Þjóðviljinn - 18.04.1984, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 18.04.1984, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 18. apríl 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Raú utanríkisráðherra Indlands og Raumfall framkvæmdastjóri breska samveldisins. Brandt og Soares á spjalli. nannkyns þróun íþróunarn'kjum. Tæk.nisam- vinna er lífsnauðsynleg fyrir þróun- arlöndin og markmiðið verður að vera að auka þekkingu og styrkja menntakerfið svo að smátt og smátt verði þróunarríkin minna háð innfluttri tæknikunnáttu. • Evrópuríkin eiga að veita for- gang þróunaraðgerðum sem koma í veg fyrir sívaxandi auðlindaþurrð og stuðla að skynsamlegri nýtingu auðlinda. Sérstaklega er mikilvægt að stöðva hinn hraða vöxt eyði- merkurinnar sem er komin á alvar- legt hættustig í löndum sern liggja að Saharaeyðimörkinni í Afríku. Bæta verður nýtingu lands og styr- kja gróðurvernd og skógrækt. Einnig verður að leggja ríka áherslu á að leita að nýjum orku- lindum, sparnaði í notkun olíu og nauðsyn þess að koma í veg fyrir eyðingu skóglendis vegna notkun- ar á við til eldsneytis. • Nauðsynlegt er að Alþjóða- bankinn hafi meiri möguleika á að fjármagna þróunarverkefni í ríkj- um þriðja heimsins. Pess vegna eiga Evrópuríkin að samþykkja auknar lánveitingar frá Alþjóða- bankanum og geri honum kleift að afla fjármagns á alþjóðlegum mörkuðum. Einnig þurfa Evrópu- ríkin að taka saman höndum um að þrýsta á Bandaríkin að þau breyti þeirri ákvörðun sinni og neita að auka framlag til Þróunarsjóðs Al- þjóðabankans. Takist ekki að breyta þessari ákvörðun ríkis- stjórnar Bandaríkjanna ber Evróp- uríkjum að tryggja í sameiningu að Þróunarsjóðurinn fái þær 12 billjónir sem nauðsynlegt er til að hrinda 700 áætlunum í fram- kvæmd. Greiða verður úr skuldabyrðinni sem nú þjakar mörg þróunarlönd með varanlegum aðgerðum. Möguleikar þróunarlandanna til að draga úr þessari skuldabyrði eru háðar hagstæðum viðskiptakjör- um, auknum útflutningi til iðnríkja og lægri vöxtum á alþjóðlegum fjármagnsmarkaði. Evrópuríkin eiga að endurnýja styrkja það hlutverk sem yfirdrátt- arheimildum Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins er ætlað að gegna í þessu skyni. Við þá endurnýjun verður að leggja sérstaka áhersíu á að taka tillit til þarfa fátækustu þróunaríkj- anna. Á sama tíma og alþjóða gjaldeyrissjóðurinn yrði etldur er nauðsynlegt að sjóðurinn taki upp meiri sveigjanleika og sýni ríkari tillitssemi þegar stofnunm veitir þróunarríkjunum aðstoð og ráðleggingar. Alþjóðagjaldeyris- sjóðurinn á að hamla gegn hag- sveiflum með því að taka við ákvörðunum um magn og stefnu- skilmála við fjárhagsaðstoð ríkra, og taka ekki síður tillit til hagvaxtar og atvinnumöguleika en aðgerða gegn verðbólgu og greiðsluhalla. • Evrópuríkin eiga að styðja þá kröfu að efnt verði til sérstakrar ráðstefnu allra ríkja í veröldinni til að ræða endurskipulagningu á hinu alþjóðlega fjármála- og peninga- kerfi. Slíkri ráðstefnu yrði ætlað að stuðla að varanlegum og yfir- gripsmeiri lausnum á þeim veik- leika sem nú hrjáir hið alþjóðlega fjármálakerfi. Ráðstefnan yrði vandlega undirbúin og yrði mynd- aður í þessu skyni sérstakur vinnu- hópur færustu sérfræðinga frá ríkj- um Norðurs og Suðurs. • Evrópuríki eiga að taka virkan þátt í að koma í gang raunveru- legum samningaviðræðum um end- urnýjun hagkerfisins í heiminum milli ríkja Norðurs og Suðurs. í þessu skyni verði meðal annars: - komið á aukinni samvinnu milli stofnana Sameinuðu þjóðanna, O.E.C.D. og Efnahagsbandalags Evrópu. - Samþykki að haga samningunum í samræmi við yfirlýsingar leiðtoga- fundar óháðra ríkja í Delí 1983 og ráðherrafundar samtaka ríkja þriðja heimsins í Buenos Aires, en í febrúar á þessu ári gaf vinnuhópur fulltrúa Norðurs og Suðurs út nán- ari lýsingu á tilhögun slíkra samn- ingaviðræðna. - Leiðtogar landa frá Norðri og Suðri ættu að efna til óformlegra funda til að ræða afmörkuð mál og skapa stjórnmálalegan þrýsting á árangur í samningaviðræðunum. - Yfirstjórnir samningaviðræðn- anna yrðu á vegum Sameinuðu þjóðanna, en fulltrúar Alþjóða- bankans og Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins ættu sæti í sérstakri stýr- ingarstofnun sem sett yrði upp í þessu skyni. Vaxandi