Þjóðviljinn - 29.03.1984, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 29.03.1984, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN |Fimmtudagur 29. mars 1984 ALÞYÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið: Eigum við að stofna kvennafélag? Umræðufundur um starf kvenna í AB í flokksmiðstöðinni, Hverfisgötu 105, n.k. fimmtudag, 29. mars kl. 20.30. Nánar auglýst í næstu viku. Allt áhugafólk velkomið. Miðstöð kvenna Alþýðubandalagið í Reykjavík Vorhappdrætti Verð kr. 100.- VORHAPPDRÆTTI Alþýðubandalaysins í Reykjavík f -3. Feróavinntftgaf í'teioufHifit mað S8!hvinnuferfium !.am}syr> að vefðinæti 29 000 kt. hver 4. fi Fetðávinningsr: leiguflugi rneð Samvipnuförðoffl - Undsýn :-.ð vcrðniaiti •5.000 kr. hvei ... Vinningar»}}« ............ Dregíð 10JVIAI Fjöldi tnita 6JK5 Aiijýðufaanrfalsqið i Boykjavik Hverfisnnfti ICf>. 101 Beykiavik.Simr; '91 i 1/500 Alþýðubandalagið í Reykjavík gengst fyrir glæsilegu vorhappdrætti. Vinningar eru 6 ferðavinningar í leiguflugi með Samvinnuferðum - Landsýn að heildarverðmæti 105.000,- krónur. Dregið verður ( happdrættinu 10. maí. Þess er vænst að félagar og stuðningsmenn Alþýðubandalagsins í Reykjavík bregði skjótt við og greiði heimsenda miða hið fyrsta í næsta banka/pósthúsi eða á skrifstofu Alþýðubandalagsins að Hverfisgötu 105. Sláum saman! Stöndum saman í slagnum! Styrkjum baráttu Alþyðubandalagsins! Stjórn ABR Alþýðubandalagið ísafirði: Árshátíð Árshátíð Alþýðubandalagsins á ísafirði verður haldin í Góðtemplara- húsinu laugardaginn 31. mars og hefst kl. 20.30. Dagskrá: Boröhald, skemmtiatriði, leynigestir og dans. Miðapantanir og upplýsingar hjá Smára í síma 4017, og hjá Hallgrími í síma 3816. Allir stuðningsmenn Alþýðubandalagsins og gestir þeirra velkomnir. Undirbúningsnefndin. Alþýðubandalagið Vestmannaeyingar Garðar Sigurðsson alþingismaður verður til við- tals að Bárugötu 9. laugardaginn 31. mars frá kl. 16-19. Lítið inn. Kaffi á könnunni. Baráttusamkoma á Breiðumýri Sætaferðir frá Húsavík Herstöðvaandstæöingar í Þingeyjarsýslu og Húsavík efna til baráttu- samkomu fyrir friði, gegn vígbúnaðarógn og hernaðarbandalögum, undir kjörorðinu: ísland úr Nato - herinn burt. Samkoman verður í Breiðumýri í Reykjadal 30. mars n.k. Sætaferðir verða frá Húsavík. Farið verður frá Hótel Húsavík kl. 20.15. Þeir sem óska þess að verða sóttir tilkynni það hjá Sveini Rúnari í síma 41479 eða Regínu í síma 41743 eða 41333. Æskulýðsfylking Alþýðubandalagsins Alþýðubandalagið ísafirði Stofnfundur Æskulýðsfylkingar AB á ísafirði verður haldinn laugardaginn 31. mars kl. 16 í húsnæði Alþýöubandalagsins, Aðalstræti 42. Anna Hildur Hildibrandsdóttir og Ólafur Ástgeirsson frá ÆF í Reykjavík mætaáfundinn. Ungtfólker hvatttilað fjölmenna. Anna Hlldur Ólafur Vinsamlega sendið eða hringið inn auglýsingar í þennan dálk fyrir klukkan 16 daginn áður en þær eiga að birtast og talið við Einar Karl eða Álfheiði. - Ritstjórn. Öðnivísi fréttir Að ná endum sanian Leikfélag Mosfellssveitar Saumastofan Höfundur: Kjartan Kagnarsson Tónlist: Kjartan Ragnarsson Leikstjóri: Þórunn Sigurðardóttir Leikmynd og búningar: Kristín Ander- sen Lýsing: Arni Magnússon Leikfélag Mosfellssveitar sýnir um þessar mundir, í Hlégarði, Saumastofuna eftir Kjartan Ragn- arsson. í leikskránni sem er einkar vel unnin undir stjórn Sigríðar Halldórsdóttur, stendur: „Leiklist hefur áratugum saman verið vinsæl hjá Mosfellingum og má segja að nú berum við ábyrgð á hefð sem ekki má glatast. Leikfélag Mos- fellssveitar er samt ekki formlega stofnað fyrr en árið 1976. Ég held að það sé ekki nógu mörgum Mos- fellingum kunnugt um skúrræfilinn sem hangir utan í Hlégarði og er miðstöð leiklistarinnar í sveitinni. Dyrnar standa alltaf öllum opnar og kaffikannan er nýmóðins og sjálfvirk. Þar situr öllum frístund- um kjarni Leikfélagsins og dettur heldur niður dauður en gefast upp og fara heim að slappa af. Stundum gengur vel, stundum verr, en þá seljum við bara ryksuguna og kaff- ikönnuna." Alveg virðist vera sama hvar ber niður, leiklist er fjári mikið á hrakhólum, annaðhvort vegna húsnæðisleysis, ellegar pen- ingaleysis, nema hvorutveggja sé. Kannski fer nú eitthvað að rofa til hjá þeim í Mosfellssveitinni, því skemmtilega innréttaður „skúr- ræfillinn“ var þéttsetinn s.l. sunnu- dagskvöld og ekki bar á öðru en að Súsanna Svavarsdóttir skrifar um leikhús áhorfendur ættu