Þjóðviljinn - 11.04.1984, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 11.04.1984, Blaðsíða 16
DJOÐVIUINN Miðvikudagur 11. aprfl 1984 Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins i þessum símum: Ritstjórn Aöalsími Kvöldsími Helgarsími 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663 Miklar skipulagsbreytingar hjá Flugleiðum Á stjórnarfundi í Flugleiðum í gær var ákveðið að skipa sérstaka 3ja manna stjórnarnefnd er á að fj alla um öll meginstefnumál félags- ins á milli stjórnarfunda. Þar eiga sæti auk Sigurðar Helgasonar stjórnarformanns þeir Hörður Sig- urgestsson forstjóri Eimskips og Sigurgeir Jónsson aðstoðarbanka- stjóri Seðlabankans. Um leið og þessi nýja yfirnefnd var skipuð var ákveðið að ráða for- stjóra að fyrirtækinu fyrir aðalfund á næsta ári. Hins vegar var Leifur Magnússon hækkaður í tign og gerður að framkvæmdastjóra stjórnunarsviðs með breyttum verkefnum frá því sem verið hefur. Mun hann annast flest þau verkefni sem Sigurður Helgason sinnti áður svo sem samneyti við alþjóðasam- tökin, skipulagsmál félagsins, þró- un flugflotans og fleira. Þá mun hann hafa yfirumsjón m.a. með kynningardeild félagsins. Samhliða þessum skipulags- breytingum var verkefnum skipt upp á milli hinna framkvæmda- ! stjórannaþriggja. Erling Aspelund tekur við flugrekstrarsviðinu af Leifi. Undir framkvæmdastjóra fjármálasviðs, Björns Theodórs- sonar, bætist stjórnunar- og starfs- mannaþjónusta og Sigfús Erlings- son framkvæmdastjóri markaðs- sviðs tekur yfir hótelrekstur og bílaleigu. Slðastl skóladagur efsta bekkjar Fjölbrautaskólans í Brelðholtl var í gær og fóru nemendur meö fagnaðarlátum _ v, um borgina. Myndin er tekin á Lækjartorgi. Ljósm.: ólg. 3ja manna yfirstjórn Leifur Magnússon nœstur stjórnar- formanni Miklar deilur á fundi Umbótasinna um samstarfsaðila í stúdentaráði Féllu í fang íhaldsíns „Á eftir að verða félaginu dýrkeypt“ segir áhrifamaður í félaginu Umbótasinnaðir stúdentar á- kváðu á hávaðasömum deilufundi í fyrrakvöld að ganga til samstarfs við Vöku, félag íhaldsmanna um stjórn stúdentaráðs Háskólans. Kosið var á fundinum um hvort menn vildu frekar samstarf við Vöku eða Vinstri menn og þurfti að endurtaka kosninguna til að knýja fram meirihluta. Er félag Umbóta- sinna „sundurklofið“ eftir þennan sögulega fund, eins og einn forvígis- manna félagsins sagði í samtali við Þjóðviljann í gær en sá hefur ákveðið að hætta starfi ir.nan fé- lagsins. Umbótasinnar hafa um mánað- arskeið átt í viðræðum við Félag vinstri manna um áframhaldandi stjórnarsamstarf félaganna í stúd- entaráði. Náðst hafði samkomu- lag um stefnuskrá og starfsskipt- ingu og var þessi grundvöllur fyrir samstarfi lagður fyrir félagsfund hjá Umbum í fyrrakvöld. Stefnu- skráin fékkst hins vegar aldrei rædd til fullnustu þar sem nokkur hópur fundarmanna vildi að frekar yrði tekið upp samstarf við Vöku og kynntu þeir samstarfstilboð frá íhaldsmönnum sem var nær sam- hljóða samkomulaginu við vinstri menn. Eftir miklar og hávaðasamar umræður þar sem m.a. fráfarandi formaður Stúdentaráðs Aðalsteinn Steinþórsson