Þjóðviljinn - 30.03.1984, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 30.03.1984, Blaðsíða 4
,' •, V' » i >,u r» 4 SIÐA - ÞJOÐVILJINN Fostudagur 30. mars 1984 iT idállíö’l DJÚÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviijans. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Umsjónarmaöur Sunnudagsblaös: Guðjón Friðriksson. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Auglysingastjóri: Ólafur Þ. Jónsson. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiösla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Blaöamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla- son, ólafurGíslason, OskarGuðmundsson, SigurdórSigurdórsson, ValþórHlöðversson. íþróttafróttaritari: Víðir Sigurðsson. Utlit og hönnun: Haukur Már Haraldsson, Þröstur Haraldsson. Ljósmyndir: Atli Arason, Einar Karlsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Auglýsingar: Sigríður Þorsteinsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir. Símavarsla: Margrét Guðmundsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóöir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Innheimtum.: Brynjólfur Vilhjálmsson Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent hf. Hversvegna andstaða gegri friðarfrœðslu? Tillaga til þingsályktunar frá þingmönnum úr öllum flokkum um undirbúning friðarfræðslu í skólum hefur verið til umræðu á Alþingi. Eins og Eiður Guðnason vakti máls á þá láðist flutningsmönnum að afla sér stuðnings Morgunblaðsins áður en tillagan var flutt og hefur það orðið tilefni taugaveiklunar á síðum blaðsins og í ræðum þingmanna sem þar eru uppaldir. Stofnanir Sameinuðu þjóðanna hafa hvatt til fræðslu um forsendur friðar og friðsamlegrar sambúðar í álykt- unum sem íslendingar hafa stutt. Annarsstaðar á Norð- urlöndum og í Bandaríkjunum er þegar hafin kennsla á ýmsum skólastigum í friðarmálum og námsefni hefur verið útbúið til þessara þarfa án þess að það hafi orðið tilefni deilna. Kennarasamtök hafa fagnað áformum um að skipuleggja friðarfræðslu og sannast sagna ætti það að geta verið almenn skoðun að ekki veitti af að kenna mönnum að halda friðinn í heimi sem á allt sitt undir því að hann sé haldinn. Þingmennirnir Halldór Blöndal, Árni Johnsen og Jón Baldvin Hannibalsson hafa í löngum þingræðum lýst áhyggjum sínum um að í tillögunni um friðar- fræðslu leynist sá tilgangur að læða „drekasæði komm- únismans“ inn í barnshugina. Það hafa þeir einkum fundið út með því að í ræðum framsögumanna fyrir tillögunni hafi lýðræðisríki og lögregluríki verið lögð að jöfnu, friðarboðskapar kristindómsins að engu getið, né heldur sé friðargæsla Atlantshafsbandalagsins tí- unduð. Kristnifræðsla er þegar viðurkennd námsgrein í skólum. Kennurum er einnig ætlað að gera grein fyrir stjórnkerfi okkar og mikilvægi stjórnarskrárbundinna lýðréttinda, lýðræðis og mannréttinda. Þetta eru þættir í skólakerfinu sem fyrir eru og menn ganga út frá í umræðum þegar lagt er til að sérstaklega sé hugað að friðarfræðslu í uppeldisstofnunum. Enginn hefur lagt til að þeir eigi að víkja fyrir friðarfræðslunni heldur er hér verið að mælast til að rætt verði sérstaklega í skólum hvernig uppvaxandi kynslóðir ræki þær kristi- legu og lýðræðislegu skyldur sínar að skapa samfélag og veröld án ófriðar. NATO-sinnar vilja láta kenna í skólum að Atlants- hafsbandalagið hafi tryggt frið í okkar heimshluta í þau 35 ár sem ísland hefur verið aðili að því. Ekki er nema sjálfsagt að tíunduð séu öll þau rök sem höfð eru fyrir þessari skoðun. Hitt þarf heldur ekki að fela að frá síðustu stríðslokum í Mið-Evrópu hafa verið háð um 140 stríð víða annarsstaðar á heimskringlunni. Stór- veldin tvö hafa á þessum tíma forðast það eins og heitan eldinn að lenda í beinum átökum hvort við annað, en gert þeim mun meira af því að