Þjóðviljinn - 11.04.1984, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 11.04.1984, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 11. apríl 1984 Gamanmál úr undirheimum Þjóðleikhúsið: Gæjar og píur. Söngleikur byggður á sögum og persón- um eftir Damon Runyon. Tónlist og söngtextar: Frank Loesser. Handrit: Jo Swerling og Abe Burrows Danshöfundur: Kenn Oldfield Leikstjórn: Kenn Oldfield og Benedikt Árnason. Þýðing: Flosi Ólafsson. Leikmynd: Sigurjón Jóhannsson. Búningar: Una Collins. Hljómsveitarstjóri: Terry Davies. Lýsing: Kristinn Daníelsson. Söngleikjum er einatt hætt við leiðindum. Efniviðurinn kannski orðinn morkinn, músíkin gæti ver- ið úr hvaða söngleik öðrum sem væri, tilfinningamálin forskrúfuð. En Gæjar og píur, sem frumsýnd- ur var á föstudagskvöld, er iangt yfir meðalsöngleikinn hafinn. Tónlistin er svosem ekki neitt sér- stakt reyndar.En þeir sem leikinn settir saman höfðu úr skemmti- legum og sérstæðum efnivið að spila, smásögum Damons Runy- ons, sem kunni öðrum betur að fara með slangurmál. Með útsmog- inni notkun þess gerði hann glæpa- menn, hórur og ýmiskonar utan- garðslið annað úr New York að prýðilegu skemmtiefni. íslenskir unglingar kynntust þessum sögum fyrir svosem hálfum mannsaldri í þýðingu Páls Skúlasonar („Mislitt fé“) og var ekki laust við, að þeir sem prófuðu að smíða svalar sögur af sjálfum sér og öðrum í gaggó væru fyrr en varði farnir að herma eftir fólkinu sem byggði hina hlægi- legu og snurfusuðu undirheima Damons Runyons. Leikurinn er byggður á sögu af hjálpræðishersstúlku sem er tekin inn í veðmál tveggja fjárhættuspil- ara og fer svo, að ástin sigrar bæði hana og gamblarann sem þurfti á Árni Bergmann skrifar um leikhús henni að halda. Broslegur heilag- leiki sem yfirtekur harðvítugan en líka pínulítið broslegan syndara er reyndar skrýtla sem fleiri en einn hefur sagt. Hér eru möguleikar hennar ágætlega nýttir með fjör- legum texta og sambúð við allt aðr- ar sögur og mikið persónusafn. Flosi Ólafsson hefur þýtt textann og smaug hann greiðlega inn í hlustimar og vakti þau réttu við- brögð. íslenska á sér vitanlega ekki það safn slanguryrða sem delar á Manhattan geta týnt upp úr vösum hvenær sem er, en Flosi finnur jafnan þýðingaleið sem er vel við hæfi. Hljóðkerfi er komið nýtt í húsið og söngvarar eru magnaðir upp. Hljómurinn er dálítið annarlegur, en þar á móti kemur, að textar skiljast betur en endranær. Þó dug- ir þessi tækni ekki alltaf til og hefði stundum mátt skrúfa dálítið niður í rösklega spilandi hljómsveit undir stjórn Terry Davies. Sýningin ber þess reyndar öll merki að nú hafi menn viljað leggja sig rækilega fram. Ljós og leik- mynd beina „réttri“ athygli að miklum mannsöfnuði, sem reynist einnig vera í „réttum" flíkum. Leikararnir dansa og dansararnir syngja og enginn fær að vera stikk- frí. Hraðinn er góður og greiður. Kenn Oldfield stjórnar hreyfingum þessa fjölménna liðs um sviðið og hefur á því dágóðan aga. Mér er til dæmis til efs, að stór flokkur karla hafi hreyft sig af samstilltari rögg- Svo stór hópur karla hefur ekki fyrr hreyft sig á sviði með einbeittrl röggsemi. Ljósm.: Atli. Kostulegt par: Bessi Bjarnason og Sigríður Þorvaldsdóttir. Ljósm.: Atli. semi en í senunni þegar skúrkurinn ástfangni, Skæ Masterson, kemur að sækja harkaraliðið á bænasam- komu. Ragnheiður Steindórsdóttir leikur hjálpræðishersstúlkuna Söru Brown. Sara verður einkar geðsleg stúlkukind í meðförum hennar, en það vantar í hana sveifl- una á milli heilagleikans og fiðring- sins, meiri tvíræðni þarf í þessa per- sónu til að halda henni betur utan við þá vellu sem ástarsagan