Þjóðviljinn - 18.04.1984, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 18.04.1984, Blaðsíða 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 18. aprfl 1984 Auglýsing frá ríkisskattstjóra Athygli skal vakín á ákvœöum laga nr. 7/1984 og laga nr. 8/1984 um breytingu á lögum nr. 75/1981 um tekjuskatt og eignarskatt, sbr. lög nr. 21/1983 og lög nr. 84/1984 um breytíng á þeim lögum. Sórstaklega akal bent á eftirtalin atriði: 1. Orlofsfjár- og póstgíróreikninga. Samkvæmt ákvæðum 1. gr. laga nr. 8/1984 ber nú að telja vaxtatekjur af innstæðum á póstgíróreikningum og orlofsfjárreikningum til tekna skv. ákvæðum 1. tl. 8. gr. laga nr. 75/1981 í stað 3. tl. 8. gr. svo sem áður var. Samkvæmt 14. gr. laga nr. 8/1984 fer nú um heimild til frádráttar þessara eigna frá eignum á sama hátt og um innstæður í innlendum bönkum og sparisjóðum. Hafi maður skilað framtali sínu til hlutaðeigandi skattyfirvalda fyrir 7. apríl 1984 er hér með skorað á hann að koma á framfæri nú þegar, við hlutaðeigandi skattstjóra, leiðréttingu á framtali sínu með hliðsjón af greindu lagaákvæði, á þann veg, að vextir af og inneignir á póstgíróreikningum og orlofsfjárreikningum, sem fram voru taldir í lið E 6, verði fluttur úr þeim lið í lið E 5. Hafi maður krafist vaxtagjalda til frádráttar tekjum í reit 60 í framtali sínu munu skattyfir- völd annast breytingar á þeirri fjárhæð frádráttar, svo og á tekjuskattstofni, eftir því sem efni standa til, með hliðsjón af tilfærslu vaxtatekna úr reit 14 í reit 12. 2. Arð af hlutafó. Með a)-lið 4. gr. laga nr. 8/1984 eru gerðar tvær breytingar á 2. tl. B-liðs 1. mgr. 30. gr. laga nr. 75/1981, sbr. 1. tl. 1. gr. laga nr. 84/1983 um frádrátt frá tekjum manna utan atvinnurekstrar af arði af hlutafé. Annars vegar er um að ræða hækkun frádráttarbærrar fjárhæðar frá tekjum af arði af hlutafé úr kr. 12.750 í kr. 25.000 hjá einstaklingi og úr kr. 25.500 í kr. 50.000 hjá hjónum. Hins vegar er nú eigi heimilt að draga frá arði af hlutafé, sem myndast hefur vegna fenginna jöfnunarhlutabréfa umfram þau mörk sem greinir í 1. mgr. 9. gr. laga nr. 75/1981, frádrátt skv. nú breyttum ákvæðum 2. tl. B-liðs 1. mgr. 30. gr. laga nr. 75/1981. Hafi maður skilað framtali sínu til hlutaðeigandi skattyfirvalda fyrir 7. apríl 1984 og telur sig eiga rótt til hækkunar frádráttar skv. gildandi lögum eða honum ber að leiðrótta frádrátt til lækunnar skv. gildandi lögum, er hór með skorað á hann að koma á framfæri nú þegar, við hlutaðeigandi skattstjóra, leiðréttingu á reit 82 í framtali sínu með hliðsjón af greindu lagaákvæði. 3. Arö lagöan í stofnsjóð samvinnufélaga. Með b)-lið 4. gr. laga nr. 8/1984 er gerð sú breyting á 3. tl. B-liðs 1. mgr. 30. gr. laga nr. 75/1981 um frádrátt frá tekjum manna utan atvinnurekstrar af arði færðum félagsmanni í samvinnufélagi til sóreignar í stofnsjóð, að frádráttur er hækkaður úr 5% í 7% af viðskiptum fólagsmanns utan atvinnurekstrar eða sjálfstæðrar starfsemi. Hafi maður skilað framtali sínu til hlutaðeigandi skattyfirvalda fyrir 7. apríl 1984 og telur sig eiga rótt til hækkunar frádráttar samkvæmt reit 81 í framtali sínu, er hér með skorað á hann að koma á framfæri nú þegar, við hlutaðeigandi skattstjóra, leiðróttingu á framtali sínu með hliðsjón af greindu lagaákvæði. 