Þjóðviljinn - 30.03.1984, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 30.03.1984, Blaðsíða 11
Föstudagur 30. mars 1984 jÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 19 íþróttir Víðir Sigurðsson Helgar- sportiö Handbolti Önnur úrslitaumferðin af fjórum um meistaratitiljnn í kariaflokki fer fram í Digrane'si í Kópavogi um helgina. Baráttan hefst kl. 20 í kvöld en þá mætast Valur og Víkingur. Kl. 21.15 leikasíðan FH og Stjarnan. Á morgun kl. 15.15 leika Stjarnan- Valur og kl. 15.30 Vikingur-FH. Loks á sunnudag leika FH-Valur kl. 14.15 og Stjarnan-Víkingur kl. 15.30. Fallkeppni 1. deildar er í Hafnar- firði þessa helgina og þar er einnig leikin önnur umferð. Keppni hefst kl. 20 í kvöld, kl. 14 á morgun og kl. 14 á sunnudag. Þar leika Þróttur, KA, KR og Haukar. Toppbarátta 2. deildar, 2. um- ferð, verður í íþróttahúsinu á Sel- tjarnarnesi og byrja leikir kl. 20 í kvöid, 14 á morgun og sunnudag. Þar eigast við Þór Eyjum, Grótta, Fram og Breiðablik. Körfubolti Síðari leikur undanúrslitanna í bikarkeppni karla fer fram í Selja- skóla kl. 21 á sunnudagskvöld. Þar eigast við Valur og Haukar. Blak Annað kvöld, laugardagskvöld, kl. 20 fer fram leikur í undanúrslitum bikarkeppni kvenna í blaki. Breiða- blik og Þróttur mætast þá í Digra- nesi í Kópavogi og liðið sem sigrar leikur gegn Völsungi í úrslitum. Frjálsar íþróttir Reykjavíkurmeistaramót 16 ára og yngri fer fram á sunnudaginn og hefst í Baldurshaga kl. 10. Síðari hluti mótsins hefst síðan kl. 19 í Laugardalshöllinni. Mótshaldari er frjálsíþróttadeild lR. Víðavangshlaup íslands hefst á Miklatúni í Reykjavík kl. 14 á morg- un. Karlar hlaupa 8 km, konur, sveinar og drengir 3 km, piltar, telp- ur, strákar og stelpur 1,5 km. Álafosshlaup Umf. Aftureldingar hefst einnig kl. 14, við brúna hjá Úlfarsá í Mosfellssveit í karlaflokki (7,5 km) og við Lágafell í kvenna- og unglingaflokki (3 km). Einnig er keppt í flokkum 13 ára og yngri og hlaupnir 1.5 km. Öllum hlaupunum lýkur við Álafoss. Badminton Meistaramót islands 1984 verður haldið í Laugardalshöllinni í Reykja- vík um helgina. Keppni hefst í fyrra- málið kl. 10 en undanúrslit byrja kl. 10 á sunnudagsmorgun. Urslitin hefjast síðan kl. 14 sama dag. Ell- efu félög senda um 130 keppendur í meistara- og A-flokk karla og kvenna, svo og í æðsta flokk og öðlingaflokk. Skíði Unglingameistaramót íslands verður haldið á Siglufirði og var reyndar sett þar í gærkvöldi. Keppt verður í göngu, stórsvigi og svigi en í dag stórsvigi, svigi og stökki á morgun. Á sunnudag fer loks fram flokkasvig og boðganga en síðan verður mótinu slitið og verðlaun veitt. Þingvallagangan 1984, skíða- ganga fyrir harðjaxla, hefst við Hveradali kl. 12 á hádegi á morgun. Gengnir verða heilir 42 km, eða allt til Þingvalla. Verði veður afleitt, frestast gangan um sólarhring. Hressing verður á þremur stöðum á leiðinni. Rútuferð verður frá Hvera- dölum á Þingvöll og til baka. Þátt- tökugjald er kr. 400, rútuferð innifal- in, og þátttöku ber að tilkynna i kvöld, milli kl. 20 og 22, í síma 21659. Sund Innanhússmeistaramót (slands hefst í Sundhöll Reykjavíkur kl. 20 og stendur yfir fram á sunnudag. Allt besta sundfólk landsins verður meðal þátttakenda. Undanrásir á morgun byrja kl. 8.30 og úrslit kl. 15 en á sunnudag hefjast undanrásir kl. 9.30 og úrslit kl. 16. Tvísýnt — en KR hafði það Ragnar rétt orðinn danskur meistari! Keppir í Sundhöll Reykjavíkur um helgina ásamt fleirum góðum Ragnar Guðmundsson var nokkrum hársbreiddum frá því