Þjóðviljinn - 18.04.1984, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 18.04.1984, Blaðsíða 9
AUKABLAÐ Miðvikudagur 18. aprfl 1984' ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17 þar hefur ríkt nokkur deyfð allra síðustu ár. Verið frekar erfitt að fá fólk til starfa. í vetur varð þó sú breyting á að ungt fólk sýndi meiri áhuga en áður. Og það var sett upp leikrit sem hæfði því sérstaklega, „Hjálparsveitin" eftir ísfirðinginn Jón Steinar Ragnarsson. Sólveig Traustadóttir á Eiðum leikstýrði. Ekki vorum við alveg nógu ánægð með aðsóknina, en sýnt var þrisvar fjórum sinnum í bænum. Dofnað yfir menningunni Reyndar skilst okkur að menn- ingaráhugi hafi heldur dofnað síð- ustu ár. Hér áður þótti sérlega gott að sækja Norðfirðinga heim með menningarviðburði. En aðsókn að aðkomusýningum og kvikmynda- sýningum hefur dottið niður. E.t.v. er sú skýring rétt að vídeol- eigurnar þrjár eigi þar stærsta sök. Eg verð vör við það í kennarastarf- inu að krakkarnir mínir, 7 ára gamlir, liggja mikið í vídeóinu. Eg heyri á lýsingum þeirra að ekki er allt við hæfi barna sem þar sést. Ottastu kannski að félagslíf eins og leikstarfsemi sé að líða undir lok? Nei, nei. Áhugi unga fólksins lofar góðu og aðstaða leikfélagsins er ágæt. Það hefur húsnæði til um- ráða sem bærinn borgar rekstrar- kostnað af. Félagsmenn eru álíka margir og félagarnir í Alþýðu- bandalaginu, þótt fólk sé misjafn- lega virkt á báðum stöðum. Svo erum við aðilar að Leikfélagasam- bandi Austurlands (LAUST) og ætlunin er að það standi fyrir nám- skeiði í byrjun næsta vetrar til að sprauta nýju lífi í leiklistarlíf Áustfirðinga. Reyndar hefur ýmis- legt markvert gerst á þeim vett- vangi í vetur. Tvö íslensk leikrit frumflutt, „Eilíf veisla“ eftir Mar- gréti Traustadóttur á Reyðarfirði og „Elliærisplanið" eftir Geirharð Markgreifa, sem Hornfirðingar sýndu. Og við fengum hingað prýð- isgóða sýningu Fáskrúðsfirðinga á leikriti Böðvars Guðmundssonar „Úr Aldaannál". Svo ertu eitthvað að vasast í pó- litík? Ég er varamaður í stjórn félags- ins hér. Hafði þó ekki starfað mikið í pólitík en var í Alþýðu- bandalagsfélaginu á Fáskrúðsfirði. Mér finnst deyfðin og áhugaleysið vera of mikið og ég er ekki sátt við fyrirkomulag starfsins. Það vantar að nýtt fólk í félaginu geti fjallað um mál á eigin forsendum. Það er gengið út frá því að þú vitir allt um flest mál og fólk fær of lítið út úr þessum hefðbundnu fundum. Það "vantar fræðslu og tækifæri til að ræða málin út frá eigin reynslu og þekkingu. Þetta á fyrst og fremst við um landsmálapólitíkina. Hér í bænum er Alþýðubandalagið fé- lagsskapur sem hefur áhrif og það er spennandi að vera þátttakandi í sköpun í bæjarmálastarfinu. Sumarráðstefnurnar á Hallorms- stað og sumarferðalögin eru ómiss- andi þáttur í flokksstarfinu á Austurlandi. Þar finnur maður góðan félagsskap og stemmningin er einstök. Hvað um jafnréttisumræðu og kvennapólitík? Konurnar á Egilsstöðum hafa verið sérdeilis duglegar í slíku starfi nokkur undanfarin ár. Og þær hafa haft áhrif í kringum sig. Síð- astliðinn vetur hittumst við reglu- lega 10-15 konur hér í Neskaupstað og tókum fyrir ákveðin mál tengd kvennapólitík og höfðum t.d. kvennasögu til hliðsjónar. Þetta" fannst mér mjög áhugavert starf og form sem Alþýðubandalagsfélagið mætti gjarnan taka sér til fyrir- myndar. Því miður hefur kvenna- starfið legið niðri í vetur, en ég hef þá trú að hægt sé að endurvekja það. Höfuðborgin og „landið“ Mig langar að vita meira um hvað þér finnst hafa áunnist við að flytja út á