4. Fyrnanlegar eignir. Samkvæmt 6. gr. laga nr. 8/1984 er gerð sú breyting á upphafs- stafsetningu og á 2. tl. 32. gr. laga nr. 75/1981, að felld er niður undantekning um íbúðarhúsnæði. Af þessu leiðir að nú telst íbúðarhúsnæði, sem notað er til öflunar tekna í atvinnurekstri eða í sjálfstæðri starfsemi, fyrnanleg eign skv. 32. gr. laga nr. 75/1981, þó er fyrning af útleigðu íbúðarhúsnæði í eigu manna háð takmörkunum skv. ákvæðum d)-liðs 4. gr. laga nr. 8/1984. í þessu sambandi þykir rótt að vekja athygli á athugasemdum um 6. gr. frumvarps sem varð að lögum nr. 8/1984 og birta orðrótt síðustu mgr. athugasemdanna sem hljóðar svo: „Þar sem íbúðarhúsnæði verður nú í fyrsta sinn fyrnanlegt samkvæmt almennum fyrningarákvæðum skattalaga þarf í upphafi að reikna út fyrningargrunn og þegar fengnar fyrningar af þeim grunni. Ekki eru í frumvarpi þessu sórákvæði þar að lútandi, en hin almennu ákvæði skattalaga gilda þar um. Varðandi það íbúðarhúsnæði sem var í eigu skattaðila fyrir ársbyrjun 1979 gilda ákvæði til bráðabirgða IV í lögum nr. 75/1981 um framreikning stofnverðs og reiknaðar fyrningar af því, en síðan gilda ákvæði 35. - 37. gr. um fyrningargrunn og framreikning hans. Að því leyti sem skattaðili hefur nýtt sórstakar fyrningarheimildir 44. gr. laga nr. 75/1981 vegna íbúðarhúsnæðis skulu þær fyrningar framreiknast og teljast fengnar fyrningar við gildistöku frumvarps þessa auk þeirra reiknuðu fyrninga sem endurmat samkvæmt ákvæðum til bráöabirgöa IV í lögum nr. 75/1981 kann að hafa í för með sór.“ Hafi maður eða lögaðili, sem telur sig eiga rótt til fyrninga íbúðarhúsnæðis, skilað framtali sínu til hlutaðeigandi skattyfirvalda fyrir 7. apríl 1984 er hór með skorað á hann að koma nú þegar til hlutaðeigandi skattstjóra fullnægjandi greinargerð um endurmat og fyrningarskýrslu vgna fyrnanlegs íbúðarhúsnæðis, svo og leiðróttingu á reiknings- skilum og framtali sínu. 5. Fyrningarhlutföll. Samkvæmt 7. gr. laga nr. 8/1984 er gerð veruleg breyting á 38. gr. laga nr. 75/1981 að því er tekur til flokkunar fyrnanlegra eigna og þess hundraðshluta af fyrningargrunni einstakra eigna eða eignarflokka sem nota skal við fyrningu eigna. í þessu sambandi þykir rótt að vekja athygli á ákvæðum reglugerðar nr. 171/1984 um flokkun bygginga og annarra mannvirkja til fyrninga, sem tók gildi 2. apríl 1984, og kemur til framkvæmda við álagningu tekjuskatts og eignarskatts á árinu 1984. Hafi maður eða lögaðili skilað framtali sínu ásamt fylgigögnum, þ.m.t. fyrningarskýrsl- um, til hlutaðeigandi skattyfirvalda fyrir 7. apríl 1984, mun hlutaðeigandi skattstjóri gera þær breytingar á fyrningarskýrslum og öðrum skattgögnum og framtölum þessara aðila sem nauðsynlegar teljast til ákvörðunar á gjaldfærðum