Þjóðviljinn - 30.03.1984, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 30.03.1984, Blaðsíða 3
Föstudagur 30. mars 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Aðalfundur Flugleiða Breytingar á toppnum En sömu ættir og fyrirtœki ráða mestu eftir sem áður Á stjórnarfundi Flugieiða sem haldinn var strax að afloknum aðalfundi félagsins í gær var Sig- urður Heigason kjörinn stjórnarf- ormaður í stað Arnar O. Johnson sem ekki á lengur sæti í stjórn fél- agsins. Þá var ákveðið að leggja niður stöðu forstjóra félagsins en Sigurður mun gegna fyrra starfi sínu áfram sem stjórnarformaður. Töluverðar mannabreytingar urðu í stjóm Flugleiða á aðalfund- inum í gær. Fyrrum stjórnarfor- maður Om Ó. Johnson og Óttar Möller fyrrv. forstjóri Eimskipa- félagsins gengu úr stjórn félagsins þrátt fyrir að þeir ættu báðir eitt ár eftir af stjórnartíma sínum. I þeirra stað voru kjörnir þeir Flörður Sig- urgestsson forstjóri Eimskips og Ólafur O. Johnson. Stungið var upp á Agnari Kristjánssyni for- stjóra Kassagerðarinnar en hann náði ekki kjöri í stjórnina. Aðrir í stjórn félagsins eru Grét- ar Br. Kristjánsson varaform., Halldór H. Jónsson, Kristjana Milla Thorsteinsson, og tilnefndir af fjármálaráðherra þeir Kári Ein- arsson og Sigurgeir Jónsson. í varastjórn eiga sæti þeir Jó- hannes Markússon, Einar Áma- son, Páll Þorsteinsson og tilnefndir af fjármálaráðherra þeir Geir Zo- éga og Þröstur Ólafsson. Á þriðja hundrað manns sátu að- alfund Flugleiða. ->g- Elmsklpsfjármagnlð er sterkt í Flugleiðum. Óttar Möller fyrrverandl forstjórl Eimskips lætur nú af setu sinnl í stjórn Flugleiða en í stað hans kemur Hörður Slgurgestsson núverandi forstjóri Eimskips. Þessl mynd af þeim Herði og Öttari var tekin ó landsfundi Sjálfstæðisflokksins. (Magnús). Stjórnarmenn Flugleiða: Vísa starfsfólki á launalækkun „Enda þótt útlitið sé gott, þá er ýmislegt sem getur breytt mynd- inni. Það er aðallega utanaðkom- andi aðstæður, en þó einnig innan- aðkomandi svo sem óheyrilegar launakröfur. Þess vegna vil ég leggja áherslu á það að óraunhæfar launakröfur mega ekki verða til þess að breyta þessari mynd. Við búum í íslensku þjóðfélagi. Við verðum að taka tillit til aðstæðna, við getum ekki sprengt gildandi launaramma þjóðfélagsins.“ Þannig mæltist Grétari Br. Krist- jánssyni hæstaréttarlögmanni og fyrrv. varaformanni stjórnar Flug- leiða á aðalfundi félagsins í gær. Sigurður Helgason forstjóri fé- lagsins sagði í sinni ræðu að ný flugfélög sem nú væru að hasla sér völl í Bandaríkjunum og væru orð- in skeinuhætt Flugleiðum „hefðu náð samningum við sitt starfsfólk sem eru mun hagstæðari félögun- um en samningar þeir sem eldri fé- lögin hafa við sitt starfsfólk". Sem dæmi um það mætti nefna að meðallaun nýju félaganna til sinna starfsmanna væru eingöngu um þriðjungur af því sem eldri félögin greiddu. „Það er einmitt þetta sem hefur leitt til þess að þessi félög hafa náð verulegum árangri“, sagði Sigurður. Aðspurður sagði Sigurður í sam- tali við Þjóðviljann að stjórnendur Flugleiða hefðu bent starfsmönn- um sínum á þessa þróun erlendis. -lg- Flugleiðir afskrifa 40% hlutafjáreign sína í Arnarflugi Ekki dauðadómur yfir Arnarflugi segir Sigurður •Helgason ,4 þessu felst ekkert mat á því hvort Amarflug er dauðadæmt flugfélag eða ekki“, sagði Sigurður Helgason að- spurður um þá afstöðu stjórnar Fiug- leiða að afskrifa hlutabréfaeign sína i 107.8 miljón króna hagnaður af rekstri Flugleiða á liðnu ári Gerum ráð fyrir hagnaði segja forráðamenn félagsins i ar Hagnaður af rekstri Flugleiða á sl. ári var 107.8 miljónir króna og forráðamenn fyrirtækisins gera einnig ráð fyrir hagnaði af rekstri félagsins á þessu ári. Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða sagði á fundi með frétta- mönnum í gær, áður en aðalfundur félagsins var haldinn, að hagnaður- inn á liðnu ári lægi einkum góðri í útkomu á erlendu leiguflugi og pfla- grímafluginu, hótelrekstur félags- ins hefði gengið vel, lítið tap hefði verið á innanlandsfluginu og út- koman á evrópufluginu jákvæð. Heildartekjur Flugleiöa á sl. ári voru 3.185 miljónir og jukust um 98.8% frá árinu á undan en rekstr- argjöld námu liðlega 3 miljörðum og höfðu aukist um 87.9% milli ára. Afskriftir námu um 130 mil- jónum og rekstrarhagnaður félags- ins án fjármunatekna og fjár- magnsgjalda var því 176.5 miljónir kr. 13.4% lækkun á eldsneytisverði á sl. ári og yfir 50% lækkun á vöxt- um miðað við dollara réði