Þjóðviljinn - 29.03.1984, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 29.03.1984, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 29. mars 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15 RUV 1 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. A virkum degi. 7.25 Leikfimi. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir Morgunorð - Guðrún Guðnadóttir talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Berjabít- ur“ eftir Pál H. Jónsson Höfundur og Heimir Pálsson Ijúka lestrinum (9). 9.20 Leiktimi. 9.30 Tilkynningar. Tón- leikar. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Tónleikar. 11.00 „Ég man þá tíð“ Lög frá liðnum árum. Umsjón: Hermann Ragnar Stefánsson. 11.30 Um heyrnarskerðingu Böðvar Guð- laugsson flytur hugleiðingu Tónleikar 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.00 Fréttir 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 14.00 „Eplin iEden“eftirÓskar Aðalstein Guðjón Ingi Sigurðsson les (9) 14.30 A frívaktinni Margrét Guðmunds- dóttir kynnir óskalög sjómanna. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar, 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Síðdegistónleikar Jörg Baumann og Klaus Stoll leika saman á selló og kontrabassa „Souvenirs de Bellini" eftir Julius Goltermann og Serenöðu og me- núett í g-moll eftir Jacques Offenbach / Walter og Beatrice Klien leika saman á píanó Ungverska dansa eftir Johannes Brahms / Manuela Wiesler leikur á flautu “Fimm áköH'' eftir André Jolivet 17.10 Síðdegisvakan 18.00 Af stað með Tryggva Jakobssyni. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18,45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. Daglegt mál. Sigurður Jónsson talar. 19.50 Við stokkinn Stjórnandi: Heiðdis Norðfjörð (RÚVAK). 20.00 Halló krakkar! Stjórnandi: Ragnheið- ur Gyða Jónsdóttir. 20.30 Frá tónleikum Sinfóníuhljómsveit- ar Isiands i Háskólabiói; fyrri hluti Stjórnandi: Robert Henderson. Einleik- ari: Roger Woodward. a. „Pjóðvísa" eftir Jón Ásgeirsson. b. „Andante spianato e' Grande Polonaise Brillante" op. 22 ettir Frederic Chopin. c. Píanókonsert nr. 1 i Des-dúr op. 10 eftir Sergei Prokofjeff. - kynnir Jón Múli Árnason 21.25 Homer Finnlands Séra Sigurjón Guðjónsson flytur erindi um Elias Lönnrot. Að því loknu les Baldvin Hall- dórsson úr þýðingu Karls islfelds á Kalevala. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Lestur Passíúsálma (33). 22.40 Fimmtudagsumræðan umsjón: Stefán Jóhann Stefánsson og Kristín Jónsdóttir. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. (slenska efni6 í útsendingu frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar- innar í kvöld er flutningur „Þjóð- vísu“ Jóns Ásgeirssonar tón- skáids. 10.00-12.00 Morgunþáttur. Stjórnendur: Páll Þorsteinsson, Ásgeir Tómasson og Jón Ól- afsson. 14.00-16.00 Eftir tvö Stjórnendur: Jón Axel Ólafsson og Pétur Steinn Guðmundsson. 16.00-17.00 Jóreykur að vestan Stjórnandi: Einar Gunnar Einarsson. 