fyrningum í samræmi við gildandi lög. 6. Heimild skv. 41. gr. laga nr. 75/1981. Samkvæmt 1. gr. laga nr. 7/1984 hækkar heimildarfjárhæð 41. gr. laga nr. 75/1981 úr kr. 7.000 í kr. 36.000. Hafi maður eða lögaðili skilað framtali sínu til hlutaðeigandi skattyfirvalda fyrir hlutað- eigandi skattstjóra leiðróttingu á framtali sínu með hliðsjón af ákvæðum gildandi laga. 7. Tillög í fjórfestingarsjóö. Samkvæmt e)-lið 5. gr. laga nr. 75/1981 koma inn ný ákvæði, sem 11. tl. 31. gr. laga nr. 75/1981, með vísan til 54. gr. þeirra laga, um tillög í fjárfestingarsjóð sem frádráttarbær eru frá tekjum manna og lögaðila af atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi. 110. gr. laga nr. 8/1984, sem varð 54. gr. laga nr. 75/1981, eru í 1. málslið 1. mgr. nánari ákvæði um heimild manna og lögaðila, sem hafa tekjur af atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi, til að mega draga fjárfestingarsjóðstillag frá þeim tekjum sínum. í 2. málsl. 1. mgr. er að finna ákvæði um hámark fjárfestingarsjóðstillags og af hvaða fjárhæð tillagið reiknast. í 3. málsl. 1. mgr. er að finna skilyröi fyrir því að frádráttur þessi verði veittur, þ.e. þessi frádráttur fjárfestingarsjóðstillaga frá tekjum er bundinn því skilyrði að skatt- aðili leggi a.m.k. 50% fjárfestingarsjóðstillagna inn á bundinn reikning í innlendum banka eða sparisjóði fyrir 1. júní næst á eftir lokum þess almanaksárs sem tillagið varðar, eða eigi síðar en fimm mánuðum eftir lok reikningsárs. í 4. og 5. málsl. 1. mgr. er að finna nánari ákvæði um bindiskyldu og ráðstöfun innborgunar og um ávöxtun innstæðunnar. í 2. mgr. 54. gr. eru nánari ákvæði um verðbætur og vexti af hinum bundnu reikningum og í 3. mgr. 54. gr. eru ákvæði um hvernig með skuli fara framreikning tillaga í fjárfestingarsjóð. 111. gr. laga nr. 8/1984, sem varð 55. gr. laga nr. 75/1981, er að finna ákvæði um að við úttekt af bundnum reikningi, sbr. ákvæði 54. gr. laganna, teljist samsvarandi tillag viðkomandi árs í fjárfestingarsjóð til tekna þegar það hefur verið framreiknað skv. ákvæðum 26. gr. laga nr. 75/1981. Jafnframt kemur þar fram á hvern hátt heimilt er að nýta hina skattskyldu fjárhæð. í 12. gr. laga nr. 8/1984 er að finna tvær nýjar greinar sem urðu 55. gr. A. og 55. gr. B. laga nr. 75/1981. í a)-lið 12. gr., sem varð 55. gr. A. laga nr. 75/1981, er að finna ákvæði um tekjufærslu tillaga í fjárfestingarsjóð og álag þar á, hafi tillag í fjárfestingarsjóð ekki verið notaö í samræmi við ákvæði 55. gr. gildandi laga, eða hafi þeirra tímamarka, sem um ræðir í 54. gr. gildandi laga, eigi verið gætt. í b)-lið 12. gr., sem varð 55. gr. B. laga nr. 75/1981, er m.a. að finna ákvæði þess efnis að óheimilt sé skattaðila að framselja eða veðsetja innstæður á bundnum reikningum skv. ákvæðum 54. gr. gildandi laga og um á hvern hátt hagað skuli bókhaldi skattaðila sem nýtir sér myndun fjárfestingarsjóðs. Hafi maður eða lögaðili, sem hefur rótt til tillags í fjárfestingarsjóð og hefur í hyggju að notfæra sór þá