Þjóðviljinn - 18.04.1984, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 18.04.1984, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 18. aprfl 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 21 íþróttir Umsjón: Víðir Sigurðsson Tuttugu ísienskir kylfingar fóru „holu-í-höggi“ á síðasta ári og fengu þeir fyrir skömmu viðurkenningu frá viskífyrirtækinu Johnnie Walker fyrir vikið. Tuttugumenningarnir eru: Aðalsteinn Aðalsteinsson, Jó- hann Sveinsson, Gunnlaugur Hösk- uldsson, Kristján Guðnason, Guðni Þór Magnússon, Davíð Steingríms- son, Eiías Einarsson, Jón Þór Gunn- arsson, Eiríkur Smith, Guðmundur Einarsson, Sigurður Sigurðsson, Baldvin Jóhannsson, Hermann Magnússon, Jón Pétursson, Grétar Ómarsson, Björgvin Björgvinsson, Kjartan L. Pálsson, Ragnar Ólafs- son, Ólöf Geirsdóttir og Guðjón Guðjónsson. Ragnar og Ólöf léku þennan leik tvívegis. Meirihluti afr- eksfólksins er á myndinni sem hér fylgir með. Piltarnir steinlágu tslenska piltalandsliðið í blaki steinlá fyrir færeyskum jafnöldrum sínum í Hagaskóla í Reykjavík seint í fyrrakvöld, 0:3. Þeir færeysku eru greinilega að byrja að uppskera ríkuiega af öflugu starfl undanfarin ár og þeir unnu leikinn á aðeins 49 mínútum, 15:2,15:9 og 15:11. Fær- eysku piltarnir eru geysilega sterk- ir, hafa enda æft saman í mörg ár með Norðuriandamót 1985 að markmiði, og þeir eiga ekki síðra liði á að skipa en mörg 1. deildar- liðin hérlendis. Iþróttir í kvöld Knattspyrna Fram og Fylkir eru tvö af fáum íslenskum knattspyrnuliðum sem dvelja hér á klakanum um þessar mundir og þau nota tækifærið og mætast í Reykjavíkurmótinu á Melavellinum kl. 18.30. Handbolti Víkingur og KA leika í bikar- keppni karla í Seljaskóla kl. 20.30. Blak Þriðja og síðasta leikkvöldið gegn færeysku gestunum og á ný er leikið í Hagaskóla. Kl. 16.00 leika íslandsmeistarar Þróttar í karla- flokki við úrvalslið frá Þórshöfn en síðan mætast þjóðirnar í þriðja sinn í landsleikjum stúlkna og pilta. Almennings mót í Skálafelli Almenningsmót í skíðagöngu á vegum skíðadeildar Hrannar, Reykjavík, verður haldið í Skála- felli á morgun, skírdag, og hefst kl. 14. Þátttaka tilkynnist í Skíðaskála Hrannar, sími 66005, fyrir kl. 13 sama dag. Þátttökugjald er kr. 200 fyrir 12 ára og eldri. Keppt verður í níu flokkum kvenna, frá 9 ára og yngri til 61 árs og eldri, og sömu- leiðis í níu flokkum karla með sömu aldursskiptingu. SPH heiðrar FH Stjórn Sparisjóðs Hafnarfjarð- ar afhenti Islandsmeisturum FH, handknattleiksdeiid, 50.000 kr. sem viðurkenningu fyrir góðan árangur á íslandsmótinu í vetur. FHingar hafa borið merki Spar- isjóðsins, sem og Haukar, undan- farin ár. Við sama tækifæri var leik- mönnum og forvígismönnum fé- lagsins afhent að gjöf árituð seðla- veski sem viðurkenningarvottur. Afall Ipswich Ipswich Town verður án lands- liðsmannanna Terry Butcher, Englandi, og George Burley, Skotlandi, í fallbaráttu 1. deildar ensku knattspyrnunnar en báðir eru meiddir. Ipswich er í fallsæti, fjórum stigum á eftir næsta liði, þegar 6 umferðir eru eftir. Valsmenn léku FH grátt í gær Valur sló FH út úr bikarkeppni HSÍ í gærkvöldi í miklum baráttu- leik sem háður var Laugardalshöl- lini. Valsmenn sigruðu með 9 marka mun 33:24 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 14:13 FH í hag. Það var ekki margt sem benti til þess að FH-ingar fengju þessa flengingu, þeir voru yfir nær allan fyrri hálfleik og komust til að mynda í 7:4. Valsmenn náðu að komast yfir 13:12 en FH átti 2 síð- ustu mörkin fyrir leikhlé og staðan þá 14:13. Fyrri hluti seinni