Þjóðviljinn - 28.04.1984, Síða 13

Þjóðviljinn - 28.04.1984, Síða 13
Mexíkó (Efnahagsnefndin fyrir Latnesku Ameríku), en önnur ríki í Mið-Ameríku máttu búa við minnkandi þjóðarframleiðslu þrátt fyrir allan dollarastrauminn frá Bandaríkjunum. Meira land hefur verið brotið undir landbúnaðar- framieiðslu og uppskera hefur orð- ið meiri á flestum sviðum. Versnandi viðskiptakjör og stöðug greiðsluvandræði koma í veg fyrir frekari efnahagsárangur í Nicarag- ua. Verð á útflutningsafurðum eins og kaffi og bómull hefur verið fal- landi meðan að verð á innflutnings- vörum eins og olíu, varahlutum og læknislyfjum o.fl. hefur farið frek- ar hækkandi. Afleiðingin varð 180 milljón dollara viðskiptahalli á sl. ári, og við verðum að gá að því að Nicaragua er enn að berjast við arf- inn frá Somoza og afleiðingar þeirra hörmunga sem yfir gengu í byltingunni. Nicaragua skuldar næst mest allra Mið-Ameríkuríkja bæði í heild og á mann, en samt hefur stjórnvöldum tekist að standa við skuldbindingar sínar við alþjóðlegar peningastofnanir, meðan ríki eins og Costa Rica, sem er efst á skuldalistanum, er í raun gjaldþrota. í Costa Rica er þó engin dollara- þurrð, enda hefur ekki verið skrúf- að fyrir þar af hinu alþjóðlega pen- ingamálakerfi. Bandaríkjastjórn hefur beitt sér fyrir því að lánafyrir- greiðsla Alþjóðabankans og Inter- Ameríska þróunarbankans til Nic- aragua hefur verið stöðvuð. Sjá má í opinberum skýrslum hvernig pen- ingastreymið til Nicaragua hefur verið minnkað ár frá ári allt frá ár- inu 1979. Þetta veldur krónískri þurrð á gjaldeyri vegna þess að Nicaragua hefur neyðst til þess að fara út í tvíhliða viðskipti sem byggjast mest á vöruskiptum, eða leita beinnar aðstoðar, sem kemur þá í vörum frá því landi sem að- stoðina veitir. Athyglisvert er að sú aðstoð sem Nicaragua fær kemur að 72% til sem tvíhliða samningar og þar af er um 50% aðstoð frá Vestur-Evrópu. Bandaríkin steypa undan kapítalinu Þessar staðreyndir skapa mikla erfiðleika, m.a. flöskuhála í efna- hagskerfinu sem skapa mikil vand- ræði. Og það er erfitt að sjá hvers- vegna Bandaríkjamönnum er í mun að steypa undan kapítalískum búskaparháttum í Nicaragua með því að skrúfa fyrir fjárstreymi til landsins. f stað þess að styrkja hina sundruðu borgarastétt í landinu með því að gera henni kleyft að leysa verkefni í atvinnulífinu á þann hátt sem kapítalískur mark- aður getur tryggt, hefur Banda- ríkjastjórn komið því til leiðar að atvinnurekendur í Nicaragua verða að sækja allt undir útflutnings- og innflutningsleyfi ríkisvaldsins og hlíta þeirri forgangsröð sem stjórn- in setur upp í notkun gjaldeyrisins. Þannig hafa stjórnvöld fengið öll tök á peningakerfinu með því að Bandaríkjastjórn hefur kyrkt í greip sinni alla umsvifamöguleika innlends fjármagns í Nicaragua. Falsmynd Hvíta hússins Sú mynd sem hefur verið gefin af Hvíta húsinu í Washington af ástandi mála í Nicaragua er fals- mynd, sem bandarísk stjórnvöld hafa viljandi kosið að draga upp. Hvað segja menn um land þar sem 60 til 70% af allri atvinnustarfsemi er í einkaeign, þar sem eru 13 út- varpsstöðvar, 7 fréttastöðvar, 12 dagblöð og 11 tímarit í einkaeigu, þar sem starfa tvö óháð „stórblöð" á landsvísu, og þar sem menn segja skoðanir sínar á stjórnvöldum hreint út hverjum sem heyra vill. Er þetta Sovét eða Kúbumódel? Við ræddum við fulltrúa Mora- víu kirkjunnar, sem voru gagnrýnir í garð stjórnvalda. Við sáum og heyrðum gagnrýni stjómarand- stöðuflokka í garð Sandínista fyrir sammna ríkisvalds og flokksvaíds. v -*-* f>r _ u » ri’^v4rír<f £ ^yy _• Helgin 28. - 29, aprfl l984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 Við hittum á útivistarstað þjón, múrara og heildsala sem allir vom á móti Sandinistum, og lágu ekkert á því. Hvergi er að finna merki um ógnarstjóm eða hræðslu við stjörnvöld. Og þrátt