hernaðarút- gjöld draga til sín dýrmætar auð- lindir sem annars mætti hagnýta á arðvænlegan hátt í iðnríkjum og þróunaríkjum. Evrópuríkin eiga að styðja á afgerandi hátt tilraunir til að draga úr spennu um heim allan og efla þannig frið og koma á sannarlegri minnkun á útgjöldum til hernaðar. Evrópuríki eiga afdráttarlaust að stuðla að rannsóknum á því hvernig tengslum sé háttað milli vígbúnaðarkapphlaupsins og þeirra hindrana sem setja þróun hagkerfisins margvítugar skorður. í slíkum rannsóknum yrði einnig leitað aðferða til að nýta auðlindir á raunhæfari og árangursríkari hátt heldur en til hernaðar. • Án aðgerða á vettvangi stjórn- mála tekst ekki að knýja fram breytingar. Það er hlutverk Evr- ópu að stuðla að alþjóðlegri sam- vinnu til lausanar á þessum vand- amálum. Við minnum á samþykkt ráðherranefndar Evrópuráðsins um umræður um málefni Norðurs og Suðurs og leggjum áherslu á að Evrópuráðið verði áfram vettvang- ur fyrir viðræður ríkisstjórna og þjóðþinga í Evrópu um þessi efni. Evrópuráðið á að beita sér fyrir viðræðum leiðtoga frá Evrópu og ríkjum Suðursins og hvetja ríki í Austur Evrópu til að taka virkari þátt í lausn þróunarvanda í þriðja heiminum. • Evrópuráðið og efnahagsbanda- lag Evrópu beiti sér fyrir sérstakri umræðuherferð meðal almennings í samvinnu við verkalýðsfélög og samtök sem sérstaklega láta þróun- armál til sín taka. Viðfangsefni herferðarinnar verða að kynna gagnkvæma hagsmuni Norðurs og Suðurs og nauðsyn á varðveislu auðlinda jarðarinnar. • Evrópuráðið beiti sér fyrir reglulegri árlegri athugun á því hvernig ríkisstjórnum og þjóðþing- um gengur að koma tillögum þess- arar yfirlýsingar í framkvæmd og að fjórum árum liðnum verði efnt til sérstakrar ráðstefnu til að dæma árangurinn. • Við heitum á þjóðir, þing og ríkisstjórnir Evrópu að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma á fót nýju kerfi í alþjóðlegum samskiptum sem geri kleift að skapa heim þar sem sérhver ein- staklingur sé frjáls undan oki hung- urs og kúgunar og sérhvert barn fái tækifæri til að móta eigin örlög. A.Þ. Þa& er reynt að hrekja persónur og áhorfendur út á ystu nöf - I von um elnhverskonar hrelnsun e&a skírslu: Hanna María Karlsdóttir, Sigríður Hag- alín, Sigurður Skúlason. með þeim hætti sem sýningar á öðruvísi verkum eru kannski lofað- ar fyrir. Bestu partarnir í þessu samspili - til dæmis Júlíu (Sigríður Hagalín), Helenu (Hanna María Karlsdóttir) og Eðvarðs (Sigurður Skúlason) minna einmitt á þá tón- list okkar tíma, sem ætlar sér að stækka heyrnarsviðið jafnt og þétt með grófum mishljómum, sem halda hlustendum í óvissu. Sigríði Hagalín tekst mjög vel að teygja móðurina á milli viðleitni til að breiða yfir allt og láta eins og ekkert sé og þarfar hennar fyrir að stjórna, þvinga fram vilja sinn. Guðrún S. Gísladóttir náði örugg-: um tökum á persónukjarna Elínar, þeirrar manneskju sem næst stend- ur „normallífi“. Valgerður Dan (Jane) fór með langa og erfiða ræðu þar sem örvænting skilnaðar- mála flæðir yfir alla bakka - þessa raun stóðst Valgerður með prýði. Hanna María Karlsdóttir átti marga tóna í túlkun sinni á Helenu og varð mjög átakanleg í umkomu- leysi hennar þegar myrkrið kemur aftur yfir hana - en henni tókst ekki að koma í veg fyrir það að Helena er áfram kistill sem lykillinn er týndur að. Má reyndar vera það sé rangt að kvarta yfir því að svo fór - samanber það sem áður er sagt um tvíbent áhrif þess að gera geðbilun fyrirferðarmikla á sviði. Sigurður Skúlason skilaði vel ráðleysi rit- höfundarins tæmda, en varð kann- ski helst til góður strákur, eins og tilfinningalega fjarskyldur sumun* þeim demónum sem ólmuðust á sviðinu. Leikmynd Pekka Ojamaa úr bláum draumsýnum og speglaverki var vönduð og falleg og minnti sterkt á það hve „annarlegur“ sá heimur er sem stigið er inn í. Ljós- um var líka beitt til áhrifa af góðri hugkvæmni. ÁB. Söluskattur Viöurlög falla á söluskatt fyrir mars mánuö 1984, hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 25. þ.m. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en síðan reiknast dráttarvextir til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. maí. Fjármálaráðuneytið, 16. apríl 1984. Auglýsið í Þjóðyiljanum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.