Þjóðviljinn - 28.04.1984, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 28.04.1984, Blaðsíða 4
í mHíí — WíUIVflóW-t&tí fnqr. - .<?i' rúAf t'i 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINNHelgin 28. - 29. aprfl 1984 Hjartað skilur betur heldur en skynsemin. Locordaire Nýstárleg framleiðsla á Borgarfirði eystra Danska herskipið Is- lands Falk var við strandgæsiu við ís- land á fyrri hluta þessarar aldar, allt fram til ársins 1930. Myndin er tekin á ytri höfninni í Reykjavík 26. september 1913, og er skipið fánum skrýtt í tilefni af af- mælisdegi Kristjáns X. Jón Helgason „Gegnum haustsins húmið þétta“ Gegnum kvæði Þegar Jón Helgason prófessor í Kaupmannahöfn gaf út ljóðabók sína Úr landsuðri árið 1939 var hann þegar talinn í hóp höfuðskálda þjóðarinnar. Eitt af þekktari kvæðum hans er Lestin brunar: Lestin brunar, hraðar, hraðar, húmið Ijósrák sker, bráðum ert þú einhvers staðar óralangt frá mér. Út í heim þú ferð að finna frama nýjan þar, ég hverf inn til anna minna, allt er líkt og var. Pú átt blóðsins heita hraða, hugarleiftur kvik; auðlegð mín er útskersblaða aldagamalt ryk. Einhvers skírra, einhvers blárra œskti hugur minn, og þú dreifðir daga grárra deyfð og þunga um sinn. En nú liggja leiðir sundur, Ijósin blika köld, aldrei verður okkar fundur eftir þetta kvöld. Gegnum haustsins húmið þétta hug minn víða ber, aldrei muntu af því frétta að hann fylgir þér. Aldrei spyrðu alla daga að í kvöld ég hef ort á tungu ystu skaga einstök fábreytt stef. Pegar brátt þín mynd og minning máist föl og hljóð, er til marks um okkar kynning aðeins þetta Ijóð. Allar raddir óma glaðar, einn ég raula mér; lestin brunar, hraðar, hraðar, húmið Ijósrák sker. Fjörugrjóti breytt í skrautlega skildi Af hagleiksmönnum í Álfasteini Sæbörðu grjóti úrfjöru og skrautsteinum úr fjöllum og skriðum er áBorgarfirði eystra breytt í snotra vegg- skildi, standskildi og jafnvel leg- steinaplötur af hagleiksmönnum í Álfa- steini, sem er nýlegt hlutafélag í eigu um 80 einstaklinga í byggðarlaginu. Fyrirtækið er enn að hasla sér völl, en að sögn Helga Arngrímssonar hefur gengið vel að selja framleiðsluna til þessa. „Við notum mest lúða hnullunga úr bas- alti sem við tínum nú bara hérna í fjörunni" sagði Helgi. „Valið þarf heldur að vanda, því oft geta leynst sprungur í grjótinu sem getur eyðilagt vinnsluna. Svo höfum við líka gabbró sem er fengið frá Hornafirði, en það er ekki eins mikið notað og basaltið, því munstrið sem við fellum á steininn kemur miklu ver út í gabbróinu. Hins vegar er gabbróið miklu litfegurri steinn og því skemmtilegri til vinnslu." Álfasteinn var stofnaður að framkvæði heimamanna til að auka fjölbreytni í atvinnulífi heimamanna, sem hefur oft ver- ið laklegt þar sem ill hafnarskilyrði gera fiskvinnslu og útgerð erfitt um vik. Að sögn Helga vinna ekki nema tveir menn í Álfa- steini enn sem komið er, en hins vegar er auðvelt að bæta við fólki ef þörf krefur. „Okkur stendur líklega helst fyrir þrifum fjárskortur, því satt að segja höfum við ekki fjármagn til að gera veglegan auglýsinga- bækling um framleiðslu Alfasteins, sem væri þó mikil nauðsyn. Hins vegar höfum við góða umboðsmenn víða, en gætum þó bætt við okkur fleirum“. Skrautsteinar . öllum regnbogans litum vekja athygli okkar og Helgi fræðir okkur á því að þetta sé jaspis, sem hann tíni kring- um byggðina áBorgarfirði eystra. Þeir eru skornir í sneiðar, slípaðir og notaðir í standsteina, eða pennastatíf og eru gífur- lega fallegir. „Framleiðslan er smám saman að komast á traustari grunn. Fólk heyrir af þessu og þetta eru oft mjög sérstakir gripir og alls ekki dýrir, svo það færist heldur í aukana að menn panti hjá okkur gripi til að gefa á stórafmælum vina og kunningja, nú eða til að nota sem viðurkenningu á íþrótta- mótum. Handknattleikssamband íslands er til dæmis komið með fastan samning við okkur, gefur erlendum liðum og dómurum gripi frá okkur. Þetta er alveg tilvalið fyrir slík tækifæri og vonandi að fólk notfæri sér þetta í framtíðinni.“ Álfasteinsmenn taka myndir af öllum skjöldum sem þeir láta frá sér fara. Viö rákumst á þessa af skildi sem Jónasi Árnasyni rithöfundi var færður á sextugsafmælinu. Helgl Amgrímsson hjá Álfasteini kvað skildina frá Alfasteini tilvalda til gjafa á stórafmælum eða við aðra merkisatburði sem minnst væri á einhvern hátt. Ljósm. Jón Ingi. Dyrfjöll komin á sneið úr lúðum basalthnullungi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.