Þjóðviljinn - 30.03.1984, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 30.03.1984, Blaðsíða 10
18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 30. mars 1984 Ingi Rúnar Eðvarðsson skrifar Flestum er kunnugt að mikið atvinnuleysi er nú að finna í mörg- um löndum hins vestræna heims. Þar sem íslensk stjórnvöld telja á- stæðu til að færa ísland í hóp þess- ara þjóða með beinum pólitískum aðgerðum, tel ég þörf á að leggja orð í belg og ræða þá þróun. í þess- ari grein mun ég reyna að skýra atvinnuleysi á Vesturlöndum undangengin ár, athuga sérkenni þess, ásamt því að skyggnast aðeins inn í framtíðina og athuga hvað hún kann að bera í skauti sér. Enn eykst atvinnuleysið Hvort sem fólk rýnir í opinberar tölur eða fylgist með fréttum kemst það að sömu niðurstöðu: atvinnu- leysi er orðið ískyggilega hátt í mörgum löndum, eins og lesa má að línuriti 1. í Bretlandi eru nú t.d. álíka margir menn án vinnu eins og í kreppunni sem hófst árið 1929, - þegar atvinnuleysi náði hámarki í veraldarsögunni. í öðrum löndum er atvinnuleysi þó lægra nú en í heimskreppunni. Atvinnuleysis- vandinn er eigi að síður mikill. Um síðustu áramót var þannig áætlað Tilraun til skýringar á atvinnuleysi samtímans staða þeirra mjög slæm í dag. í mörgum löndum er algengt að fjór- ir af hverjum tíu unglingum hafi enga vinnu. Þeir hafa þar að auki litla von um vinnu þar sem þá skortir starfsreynslu. Atvinnuleysi unglinga verður að teljast alvarlegt fyrir viðkomandi einstaklinga í ljósi þess að þeir hafa alist upp í anda kapítalískra gilda, að allt sé falt fyrir peninga, á sama tíma og tekjumöguleikum er kippt undan fótum þeirra. Framtíðin Atvinnuleysi er enn félagslegt böl, þó svo að almannatryggingar hafi dregið úr efnahagsóvissu við vinnumissi. Það á einkum við í löndum eins og íslandi, þar sem lífið er vinna. Auk þess má nefna að hjónaskilnaðir, sjálfsmorð, eiturlyfjaneysla og aðrir miður æskilegir þættir aukast á atvinnu- leysistímum. Þrátt fyrir að menn hafi gert sér grein fyrir þessu er sennilegt að atvinnuleysi verði fylgifiskur kapítalískrar efnahags- skipunar líkt og hingað til. Nokkrar leiðir eru færar til að útrýma atvinnuleysi. Ein leið væri að móta samræmda atvinnustefnu í Enga atvinnu að hafa að um 20 miljónir manns í Vestur- Evrópu hafi verið án atvinnu. ísland hefur löngum haft þá sér- stöðu að atvinnuleysi hefur verið lítið, þannig hefur það t.d. verið innan við 1% undanfarin ár. Atvinnuleysi hefur þó aukist að undanförnu samfara minnkandi hagvexti. Einnig hafa stjórnvöld velt kreppu íslensks efnahagslífs yfir á herðar launamanna með kjaraskerðingu og atvinnuleysi í kjölfarið. Þannig hefur atvinnu- leysið verið á bilinu 2-3% síðustu mánuði. Það nálgast atvinnuleysið á árunum 1968-1970. Árin 1968- 1970 er sá tími sem margur minnist sem tímabils atvinnuleysis, kreppu og landflótta. Atvinnuleysi á íslandi nær nú ekki aðeins til fiskvinnslufólks, líkt og oft áður, heldur einnig til iðnaðar- og skrifstofufólks. Það nær einnig til meginhluta landsins en takmarkast ekki við einstök landsvæði líkt og fyrr. Að því leyti svarar íslenskt atvinnuleysi nú til atvinnuleysis í öðrum vestrænum löndum. Orsakir atvinnuleysis Sögulega