Þjóðviljinn - 18.04.1984, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 18.04.1984, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN. Miðvikudagur 18. aprfl 1984 Ræ&a Willy Brandts formanns Alþjóðasambands jafnaðarmanna vakti mikla Ólafur Ragnar kynnti Llssabon-yfirlýsinguna sem þykir marka stórt spor fram á vift í samskiptum ríkra og fátækarí þjóða. athygli. Lissabon-yfirlýsingin um Norður-Suður hlutverk Evrópu Samvinna um lausn vandamála t Sérhver einstaklingur verði frjáls undan oki hungurs og kúgunar Við erum þeirrar skoðunar, - að sérhver maður hafi rétt til að njóta lífs sem jörðin veitir til auðlinda lands og sjávar - að allir eigi að öðlast frelsi sem hvorki hungur, kúgun eða misrétti skerðir - að sérhvert barn eigi að geta tekið þátt í að móta eigin örlög. • Við erum þeirrar skoðunar að bæði ríkisstjórnir iðnríkja og þró- unarríkja beri sameiginlega ábyrgð á því að þessum markmiðum verði náð. Með skapandi samvinnu á grundvelli laga og gagnkvæmrar virðingar fyrir siðum og aðstæðum allra þjóða verður að þróa hagkerfi veraldarinnar. Á grundvelli sam- eiginlegra hagsmuna okkar allra en ekki þröngrar sérhyggju verður að gera ríkjum þriðja heimsins kleift að styrkja þróun sína stig af stigi. • Evrópa hefur ásamt öðrum auðugum ríkjum sérstöku hlut- verki að gegna í því að leysa efna- hagsleg og félagsleg vandamál sem nú herja á mannkyn. Ábyrgð Evr- ópu á rætur í sögunni og hlutverki evrópskra þjóða í að skapa ríkj andi skipan alþjóðlegra stofnana ásamt forystu Evrópumanna í mótun hugmynda um lýðræði, lög og mannréttindi. • Á undanförnum árum hefur orðið sífellt ljósara að örlög Evr- ópu eru bundin nánum böndum við þróunina í þriðja heiminum. Meiri samvinna Norðurs og Suðurs og efling alþjóða viðskipta mun styr- kja hagvöxtinn og draga úr atvinnuleysi í Evrópu. Framtíð hins alþjóðlega fjármálakerfis þar sem Evrópuríkin gegna mikilvægu hlutverki er háð lausnum á skulda- vanda þróunarríkja. í alþjóðlegum viðskiptum verndun umhverfis og auðlinda, við öflun orku og í starf- rækslu fjarskipta og samgönguk- erfisins í heiminum og einnig í starfsemi fjölþjóðlegra fyrirtækja kemur sífellt skýrar í ljós að at- burðir í Suðri hafa mikil áhrif á sérhverja þjóð í Evrópu. • Við lýsum yfir að brýna nauðsyn beri nú til að hefja nýjar viðræður milli ríkja Norðurs og Suðurs. Við teljum að án afdráttarlausrar til- raunar Evrópuríkja verði víta- hringur aðgerðaleysisins í sam- skiptum Norðurs og Suðurs ekki rofinn. Það er skylda okkar að gera allt sem hægt er til að ríki Norðurs og Suðurs hefji á frjóan hátt að vinna saman að lausnum á hinum knýjandi vandamálum mannkyns. Tillögur • Til að draga úr hungri í heimin- um sem nú hrjáir áttunda hluta mannkyns verður að efla fram- leiðslu matvæla í þróunarríkjum. Nógur landbúnaður í þessum heimshluta er því nauðsynlegur. Umbætur í sveitum og í strjálbýli eigi að miðast við nauðsyn þess að koma á úrbótum í öflun vatns og hreinlætismálum og við að styrkja hið mikilvæga hlutverk fæðufram- leiðandans, bæði karla og kvenna. Evrópuríkin eiga að auka fram- lög sín til F. A.Ó, Þróunarsjóðs Al- þjóðabankans, Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna og annarra alþjóðlegra þróunarstofnana. Nauðsynlegt er að stefna að því að eigi síðar en árið 1990 verði náð því markmiði að sérhvert ríki Evrópu verji 0,7% af verðmæti þjóðar- framleiðslunnar til þróunaraðstoð- ar. Á næstu árum ber einnig að keppa sérstaklega að því að 0,15% af þjóðarframleiðslu Evrópuríkja verði eigi síðar en 1985 varið til að styrkja sérstaklega þau þróunarríki sem verst eru á vegi stödd. • Fólksfjölgunarvandamáliðeral- varlegasta hindrunin á götu efna- hagslegra framfara og skapar sífellt ógnvænlegri hættu hvað snertir varðveislu auðlinda jarðarinnar. Þess vegna er nauðsynlegt að ríki Evrópu leggi sérstaka áherslu á fra- mlög til þeirra stofnana sem vinna að lausnum á fólksfjölgunarvand- amálinu. í því sambandi er mikil- vægt að gera fjölskyldum kleift að ákveða á ábyrgan hátt fjölda barna, styrkja heilbrigðiskerfið og Myrkur yfir djúpínu Árni Bergmann skrifar um leikhús Leikfélag Reykjavíkur Bros úr djúpinu eftir Lars Norén Þýðandi: Stefán Baldursson Leikmynd og búningar: Pekka Ojamaa Leikstjóri: Kjartan Ragnarsson Lýsing: Daníel Williamsson Dans: Nanna Ólafsdóttir. Bros úr djúpinu heitir þetta leikrit sænska höfundarins Lars Norén en mörgum mun brosið reynast seinfundið: persónurnar kalla til okkar úr djúpum