mestu um jákvæða rekstrarafkomu fé- lagsins á liðnu ári að mati forráða- manna þess. Þá hækkuðu fargjöld á N-Atlantshafsleiðinni nokkuð en sú flugleið er enn rekin með tapi. Vegna síaukinnar samkeppni á leiðinni og vegna kostnaðarsamra breytinga sem félagið verður að grípa til á næsta ári vegna nýrra hávaðareglna sem taka gildi um næstu áramót eru Flugleiðamenn ekki bjartsýnir á bata á þessari flugleið á næstu árum. Eftirgjafir og endurgreiðslur gjalda frá ríkisstjórnum íslands og Luxembourgar vegna Atlantshafs- flugs Flugleiða á sl. ári nam samtals 41.3 miljónum króna, þar af er hlutur íslenskra stjórnvalda um 26 miljónir. - lg- Amarflugi að nafnverði 3 miljónir og bókfærð um 8 miljónir, en Flugleiðir eiga 40% hlutaijár í Arnarflugi. Forráðamenn Arnarflugs hafa sagt þessa ákvörðun stjómar Flugleiða ó- raunhæfa og til þess eins að valda fé- laginu álitshnekki erlendis. Sigurður Helgason sagði að Flug- leiðamenn væru ekki að koma í bakið á Arnarflugi. „Það er síður en svo. Endurskoðendur okkar telja að ekki séu lengur til verðmæti fyrir þessari hlutafjáreign í félaginu, og því sé þetta hlutafé glatað. Því afskrifuðum við það á sama hátt og við afskrifuðum allt hlutafé okkar í Cargoiux á síðasta ári. Það hefði verið að koma í bakið á okkar hluthöfum að uppfæra eignir í Arnar- flugi sem eru einskis virði“ sagði Sig- urður. Hann sagði ennfremur að það yrði ákvörðun nýrrar stjórnar Flugleiða hvort tveir fulltrúar frá félaginu myndu sitja áfram í stjóm Arnarflugs. Hvort Flugleiðir myndu gefa starfs- fólki Arnarflugs kost á að kaupa þessi hlutabréf á sama hátt og stjórn félagsins hefur lagt til við fjármálaráðherra að starfsmönnum Flugleiða verði gefinn kostur á að kaupa hlutabréf ríkissjóðs í félaginu var svarað að það mál væri ekki komið upp á borð stjórnar Flug- leiða ennþá. ig. Frá SHA: Berjumst gegn helstefnu Nú eru liðin 35 ár frá því er ís- land hvarf frá hlutleysisstefnu og gerðist stofnaðili að NATO. Jafn- framt hurfu íslendingar úr hópi þeirra þjóða sem gátu orðið öðrum til fyrirmyndar í sókn mannkynsins til friðar og afvopnunar. í 35 ár hefur verið háð látlaus barátta fyrir úrsögn úr NATO og endurreisn hlutleysisins. Laugardaginn 31. mars n.k. munu Samtök her- stöðvaandstæðinga halda árlega baráttusamkomu sína undir kjör- orðunum: - Gegn helstefnu hern- aðarbandalaga —. Samkoman hefst kl. 14.00 með fjölbreyttri dagskrá. Gunnar Karlsson flytur ávarp, Bergþóra Árnadóttir, Amþór Helgasono.fi. sjáum söngdagskrá, fluttur verður nýr leikþáttur eftir þá Þorstein Marelsson og Valdem- ar Leifsson og síðast en ekki síst munu baráttukonur frá Greenham Common búðunum á Englandi ávarpa samkomuna og segja frá baráttu sinni. Fundarstjóri verður Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Barátta kvennanna við Greenham Common kjarnorku- herstöðina er eitt fegursta dæmið um þrautseigju og hugsjónaeld friðarbaráttunnar enda hafa þær verið tilnefndar til friðarverðlauna Nóbels. Skyldleiki baráttunnar við Greenham Common og baráttunn- ar gegn herstöðinni á Miðnesheiði er auðsær. Hvor tveggja er barátta gegn erlendum her í eigin landi. Hvor tveggja er andóf gegn þeim kjarnorkuvopnahlekkjum sem þjóðir Evrópu eru viðjaðar í og hvor tveggja er hluti af alþjóðlegri friðarbaráttu sem krefst nýrra sjónarmiða og vinnubragða í al- þjóða stjómmálum. Fundurinn í Háskólabíói er krafa um endurreisn hlutleysisins og íslenskt friðarfmmkvæði gegn gjaldþroti kjamorkuvopnastefn- unnar. Menntamálaráðuneyti: Framkvæmdastjóri flokksins ráóinn aöstoðarráðherra Ragnhildur Helgadóttir menntamálaráðherra hefur ráðið sér nýjan aðstoðarráðherra í stað Sólrúnar Jensdóttur sem hún skipaði skrifstofu- stjóra á dögunum. Hinn nýi aðstoðarráðherra er Inga Jóna Þórðardóttir sem undanfarin ár hefur verið framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. -óg. Nýhús verðlaunuð Frá afhendlngu verðlauna í hugmyndasamkeppni Nýhúsa hf. í Gerðubergi. Frá vlnstrl: Ragnar Jón Gunnarsson og Jóhannes Þórðarson, 1. verðlaun, Alena Anderlova og Sverrlr Norðfjörð, 2. verðlaun, og Dennls Jóhannsson, 3. verðlaun. Þau voru verðlaunuð fyrlr hönnun á steinsteyptum einingahús- um. Alls bárust 18 tillögur í samkeppnlnni. í dómum sínum tók dómnefnd mlð af hagkvæmnl tillagnanna í elningaframleiðslu, útliti húsanna og plan- lausnum, auk þess sem þróunarhæfni og tengsl húsanna við umhverfi fengu vægl. Raþ. Sha.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.