Þjóðviljinn - 29.03.1984, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 29.03.1984, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 29. mars 1984 Laus staða Staða sérfræðings innan læknadeildar Háskóla íslands er laus til umsóknar. Gert er ráð fyrir, að stöðunni verði ráðstaf- að til tveggja ára. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi, og er læknis- menntun ekki skilyrði. Umsókn fylgi starfsáætlun á sviði rannsókna í læknisfræði. Jafnframt fylgi umsögn þess kenn- ara innan læknadeildar sem umsækjandi hyggst starfa með, þar sem fram komi staðfesting þess að starfsaðstaða sé fyrir hendi og að annar kostnaður en laun sérfræðings verði greiddur af viðkomandi stofnun eða deild. Nánari upp- lýsingar veitir forseti læknadeildar. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um vísindastörf sín, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil sinn og störf. Umsóknir skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverf- isgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 26. apríl n.k. Menntamálaráðuneytið, 26. mars 1984 Vélamiðstöð Kópavogs Tilboð óskast í Volvo F-84 árg. 1972. Bifreiðin er til sýnis við Vélamiðst. Kópavogs Kársnesbraut 68 mán- ud. 2. apríl og þriðjud. 3. apríl frá kl. 13.00-16.00 báða dagana. Uppl. gefur verkstjóri á staðnum og í síma 41576. Tilboðin verða opnuð miðvikudaginn 4. apríl kl. 13.30 á sama stað. Forstöðumaður OLANDSSAMBAND STANGARVEIÐIFÉLAGA Fundur um veiði- og fiskiræktarmál. Landssamband stangaveiðifélaga boðar til umræoj- fundar um veiði- og fiskiræktarmál á Hótel Borgarnesi laugardaginn 31. mars kl. 10.00 f.h. Frummælendur verða frá þessum aðilum: Landssambandi stangaveiðifélaga Veiðimálastofnun Landssambandi fiskeldis- og hafbeitarstöðva Landssambandi veiðifélaga. Áhugmenn! Komið og takið þátt í umræðum. Lögmenn Aðalfundur Lögmannafélags íslands verður haldinn að Hótel Sögu, hliðarsal, II. hæð, föstudaginn 30. mars og hefst kl. 13. Árshóf félagsins verður haldið að kvöldi sama dags í Átthagasal Hótel Sögu, og hefst kl. 19. ' , Stjórnin Lokað Skrifstofur Verzlunarmannafélags Reykja- víkur verða lokaðar í dag frá kl. 14.00 vegna jarðarfarar Guðjóns Einarssonar fyrrverandi formanns félagsins. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur, Húsi verslunarinnar Útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu Aðalheiðar Jóhannesdóttur Stigahlíð 12 verður gerö föstudaginn 30. mars kl. 3 e.h. frá Hallgríms- kirkju. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á SÍBS eða Krabba- meinsfélagið. Arnór Sigurðsson Guðmunda Arnórsdóttir Jón S. Arnórsson Sígmar E. Arnórsson Sigurður Arnórsson Málfríður Arnósdóttir og barnabörn. Björn Ástmundsson Berghiidur Gísladóttir Heiðrún Aðalsteinsdóttir Sigrún Baldvinsdóttir Steingrímur J. Sigfússon um lausaskuldamál bænda: Frumvarp um breytingu á lausa- skuldum bænda í föst lán var til umræðu í Neðri deild Alþingis fyrir skömmu. Steingrímur J. Sigfússon flutti tvær breytingatillögur við frumvarpið. I fyrsta lagi um að lánveitingar samkvæmt lögunum „skulu sér- staklega miða að því að leysa fjár- hagsvanda þeirra bænda, sem hafa nýlega hafið búskap, staðið í gagngerri uppbyggingu eða endur- bótum á bújörð sinni eða búa við sérstaklega erfiðan fjárhag vegna fjölskylduástæðna.