síns prív- athelvítis, en myrkur grúfir yfir því djúpi, ekkert bros mildar það. Fyrir skemmstu voru sigurverk þjóðfélagsins í tísku sem skoðunar- efni á sviði, félagsleg rök fyrir mannlegri breytni höfðu orðið öðru fremur. lleikrit Lars Norén minnir rækilega á það, að nú eru menn á öðru róli. Þjóðfélagið er horfið út í buskann. Einstaklingur- inn stendur uppi einn, ratar öðru hvoru í grimmt návígi við þá sem næstir standa, það er eitthvað í gangi sem kallast leitin að sjálfinu, sú leit verður mjög í skötulíki vegna þess að sjálfinu er heldur ekki að treysta. Úr djúpinu kalla persónur Noréns á ást og um- hyggju, meira að segja mikla og sanna ást, en það ákall hverfur út í tómið, festist ekki við neitt. Ástin er hér fyrst og fremst bölvun, for- dæming ofan í aðra fordæmingu. Helena, sem er ballerína, hefur átt erfiða bernsku svo sem skráð er í sálgreiningunni, sambandið við föðurinn var til dæmis kynferðis- legra en hollt er, ólétta og barneign hefur orðið henni ofviða, demón- amir í sjálfri henni fara á kreik, hún lendir á geðveikrahæli og er að koma þaðan þegar leikur hefst. Eðvarð, maður hennar, rithöfund- ur sem ekki getur skrifað lengur, tekur á móti henni með því að efna til sadómasókísks leiks sem er nátt- úrlega ekki sérlega uppbyggilegur fyrir geðheilsuna. Herbergisfélagi Helenu á sjúkrahúsinu, Jane, kem- ur í heimsókn og verður vitni að nýrri formyrkvun vinkonu sinnar: sjálf hefur hún farið yfir um þegar maður hennar tók að halda við son hennar. Júlía, móðir Helenu, og Elín, systir hennar og andhverfa, horfa á þennan grimma dans og taka, nauðugar viljugar, þátt í hon- um. - Elín reyndar orðin ástkona Eðvarðs. Ekki er rétt að hafa þetta ágrip lengra: en það á semsagt að hrekja persónur og áhorfendur út á ystu nöf með þeirri grimmd og misk- unnarleysi sem ýmsir leikhúsmenn telja að sé ávísun á þarfa hreinsun, skírslu. Þetta hér er haft eftir Lars Norén sjálfum: „Fari einhver áhor- fanda minna heim af leikritum Pípulagningar Tek aö mér alla almenna pípulagningavinnu. Einnig gripahúsainnréttingar úr járni. Magn- ús Hjaltested, pípulagningameistari, sími 81793. koma á fót upplýsingastofnunum um takmörkun barneigna. • Evrópuríki eiga að leggja aukna áherslu á að aðstoða þróunarríkin á sviði tækni, vísinda og rannsókna með sérstöku tilliti til þeirra þátta sem henta best aðstæðum í þróun- arríkjum. í þessu sambandi verði: - Með samningum um almenna skilmála sem gilda þegar tækni- kunnátta er flutt frá iðnríkjum til þróunarríkja og alþjóðlegur samn- ingur um þetta verði samþykktur hið fyrsta. - Háþróuð tækni á sviði orku og gervihnatta verði nýtt til að vernda auðlindir jarðar og komið verði upp alþjóðlegri gervihnatt- astofnun sem geri þróunarríkjum og iðnríkjum kleift að koma upp sameiginlegu eftirlitskerfi. Menntun og starfsþjálfun eru mikilvæg atriði í árangursríkri þró- unarstarfsemi. Þróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna gegnir mikil- vægu hlutverki í að samhæfa og framkvæma áætlanir um tækniað- stoð og tæknisamvinnu. Nauðsyn- legt er að tryggja Þróunarstofnun- inni 6,5 milljónir dollara á tímabil- inu 1982-1986 til að hún geti stuðl- að að samhæfingu á alþjóða tækni- mínum, segjandi við sjálfan sig „Svona get ég ekki haldið áfram að lifa lífinu", þá er ég ánægður.“ En það er nú ekki víst að höfundurinn hafi erindi sem erfiði. Geðveiki, líf á mörkum hennar, er vissulega efn- iviður sem er til þess fallinn að hafa sterk áhrif. En þegar áhorfandinn fær jafn stóran skammt og hér er eins líklegt að áhugi og eftirtekt hörfi, hann er kominn svo langt frá því hvunndagsráðleysi sem hann áttar sig á, svo langt inn í heim sem er óviðráðanlegur í fleiri en einum skilningi. Þetta festist ekki við hann. Varnarkerfin fara í gang: gefið lífsanda loft! En það er rétt að Norén er kunn- áttumaður, texti hans, sem Stefán Baldursson hefur íslenskað með ágætum, býður leikhúsfólki upp á sjaldgæf próf og freistingar. Höf- undur býr til aðstæður sem réttlæta það að persónur eru óútreiknan- legri en leikhúsgestir eiga að venj- ast, og þegar öllu er á botninn hvolft er það biðin eftir galdri hins óvænt sem dregur lengst til að gera þessa sýningu athyglisverða. Um starf Kjartans Ragnarssonar leik- stjóra, samvinnu hans við leikara, verður það fyrst sagt, að bersýni- lega er þolinmóð leit og hörð vinna að baki lausnunum, sem verða hvorki billegar né „sjálfsagðar“

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.