býður upp á. Egill Ólafsson er Skæ Mast- erston, 'sem þarf sóma síns vegna að hafa Söru með sér til Kúbu með- an Mafían átti þar óðul stór. Egill gerir þetta vel, hann er hinn erri- legasti söngleikjamaður eins og kunnugt er og getur talið áhoif- anda áþað, að hörkutólið Skæ eigi sér „mjúkan blett“ sem sé nógu stór til að í gerjist ótrúleg ham- skipti. Þau Sigríður Þorvaldsdóttir og Bessi Bjarnason stóðu öðrum fremur fyrir gamanmálum í leiknum - fara með hlutverk Nat- ans og Adelaide, fjárhættuspilara og. söngkonu, sem hafa verið trú- lofuð í fjórtán ár, og loks á að koma hnappheldunni á Natan þrjótinn, margfalleraðan í harki og tómri vit- leysu. Þau eru kostulegasta par, Sigríður reyndar stjarna kvöldsins. Einhvernveginn tókst henni að þræða á afar elskulegan og skop- legan hátt einstigi góðu stelpunnar vondu, röddin, látbragð og svipur spiluðu öll saman þann ýkjustíl, sem er alltaf undir aga, passað að aldrei sé ofgert. Bessi á reyndar mjög svipuð ummæli skilið, bak- aður og teygður milli píu sinnar og harkvímunnar. En semsagt: Fram- ganga Sigríðar var alveg sérstak- lega vel heppnuð, hvort sem hún söng kvefaríu sína um heilsu- farsraunir hinna ógiftu, lagði með Söru á ráðin um endurbætur á karlhrossum eða söng um skúnk- inn setn mátti hirða aftur sín skinn og aðrar gjafir, því hver pía hefur sitt stolt. Leikendur og dansarar eru reyndar eins margir og fyrir komast á sviði með góðu móti. Ýmsir þeirra eiga sér ágætar stundir, til dæmis Erlingur Gíslason í hlut- verki erkibófans Júlíusar Stóra -r stöfuðu frá óféti þessu undarlega magnaðar víbrasjónir um allan sal. ÁB Holl og skaðleg streita Þeir, sem lifa á síðari hluta 20. aldar, telja, að sjúkdómar eins og blóðtappi, æðakölkun og hár blóðþrýstingur séu eilífir eins og heimurinn. En það eru þó aðeins nokkrir áratugir síð- an þessir sjúkdómar fóru að breiðast út. Hinn kunni banda- ríski hjartasérfræðingur P. White minnist þess t. d. að árið 1911, þegar hann fékk læknis- leyfi, hafði hann aldrei heyrt um blóðtappatilfelli. Það var í upp- hafi þriðja áratugsins sem Al- exander Mjasnikov, verðandi leiðtogi á sviði sovéskra hjarta- lækninga, fylgdist með nokkr- um blóðtappatilfellum og háum blóðþrýstingi á sjúkrahúsi í Leningrad. Stórfelld aukning hjarta- og æða- sjúkdóma minnir á faraldur, þó að þessir sjúkdómar eigi ekkert skylt við smitsjúkdóma. A þessum tíma, á fjórða áratugnum, kom fram nýtt hugtak, sem táknað var með enska orðinu „stress" sem allur heimur- inn þekkir (stress - spenna í bókstaflegri merkingu). Höfundur þessa heitis - hinn frægi kanadíski vísindamaður, Hans Sele, lítur á streitu sem viðbrögð líkamans við óþægilegum áhrifum utan að frá. Hann innleiddi einnig hugtakið „aðlögunareinkenni" - samræmd varnar- og aðlögunarviðbrögð lík- amans, fyrst og fremst hins lokaða kirtlakerfis, við streitu. Fyrsta stig- ið - áhyggjur - felst í því að varnar- öfl líkamans vígbúast, annað stigið - mótstaða - líkaminn venur sig á að vera stöðugt í óþægilegu ástandi - og að lokum þriðja stigið - magn- leysi - sem hefur í för með sér erfið veikindi eftir langvarandi streitu og oft hörmuleg endalok. í dag eru það ekki aðeins hjarta- og æðasjúkdómar, sem eru taldir til sjúkdóma, sem valda streitu, heldur einnig magasár og skeifu- garnarsár, og ýmsar tegundir of- næmis. Þegar verið er að lækna þessa sjúkdóma, grípa læknar oft m. a. til aðferða, sem beisla að- lögunaröfl líkamans og auka þar með aðlögunarmöguleikana. Um miðja þessa öld fóru streitusjúkdómar að aukast veru- lega. Margir sérfræðingar hafa til- hneigingu til að tengja þetta fyrir- bæri afar örri vísinda- og