hálfleiks var síðan mjög jafn þó Valsmenn leiddu yfirleitt með einu til tveim mörkum, en staðan var 21:20 náðu Valsmenn síðan algjörum undir- tökum á meðan leikmenn FH gerðu hverja vitleysuna af fætur annarri. Er 4 mínútur voru til leiks- loka var staðan 27:23 FH-ingar reyndu þá ýmis örþrifaráð til að jafna leikinn. Þær tilraunir enduðu með ósköpunum og Valsmenn skoruðu 6 síðustu mörk leiksins, og Huginn stigahæstur á Aust urlandsmótinu á skíðum Huginn, Scyðisfirði, sigraði í stigakeppni félaga á Austurlands- mótinu á skíðum, 12 ára og yngri, sem haldið var í Oddsskarði dag- ana 7. - 8. aprfl. Huginn hlaut 153.5 stig, Þróttur Neskaupstað 115.5 Höttur Egilsstöðum 43 stig, Valur Reyðarfirði 7 stig, Leiknir Fáskrúðsfirði 6 stig og Austri Eski- firði 4 stig. Haildóra Blöndal úr Huginn var sigursælust allra, varð fjórfaldur Austurlandsmeistari í flokki stúlkna 11-12 ára. Sandra B. Ax- elsdóttir, Hugin, vann þrjár grein- ar í flokki stúlkna 7-8 ára, Adda Birna Hjálmarsdóttir, Hetti, þrjár greinar í flokki stúlkna 9-10 ára og Guttormur Brynjólfsson, Hetti, þrjár greinar í flokki drengja 11-12 ára. Þá varð Dagfinnur Ömarsson, Þrótti, tvöfaldur meistari í flokki drengja 9-10 ára. Aðrir Austurlandsmeistarar urðu: Daníel Borgþórsson, Val, Pétur Blöndal, Hugin, Valgeir Helgason, Hugin, Birgir Ólafsson Hugin, Kolbrún Pétursdóttir, Hugin, Þráinn Haraldsson, Þrótti, og Grétar Stephensen, Þrótti. Fjórir úr Ár- manni unnu en Egilsstaðamenn komu á óvart Ármenningar áttu fjóra sigur- vegara á landsmóti í júdó sem hald- ið var á Akureyri fyrr í þessum mánuði. Keppendur frá Egilsstöð- um tóku þátt í fyrsta skipti og komu mjög á óvart, unnu þrjá fiokka, en Akureyringar sigruðu í hinum tveimur. Sigurvegarar urðu eftir- taldir: Dvergvigt karla: EyþórHilmars- son, Ármanni. Lágvigt: Baldur Stefánsson, ÍBA. Léttvigt: Elías Bjarnason, Ármanni. Miðvigt: Eiríkur Kristinsson, Ármanni. Há- vigt: Arnar Harðarson, ÍBA. Þrek- vigt: Árni Ólafsson, Egilsstöðum. Tröllvigt: Sigurður Sverrisson, Ár- manni. Konur yfir 60 kg: Líneik Sævarsdóttir, Egilsstöðum. Konur undir 60 kg: Kristín Snæþórsdóttir, Egilsstöðum. HI-arar bestir A-lið Háskólans varð sigurveg- ari í Framhaldsskólamóti Borð- tennissambands íslands sem fram fór í síðustu viku. Gunnar Finnb- jörnsson og Guðmundur Maríus- son léku fyrir hönd Háskólans og sigruðu A-lið Iðnskólans, Bjarna Kristjánsson og Gunnar Birkis- son, 3:1 í úrslitaleik. Einn með 11 I 32. leikviku Getrauna kom enginn seðill fram með 12 réttum en aðeins einn með 11 réttum og vinningur fyrir hann er kr. 411.680. Með 10 rétta reyndust vera 62 raðir og er vinningur fyrir hverja röð kr. 2.845. Getraunir eru í fríi um páskana, en næsti leikdagur hjá þeim er laugardag- urinn 28. apríl. KA herjaði út sigur að lokum Marga vantar hjá Frökkum og V.Þjóðverjum Vestur-Þýskaland og Frakkland leika landsleik í knattspyrnu í kvöld í frönsku landamæraborginni Stras- bourg. Bæði lið verða án ster- kra leikmanna; V.Þjóðverjar án Bernds Schuster, Ulis Stie- like, Kiaus Allofs og Júrgens Milewski og Frakkar án Mic- hels Platini, Alains Giresse og Jeans Tigana, þriggja bestu miðjumanna sinna. KA frá Akureyri náði að herja út einn sigur áður en yfir lauk í fallkeppni 1. deildar karla í hand- knattleik um helgina. Lokaum- ferðin fór fram í Laugardalshöll og KA náði að vinna Hauka 28:24. Annars voru úrslit leikja all kæru- leysisleg, enda ekkert í húfi, úrslit löngu ráðin, sem og í efri hluta 2. deildar en lokaumferðin þar fór fram í Seljaskóla. Úrslit um helg- ina og lokastöður á