Þjóðviljinn - 18.04.1984, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 18.04.1984, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 18. apríl 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 Reagan hundsar Alþjóðadómstólinn „Hættulegt fordæmiu, segja bandarískir sérfræðingar í alþjóðarétti Bandarísk stjórnvöld munu ekki viröa lögsögn Alþjóöa- dómstólsins í Haag yfir málefn- um Mið-Ameríku næstu 2 árin. Þetta var innihald orösendingar sem stjórn Bandaríkjanna sendi Javier Perez de Cuellar, framkvæmdastjóra Samein- uöu þjóöanna síðastliðinn föstudag, og varorösendingin send til þess að koma í veg fyrir að stjórnvöld í Nicaragua höfðuðu mál á hendur Banda- ríkjastjórn fyrir að hafa lagt tundurdufl í hafnir Nicaragua. í tilkynningu utanríkisráðuneyt- isins segir að Bandaríkin muni hafna úrskurði Alþjóðadómstóls- ins í deilumálum er vörðuðu öll ríki Mið-Ameríku og í „sérhverju því deilumáli er rísa kunni vegna at- burða í Mið-Ameríku“ næstu 2 árin. „Hœttulegt fordœmi“ Það er „vissulega óvenjulegt ef ekki einsdæmi“ að Bandaríkin grípi til slíkra ráða, og getur falið í sér „hættulegt fordæmi“ sagði Edith Brown Weiss, lagaprófessor við Georgetown lagaháskólann í Washington og varaforseti Amer- íska félagsins um alþjóðalög við bandaríska dagblaðið Washington Post fyrir helgina. í tilkynningu utanríkisráðuneyt- isins var vitnað til dæma þess að ríki hefðu hafnað lögsögu Alþjóða- dómstólsins. Bandaríkin gengust undir skil- mála um að hlýta lögsögu Alþjóða- dómstólsins í Haag í flestum mál- efnum árið 1946. Bandaríkin hafa sjálf notfært sér dómstólinn í nokkrum tilfellum, og er það fræg- asta þegar Carter-stjórnin kærði ríkisstjórn Kohmeini í íran fyrir töku bandarísku gíslanna í sendi- ráðsbyggingunni í Teheran. Al- þjóðadómstóllinn úrskurðaði í des- ember 1979 að ríkisstjórn írans hefði gerst brotleg við alþjóðalög. Kohmeini hundsaði hins vegar dómstólinn og hélt gíslunum. í fótspor Kohmeinis Bandaríska stjórnin hefur nú gengið í fótspor Kohmeini- Nýverið kaus Æðsta ráð Sovétríkjanna Konstantín Tsjernenko í embætti forseta Sovétríkjanna. Kosning þessi kom ekki á óvart enda er forsetaembættið meira heiðurstign en valdastaða í Sovétríkjunum og því ekki talið óeðlilegt að aðalritari flokksins og forsætisráð- herra beri forsetatignina einnig. Hitt þóttu öllu meiri tíðindi að Michail Gorbatjov, yngsti félaginn í Politbyro, fram- kvæmdanefnd flokksins, var hækkaður í tign með þeim hætti að það þykir nú stað- fest að hann muni eiga að taka við völdum af Tsjern- enko. Gorbatjov hefur gegnt ritara- embætti í framkvæmdanefndinni frá 1978 og varð fullgildur meðlim- ur hennar 1980. Hann hefur nú ó- formlega verið útnefndur sem hug- Telkning eftir kúbanska teiknarann Nuez. stjórnarinnar með því að hundsa alþjóðalög. Slík afstaða mun vænt- aniega verða til þess að veikja stöðu dómstólsins í framtíðinni, auk þess sem hún mun auka enn meir á spennuna í Mið-Ameríku. Öldungadeild Bandaríkjaþings myndafræðingur flokksins númer eitt samfara því að hann var kosinn formaður utanríkismálanefndar beggja deilda sovéska sambands- þingsins. Formennsku þessarar nefndar hefur jafnan fylgt höfuðá- byrgðin á hugmyndafræðilegum málefnum innan framkvæmda- nefndarinnar. Á dögum Bresjnevs gegndi Suslov þessi embætti, en eftir dauða hans tóku þeir Júrí Andropov og síðan