fyrir að rit- skoðun á hernaðarmálefnum sé í gangi þá birtir hið fræga blað La Prensa, sem raunar er ellt önnur Prensa heldur en á Somoza tíman- um, greinar í besta Morgunblaðs- stíl og minnir þar margt á kunnar CIA uppskriftir í áróðri. Ellefu stjórnmálaflokkar eru farnir að undirbúa kosningarnar í nóvember og áróðursspjöld frá þeim má sjá allt í kringum höfuðborgina. Enda þótt Þjóðfrelsishreyfing Sandinista hafi greinilega undirtökin á öllum sviðum þá er flest með meiri fjöl- flokkablæ en jafnvel sósíalisti ofan af íslandi hefði ætlað. Hinar sér- stöku aðstæður, sem gera það að verkum að borgarastéttin í Nicar- agua hlýtur að una við ástandið og öll •amgöngutaBki eru yfirfull af fóiki. láta sér nægja að mögla, verða gerðar að umræðuefni í næstu grein um hernaðarstöðuna. Fólkið og landið Víkjum aftur að fólkinu og landinu. Við fómm víða. Leiðin lá frá Managua til Matagalpa og Es- telli, sögufrægra borga úr bylting- unni þar sem hús bera enn merki blóðugra átaka, við fómm um fjall- ahéröðin upp af Matagalpa þar sem skæruliðar „Lýðræðisfylking- ar Nicaragua“ - uppistaðan eru hinar hötuðu þjóðvarðliðar Somoza - halda sig, og upp til Oc- otal í héraðinu Nueva Segovia, sem liggur að landmærum Honduras eins og tota norðvestarlega í landinu. Þaðan var svo haldið í opnum skutbfl eftir þröngum mal- arvegum til þorpsins Jalapa, aðeins 7 km frá landamærunum. Á þessu ferðalagi sáum við marga hermenn úr varaliðinu en hinar eiginlegu hersveitir var hvergi að sjá, skot- dmnur voru einu merkin um átök. Síðan hófst ævintýralegt ferða- lag þvert yfir landið eftir holóttum malbiksvegum og stórfljótum fmmskóganna til Bluefields á austurströndinni. Á þessu ferða- lagi rann það upp fyrir manni hversu einkennileg þessi lönd eru. Stór svæði eru frumskógar og fjöll, sem enginn kemst um nema fuglinn fljúgandi og skæruliðar sem vilja leggja á sig hörmungargöngur. Landamærin renna saman á land- svæðum sem ómögulegt er að gæta eða verja mannaferðir um. Byggð- irnar í stórum hluta landsins eru svo dreifðar og einangraðar að þar er nánast engmn samgangur á milli. Nicaragua er svona rúmlega Vestfjörðum stærra en ísland. Meira en helmingur 3 milljóna íbúa býr í sveitum. Á Kyrrahafsströnd- inni og á hálendinu sem teygir sig norður að Honduras býr 91% íbú- anna, en á svæðinu sem telst til Atl- antshafsstrandarinnar og nær yfir 56.2% af landinu í heild býr 9% íbúanna. Kyrrahafsmegin er lofts- lagið betra og jörðin svo frjósöm að þar vex allt sem gróið getur, þar eru vötn stór og mikið ferskvatns- forðabúr, jarðhiti og náttúruauð- lindir af ýmsum toga. Á Atlants- hafsströndinni rignir upp í 8 mán- uði á ári, þar verður ekki farið um nema eftir fljótum, þar er afar strjálbýlt, og fólkið aðskilið Nicar- agua í flestu tilliti. Þorri þjóðarinn- ar er sárafátækur og lifir á einhæfu fæði, baunum, hrísgrjónum og rúg- kökum. Kyrrahafsmegin í landinu búa Mestizar, afkomendur Indíána og Spánverja, en Atlantshafsmegin er einhver sú furðulegasta blanda af mannfólki saman komin sem um getur. Þar eru 120 þúsund Miskító- indjánar, 80 þúsund enskumælandi negrar, lítill hópur af garifanos, svertingjum sem gerðust flótta- menn frá nýlendum Frakka í Kara- bíahafi, og eru sumir mælandi á frönsku, 50 þúsund manns af ýms- um evrópskum uppruna, 10 þús- und Sumo indjánar, nokkur þorp eru byggð Rama indíánum og loks má finna allmarga Kínverja meðál íbúanna. Hvar annarsstaðar er hægt að rekast á rauðhærðan svert- ingja með græn augu en í þeim merka stað Bluefields? Eða þá svertingja sem ber með stolti nafn- ið McUregor Peterson og rekur ættir sínar til Skotlands og Þýska- lands? Miklar andstæður Um andstæður þessa þjóðfélags mætti margt rita. Þegar Sandínistar hófu lestrarherferð sína meðal Miskítóindjána áttu þeir ekkert rit- mál. Margir íbúanna á austur- ströndinni halda að