Þjóðviljinn - 18.04.1984, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 18.04.1984, Blaðsíða 1
Lissabon- ályktunin um samskipti Evr- ópu við fátækari þjóðir. bls. 6-7 miðvikudagur apríl 90. tbl. 49. árgangur Brot á helgidagalöggjöfinni Skýtur mjög skökku við segir fréttaritari Þjóðkirkjunnar um kaupstefnu fjármála- ráðherra ríkisstjórnar- innar á föstudaginn langa „Mér finnst það sannarlega skjjóta skökku við og harla undarlegt aö veija föstudag- inn langa til þess að vera með sölukauþstefnu", sagði séra Bernharður Guðmundsson f réttafulltrúi Þjóðkirkjunnar í viðtali við Þjóðviljann ígær, Fjármálaráðherra hefur boð- að íslenska athaf namenn til „kaupstefnu" meðfrönskum kaupsýslumönnum á Hótel Sögu á föstudaginn langa. Þjóðviljinn fékk þær upplýs- ingar í fjármálaráðuneytinu að kaupsýsla þessi á hinum heiga degi væri ekki á nokkurn hátt tengd ráðuneytinu. Hins vegar væri fjármálaráðherra einnig franskur konsúll og vörukynning þessi væri á vegum konsúlsins. Brot á helgidagalöggjöfínni Samkvæmt tslenskum lögum er hér um skýlaust lagabrot að ræða. Prófessor Ármann Snæ- varr vísaði tíl laga um almanna-. frið á helgidögum Þjóðkirkjunn- ar. í lögum númer 45 frá 1926 er kveðið á um bann við vinnu úti og inni sem raskar friði helgidagsins. „Kaup og sala má eigi fara fram á helgidögum Þjóðkirkjunnar í sölubúðum kaupmanns, kaupfé- laga né annarra sölumanna". Og í þriðju grein laganna er kveðið á um að ekki megi á neinum veitingastöðum halda veislur og í fjórðu grein er einnig kveðið á um bann víð mörkuðum á helgi- dögum kirkjunnar. í 6. grein lag- anna er svo kveðið á um bann við almennum fundum um veraldleg efni. f 7. greín er kveðið á um að bönnin í fyrrnefndum greinum eigi við allan föstudaginn langa. Brot við lögunum varða sektum eða svipting veitingaleyfis. -óg/lg Erlendar skuldir sem hlutfall af þjóðarframleiðslu 60.6% í árslok 1983 • Erlendar skuldir jukust um 3000 miljónir á síðasta ári • Skuld ríkissjóðs við Seðlabanka jókst um 400% á síðasta ári Heildarskuldir þjóðar- búsins hjá erlendum lána- drottnum haf a aldrei verið meiri í sögunni en núna. í iok ársins 1983 námu skuldir hvorki meira né minna en 36.3 miljörðum króna, en það er 60.6% af þj óðarframleiðslunni. Skuldirnar jukust á síð- asta ári um tæpa 3 milj- arða. Fari hlutfall erlendra skulda upp fyrir 60% af þjóðarframleiðslu á þessu ári „Þá er ríkisstjórn Steingríms sprungin og á að fara frá" „Éghefsagtþaðáðurog ég segiþað enn, að núverandi ríkisstjórn hefur engu hlutverki að gegna og verðuraðfarafrá völdum án skilyrða efhlutfall erlendra skulda af þjóðarframleiðslunniverðurlátiðvaðqupp fyrir 60% markið". (Albert Guðmundsson fjármálaráðherra íviðtali við Þjóðviljann 12. janúarsl.) Þessar upplýsingar komu fram á ársfundi Seðlabanka íslands sem haldinn var í gær. Jóhannes Nordal bankastjóri sagði að hlutfall er- lendra skulda af þjóðarframleiðslu hefði verið 36.7% í árslok 1981, 47.8% í árslok 1982 og í árslok 1983 60.6% eins og fyrr sagði. Þessi rnikla aukning stafar af miklum lántökum, hækkun á verði erlends gjaldmiðils, einkum Bandaríkja- dollars, og auk þess hefur þjóðar- framleiðslan minnkað ár frá ári sem þýðir að skuldabyrðin hækkar sem hlutfall þar af. Jóhannes Nordal sagði hina miklu skuldabyrði þjóðarbúsins út á við vera eitt meginvandamál í efnahagsstöðu íslendinga í dag. Yrði lántökustefnan að verða gæti- legri í framtíðinni. Hann benti á það í ræðu sinni að varðandi efna- hagsstjórn flestra vestrænna ríkja væri eitt helsta vandamálið það sem kalla mætti sjálfheldu velferð- arríkisins. Ríkisvaldið hefði í auknari mæli tekið á sig vaxandi skuldbindingar til hagsbóta fyrir al- menning. Með ókeypis þjónustu, styrkjum og lánafyrirgreiðslu legð- ust sfþyngri kröfur á ríkissjóð sem mönnum finndist þeir eiga rétt til að gera og bera litla ábyrgð á að greiða. Jafnframt þessu væru menn ófúsir að bera þyngri skatta til að standa undir útgjöldunum. Afleið- ingin væri rík tilhneiging til hallar- ekstrar sem svo væri fjármagnaður með sfvaxandi lántökum. Þarna yrði að stemma stigu við, ekki að- eins hvað varðaði erlendar lán- tökur heldur ekki síður vaxandi skuldasöfnun ríkissjóðs hjá Seðla- bankanum. í ársskýrslu Seðlabanka íslands fyrir árið 1983 kemur fram að ríkis- sjóður hafi skuldað bankanum um 1.470 miljónir króna í árslok. Skuldirnar námu til samanburðar um 300 miljónum króna í árslok 1982. Skuldirnar stighækkuðu árin 1978 til ársloka 1982, samtals um 2.2. miljarða króna mælt á verðlagi í árslok 1983. Til samanburðar jókst skuldin um 1.2 miljarð á síð- asta ári einu. Sérrit um Nes- kaupstað Þjóðviljanum í dag fylgir sérrit um Nes- kaupstað. Efni í sérritið var unnið í tengslum við ferðalag forystumanna Alþýðubandalagsins um Austurland fyrir skömmu, en meira efni úr þeirri för mun birtast í páskablaði Þjóðvilj- ans og síðar. -ÖS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.