Konstantín Tsjemenko við, og nú er Michail Gorbatjov kominn í þeirra sæti. Þykir því Kremlarfræðingum augljóst hvert stefnir. Gorbatjov er fæddur 1931 í Kák- asus og var því aðeins 10 ára þegar Þjóðverjar réðust inn í Rússland í síðari heimsstyrjöldinni. Hann vann í verksmiðju sem framleiddi dráttarvélar, en hóf um tvítugt að starfa innan ungliðahreyfingar kommúnistaflokksins, þar sem hann hlaut skjótan frama. Skjótur frami Hann lagði stund á lögfræði og lauk prófi 1955. Hélt síðan aftur til fordæmdi með miklum meirihluta atkvæða þær aðgerðir CIA að leggja tundurdufl í hafnir Nicarag- ua. Ályktun þess efnis kom til at- kvæða 10. þessa mánaðar og lýstu 84 sig fylgjandi henni en 12 voru á móti. Kákasus þar sem hann tók að sinna málefnum landbúnaðarins og land- búnaðarhagfræði, jafnframt því sem hann starfaði innan flokksins. Gorbatjov er sagður eiga skjótan frama sinn að þakka Mic- hail Suslov, öðrum fremur, en Suslov kom frá sama héraði. Gor- batjov var gerður ritari fram- kvæmdanefndar flokksins, sem er æðsta stofnun hans, þegar hann var einungis 47 ára að aldri. Innan framkvæmdanefndarinnar hefur Gorbatjov starfað sem sérfræðing- ur í landbúnaðarmálum, og á valdatíma Andropovs er hann sagður hafa komist í innsta valda- hring flokksins. Hann tók þá við embætti Andrej Krilenkos sem „æðsti hagfræðingur" flokksins, og almennt er talið að hann hafi verið hugmyndasmiðurinn og drifkraft- urinn á bak við þær skipulagsb- reytingar og umbætur á efnahag- slífinu, sem Andropov stóð fyrir. Segja fréttaskýrendur að eftir að heilsa Andropovs tók að gefa sig hafi það verið Gorbatjov sem stóð á bak við herferðina fyrir betri aga Úrslit málsins eru söguleg að því leyti að þetta var í fyrsta skipti sem Öldungadeildin tók afstöðu gegn stefnu Reagans í Mið-Ameríku. Það var Edward Kennedy sem bar tillöguna fram, og greiddu ellefu repúblikanar henni atkvæði og allir demókratar nema Russell Long frá Lousiana. Reagan lýsti því yfir er hann frétti af atkvæðagreiðslunni að hún ylli honum ekki áhyggjum, þar sem hún hefði farið fram í taugaæsingi. Leynimakk um hryðjuverk Bandaríska stórblaðið Washing- ton Post skýrði frá því í síðustu viku að Reagan forseti hefði lagt bless- un sína yfir hugmyndina um að leggja tundurdufl í hafnir Nicarag- ua þegar í febrúar, en ákvörðunin hefði verið tekin samkvæmt ráðleggingum Pentagon en í and- stöðu við Shultz utanríkisráðherra. Hins vegar fékk Öldungadeildin enga vitneskju um þessa ákvörðun. Tundurduflin í Nicaragua hafa laskað að minnsta kosti 8 erlend á vinnustöðum, bættri stjórnun fyr- irtækja og tæknilegri endurnýjun í iðnaði. Það segir sína sögu um stöðu Gorbatjovs að á meðan Andropov lá banaleguna var hann eini fé- laginn í framkvæmdanefndinni sem fékk að heimsækja hann reglu- lega til þess að fræða hann um á- stand heimsmálanna. Malamiðlun Fréttaskýrendur telja að kosning Tsjernenkós í aðalritarastarfið eftir dauða Andropovs hafi verið málamiðlun sem fengist hafi gegn því að Gorbatjov yrði hugmynda- íræðilegur leiðtogi og þar með númer 2 í flokknum. Síðan hefur hin sterka staða hans komið í ljós við fleiri tilfelli, síðast þegar hon- um var falið að bera fram tillögu um kosningu Tsjernenkos til fors- etaembættisin's. Með kosningunni til formanns utanríkisnefndar þingsins og hug- myndafræðings mun Gorbatjov verða mun áhrifameiri