heimild, skilað framtali sínu til hlutaðeigandi skttyfirvalda fyrir 7. apríl 1984, er hór með skorað á hann að koma sem fyrst, en þó eigi síðar en innan fimm mánaða frá lokum reikningsárs síns á almanaksárinu 1983, á framfæri til hlutaðeigandi skattstjóra ósk sinni um frádrátt tillags í fjárfestingarsjóð. Til þess að skattstjóri taki til greina slíka beiðni ber skattaðilanum að leggja fram staðfestingu innlends banka eða sparisjóðs þess efnis að hann hafi uppfyllt skilyrði 3. málsl. 1. mgr. 54. gr. gildandi laga um innlegg a.m.k. 50% fjárfestingarsjóðstillagsins á bundinn reikning innan 5 mánaða frá lokum reikningsárs á almanaksárinu 1983. Sé reikningsár og almanaksár eitt og hið sama þá rennur frestur til innleggs út 31. maí 1984. Hafi lögaðili skilað framtali sínu til hlutaöeigandi skattstjóra fyrir 7. apríl 1984 og farið þar fram á tillag í varasjóð til frádráttar frá tekjum sínum skv. ákvæðum 12. tl. 1. mgr. 31. gr. laga nr. 75/1981, sem í gildi voru til 30. mars 1984, en fer nú fram á tillag í fjárfestingar- sjóð, mun ósk hans þar um fella úr gildi kröfu hans til tillags í varasjóð, sbr. ákvæði til bráðabirgða í %um nr. 8/1984. Reykjavík 16. apríl 1984 Rfki8skattstjórl. Minning Guðmundur Jóhannesson frá Vík í Mýrdal F.8.4.1917 - D.24.3.1984 Örlögin gripu í taumana á þann veg að ég komst ekki til að standa við hinsta beð vinar míns, Guð- mundur Jóhannessonar, eins og hann hafði sjálfur óskað eftir og ég hefði gjarnan viljað. Stundum fáum við dauðlegir menn ekki ráðið eigin för. Dómarinn æðsti kallar: „Eitt sinn skal hver deyja“. Og mennirnir setja sig oft í dóm- arasæti og segja: „Vertu þar sem ég vil.“ Þannig skapast oft vík milli vina. En góðu heilli fær enginn komið í veg fyrir hugartengsl og minningarnar fær enginn frá okkur tekið. Þar sem ég sit og set þessar línur á blað, finnst mér sem Guðmundur vinur minn sé kominn til mín, hress og skrafhreifinn að vanda, og við tökum spjall saman rétt eins og forðum. Gott er að rækja og rifja upp gömul og góð kynni. Eins og góðum vinum sæmir erum við hreinskilnir og segjum hvor öðrum til syndanna. Og þá rifjast fljótt upp að ég sagði eitt sinn við hann, að hann væri hundheiðinn. Ég sá að það kom við hans stóra hjarta, en hann lét sér ekki bregða og svar- aði með hægð, að það færi nú kann- ski eftir því, hvernig á það væri litið. Og sem við fórum nánar út í þessa sálma, komst ég að raun um að hann átti innri með sér djúpa tilfinningu, sem hann taldi skyn- seminni æðri, að minnsta kosti í sumum tilfellum, -tiifinningu hjartans um gæsku og drenglyndi. Og hann gerði sér ljóst að þekk- ingin ein, köld og vísindaleg eins og sú, sem fann og skýrði orku atóms- ins, sem margir telja nú ógna til- veru jarðlífs, gæti orðið hinn mesti voði mannkyni öllu, ef tilfinning hjartans, manngöfgi og virðing fyrir tilverurétti þjóða og ein- staklinga, fengi ekki að ráða ferð. Vélræn, vísindaleg hugsun, sem ekki gætir þess að varðveita þessa tilfinningu hjartans, uppsprettu kærleikans, stefnir til glötunar