reyna vopn sín og takast á gegnum bandamenn sína og skjólstæðinga. NATO-sinnar vilja láta kenna það í skólum að sá vopnaði friður sem við höfum búið að sé kjarnavopnum að þakka. En þá er eins víst að spurt verði hvenær sé komið nóg; Hvort ekki sé nóg af sprengiefni þegar í kjarnorkuvopnakerfum atómveldanna. - Það eru ó- þægilegar spurningar en einmitt af því tagi sem hollt er að spyrja í skólum. Peir sem ráðið hafa ferðinni í vopnakapphlaupinu frá stríðslokum hafa hvorki trúað skólakerfinu né lýðræð- islega kjörnum stofnunum fyrir tæmandi upplýsingum eða endanlegum ákvörðunum um framvinduna. Hvort sem litið er í austur eða vestur eru það topparnir í hernum, iðnaðinum, pólitíkinni, vísindunum og fjöl- miðlunum sem hafa ráðið ferðinni huldir þeim reyk- skýjum sem jafnan eru send á loft þegar umræður ber- ast að öryggi ríkja. Þeirra hernaðarlist hefur ekki síður beint gegn almenningi en andstæðingum. Þessvegna getur upplýst almenningsálit, sem m.a. hefur mótast með friðarfræðslu í skólum, orðið hernaðaröflunum' hættulegt til lengdar. í því ljósi ber að líta andstöðuna gegn friðarfræðslu á Alþingi. klippt Albert Guömundson f jármálaráöherra les tillögur Alþýöunokksius um aögeröir gegn skattsvikum sem hann óskaði eftir í umræðuþættinum Þingsjá í síöustu viku. Jóhanna Siguröardóttir og Eiður Guönason standa hjá, albúin til frekari útskýringa. DV-mynd EO. Skattsvikarar vari sig Það mætti halda að væri eitthvað að gerast í skatt- heimtumálum þessa dagana. Steingrímur Hermannsson upp- lýsir að vanskil á söluskatti geti numið hundruð milljóna króna, og ber hann þar saman veltu í þjóðfélaginu við skil á söluskatti, sem er víst 23% ofaná vöruverð. Skattrannsóknastjóri krefst dómsrannsóknar á stóru máli þar sem forráðamenn fyrirtækis liggja undir grun um að hafa stungið undan á annan tug milljóna króna sem þeim bar að skila í ríkiskassann. Og Alþýðu- flokkurinn gengur á fund fjár- málaráðherra með tillögur sínar í skattheimtumálum, en áður hafði Albert Guðmundsson sagt í sjónvarpinu að hann skyldi fara að öllum góðum tillögum um betri skattaskil. Á að plata litla manninn? Það er vel á þessari íhalds- og niðurskurðartíð að skattskilin skuli koma til umræðu, og kemur vel á vondan ef íhaldið í landinu verður knúið til þess að uppræta skattsvikin. Þá held ég að margur maðurinn hætti að kjósa það. Samt eru ýmsar hættur sem felast íslíkri umræðu. Forsætisráðherra talar um að herða beri innheimtu á söluskatti og hafa svo sem fleiri þar um talað og nokkuð aðhafst, en hann vill einnig afnema ýmsar undanþágur frá söluskattinum. Vinstri stjórnin 1978-79 afnam söluskatt á matvælum og hefur það Ieitt til þess að í nýlenduvöru- verslunum ýmsum er um 70% vamingsins undanþeginn sölu- skatti. Þetta er að sjálfsögðu mikilvægt kjaraatriði, en þegar forsætisráðherra talar um að af- nema undanþágu á söluskatti af matvælum nefndir hann um leið að það eigi ekki að hækka fram- færslukostnað. Þarna er rétt að vera á varðbergi því að kaupgjald er nú ekki lengur tengt vísitölu, og þessvegna mun verða tilhneig- ing til þess að „plata litla mann- inn“ í mesta bróðerni og vinsemd náttúrlega. Og ýmis konar menn- ingarstarfsemi hefur verið und- anþegin söluskatti, aðallega í fjármálaráðherratíð Ragnars Arnalds, og það gæti bitnað á henni ef væri farið að skaka í undanþágunum. Abendingar frá almenningi Kratatillögurnar í skattheimtu eru athygli verðar. Það sem þar telst til tíðinda er um sérmeðferð í dómstólakerfinu og hugmynd um að farið verði að dæmi t.a.m. Dana og heimiluð skattrannsókn á því fólki sem mikið berst á í neyslu en greiðir litla skatta. Jafnvel að skylt væri að rannsaka slíkar grunsemdir eftir ábending- ar frá nágrönnum. Það hefur hingað til verið talið til einkamála hér hvort menn komast upp með að svíkja undan skatti, og