“ í annan stað: „Innlánsstofnun- um er skylt að taka við bankavaxta- bréfum, er gefín verða út sam- kvæmt lögum þessum. Seðlabank- inn endurkaupir þessi bréf.“ Þessar tillögur Steingríms voru felldar. Við . umræðuna mælti Steingrímur J. Sigfússon fyrir til- lögunum og sagði m.a.: Það er ljóst herra forseti, að þó Alþingi setji með lögum þeim sem hér um ræðir á þingskjali 392 á- Vona að hér verði ekki látið staðar numið kveðinn ramma um framkvæmd þeirra skuldbreytinga, sem hér eru til umræðu þá er engu að síður fjöl- margt sem falið er framkvæmdaað- ilum málsins þ.e.a.s. bankaráði Búnaðarbanka Islands og landbún- aðarráðherra eða ríkisstjórn, eins og hér er gert tillaga um. Þar má nefna lánstíma, lánakjör, þóknun til útgefenda bankavaxtabréfanna, hlutfall peningalána og hlutfall skuldabréfa, -útvegun fjármagns í þessu skyni og meðferð banka- vaxtabréfanna að útgáfu þeirra lokinni. Þetta eru allt saman hlutir sem falið er framkvæmdaaðilum málsins í hendur og lög kveða ekki á um. Það má eflaust deila um það að hve miklu leyti það sé rétt að Al- þingi setji með lögum reglur í slík- um tilvikum eða að hve miklu leyti eigi að fela það framkvæmdaaðil- um málsins í hendur. Ég tel þó aldeilis nauðsynlegt að kveða nokkru nánar á um þau tvö atriði, sem hér -eru fluttar breytingatil- lögur um. Fjárhagsvandi yngri bœnda í fyrsta lagi er það að tryggja það alveg sérstaklega að tillit verði tekið til fjárhagsvanda yngri bænda og þeirra sem hafa eins og segir í tiliögugreininni, „nýlega haf- ið búskap eða staðið í gagngerri uppbyggingu eða endurbótum á bújörð sinni“. Einnig vil ég með þessari breytingatillögu tryggja það, að tekið verði sérstakt tillit til þess ef bændur með miklar lausa- skuldir búa í ofanálag við það við sérstaklega erfíðar fjölskylduað- stæður. Og hefi hér sérstaklega í huga barnmörg heimili og þann mikla kostnað sem t.d. er oft fylgj- andi því að senda börn í skóla frá sveitaheimilum. Ég tel það eðlilegt að þeir við- komandi sem við slíkar aðstæður búa fái forgang um fyllstu aðstoð sem heimil er lögum þessum sam- kvæmt. Þeim sem kunna að telja þessa grein óþarfa bendi ég á það að í frumvarpi þessu til laga er hvergi kveðið á um það hversu víð- tæk aðstoðin á að vera við hvern og einn bónda. Það er ekki sagt hvort breyta eigi öllum lausaskuldum þeirra sem til þess hafa veð í föst lán eða hluta af skuldum þeirra eða skuldum upp að vissri hámarks- upphæð. Þetta eru allt saman möguleikar sem hugsanlegt gæti að hafa í þessu sambandi. Og svo mætti framvegis telja. Þetta ásamt fjölda mörgu öðru eins og ég hef áður bent á er falið framkvæmda- valdinu í hendur. Seðlabankinn endurkaupi Síðari breytingartillagan varðar meðferð á bréfum þeim sem gefin verða út. Það hefur verið undan því kvartað að aðstaða lánardrottna bænda til að losna við viðkomandi bréf hafi verið misjöfn og þar af leiðandi áhugi þeirra á því að taka við bréfunum sömuleiðis. Sumar innlánsdeildir og minni sparisjóðir hafa getað endurselt bréfin í Seðla- bankanum, en aðrir ekki. Hér er gerð tillaga um að leysa þetta á ein- faldan hátt þannig, að aðstaða allra, verði jöfn. Með þessu móti mundu bændur losna við að heimta loforð af lánardrottnum sínum um vænt- anleg bréfakaup og sparisjóðir og innlánsdeildir jafnt sem bankar eða bankaútibú gætu óhrædd tekið við bréfunum. Það væri hugsanlega nóg í þessu