lífs- ins. En takist elsku hjartans og víð- sýni hugsunar að vinna saman þá skapast líf. Þetta gerði Guðmund- ur sér vel ljóst. Og ég fann að í hjarta hans bærð- ist fleira. Það átti líka trú, þá til- finningu, sem bendir hærra, skapar þrá eftir hinu eilífa, heilaga, fagra og góða. Þar á ég ekki við trúarlær- dóm, játningar, fordóma og skoð- anir, sem oft byrgja fyrir útsýni og myrkva leiðir svo að enginn ratar réttan veg. Það var skoðun hans að lítt stoðaði að kunna hin fegurstu trúarljóð, geta þulið langar bænir, skýrt út í ystu æsar alla stafkróka biblíunnar, án þess að hrífast af allri dýpt og sannleika þessara efna. Hann vissi líka að lítt stoðaði í leitinni að hamingju, - leitinni að sjálfum Guði, - gæti jafnvel leitt til hins verra, jafnvel andlegrar gjör- eyðingar, sem lokaði leið til lífsins. Þar gat hann bent á dæmi frá trúar- styrjöldum og grimmdarlegum hryðjuverkum meðal einstaklinga jafnt sem heilla þjóða. Það er hjartað, í þessum skilningi, sem skapar hvort heldur valmenni eða varmenni. Þar hafði hann hjartað svo sannarlega á réttum stað. Nú ætla ég ekki að fara að gera minn kæra vin betri en hann var. Það veit ég að hann mundi seint fyrirgefa mér. Ekki ætla ég heldur að fara að rekja í smáatriðum lífsferil hans, ætt eða uppruna, enda verða vafalaust aðrir til þess. Ég vil samt ekki láta þess ógetið að Guðmundur var Austfirðingur í húð og hár, fæddur að Skjögra- stöðum í Vallarhreppi í Suður- Múlasýslu hinn 8. apríl 1917. Á þeim slóðum liðu hans æsku og uppvaxtarár við leik og störf í sveit og st'ðar við bifreiðaakstur fram undir þrítugsaldur. Austur þar kynntist hann einum glæsilegasta og eftirsóttasta kvenkosti á Héraði í þann tíð, Sigríði Þormar frá Geitagerði. Þau felldu hugi saman, bundust tryggðaböndum, lifðu saman súrt og sætt, eignuðust fimm mannvænleg börn, fjóra syni og eina dóttur. Þau urðu fyrir þeim þunga harmi, að stúlkan þeirra veiktist mjög ung af hræðilegum sjúkdómi, sem leiddi til þess að upp frá því varð hún ósjálfbjarga, andlega og líkamlega. Við hin, sem börn eigum, getum gert okkur í hugarlund, hve sorg þeirra hefur verið stór öll nítján árin, sem hún lifði, þar til hún fékk hvíld. Þannig skiptust á skin og skúrir í lífi þeirra hjóna, því drengirnir þeirra allir hafa erft frá þeim glæsimennsku og hjartahlýju í ríkum mæli. Árið 1945 fluttu þau hjónin til Víkur í Mýrdal, þar sem Guð- mundur gerðist fljótlega starfs- maður loranstöðvarinnar á Reynis- fjalli allt til ársins 1977 að sú starf- semi var lögð niður. Árið eftir fluttu þau svo til Reykjavíkur, þar sem hann fékk starf hjá Samvinnu- tryggingum. Eftir að Guðmundur kom til Víkur var hann lengst af mjög virk- ur í félagsmálum Mýrdælinga. Að- eins vil ég geta þess þáttar, sem ég kynntist best, þ.e. starfa hans í sveitarstjórn Hvammshrepps. Þar átti hann sæti í 12 ár, var einstak- lega jákvæður í öllum málum, sem til heilla og framfara horfðu fyrir byggðarlagið og hefði margt jjar, um menn og málefni, farið á annan og betri veg, ef hann hefði