land. Flakk um landið færir manni dýrmæta reynslu. Þú kynnist fjöl- breyttari menningu og margvís- legri viðhorfum en borgarbúinn hefur tök á. Mannleg samskipti eru meiri og nánari. Hjálpsemi fólks er mikil og sjálfsögð. Ég held við Reykvíkingar höfum gott af því að fá ekki allt upp í hendurnar sem sjálfsagt þykir í borginni. Hér sam- einast fólk um að berjast fyrir þeim hlutum sem vantar. Það skiptir miklu máli með hvaða hugarfari borgarbúinn sest að úti á landi. Þar má finna ótal margt sem auðvelt er að láta ergja sig. Við höfum t.d. lært af reynslunni frá því um árið er við vorum í Súðavík. Þó er kannski höfuðkosturinn sú tilfinning að vera eðlilegur hluti af umhverfi sínu og þátttakandi í mótun þess. Ég held ég hefði aldrei orðið eins meðvituð um umhverfi mitt suður í Reykjavík eða haft sömu áhrif á það. Hér ertu fullgildur meðlimur, fyllri og meðvitaðri manneskja. Sigurlaug Marinósdóttir tekur við verðlaununum úr hendi D.H. Le Bon. Dregið í bílaget- raun í Miklagarði Á fímmta þúsund manns tóku þátt í Bfla- og ferðagetraun sem Bifreiðadeild Sambandsins og ferðaskrifstofan Samvinnu- ferðir-Landsýn efndu til á ferða- og bflakynningu í Miklagarði dagana 20. til 24. mars. Margir svöruðu öllum spurning- unum rétt og var því dregið úr rétt- um lausnum. Upp kom nafn Sigur- laugar Marinósdóttur, Hraunteigi 10, Reykjavík. Fllaut hún að launum flugferð fyrir tvo með Flugleiðaþotu til Frankfurt og ókeypis afnot að Opelbifreið í tvær vikur. Fulltrúi frá Opelverksmiðjunum í Þýskalandi, D.H. Le Bon, sem hér var staddur í sambandi við bíl- asýninguna 1984, afhenti Sigur- laugu viðurkenninguna í viðurvist Tómasar Óla Jónssonar, fram- kvæmdastjóra bifreiðadeildar Sambandsins, og Helga Daníels- sonar, fulltrúa frá Sarnvinnu- ferðum-Landsýn. Ert meira skapandi, gerir meira gagn. Er ekkert sem þú saknar úr Reykjavík? Það held ég bara ekki. Gömlu vinirnir eru hvort eð er flestir er- lendis og við þá á ég góð bréfa- skipti. Maður saknar stundum fjöl- skyldunnar, en heimsóknirnar verða þeim mun ánægjulegri. Margir nefna leikhús- og bíómissi, en þegar við skreppum í menning- arreisurnar suður komumst við gjarnan að því að við náum í síst minna en Reykjavíkurkunningj- arnir. Fyrir börnin er hér yndislegt að vera, jafnvel betra en í sjálfum Vesturbænum. Ég lít á ísland allt sem landið mitt og á auðvelt með að finna mig heima þótt ekki sé í fæðingarhreppnum. Ég finn enga átthagafjötra binda mig. Þó verð ég að sjá fjöll og sjó eins og á Sel- tiarnarnesinu forðum. káó. Nýtt efni í hverri viku. Opið alla daga frá kl. 1 - 9- GLEÐILEGA PÁSKA QT-12HR QT12 Straumlinulagað, létt og meðfæranlegt Sterió feröatæki. Fasst i 4 litum: Rauðu.brúnu, hvitu og bláu. 2x3, 4W. AC/DC. FM sterió, LW/MW/SW. Þyngd aðeins 2 kg. WMJIAMkéíssZ GF7500 2x6W. (12 sm. „WOOFER") AC/DC. FM sterió, SW/MW/LW. Sjálfvirkur lagaleitari „METALL' GF5454 2x4, 8W. AC/DC. FM sterió, SW/MW/LW. Sjálfvirkur lagaleitari. GF-4747M GF4747 2x3, 4W. AC/DC FM sterió, SW/MW/LW Sjálfvirkur lagaleitari „METALL" GF7300, 2x5W. (12 sm „VOOFER") AC/DC FM stereó, SW/MW/LW. Sjálfvirkur lagaleitari. Verö kr. 7.890,- HELSTU UMBOÐSMENN: Portið, Akranesi Kaupf Borgfirðinga Seria. Isafirði Álfhóll, Siglufiröi Skrifsfofuval, Akureyri Kaupf. Skagf Sauðárkróki Radióver, Húsavik Ennco. Neskaupstaö Eyjabær. Vestm.eyjum M.M.. Selfossi Fataval. Keflavik Kaupf Héraösb. Egilsstööum HLJOMBÆR HVERFISGÖTU 103 SÍMAR 25999 & 17244 ENNCO s.f. Nesgötu 7, Neskaupstað - sími 97-7117

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.