sambandi að Seðla- bankinn endurkeypti ákveðið hlut- fall bréfanna af hverjum og einum og gætu þá framkvæmdaaðilar málsins komið sér niður á það hlut- fall, sem þeir teldu duga í þessu sambandi þó hitt væri óneitanlega tryggast að Seðlabankinn væri skyldur til að kaupa þessi bréf eins og þurfa þætti. Herra forseti. Það mætti vissu- lega margt segja um stöðu mála í landbúnaðinum, en í þessu sam- bandi þá læt ég nægja að segja, að það er ljóst af þeim gögnum sem fyrir liggja að þörfin á aðgerðum til stuðnings þeim bændum, sem verst eru staddir að þessu leyti er mikil. Tímabœr endurskoðun Nú er þar fyrir utan að mínum dómi löngu orðið tímabært að taka til gagngerrar endurskoðunar allt verðmyndunar- og peningakerfi í landbúnaðinum. Og í framhaldi af því vil ég spyrja hæstvirtan Iand- búnaðarráðherra, af því svo vel vill til að hann er hér viðstaddur þessa umræðu hvað líði stefiiumörkun hæstvirtrar ríkistjórnar í landbún- aðarmálum. Og/eða hvort láta eigi það duga, sem segir um þau mál í stjómarsáttmála hæstvirtrar ríkis- stjórnar frá því í vor. Það má reyndar, herra forseti, segja að ákveðin stefna í landbún- aðarmálum birtist þessa dagana í ýmsum aðgerðum hæstvirtrar ríkis- stjórnar. Þannig vantar t.d. veru- legar upphæðir í tjárlögum til þess að útflutningsbætur á landbúnað- arvörur eða réttur til útflutnings- bóta á iandbúnaðarvörum sé fylltur. Skv. viðtali við hæstvirtan forsætisráðherra í útvarpsfréttum nú fyrir skemmstu á að taka eða stendur til að taka stærstan hluta þeirra peninga sem færa á tii innan fjárlaga í tengslum við kjarasamn- inga ASÍ og VSÍ frá niður- greiðslum. Ríkisstjórnin hyggst láta taka upp nýjan neyslugrund- völl þar sem vægi landbúnaðaraf- urða minnkar og síðast en ekki síst hefur verið lagt fram hér á hæst- virtu Alþingi frumvarp um virðis- aukaskatt þar sem aftur yrði tekin upp skattheimta á matvælum. Allt þetta og reyndar miklu fíeira mætti telja til og segir sína sögu, ef þess er gætt að ekkert annað hefur komið frá hæstvirtri ríkisstjórn þarna á móti. Þess vegna er von að spurt sé hæstvirtur landbúnaðarráðherra hvað líði frekari stefnumörkun ríkisstjórnarinnar í landbúnað- armálumog þá á ég ekki við stefnu- mörkun, sem birtist í þeim aðgerð- um, sem ég hef hér upp talið. Eg er bara að vonast til þess að eitthvað bitastæðara komi um þau - og heilsteyptara komi um þau málefni frá hæstvirtri ríkisstjórn áður en langt um líður, enda þörfin mikil á slíkri stefnumótun. Óeðlilegur seinagangur Steingrímur J. Sigfússon kvaðst harma þann seinagang, sem orðið hefði á framkvæmd þessa máls því að nefndin, sem að því starfaði, hefði skilað áliti í haust. Tæki hann undir gagnrýni minni hluta land- búnaðarnefndar á því. Hinsvegar hefði hann skrifað undir nefndará- lit meirihlutans með þeim fyrir- vara, sem þar kæmi fram, og í framhaldi af því flutt þær breyting- artillögur sem hann hefði nú gert grein fyrir. „Ég stýð þessa aðgerð og vona að hún komist sem fyrst til fram- kvæmda og vona jafnframt... að hér verði ekki látið staðar numið, heldur hafist handa um varanlegri úrbætur og úrlausnir í þeim vand- amálum, sem við er að glíma, svo að aðgerðir hliðstæðar þeim, sem nú er óhjákvæmilegt að grípa til, megi heyra sögunni til“, sagði Steingrímur J. Sigfússon að lokum. -mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.