lengur notið við. Sæti hans í sýslunefnd síðustu árin hans í Vík, var skipað með reisn og sóma. Mér er Ijúft að minnast, hversu snjall fundarmaður Guðmundur var, mælskur, hittinn og djarfur í málflutningi og glæsibragur yfir framsetningu. Þar fékk enginn feykt honum langt. Lítilmagninn átti svo sannarlega styrka stoð þar sem hann var og einstakri greiða- semi hans og hjálpsemi var við brugðið. Hann vildi hvers manns vanda leysa í hvívetna eftir bestu getu. Allur hroki og valdníðsla var eitur í hans beinum. Sjaldan sá ég hann sárari en þegar beita átti óþroskaða unglinga þvingunum á hinn furðulegasta hátt í krafti emb- ættisvalds og hroka. En hann gerði sér ljóst að seint muni hægt að koma í veg fyrir slíkt, þegar mis- vitrir menn eiga í hlut. Grun hef ég um, að hér hefði Guðmundur vinur minn viljað að ég léti staðar numið. Það skal líka gert en samt vil ég að ekki gleymist að geta þess, að hann átti hug og hjörtu þeirra barna, unglinga og gamalmenna, sem fengu kynnst honum náið. Það segir sína sögu því slík tengsl skapast ekki nema frá hlýju hjarta sem undir slær. Persónulega fékk ég og fjölskylda mín kynnst þessum eiginleikum hans, sem við nú þökkum af alhug. Nú er sem ég heyri vin minn segja að oflof kæri hann sig ekki um. Aeins vil ég þó bæta við í lok- in. Stundum syrti í álinn í lífi hans en þá atti hann til þor og þrautseigju sem dugði gegn öllum áföllum. Hann vissi líka af öðrum dómara og að miskunn hans er himinhá, hvað sem öllum mann- anna dómum eða fordómum líður. Án þess að sú tilfinning sé með í leiknum eða starfinu,verður mannsandinn ekki þjálfaður til vaxtar og fullkomnunar á neinu sviði. Og sumir eignast þá dýrmætu reynslu, að jafnvel hið mesta mót- læti, sorgir sjúkdómar og neyð geta veitt tilfinningaríku hjarta meiri lífsskilning en unaður, meðlæti og allsnægtir veita þeim, sem ekki á innra með sér þær eigindir sem leiða að þeirri Iind, sem nefnd hef- ur verið kraftur Guðs í hörðum heimi. Ég vil því í Iokin leyfa mér að fullyrða og veit að Guðmundur vinur minn er þar sammála, að skortur á þroskaðri trúartilfinn- ingu sé ein helsta orsök þess gæfu- leysis, sem virðist þjá svo marga á vegum allsnægta og skapa þar óá- nægju og ama. „Vor hulda greind var oss til skilnings sköpuð, því skerðir trúlaust líf vorn sálarfarnað. “ segir skáldspekingurinn Einar Benediktsson. Þessi tilfinning gerir götuna greiða fyrir traust og vináttu, sem nær út yfir gröf og dauða í anda og ' krafti orðanna: „Elskið hver hann- an,“ án fordóma og heimsku. Þakklæti býr mér efst í huga nú að Guðmundi Jóhannessyni gengnum, - þakklæti fyrir vinátt- una traustu gegnum árin og bæn til Guðs um heilangan frið, náð og miskunn honum til handa á nýjum leiðum. Eftirlifandi eiginkonu hans, Sig- ríði og sonunum fjórum, sendum við hjónin okkar innilegustu sam- úðarkveðjur með ósk um blessun Guðs. Ingimar Ingimarsson Svart-hvít Ijþsmyndaþjónusta sf. Auóbrekku 14, 200 Kópavogi, P.O. Box301, Sími 46919

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.