17.00-18.00 Lög frá 7. áratugnum Stjórnend- ur: Bogi Ágústsson og Guðmundur Ingi Kristjánsson. Launamisrétti Launamisréttið í okkar samfé- lagi er í senn hrikalegt og með öllu óþolandi, eins og landsmenn vita. Ég minnist þess t.d. að einn okkar reyndasti stjórnmálamað- ur, Ólafur Jóhannesson, sagði eitthvað á þá leið, að það næði engri átt, að þá er þeir lægst launuðu fengju um eitt þús. kr. hækkun á laun sín, fengu þeir tekjuhærri um sex til átta þúsund krónur á sín háu laun - (sumir meira). Auðvitað eru allir sæmi- lega hugsandi menn þessu hjart- anlega sammála. Þá spyrja margir: Hvers vegna hefur þetta gífurlega launamis- rétti ekki verið lagfært fyrir löngu? Ekkert svar. Það er nú einu sinni staðreynd, að allir menn þurfa að lifa án þess að hafa sífelldar áhyggjur af kom- andi degi, ellegar næsta mánuði - svo að ekki sé talað í árum. Það er því næsta furðulegt, að þessi launamál skuli ekki hafa verið tekin til athugunar í fullri alvöru fyrir lifandi löngu. Rétt eins og viðkomandi ráða- menn séu ábyrgðarlausir gagnvart sínum félögum. Það, sem skiptir höfuðmáli er vitan- lega skapleg laun fyrir dagvinnu. Mín skoðun er sú, og fjöl- margra annarra, að mánaðarlaun ættu ekki að vera undir kr. 20.000 - hjá meðalfjölskyldu - hreint lágmark. Og sama á auðvitað við um einstæðar mæður með börn. Þetta er sannleikur, hvað sem hver baular. Húsaleiga á litlu húsnæði er vart undir sex til átta þúsund kr. á mánuði - og oftlega miklum mun hærri. Þá þarf ekki neina „gervi- tölvu" til þess að reikna dæmið. Eins og sannanir eru fyrir fær fólk oftsinnis „tölvureikninga“ löngu eftir að það hefur greitt sína raunverulegu reikninga - og kunna margir frá því að segja. Ef ekki reynist unnt að læra á þessi ógeðugu verkfæri, er eins gott að kasta þeim á skarnhauga. En lokaorðin eru þessi: Ef t.d. þeir, sem hafa lægstu launin, geta fengið kr. 2000 þá eiga þeir, sem hafa hæstu launin, einnig að fá kr. 2000. Þannig minnkar launamisrétt- ið með einföldum hætti. - Hætta með öilu að greiða prósentur á laun. Það er nú þegar fjölmennur hópur fólks, sem er þessu sam- mála. Það er ekki skynsamlegt að taka afstöðu gegn honum. Sem sagt, minni launamun - meira réttlæti, án tafar. Verið þið sæl að sinni. Gísli Guðmundsson frá Steinholti (Óðinsgötu 17). Undarleg „tilviljunu í gæludýraverslunum: Sama verðið alls staðar! Líkurnar 1 á móti 25 miljónum Egill Egilsson hringdi og sagð- ist hafa ætlað að kaupa undulat (lítinn páfagauk) handa dóttur sinni í afmælisgjöf. í fyrstu gælu- dýraversluninni, sem hann fór í við Fishersund kostaði fuglinn 350 krónur. í þeirri næstu, Amaz- on við Laugaveg kostaði hann líka 350 krónur. Símhringing til þeirrar þriðju, Dýraríkisins við Hverfisgötu leiddi í ljós að þar kostaði fuglinn líka 350 krónur stykkið en í þeirri fj órðu í Vestur- veri, var fuglinn ekki til. Hann hafði þó verið það til skamrns tíma og merkilegt nokk, - hann hafði kostað 350 krónur! Fleiri gæludýravrslanir eru ekki skráðar á viðskiptasíðum síma- skrárinnar. Með gildistöku nýrra laga um verðlagningu var lagt bann við að kaupmenn samræmi verðlag sín í milli og liggja viðurlög við, en lögunum er að sögn ætlað að lífga samkeppni og tryggja neytendum lægra vöruverð. Líkurnar á að hér geti verið um tilviljun að ræða í verslununum fjórum áætlaði Egill að væru 1 á móti 25 miljón- um! Gamla fólkið Ef þú ert gömul og einstœð sál, ert’ekki til hjá neinum. Enginn heyrir það innra mál, sem oft er talað í steinum. í einrómi fellirðu öll þín tár, andvaka nótt í leynum. Maðurinn einn er mikil synd, minnstu þess nú í bili, þú gœtir verið sem gömul mynd, sem gleymdist á stofuþili. Hin andlega nepja í nœgtaborg er sem nœturmyrkur á kili. Ef