Þjóðviljinn - 18.04.1984, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 18.04.1984, Qupperneq 1
UÚÐVHHNN Lissabon- ályktunin um samskipti Evr- ópu við fátækari þjóðir. bls. 6-7 miðvikudagur apríl 90. tbl. 49. árgangur Brot á helgidagalöggjöfinni Skýtur mjög skökku við segir fréttaritari Þjóðkirkjunnar um kaupstefnu fjármála- ráðherra ríkisstjórnar- innar á föstudaginn langa „Mér finnst það sannarlega skjóta skökku við og harla undarlegt að velja föstudag- inn langa til þess að vera með sölukaupstefnu", sagði séra Bernharður Guðmundsson fréttafulltrúi Þjóðkirkjunnar í viðtali við Þjóðviljann í gær. Fjármálaráðherra hefur boð- að íslenska athafnamenn til „kaupstefnu" meðfrönskum kaupsýslumönnum á Hótel Sögu á föstudaginn langa. Þjóðviljinn fékk þær upplýs- ingar í fjármálaráðuneytinu að kaupsýsla þessi á hinum helga degi væri ekki á nokkurn hátt tengd ráðuneytinu. Hins vegar væri fjármálaráðherra einnig franskur konsúll og vörukynning þessi væri á vegum konsúlsins. Brot á helgidagalöggjöftnni Samkvæmt íslenskum lögum er hér um skýlaust lagabrot að ræða. Prófessor Ármann Snæ- varr vísaði til laga um almanna- frið á helgidögum Þjóðkirkjunn- ar. f lögum númer 45 frá 1926 er kveðið á um bann við vinnu úti og inni sem raskar friði helgidagsins. „Kaup og sala má eigi fara fram á helgidögum Þjóðkirkjunnar í sölubúðum kaupmanns, kaupfé- laga né annarra sölumanna“. Og í þriðju grein laganna er kveðið á um að ekki megi á neinum veitingastöðum halda veislur og í fjórðu grein er einnig kveðið á um bann við mörkuðum á helgi- dögum kirkjunnar. í 6. grein lag- anna er svo kveðið á um bann við almennum fundum um veraldleg efni. í 7. grein er kveðið á um að bönnin í fyrrnefndum greinum eigi við allan föstudaginn ianga. Brot við lögunum varða sektum eða svipting veitingaleyfis. -óg/lg Erlendar skuldir sem hlutfall af þjóðarframleiðslu 60.6% í árslok 1983 • Erlendar skuldir jukust um 3000 miljónir á síðasta ári • Skuld ríkissjóðs við Seðlabanka jókst um 400% á síðasta ári Heildarskuldir þjóðar- búsins hjá erlendum lána- drottnum hafa aldrei verið meiri í sögunni en núna. í lok ársins 1983 námu skuldir hvorki meira né minna en 36.3 miljörðum króna, en það er 60.6% aí þj óðarframleiðslunni. Skuldirnar jukust á síð- asta ári um tæpa 3 milj- arða. Þessar upplýsingar komu fram á ársfundi Seðlabanka íslands sem haldinn var í gær. Jóhannes Nordal bankastjóri sagði að hlutfall er- lendra skulda af þjóðarframleiðslu hefði verið 36.7% í árslok 1981, 47.8% í árslok 1982 og í árslok 1983 60.6% eins og fyrr sagði. Þessi mikla aukning stafar af miklum lántökum, hækkun á verði erlends gjaldmiðils, einkum Bandaríkja- dollars, og auk þess hefur þjóðar- framleiðslan minnkað ár frá ári sem þýðir að skuldabyrðin hækkar sem hlutfall þar af. Jóhannes Nordal sagði hina miklu skuldabyrði þjóðarbúsins út á við vera eitt meginvandamál í efnahagsstöðu fslendinga í dag. Yrði lántökustefnan að verða gæti- legri í framtíðinni. Hann benti á það í ræðu sinni að varðandi efna- hagsstjórn flestra vestrænna ríkja væri eitt helsta vandamálið það sem kalla mætti sjálfheldu velferð- arríkisins. Ríkisvaldið hefði í auknari mæli tekið á sig vaxandi skuldbindingar til hagsbóta fyrir al- menning. Með ókeypis þjónustu, styrkjum og lánafyrirgreiðslu legð- ust síþyngri kröfur á ríkissjóð sem mönnum finndist þeir eiga rétt til að gera og bera litla ábyrgð á að greiða. Jafnframt þessu væru menn ófúsir að bera þyngri skatta til að standa undir útgjöldunum. Afleið- ingin væri rík tilhneiging til hallar- ekstrar sem svo væri fjármagnaður með sfvaxandi lántökum. Þarna yrði að stemma stigu við, ekki að- eins hvað varðaði erlendar lán- tökur heldur ekki síður vaxandi skuldasöfnun ríkissjóðs hjá Seðla- bankanum. í ársskýrslu Seðlabanka íslands fyrir árið 1983 kemur fram að ríkis- sjóður hafi skuldað bankanum um 1.470 miljónir króna í árslok. Skuldirnar námu til samanburðar um 300 miljónum króna í árslok 1982. Skuldirnar stighækkuðu árin 1978 til ársloka 1982, samtals um 2.2. miljarða króna mælt á verðlagi í árslok 1983. Til samanburðar jókst skuldin um 1.2 miljarð á síð- asta ári einu. - v. Sérrit um Nes- kaupstað Þjóðviljanum í dag fylgir sérrit um Nes- kaupstað. Efni í sérritið var unnið í tengslum við ferðalag forystumanna Alþýðubandalagsins um Austurland fyrir skömmu, en meira efni úr þeirri för mun birtast í páskablaði Þjóðvilj- ans og síðar. -ÖS Fari hlutfall erlendra skulda upp fyrir 60% af þjódarframleiðslu á þessu ári „Þá er ríkisstjórn Steingríms sprungin og á að fara frá“ „Éghefsagtþaðáðurog ég segi það enn, að núverandi ríkisstjórn hefur engu hlutverki að gegna og verðurað fara frá völdum án skilyrða efhlutfall erlendra skulda af þjóðarframleiðslunni verðurlátið vaða upp fyrir 60% markiðu. (Albert Guðmundsson fjármálaráðherra í viðtali við Þjóðviljann 12. janúarsl.)

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.