á sviði utan- ríkismála en áður. Talið er að hann muni verða áhrifamestur þeirra sem móta eiga sovéska utanríkis- stefnu á næstunni, á meðan hlut- verk Tsjernenkos verði meira að koma fram fyrir Sovétríkin útávið. Og væntanlega munu aðrir hlaupa í skarðið við mótun landbúnaðar- stefnunnar. Þeir Michail Gorbatjov og Kon- stantín Tsjemenko em sagðir vera kaupskip frá Japan, Sovétríkjun- um, Hollandi, Panama og fleiri ríkjum auk þess sem nokkur fiski- skip frá Nicaragua hafa farist af völdum tundurdufla. Allmörg bandalagsríki Bandaríkjanna innan NATO hafa borið fram ó- formleg mótmæli vegna þessa framferðis, og franska ríkisstjórnin hefur boðið fram aðstoð sína við að fjarlægja tundurduflin, vilji eitthvert annað NATO-ríki taka þátt í hreinsuninni. Fréttastofan AP hafði það eftir háttsettum starfsmanni Hvíta húss- ins í síðustu viku að leyniþjónustan CIA hefði hætt lagningu tundur- duflanna áður en fordæming öld- ungadeildarinnar kom til af- greiðslu. Neitunarvald Bandaríkin beittu neitunarvaldi í síðustu viku þegar borin var upp tillaga í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna þar sem hernaðaríhlutun Bandaríkjanna í Nicaragua var for- dæmd, þar á meðal tundurdufla- lagnir í hafnir Nicaragua. Tillagan var studd af öllum ríkjum sem sæti eiga í ráðinu nema Bretlandi, sem sat hjá. Tillaga þessi var borin upp af Nicaragua, sem á sæti í ráðinu, en utanríkisráðuneyti Bandaríkj- anna lýsti því yfir eftir afgreiðslu ráðsins, að tillagan væri „vitni um áhugaleysi Nicaragua" á alvar- legum samningum um öryggi í þessum heimshluta. Caspar Weinberger varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna neitaði því í síðustu viku að Bandaríkin hefðu lagt tundurdufl við Nicarag- ua, en þó með þeim fyrirvara að hann talaði ekki fyrir hönd leyni- þjónustunnar! Það var stórblaðið New York Times sem upplýsti um áform um bandaríska hernaðaríhlutun með hersveitum í Mið-Ameríku fyrir næsta ár. Sagði blaðið að heimild þess væru háttsettir embættismenn innan Hvíta hússins, og væru upp- lýsingarnar látnar leka af ásettu ráði til þess að beita þingmenn þrýstingi til að styðja fjárveitingar til hernaðaraðstoðar og hermdar- verka í E1 Salvador, Honduras og Nicaragua. Nú liggur fyrir bandaríska þing- inu beiðni frá forsetanum um 21 miljón dollara fjárframlag til stuðnings hryðjuverkastarfsemi í Nicaragua. Öldungadeild þingsins hefur þegar samþykkt þessa fjár- veitingu, en atkvæðagreiðsla hefur enn ekki farið fram í fulltrúadeild þingsins. Verður málið afgreitt þar eftir páska, og er talið víst að um- sóknin verði felld þar. Forsetinn og leyniþjónustan munu þó hafa sínar leiðir til að koma þessu fé í hendur skæruliðanna í Nicaragua. ólg/DN, Washington Post. að mörgu leyti ólíkir persónu- leikar. Gorbatjov er ekki bara 20 árum yngri, hann er einnig talinn skýrari í framsetningu og eiga auðvelt með að tjá sig á beinan og einfaldan hátt, á meðan Tsjemenko er dæmigerður fyrir þá sem aldir eru upp í flokknum og tala því ó- íjósa tungumáli sem flokksskólinn hefur mótað. Það þykir því ljóst að Michail Gorbatjov sé nú þegar annar valdamesti maðurinn í Sovétríkj- unum, og að hann sé sá sem erfa muni völd Konstantíns Tsjernenk- os þegar hann lætur af embætti. ólg/DN Míchaíl (iorbatjov næstæðstur í Sovét

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.