þú ert gömul og einstæð sál, þá ert’ekki nokkurs virði. Pú vilt ekki tal’um þín vandamál og valda þá öðrum byrði. Ekki er hvíldin nein efastund, enginn þinn dauða syrgði. Pú hefur unnið, það er satt, þungt er nú sporið eina, þú hefur greitt þína skuld og skatt, skyldi því margur leyna? Taktu nú ofan þinn tignarhatt og tylltu þér milli steina. - Kaktus Ef tillögur bankamálanefndar ná fram að ganga verða bankarnir jafnvel að selja fasteignir því ein af tillögunum er sú að ekki liggi meira en 65% af eigin fé í fasteignum. Útvarp kl. 17.10 Síðdegisvakan í Síðdegisvökunni í dag verður fjallað um málefni samvinnu- hreyfingarinnar. Einnig verða bankamálin á dagskrá með tilliti til þess að tillögur bankamálanefndar hafa litið dagsins ljós. Fræðslupistill verður um fiskmat og fleira verður á dagskrá auk hinna föstu liða vökunnar sem er í umsjá Borgþórs Kjærnested og Páls Heiðars Jóns- sonar. Rás 1 kl. 22.40 Fimmtu- dagsum- ræða um námslánin „Fimmtudagsuniræðan í kvöld verður um námslánin, stöðu námsmanna og menntakerfísins með tilliti til þeirra" sagði Kristín Jónsdóttir sem er umsjónarmað- ur þáttarins, ásamt Stefáni Jó- hanni Stefánssyni. Þátttakendur í beinni útsend- ingu verða: Ragnhildur Helga- dóttir ráðherra, Guðrún Helga- dóttir alþingismaður, Sigurjón Valdimarsson framkvæmdastjóri Lánasjóðsins og Emil Bóasson fulltrúi SÍNE í stjórn sjóðsins. Auk stjórnenda þáttarins verða 3 fyrirspyrjendur: Aðal- steinn Steinþórsson formaður stúdentaráðs HÍ, Jón Hauksson blaðamaður DV, og Hallgrímur i Thorsteinsson ritstjórnarfulltrúi Helgarpóstsins. Undirlok þáttar- ins mun einn fulltrúi atvinnurek- enda og einn úr hópi verkafólks koma inn í viðræðurnar. spaugiö W: £s bridge Þaö er háttur gamalla refa aö læðast aö bráö sinni, en ungviöiö fer ööruvisi aö. Skoðum dæmi: Anton R. Gunnarsson, nýkrýndur Isl. meistari í flokki yngri spilara, tók upp þessi kort í viðureign viö sveit MS: S: 98743 M: 4 T: 83 L:G 10643 I fyrstu hönd, á hagstæðum hættum, stóöst hann ekki mátið. Suður Vestur Norður Austur 1 spaöi dobl 2 spaðar 3 lauf 3 spaðar 4 hjörtu dobl pass 4 spaðar dobl Vestur, meö 20 punkta góögæti átti óhægt um vik. Þetta gat svo sem allt staðist, ...en innlegg félagaaðvísu, ...og dobl noröurs? sem átti ekki mikið: S D105 M G75 T K762 L D82 Eftir (fjöruga?) umræöu, skrifuðu allir 500 í dálk A/V, og Ijóst var aö refurinn hafði étið bráðina. I lokaða salnum sat i suður ungmenni með heiðarlegt andlit og góöa sál. Fræðin eru afdráttarlaus þegar um svona „rusl" er að ræða; pass. Ragnar Ragnarsson og Stefán Odds- son, sveitarfélagar Antons, melduðu sig í rólegheitum upp í 6 grönd. Við þeim var ekki hægt að hreyfa. 1460-500,14 impa sveifla til sveitar Antons og leikurinn vannst síðan hreint, enda aðeins 8 spil. Það er víst öruggast að skrifa nafn Antons í „svörtu" bókina, meðal gömlu refanna, og gæta sín vel. Lömb eru áfram lömb, bíta gras og láta borða sig. Tikkanen Fyrst vil ég fá skemmtun, og nvo jafnrétti. Gœtum tungunnar Sagt var: Afstaða þeirra til hvors annars er óbreytt. Rétt væri: Afstaða þeirra hvors til annars er óbreytt. Eða: Þeir hafa óbreytta af- stöðu hvor til annars. Sagt var: Hann taldi að skipið hafí farist. Rétt væri: Hann taldi að skipið hefði farist. Eða: Hann telur að skipið hafi farist.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.