og aðrir helstu forvíg- ismenn Umba lýstu sig mótfallna samstarfi við Vöku var gengið til kosninga um með hvorum aðila fé- lagsmenn vildu starfa. I fyrstu féllu atkvæði jöfn 13-13 en við endur- tekningu völdu 14 Vöku og 12 vinstri menn. „Það er greinilegt að íhaldið hef- ur selt sig til að komast í valdastóla á ný og fyrir þessu falska tilboði þeirra féllu menn. Það hefur hins- vegar verið vitað að nokkur hópur innan félagsins hefur róið að því öllum árum undanfarnar vikur að taka upp samstarf við Vöku. Það á hins vegar eftir að koma á daginn að Vaka mun ekki standa við orð af því sem segir í þessum samningi þeirra um lánamál og önnur hagsmunamál stúdenta. Menn hafa verið að kaupa köttinn í sekknum og þetta getur verið Umbum dýrkeypt“, sagði einn af fyrrverandi forvígismönnum fé- lagsins í gær. -Ig- Norskl sendlherrann, Annemarie Lorentzen, afhendir Lúðvfk Kristjánssyni silfurpeninginn í gær. Ljósm.: -eik. Hlaut silfurpening norska vísindafélagsins Norðmenn heiðra Lúðvík „Lúðvík Kristjánsson er sannur arftaki Eilerts Sundts vegna stór- merkra rannsókna hans á lífi og starfi íslenskra sjómanna", sagði Annemarie Lorentzen, sendiherra Noregs þegar hún afhenti Lúðvík Kristjánssyni heiðurspening norska vísindafélagsins í gær. Vísindafélagið norska (Det kongelige norske videnskabers sel- skab), sem stofnað var árið 1760, lætur árlega slá pening til að minn- ast einhvers hinna mestu afreks- manna af gengnum félögum. í ár minnast menn Eilerts Sundts (1817-75), sem nefndur hefur verið fyrsti félagsvísindamaður Noregs, en hann ferðaðist vítt og breitt með bakpoka sinn og skráði sögu al- múgans á vísindalegan hátt. Lúðvík Kristjánsson þakkaði heiðurinn og hlý orð við afhend- ingu silfurpeningsins í norska sendiráðinu í gær og bað menn að lyfta glasi í minningu íslenskra og norskra sjómanna fyrr og síðar. Birna Gunnlaugs- dóttir, Félagi vinstri manna um fram- komu Umbótasinna Hafa afhjúpað rétta eðlið „Það er greinilegt að hægri armur Umbanna hefur orðið sterkari á þessum fundi þeirra. í raun kom þessi niðurstaða okkur ekki svo mjög á óvart því við höfum vitað af því að ákveð- inn hópur hefur unnið að því að svona færi allt frá því að við tókum upp viðræður við Umba um framhald á okkar samstarfí fyrir mánuði síðan“, sagði Birna Gunnlaugsdóttir einn af forvlgismönnum Félags vinstri manna í Háskólanum. „Ég tel að með jaessum vinnu- brögðum hafi Umbótasinnar af- ihjúpað á raskilegan hátt sitt rétta eðli. Þeir hlaupa út og suður eftir , því h vernig vindurinn blæs, og þessi ákvörðun þeirra að taka upp sam- starf við íhaldið á eftir að vera stór- hættuleg hagsmunamálum stúd- enta. Það er ekki nóg að þurfa að takast á við fjandsamlegt ríkisvald heldur hcfur rfkisstjórnarmunstrið nú tekið við í stúdentaráði“, sagði Birna. Hún sagði að mikill ágrciningur væri innan herbúða Umbótasinna um samstarfið við Vöku og félagið meira eða minna klofið. Það væri því allt óvíst ennþá hvernig sam- starfið hjá þessum félögum ætti eftir að ganga og hversu lífseigt það yrði. -Ig-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.