séð hefur atvinnuleysi fylgt kapítalískum samfélagshátt- um. Fyrir daga kapítalismans þekktist atvinnuleysi ekki. Hins- vegar gerði tímabundið iðjuleysi stundum vart við sig þegar veður- guðir brugðust og uppskera spilltist. Slík óhöpp voru, sem gef- ur að skilja, óháð aðgerðum manna og túlkað sem náttúruleg fyrirbæri eða jafnvel reiði Guðs. Vinnuhendur voru einnig, fram að 19. öld, ætíð færri en þau verkefni sem við blöstu. Auk þess gerðu ýmsir pólitískir og efnahagsþættir það að verkum að ánauðugur bóndi varð ekki atvinnulaus, því síður þræll. Atvinnuleysi hefur fylgt þeim kreppum sem kapítalískt efnahags- líf hefur gengið í gegnum síðustu tvær aldirnar. Kreppur kapítalismans stafa annars vegar af því að framleiðslu- geta fyrirtækja eykst meir en neysla almennings, offramleiðsla á sér stað, vörur seljast ekki. Slíkt er megineinkenni kreppna á bernsku- skeiði kapítalismans, og þó einkum kreppunnar sem hófst árið 1929 og stóð nær linnulaust fram að upp- hafi heimsstyrjaldarinnar seinni. Hins vegar stafa kreppur kapít- alismans af viðleitni atvinnurek- enda til að taka í notkun vinnuspar- andi tækninýjunar í von um að skapa sér umframgóða umfram aðra atvinnurekendur. Gróðinn hverfur vanalega að nokkrum tíma liðnum þegar viðkomandi tækni- nýjung er orðin almenn í þjóðfé- laginu. Þá er ný tækni tekin í notk- un o.s.frv. Þetta leiðir ekki aðeins til atvinnuleysis í viðkomandi greinum, heldur dregur einnig úr fjárfestingu þegar gróðahlutfallið lækkar. Það hefur síðan kreppuá- hrif út um allt þjóðfélagið. Krepp- an sem hófst árin 1974-1975 er af þessum toga. Með tilkomu iðnbyltingarinnar varð umbreyting á vinnumarkaði sem og þjóðfélaginu öllu í mörgum löndum. Sú umbreyting stendur raunar enn. Eitt megineinkenni þeirrar þróunar er aukin notkun véla í atvinnulífinu, sem gerir kleift að auka framleiðsluna og lækka kostnað hverrar vöru. Vélarnar leysa menn af hólmi. Þróun vinn- umarkaðar ber því glögg vitni. Þannig fækkaði fólki verulega í landbúnaði og öðrum frumvinnslu- greinum í Evrópu fyrir nokkrum áratugum. Sú fækkun á sér enn stað. Þegar frumvinnslustörfum fækkaði, fjölgaði störfum að sama skapi í iðnaði. Um og eftir 1973 fór hins vegar að draga úr fjölgun iðn- aðarstarfa. Við lok síðasta ára- tugar var svo komið að iðnaðar- störfum hafði fækkað í flestum löndum Vestur-Evrópu. í þeim hóp eru m.a. Bretland, Vestur- Þýskaland og Frakkland. Eitt megineinkenni þróaðra ríkja hins kapítalíska heims eftir lok síðari heimsstyrjaldar er útþen- slaþjónustugeirans. Útþenslahans hefur verið svo gífurleg að nú stundar um og yfir helmingur vinnufærra manna þjónustu af ein- hverju tagi. Það á m.a. við um ís- land. Ný tækni, örtölvutækni, gerir hins vegar mögulegt að vélvæða nú mörg störf sem heyra undir þjón- ustu. Um þessar mundir er því mögu- legt að vélvæða mörg störf í flestum atvinnugreinum. Það er góðs viti þar sem slíkt gefur kost á að eyða minni tíma í að afla sér nauðþurfta, en verja meiri tíma í annað svo sem menntun, listir ofl. Kapítalísk efnahagsskipan gerir þá draumsýn hins vegar að engu, eins og hið mikla atvinnuleysi sem nú ríkir ber vitni um. Sérkenni núverandi atvinnuleysis Eitt megineinkenni atvinnu- leysis