verið nokkurskonar þjóðarsport. Það væri því mikil breyting ef að al- menningi væri gert að siðferði- legri skyldu að benda á skattsvik- ara rétt eins og mönnum ber að láta vita ef grunsemdir vakna um önnur lögbrot. Nútímaaðferðir gegn skattsvikum Um sérdómstóla gegnir nokk- uð öðru máli. Það er umdeilt mál hvort setja eigi upp kraðak af sér- dómstólum til þess að afgreiða sérsvið í dómsmálakerfinu. Hitt virðist ljóst að hin smærri mál taka of mikinn tíma hjá dómstól- um og hin stærri líða fyrir það. Hvað sem því líður er það nú höfuðverkefni hjá flestum þjóð- um að búa dómstóla sína í stakk til þess að kljást við allskonar efnahagslega glæpi á tölvuöld. Ekki aðeins á skattsviðinu heldur í margskonar fjármálaumsvifum og peningatilfærslum. Skatt- rannsóknarstjóri hefur nú í fjóra mánuði rannsakað söluskattsmál þar sem rökstuddar grunsemdir eru uppi um að tölvuforrit hafi verið notað til þess að koma undan á annan tug milljóna. Þetta sýnir tvennt: Annarsvegar að í skattsvikum eins og öðru eru teknar upp nútímaaðferðir og að embætti skattrannsóknarstjóra er með á nótunum. Það ætti að verða öðrum aðilum sem vilja seilast í söluskattinn til alvar- legrar umhugsunar. Og ef það er svo að söluskattsvikin skipta hundruð milljónum króna virðist það gera orðið góð útgerð að gefa embætti skattrannsóknarstjóra og dómstólum kleift að ráða sér hæft fólk til þess að kljást við fjármálabrotin, sem hér eins og annarsstaðar eru það svið glæpa sem hve mest gróska er í. -ekh Samningar samþykktir „Barnasala afnumin“ Dagsbrún hefur gefið út 2. tbl. Dagsbrúnarblaðsins 1984. Þar er fjallað um nýgerða samninga fé- lagsins og má þar finna upplýs- ingar um kröfugerð Dagsbrúnar í sambandi við breytingar á ASWSÍ-samkomulaginu og samningsniðurstöðu. Einnig er birt krafa félagsins um starfs- greinaskipan félagsmanna. Birt- ur er í blaðinu hinn nýi aðalkjara- samningur Dagsbrúnar við VSÍ. Þar er einnig skotið inn í skýring- um milli greina. Við þriðju grein er m.a. þessi athugasemd: „Barnasalan sem samið var um í ASÍ/VSÍ-samningnum er af- numið í eitt skipti fyrir öll. Það sem atvinnulausum verkamönn- um í Dagsbrún tókst að koma í gegn 1937 verður ekki afnumið. Það er athyglisvert að eftir að Dagsbrún og fleiri verkalýðsfélög víða um land höfðu náð þessu at- riði úr samningum sínum, gerði ASI samkomulag um að fella það einnig úr kjarasamningi ASÍ frá 21. febrúar. Þannig áttu einstök verkalýðsfélög frumkvæði að því að frelsa unglingana frá mánað- argömlum samningi ASÍ!“ Ekki meira en 6 flokka Þá er birtur textinn í samkomu- laginu við fjármálaráðherra sem valdið hefur miklum úlfaþyt. Þar segir m.a.: „Til viðmiðunar gætu starfs- menn hækkað um einn launa- flokk eftir þriggja ára starf hjá viðkomandi stofnun, aftur um einn launaflokk eftir þriggja ára starf hjá viðkomandi stofnun, aftur um einn launaflokk eftir fimm ára starf og að lokum um einn launaflokk eftir níu ára starf. Ljóst er þó að þessi viðmiðun- arregla á ekki við í öllum tilvikum og er því nauðsynlegt að skoða hvert starfsheiti sérstaklega.“ I athugasemd segir: „Þetta þýðir að hér liggur fyrir ákveðið mat á þeim mun sem er á heildarkjörum Dagsbrúnar- manna og opinberra starfs- manna. Hér er sagt að hækkun geti ekki orðið meiri en 6 launa- flokkar, þ.e. 6.3%. Auðvitað er þessi munur sums staðar meiri ef allt er talið með s.s. desember- uppbót, yfirvinnuálag, starfsald- urshækkanir o.fl.. Við völdum þó þann kostinn að hafa hækkunina nokkuð lægri en hægt var að færa gild rök fyrir að réttlætanlegt væri. Þess í stað vildum við að það næði til fleiri félaga innan Dagsbrúnar. Fyrsta aldurshækkunin, 2%, kemur í staðinn fyrir desember- uppbótina, tvær þær næstu fyrir starfsaldursþrep hjá opinberum starfsmönnum.“

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.