að verða danskur meistari í 400 m skriðsundi um síðustu helgi. Þá fór fram danska meistaramótið og Ragnar varð annar i greininni á nýju íslands- og piltameti, 4:07,46 min, en sigurvegarinn synti á 4:07,17 mín. RagAar varð fímniti f 1500 m skriðsundi á 16:37,00 mín, sem er 26 sek. frá hans besta árangri. Þá setti hann piltamet f 200 m skriðsundi, synti á 2:02,65 min. Þórunn Kristín, systir hans, setti íslands- og stúlknamet í 800 m skriðsundi á mótinu, syntiá9:40,17 mín. Þau verða meðal þátttakenda á innanhússmeistaramóti íslands sem fer fram um helgina í Sundhöll Reykjavíkur og hefst kl. 20 í kvöld. Þar mætir til leiks allt okkar besta sundfólk, þar á meðal Tryggvi Helgason, Ragnheiður Runólfsdóttir, Smári Harðarson og Árni Sigurðsson sem öll hafa dvalið erlendis f vetur. Það stefnir því í eitthvert mesta sundmót sem fram hefur farið hér á landi og búast má við góðum afrekum og metarcgni f Sundhöll- inni. -VS KR-ingar leika til úrslita f bikar- keppni karla í körfuknattleik, þeir unnu sér rétt til þess með þvf að Póll Kolbelnsson óttl góðan leikmeð KR í Keflavík í gærkvöldi. Watson í hópinn Dave Watson, miðvörður frá Norwich, var í gær valinn í enska A-landsliðshópinn í knattspyrnu fyrir leikinn gegn N-írum á Wem- bley á miðvikudag. Watson lék vel mjög með 21- árs liðinu í Frakk- landi í fyrrakvöld og er af mörgum talinn framtíðarlandsliðsmiðvörð- ur Englands. sigra ÍBK 74-72 í jöfnum og tvísýn- um leik í Keflavik í gærkvöldi. Á síðustu sekúndu skaut Jón Kr. Gíslason á KR-körfuna af eigin vallarhelmingi, boltinn fór í hring- inn en niður öfugu megin, frá sjón- arhóli Keflvfkinga. Leikurinnvar ávallthnífjafn, ÍBK náði mestri forystu 37-31 og leiddi 41-38 í hléi. Síðan var allt í járnum, ÍBK var yfir 70-68 skömmu fyrir leikslok en þá gerði KR út um leikinn með 6 stigum í röð. Sigurð- ur Ingimundarson svaraði, 74-72, þegar rúm hálf mínúta var eftir en KR hélt boltanum uns Jón Kr. fékk áðurnefndan hæpna möguleika á síðustu sekúndunni. Páll Kolbeinsson átti mjög góð- an leik í liði KR og Jón Sigurðsson var traustur stjórnandi að vanda. Nýtur sín alltaf best í svona jöfnum leikjum. Þá kom Kristján Rafns- son nokkuð á óvart. Jón Kr. var besti maður ÍBK lék frábærlega í fyrri hálfleik og vel það sem eftir var. Þorsteinn Bjarnason, Björn V. Skúlason og Guðjón Skúíason ÍS er komið í úrvaldsdeildina í körfuknattleik á ný eftir tveggja ára fjarveru. Stúdentarnir mættu Laugdælum í hálfgerðum úrslita- leik í 1. deilinni í gærkvöldi, f íþróttahúsi Kennaraháskólans og unnu öruggan sigur, 76-63. ÍS lék af miklum krafti og hafði alltaf undirtökin, 35-28 í hálfleik. Laugdælir komust aldrei nærri í komust allir ágætlega frá leiknum. Stig KR: Póll 18, Jón 16, Gar&ar 14, Krist|án 12, Guðni 7, Ágúst 3, Birgir 2 og Ólafur 2. Stig ÍBK: Jón 24, Þorsteinn 26, Björn 12, Guðjón 12, Óskar 6 og Sigurður 2. seinni hálfleik og rétt fyrir leiksiok skildu 17 stig liðin að, 74-57. Kristinn jörundsson og Árni Guðmundsson, þeir reyndu kapp- ar, skoruðu 21 stig hvor fyrir ÍS, Gunnar Jóakimsson 10. Hinn há- vaxni Salómon skoraði 20 stig fyrir Laugdæli, Unnar Vilhjálmsson 13 og Ellert Magnússon 11. Charlton til Boro Jack Charlton, heimsmeistari með Englandi 1966, var í gær ráð- inn framkvæmdastjóri enska knattspyrnufélagsins Middlesboro- ugh í stað Malcolms Allison sem var rekinn í fyrradag. Charlton stýrði ,3oro“ á árunum 1973-77, kom lið- inu uppí 1. deild og alla leið í efri hluta hennar. Félagið er nú f hóp neðstu liða 2. deildar. -VS