert breytast. Og án breytinga munum við eyða Jörðinni. Svo einfalt er það.“ Lesley í Greenham friðarbúðunum „Ef okkur tekst að koma í veg fyrir að kjarnorkueldflaugarnar verði settar upp þýðir það ekki að Rússarnir muni koma og ganga yfir okkur öll. Hvernig gætu Rússar komið og hertekið Evrópu með öll sín vandamál - og Kínverja á bak- inu. Svo einfalt er þetta ekki. Ef við afvopnumst setti það geysi- legan þrýsting á Bandaríkjamenn og Rússa. Við erum aðeins víglína eins og er, takmarkað stríðs- leikhús: á eftir mun ekkert verða fyrir okkur svo að við höfum engu að tapa.“ Simone fyrir Newbury rétti -GFr

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.