síðustu ára er að sífellt færist í vöxt að mönnum sem fást við þjón- ustu sé sagt upp störfum. Það er mikil breyting frá fyrri tíð, einkum eftir seinna stríðið, þar sem helsti kostur margra þjónustustarfa var talið atvinnuöryggið. Ný tækni í bönkum, á skrifstofum og í tengd- um greinum kemur nú í stað fjölda starfsfólks á slíkum vinnustöðum. Á fslandi er farið að bera á slíkri þróun. f fyrsta sinn um langan aldur eru verslunar- og skrifstofu- menn nú atvinnulausir, þó enn séu þeir ekki margir. Auk þess má nefna að íslenskir bankar eru nú að fjárfesta í tölvutækni. Annað einkenni atvinnuleysis nútímans, ekki síður mikilvægt, er aukið atvinnuleysi kvenna. At- vinnuþátttöku kvenna, sem hófst víða á síðustu öld í iðnaði og þó einkum í þjónustu á þessari öld, virðist nú vera stefnt í voða. Þau störf sem nú eru tölvuvædd, á skrif- stofum og víðar, eru í flestum til- vikum einhæf störf sem krefjast lít- illar menntunar, eða m.ö.o. hefð- bundin kvennastörf. í mörgum til- vikum eru giftar konur auk þess ekki taldar við skráningu atvinnu- leysis. Slíkt hefur verið vel nýtt í talnaleik ríkisstjórna við skráningu atvinnuleysis. Áð undanförnu hef- ur því gætt tilhneigingar til að senda konur heim í uppvask og barnauppeldi. Þriðja einkenni atvinnuleysis samtímans er gífurlegt atvinnuleysi ungmenna. Þó svo að kreppur hafi oft lent illa á ungmennum, þá er mörgum löndum, t.d. innan Evr- ópu. Nauðsyn á slíkri atvinnu- stefnu stafar af þróun efnahags- mála, sem nú ná yfir stór svæði, jafnvel heimshluta, en ekki við landamæri þjóðríkja. Helsta markmið slíkrar atvinnu- stefnu ætti að miða að útrýmingu atvinnuleysis, ásamt því að bæta vinnuaðstöðu. Með slíkri atvinnu- stefnu væri hægt að beina fólki inn á hagnýt svið sem krefjast margra handa svo sem samgöngur, ný- bygging og endurnýjun húsa, menntun, heilsugæsla og umhverf- isvernd. Slík atvinnustefna ætti einnig að miða að styttingu vinnutímans án launalækkunar, sem gæfi launa- mönnum hlut í þeim arði sem ný tækni skapar. Nú er slíkt orðið raunhæfur möguleiki með örtölvu- tækninni, þar sem hægt er að fram- leiða sífellt meira en áður á skemmri tíma. Ýmsir möguleikar eru fyrir hendi til að ná því marki, svo sem: styttri vinnuvika, fleiri frí- dagar, lækkun eftirlaunaaldurs og lenging skólaskyldu. Skipulagning tækninnar ætti einnig að miða að því að draga úr fátækt, bæði á Vesturlöndum og í þriðja heiminum, og auka jafnrétti kynjanna svo eitthvað sé nefnt. Þau atriði sem hér hafa verið nefnd til að draga úr atvinnuleysi, ganga hins vegar flest í berhögg við kapítalíska efnahagsskipan. Helstu stuðningsrit: European Trade Union Institute: Industrial Policy in W-Europe, Bruss- el 1981. Ingi Rúnar Eðvarðsson: Tölva og vinna, MFA, Rvk., 1983. John A. Garraty: Unemployment in History, Harper Colophon Books, 1979. Ingi Rúnar Eðvarðsson er félags- fræðingur sem um þessar mundir kynnir sér vinnumarkaðsmál við há- skólann í Lundi í Svíþjóð. Ingi Rúnar er höfundur bókarinnar Tölva og vinna, sem MFA gaf út í fyrra. Nokkrarleiðirerufœrartilað útrýma atvinnuleysi. Ein leið vœri aðmótasamrœmdaatvinnustefnuímörgumlöndum, t.d. innanEvrópu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.