ofan greindum vígstöðvum urðu sem hér segir: 1. deild - falikeppni: KA-Haukar.....................28:24 Þróttur-KR....................33:30 Haukar-Þróttur................33:33 KR-KA.........................29:23 Þróttur-KA....................23:20 Haukar-KR.....................31:39 Jón sigraði Jón Unndórsson, Leikni, bar sigur úr býtum í Skjaldarglímu Ár- manns sem fram fór í íþróttahúsi Ármenninga á laugardaginn. Ólafur H. Ólafsson, KR, varð ann- ar og Halldór Konráðsson, Vík- verja, þriðji. Þróttur.........26 14 5 7 615:606 33 KR..............26 13 4 9 538:505 30 Haukar..........26 6 2 18 584:674 14 KA..............26 1 3 22 498:607 5 2. deild - efri hlutinn ÞórVe.-Fram......................23:18 Grótta-Breiðablik................32:31 Grótta-ÞórVe.....................25:24 Fram-Breiðablik..................34:29 Þór Ve.-Breiöablik...............34:26 Fram-Grótta......................28:27 ÞórVe...........26 22 0 4 629:515 44 Breiðablik....26 17 0 9 600:564 34 Grótta..........26 14 1 11 594:560 29 Fram............26 12 1 13 575:585 25 Haukar og KA féllu í 2. deild en Þór og Breiðablik taka sæti þeirra í 1. deild. - VS níu marka sigur Vals því staðr- eynd. Valsliðið var mjög jafnt í þessum leik, allir leikmenn liðsins börðust mjög vel. Hjá FH voru þeir Atli Hilmars- son og Pálmi einna bestir. Mörk Vals: Steindór Gunnarsson, Stefán Halldórsson og Valdemar Grímsson 6, Jakob Sigurðsson 5, Ólafur H. Jónsson og Jón Pétur 4, Þorbjörn Jensson og Geir Sveins- son 1. Mörk FH: Atli Hilmarsson 7, Sveinn Bragason 5, Hans Guð- mundsson 4, Pálmi Jónsson 3, Val- garð Valgarðsson og Þorgils Óttar 2, Guðjón Árnason 1. Frosti - Þróttur og Stjarnan áfram Þróttur og Stjarnan tryggðu sér rétt til að leika í 4-liða úrslitum bik- arkeppni HSÍ í gærkvöldi er þau sigruðu bæði keppinauta sína. Þróttarar báru sigurorð af KR í miklum baráttuleik sem háður var í Seljaskóla. Lokatölur leiksins urðu 28-27 eftir að Þróttarar höfðu einn- ig verið einu marki yfir í leikhléi 14-13. í íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi áttust við Stjarnan og Grótta, og sigraði Stjarnan 26-18 eftir að stðan í hálfleik hafði verið 8-8. -F Islenskur sigur Tveir blakleikir voru háðir i gær- kvöldi í Digranesskóla. Islenska stúlknalandsliðið sigraði það fær- eyska með þremur hrinum gegn engri, 15-2, 15-5 og 16-14. Þá áttust einnig við blaklið HK og Þórshafnarúrvalið. Færeying- arnir gerðu sér lítið fyrir og sigruðu í hörkuspennandi leik með þremur hrinum gegn tveim. Skjöldur/F Fram bikarmeistari Fram er bikarmeistari í hand- bolta kvenna, þær sigruðu stöllur sínar úr fR í fjörugum leik í gær- kvöldi 25-20 eftir að hafa verið yfir, 12-7 í hálfleik. Guðríður Guðjónsdóttir var markahæst Fram-stúlkna í leikn- um, hún skoraði 10 mörk, þá skoraði Oddný Sigsteinsdóttir 7 mörk. Hjá fR voru þær Ingunn Bernó- dusdóttir 8 mörk og Katrín Friðrik- sen 5 mörk atkvæðamestar. Bika- rinn var síðan afhentur í leikslok en hann mun sem áður sagði gista í Álftamýrinni næsta árið. -F Knattspyrnan í gærkveldi Frakkar tryggðu sér sæti á næstu ólympíuleikum er þeir sigruðu Vestur-Þýskaland, 1-0. Það var Guy Lacombe sem tryggði Frökkum sigurinn á 76. mínútu með skoti af 20 metra færi. Þá áttust við Belgía og Pólland í vináttulandsleik. Þeirri viðureign lauk með sigri Belganna 1-0. Mark- ið var skorað 2 mínútum fyrir leiks- lok. í enska boltanum missti Man. Utd. „sjensinn“ á að skjótast upp fyrir Liverpool, þeir náðu aðeins jafntefli, 0-0 gegn Watford. -F

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.