tækniþró- un, sem varð til þess að maðurinn losnaði við mikið líkamlegt álag, en skapaði jafnframt hættulegar aðstæður fyrir tilfinningalegt og sálrænt umhverfi. Hvað skal gera? Það hljómar barnalega, jafnvel í eyrum höfund- anna sjálfra, að fara að kalla víg- orð. „Aftur til samfélags þess, sem ríkti fyrir iðnbyltinguna" - það er ekki hægt að stöðva framfarir. Það er varla hægt að losna undan nei- kvæðum áhrifum umhverfisins. En það er erfitt að koma fyrir nokkrum alkunnum staðreyndum í hugmyndir hugtaks Sele. Það er varla hægt að gera sér í hugarlund að ríkt geti meðal fjölda fólks ástand, sem er neikvæðara fyrir til- finningarnar heldur en þá 900 daga, sem þýskir fasistar sátu um Leníngrad í heimsstyrjöldinni síðari, en þó að furðulegt sé létust varla nokkrir af háum blóðþrýst- ingi eða magasári í hópi þeirra sem létust og á þessum árum gleymdist blóðtappi. En aftur á móti við að- stæður sem eru hagstæðari fyrir líkamannm lækkar ekki kúrfa þeirra, sem bíða ósigur fyrir þess- um sjúkdómum. Sovésku vísindamennirnir Vikt- or Rotenberg og Vladimír Arshav- skí hafa lagt til að gerðar yrðu breytingar á kenningu Hans Sele. Þeir ganga út frá því að við þróun streitusjúkdóma séu það ekki að- eins hinir neikvæðu þættir um- hverfisins, sem séu mikilvægir, heldur einnig einstaklingsbundin viðbrögð líkamans við þessum áhrifum. Þannig varð til hugtakið um virkni og var því skipt niður í tvo flokka eftir að rannsökuð höfðu verið ólík hegðunarferli mannsins - virka vörn og passíva vörn. Fyrir fyrri viðbrögðin er ein- kennandi að viðkomandi leitar út- gönguleiðar úr því ástandi sem skapast hefur og slíkt hefur í för með sér orkumikið starf. Margra ára rannsóknir leiddu í ljós að slík hegðun örvar varnarkerfi líkamans og stövar þróun mögulegs sjúk- dóms. Á þessum hetjuárum gátu Leníngradbúar ekki annað en ver- ið virkir - þeir áttu allir þá sam- eiginlegu hugmynd að verja borg- ina og gefast ekki upp fyrir árásar- aðilanum hvað sem gerðist. Þess vegna urðu þeir sem létu líf sitt ekki fórnarlömb streitusjúkdóma „faraldursins“. Passív vörn, þegar viðkomandi hafnar af fúsum vilja leit að leið til að komast út úr hinu óþægilega ástandi, hefur í för með sér þrúg- andi áhrif á líkamann og flýtir fyrir sjúkdómnum og mögulega dapur- legum endi. Leitt að leið út úr ógöngum, við- leitni til að halda áfram sköpunar- starfi, er einnig afar mikilvægt atr- iði á sviði öldrunarsjúkdóma. Al- þekkt fyrirbæri, svokölluð „eftir- launaveiki“ er, tengd minnkandi starfi og leit hjá fólki, sem komið er á eftirlaun, í kjölfar breytts líf- smáta. Slík breyting hefur oft í för með sér hraða þróun þungra og þrálátra sjúkdóma, sem ekki er hægt að sporna við. Hins vegar stuðlar sköpunarstarf á efri árum að lengra lífi og betri heilsu. Viðerum oft undrandi á vís- indamönnum, sem eru orðnir aldr- aðir en eru í fullu starfi. Þar er það sköpunargleðin, sem á „sökina“. f þessu sambandi eru eftirtektarverð ummæli Nikolajs Semenjovs, eins elsta vísindamanns Sovétríkjanna, handhafa Nóbelsverðlaunanna, sem er að verða 88 ára gamall: „Margir eru hræddir um, að mikið andlegt álag, einkum hjá vís- indamönnum, hafi auðveldlega í för með sér alls konar andlegt niðurbrot. En þegar vísindamaður er að fást við viðfangsefni, sem hann elskar út af lífinu, verða álagsmörkin óeðlilega há án þess að hafa skaða í för með sér. Aftur á móti eru álagsmörkin afar lág, þeg- ar viðkomandi er að fást við eitthvað, sem færir honum ekki ánægju. Þetta er furðulegur eigin- leiki mannslíkamans.“ Lcóníd Starosclskí, kandídat í læknisfræði (APN).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.