ánægjulega kvöld- stund. Dúkuð og blómum skreytt borð, þar sem fólk getur setið með kaffibolla eða léttvínsglas er svo af- slappandi form á leikhúsi að allar hefðir gleymast, svo sem að ræskja sig, hósta og snýta sér, þegar ljósin í salnum dvína og tjöldin eru dregin frá sviðinu. Höfundinn og verkið þarf varla að kynna. Kjartan er einn afkasta- mesti leikritahöfundur okkar ís- lendinga í dag. Síðan 1975 hefur hann samið sjö leikrit sem notið hafa mikilla vinsælda. Einhverra hluta vegna finnst mér Saumastof- an, fyrsta leikritið hans, alltaf best. Það lýsir einum degi á saumastofu, þegar „stelpurnar“ sex sem þar vinna, ákveða að detta í það af því Sigga gamla er sjötug. Fram eftir degi segja þær frá lífi sínu, þrasa, sættast, kyssast, standa saman, o.s.frv. Að baki léttleika og kæru- leysi þeirra flestra er bitur reynsla og þær hafa fengið sinn skerf af mótlæti „en hvað er að fást um það“, kjarkurinn og baráttuþrekið er óbugandi. Á saumastofunni streða þær alla daga til að láta enda ná saman. Á margan hátt er uppsetning Leikfélags Mosfellssveitar góð. Framsögn leikaranna er nokkuð skýr og söngurinn ágætur. En eitthvað virtust leikararnir vera þvingaðir á sviðinu og urðu hreyf- ingar dálítið klaufalegar, einkum hjá karlmönnunum þrem sem við sögu koma. Það var eins og þeir vissu hreint ekkert hvað væri best að gera við handlegggi, ýmist böðuðu þeim út í loftið, eða um- föðmuðu sjálfa sig. Sviðsmyndin var stílhrein og skemmtileg og held ég að Mosfellingar geri vel að eyða kvöldi í líflegum og vinalegum fé- lagsskap Leikfélags síns. Súsanna Svavarsdóttir. Sveitarstjórnarmenn á fundi með Landvernd: Landnám Ingólfs, nýtíng og notkun Landvernd hefur boðað til ráð- stefnu um Landnám Ingólfs, land- nýtingu og landnotkun fimmtudaginn 29. mars í Rcykja- vík. til ráðstefnunnar er boðið fulltrúum frá bæjar- og sveitar- stjórnum, þingmönnnm og margs konar hagsmunaaðilum úr þessum landshluta. Umræðuefni ráðstefnunnar er hið sama og var á aðalfundi Land- verndar s.l. haust, en þar kom fram að í landnáminu eru uppi ýmis vandamál, svo sem ofbeit, efnis- nám, skipulagslítil sumarbústaða- byggð og landeyðing. Verður á ráðstefnunni bent á leiðir til úrbóta og munu umræðuhópar starfa um einstaka málaflokka, svo sem stöðu landbúnaðar, skipulag og landnotkun, efnistöku og jarðrask og friðlýsingu. Fyrirlesarar eru Hákon Sigurgrímsson, Páll Sig- urðsson, Stefán Thors, Svanhildur Halldórsdóttir, Þorleifur Einars- son og Gísli Gíslason. -ÁI Fundur um heim- speki Sunnudaginn 1. apríl flytur Kirstján Guðmundsson, Ph.D., fyrirlestur á vegum Félags áhuga- manna um heimspeki. Fyrirlestur- inn nefnist: Thomas Kuhn um or- sakir vísindalegra byltinga: Nýleg gagnrýni og dæmi úr sálarfræði. Bókin The Structure of Scientific Revolutions (1962) eftir Thomas Kuhn olli miklu fjaðrafoki í vísind- aheimspeki. Kuhn lagði til að dæmi úr einstökum vísindagreinum yrðu rannsökuð mun nánar en gert hafði verið og að reynt yrði að greina þau vandamál sem vísindamenn raun- verulega fást við. Margir hafa orð- ið til að gagnrýna Kuhn og þeirra á meðal er Larry Laudan í bókinni Progress and Its Problems (1977). í fyrirlestrinum mun Kristján leitast við að útskýra kenningu Kuhns um orsakir vísindalegra byltinga og meintar endurbætur Laudans. Að lokum verður hvoru- tveggja borið saman við einstakt dæmi: þá byltingu sem B.F.Skinner olli í viðbragðsfræði með kenningu sinni um virkt at- ferli. Fyrirlesturinn verður haldinn í Lögbergi, stofu 101, og hefst hann kl. 15.00. Fyrsta bók ungs skálds Vindurinn gengur til suðurs heitir ný ljóðabók eftir ungan höfund, Ólaf Haraldsson, sem stundar nám í Verslunarskóla ís- lands. Vindurinn gengur til suðurs er fyrsta ljóðabók Ólafs en áður hafa birst eftir hann ljóð í Verslun- arskólablaðinu. Hann hlaut fyrstu verðlaun í ljóðasamkeppni sem það blað efndi til nú í vetur. Ólafur er ungur að árum, aðeins 19 ára. Ljóðin spegla það að margt sækir á hug hins unga skálds. Ástin er sterkt afl í bókinni en einnig heimspekileg afstaða og augljós vitund um tilvistarvanda mannsins í válegum heimi. Ljóðabókin ber vott um að vegir ljóðsins verða seint kannaðir til hlítar og geta enn laðað til fylgilags ungt fólk sem kannar veröld sína opnum huga. Bókin er myndskreytt af Ólafi Steindórssyni og prentuð í Stensli. Útgefandi er Jón Karl Helgason.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.