Aberdeen í undanúrslit Aberdeen komst í fyrrakvöld í undanúrslit skosku bikarkeppn- innar f knattspyrnu með góðum sigri, 1-0, á meisturum Dundee Un- ited í Dundee. Aberdeen leikur gegn Dundee í undanúrslitum. í úr- valsdeildinni beið Motherwell, lið Jóhannesar Eðvaldssonar, lægri hlut fyrir Dundee á heimavelli, 2-4, í þýðingarmiklum fallbaráttuleik. Einn leikur var í 2. deild f Englandi, Newcastle náði þremur dýrmætum toppbaráttustigum með 1-0 sigri heima gegn Leeds. Sambands- stjómar fundur Sambandsstjórnarfundur íþróttasambands íslands verður haldinn laugardaginn 31. mars 1984 kl. 10 f.h. að Hótel Loft- leiðum. Á fundinum verða tekin fyrir mörg mikilsverð mál íþrótta- hreyfingarinnar. Sambandsstjórn ÍSÍ er skipuð framkvæmdastjórn ÍSÍ, formönnum allra héraðssam- banda í landinu og formönnum sér- sambanda ÍSÍ. -VS -VS Tottenham ætlaði að losna við tvo Enska knattspyrriuliðið Tottenham Hotspur reyndi að selja tvo kunna leikmenn, þá Garth Crooks og Gary Brooke, til ónefnds 3. deildarfé- lags fyrir samtals 75 þusund pund áður en sölum milli félaga á þessu keppnistímabili var hætt þann 22. mars sl. Crooks var keyptur fyrir 600 þúsund pund frá Stoke fyrir þremur árum en Brooke er uppalinn hjá Gary Brooke. Garth Crooks. Tottenham. Söluverð Crooks átti að vera 60 þús- und pund en 15 þúsund áttu að fást fyrir Brooke. Allt benti til þess að af þessu yrði, þar til leik- mennirnir sjálfir neituðu vegna þess að þeir vildu ekki lækka í launum. Tottenham greiðir Crooks jafnvirði 43þúsund ísl. krónaí launá viku en Brooke fær um 28 þúsund ísl. kr. Þeir leika því með varaliði Tottenham, a.m.k. til loka keppnistímabilsins. -VS Akureyringar undirbúa 45. Skíðamót íslands -SV/VS Stúdentar aftur í úrvalsdeildina Á Akureyri er undirbúningur fyrir Skíðamót íslands í alpagrein- um og norrænum greinum sem fram fer um páskana að komast á fullt skrið. Mótið er hið 45. í röð- inni en fyrsta Skíðamót íslands var haldið 13.-14. mars 1937 í Hvera- dölum við Reykjavík. Mótið verður formlega sett í fþróttahöllinni á Akureyri miðvik- udaginn 18. apríl og því verður síð- an slitið í Sjallanum á páskadag, 22. apríl. Keppt verður í 26 grein- um alls og er reiknað með um 30 keppendum í alpagreinum og svip- uðum fjölda í norrænu greinunum. Sú nýjung verður tekin upp, að keppni í alpagreinum byrjar snemma, eða kl. 9 að morgni til. Þetta er gert til að gefa almenningi kost á að nýta sér brautirnar í Hlíðarfjalli um miðjan dag. Þá verða notuð ný og fullkomin tæki við tímatöku. Þar er um tölvubún- að að ræða og verður þá hægt að reikna út tíma og stig samstundis, í stað þess að bíða þurfi eftir niður- stöðunum um lengri eða skemmri tíma. Undirbúningsnefndin reiknar með að kostnaður vegna móts- haldsins verði um 100 þúsund krónur en í bígerð er að standa fyrir dansleikjum til að vega þar uppá móti. Þá hefur Hafskip hf. hlaupið undir bagga og mun gefa alla verð- launagripi á mótinu, svo og númer fyrir keppendur. Nægur snjór er í Hlíðarfjalli um þessar mundir og vonandi helst hann a.m.k. í þrjár vikur til viðbótar. -K&H/Akureyri UMFN vann Njarðvík sigraði Hauka 42-40 í síðasta leik 1. deildar kvenna í körfuknattleik á þessum vetri en hann var háður í Njarðvík í fyrra- kvöld. Lokastaðan í deildinni varð þessi: s.................16 12 4 722-622 24 IR................16 12 4 756-677 24 Haukar............16 9 7 777-592 18 Njarðvík..........16 5 11 534-661 10 KR................16 2 14 478-685 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.