þeir þurfi vega- bréfsáritun til þess að fara til vest- urstrandarinnar. Að koma til Grenada á bökkum Nicaragua- vatns, sem var háborg landeigendaaðalsins fram á þessa öld, og þar sem miðbærinn er í stór- brotnum spönskum barokkstfl, og fara svo til Bluefields, sem ætla mætti að væri enskur nítjándaald- arbær, þar sem öllu hefði farið aft- ur nema hvað rafmagnið hefði ein- hvemveginn fundið leið þangað, er dæmlaus lífsreynsla. CIA hefur ásamt „contrunni" reynt að færa sér í nyt einangrun Atlantshafs- strandarinnar og það verður erfitt verkefni fyrir Sandínista að vinna traust fólks þar og sameina þjóð- ina. En hvar sem farið er um Nicar- agua er músíkin í fólkinu og lífið gengur sinn gang þó að spenna sé í lofti og fréttir af bardögum. Tollur- inn í mannslífum skiptir tugum á viku, og síðustu vikurnar í mars féllu 320 skæruliðar „contmnnar“ og 230 úr hersveitum Sandinista samkvæmt opinberum tölum í Managua. Þrátt fyrir að staðinn sé vörður um alla framleiðslustarf- semi dag og nótt til þess að verja ekrur og verksmiðjur fyrir skyndi- árásum bregða menn sér á dansleik í Bluefield og dansa rúmbu með tilheyrandi mjaðmahnykk og blik í augum undir heiðbjörtum himni með fullu tungli. Og geyma sér það til morguns sem ekki er bráð- nauðsynlegt að gera í dag eins og er háttur þeirra hitabeltismanna. Þó eru þeir hættir Nicaraguamenn að taka sér síestu eftir byltingu enda nóg að gera við uppbygginguna. Meira frelsi en nokkru sinni fyrr „Það er meira frelsi fyrir alla í Nicaragua en nokkurn tíma hefur verið áður svo lengi sem menn ekki blanda sér með beinum hætti í gagnbyltinguna", sagði faðir Ant- onio Castro prestur í Mercedes krikjunni í Reynaldo barrioinu í Managua í viðtali við okkur. Önnur getur niðurstaðan ekki ver- ið af ferðalagi um landið og upp- rifjun á sögu þjóðarinnar. „Þetta er bylting sem gerð var fyrir hina fá- tæku, með hinum fátæku og af hin- um fátæku", sagði hann ennfrem- ur. Og þeir eru reiðubúnir að verja fenginn hlut. Það verður öllum ljóst sem um Nicaragua fer. Skæruliðar Augusto César Sand- inos, frelsishetjunnar og píslarvottsins, sem minnst var á 50 ára ártíð hans í ár og víða má sjá merki um, sérstakiega í sveitum þar sem myndir af Sandino hafa verið gerðar með hvítum steina- röðum á fjallatoppum, sungu fræg- an söng fyrir hálfri öld við lagið Adelítu. í Nicaragua, herrar mínir étur músin köttinn. Og svo er nú um þessar mundir í Nicaragua. En hversu lengi? Það veltur m.a. á alþjóðiegri samstöðu; hvort hægt verður að fá Banda- ríkjastjórn ofan af ofsóknum sín- um; og hinni pólitísku þróun inn- anlands. Fidel Castro er sagður hafa gefið Sandinistum það ráð að gera ekki sömu upphafsmistökin og þeir Kúbumenn. Þeir skyldu ekki hrapa að þjóðnýtingu, reyna að halda alþjóða peningakerfinu opnu fyrir sér og ganga ekki um of hart fram gegn borgarastéttinni. Fram að þessu hafa þeir haldið þessari línu dyggilega og kannski er það sú mesta hætta sem af Nicarag- ua stafar að þar er að þróast þjóð- legt þjóðfélagsmódel sem reynir að sætta borgarastéttina og hinn land- lausa lýð, og sem gæti reynst fyrir- mynd, sem yrði heimsvaldastefn- unni skeinuhætt. Það sem er að gerast í Nicaragua gæti neytt Bandaríkjamenn til þess að viður- kenna Suður-Ameríku eru fyrst og fremst norður-suður vandamál, en ekki austur-vestur, og fengið þá til þess að hætta stuðningi við land- eigendaaðal og sterka byssubófa, til þess að þjóðlegt valdajafnvægi um réttlátari þjóðfélög geti náðst um Mið- og Suður-Ameríku. Þessa þróun hafa bandarísk stjómvöld hingað til óttast eins og pestina eins og öll saga þeirra í Suður- og Mið- Ameríku sýnir, þar sem varla nokkur bófi hefur komist til valda án stuðnings Bandaríkjamanna og allar bændauppreisnir hafa verið barðar niður með tilstuðlan þeirra.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.