Þjóðviljinn - 28.04.1984, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 28.04.1984, Blaðsíða 19
DH* I ;) i .CS - »1 Helgin 28. - 29. aprfl 1984 ÞJÓÐVILJÍNN - SÍÐA 19 Lengi lifir í gömlum glæðum skák Gamla kempan Kortsnoj vinnur hvert mótið á fœtur öðru Þaö má með sanni segja að ekkert geti brotið niður hið gífurlega baráttuþrek hins 52 ára Victors Kortsnoj. Hann hefur verið í baráttunni um heimsmeistaratitilinn allt frá árinu 1962 og teflt um sjálfan titilinn þrisvar sinnum. En aldrei hefur honum tekist að komast á sjálfan toppinn og núna síðast varð hann að lúta í lægra haldi fyrir ungu stjörnunni Kasparov á leið sinni þangað. En það hefur verið sagt um Kortsnoj að hann tefli best við mótiætið og það hefur hann svo sann- arlega sannað upp á síðkast- ið. Sigurganga hans hófst í hinu hefðbundna móti Wijk aan Zee í Hollandi þar sem hann deildi efsta sætinu með sovétmanninum Belj- avskij. Þeir urðu langefstir, hlutu 10 vinninga af 13 mögulegum, þriðji varð svo nýbakaður meistari Júgóslavíu, Nicolio, með 71/2 vinn- ing. Neðar mátti sjá nöfn Ander- son, Hiibner, Miles og Tukmakov svo dæmi séu nefnd enda voru meðalstigin 2556. Þetta mót var ekki aðeins merkilegt út af hinu fína formi sem Kortsnoj var í held- ur einnig fyrir það að nú voru So- vétmenn farnir að senda sína menn á sömu mót og Kortsnoj, en það hafði ekki gerst eftir að hann „strauk" 1976. Við skulum nú líta á skák gömlu kempunnar við Miles frá Englandi. Hvítt: Victor Kortsnoj Svart: Antony Miles. Nimzoindvers vörn. 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. e3 c5 5. Re2 cxd4 6. exd4 0-0 7. a3 Be7 8. d5 exd5 9. cxd5 He8 10. d6!? (Þessi leikur kom fyrst upp í skák milli Tal og Anderson í Tilburg 1980. Hugmyndin er að fá yfirráð yfir d5 reitnum, hvítur gerir sér að sjálfsögðu grein fyrir því að svartur getur „sótt“ peðið en það kostar tíma og á meðan kemur hvítur liði sínu vel fyrir). - Bf8 11. g3 Db6 (Nýr leikur, í áðurnefndri skák lék Anderson 11.- He6 12. Bg2 Hxd6 en eins og sjá má er staða svörtu mannanna heldur afkáraleg). 12. Bg2 Bxd6 (En ekki 12. - Dxd6 út af 13. Dxd6 Bxd6 14. Rb5). 13. Be3 - Da6 14. 0-0 Be5 15. Rf4 d5 (Miles ákveður að gefa peðið til baka til að koma mönnunum í spilið. Eftir 15. - Rc6 eða 15. - d6 kæmi 16. Rfd5 og svartur á við erfið vanda- mál að stríða). 16. Rcxd5 Rc6 17. Rxf6+ Bxf6 18. Rd5 Be5 19. Dh5! (Meistarataktar. Svartur á nú við mikla erfiðleika að etja, hann getur ekki með góðu móti komið liði sínu út. Við skulum líta á tvö afbrigði: 19. - Bd7 20. Hadl Had8 21. Bg5 f6 22. Rxf6+ gxf6 23. Hxd7! og vinn- ur eða 19. - Be6 20. Rb4! Rxb4 21. axb4 Db5 22. f4 og vinnur. í ljósi þessa reynir Miles að bæta stöðu drottningarinnar með hugsanleg kaup á g4). 19. - Da4 20. Bf4! Bd7 21. b3! Da5 (Það gengur ekki að taka peðið út af 22. Habl Dxa3 23. Hxb7 Had8 og nú getur hvítur valið milli 24. Bg5 og 24. Bh3). 22. b4 Da4 23. Hadl Bxf4 24. gxf4! Had8 25. Hd3! Kh8 (Ef 25. - Be6 þá 26. Be4 h6 27. Rf6+ - gxfó 28. Dxh6. Ekki dugar 25. - Dc2 heldur vegna 26. Hg3 Db2 27. f5!). 26. Rc7! He7 (Eftir 26. - Hf8 27. Hfdl Bc8 28. Bxc6 vinnur hvítur mann). 27. Dc5! He2 28. Hxd7! og hér gafst Miles upp enda búinn að fá nóg af kennslustundinni. Lokastaðan verðskuldar stöðumynd. ARNARFWG HE Óskum eftir aö ráöa starfskraft til afgreiöslu- og sölustarfa í Markaðsdeild okkar. Starfs- reynsla á sviöi ferðamála eöa flutninga æskileg. Góö ensku- og vélritunarkunnátta nauðsynleg. Umsækjandi þarf aö geta hafið störf fljótlega. Umsóknir sendist starfsmannahaldi Arnar- flugs hf., Lágmúla 7 fyrir 5. maí nk. á umsókn- areyðublöðum, sem þar fást. Eftir mótið í Wijk aan Zee hélt Kortsnoj síðan til ísraels, nánar til- tekið Beer-Sheva. Þar varð hann efstur, deildi sætinu með Kudrin frá Bandarikjunum og hlaut 9 vinn- inga af 13 mögulegum. Þriðji varð Unzicker frá V-Þýskalandi með 8 vinninga. Við skulum skoða laus- lega uppgjör sigurvegaranna: Hvítt: Sergei Kudrin Svart: Victor Kortsnoj. Frönsk vörn. 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rd2 Rf6 4. e5 Rfd7 5. Bd3 c5 6. c3 Rc6 7. Re2 cxd4 8. cxd4 f6 9. exf6 Rxf6 10. Rf3 Bd6 11. 0-0 Dc7 12. Rc3 a6 13. Bg5 0-014. Bh4 Rh5! (Hugmyndin með síðasta leik hvíts var að ná upp- skiptum á svartreita biskup svarts. Tækist það myndu veikleikar svörtu peðastöðunnar koma ber- lega íljós. Riddaraleikurinn kemur hinsvegar í veg fyrir allt slíkt). 15. Hcl g6 16. Bbl Dg7 (Gefur staka peðinu sem og kóngsvængnum auga) 17. Bh3 (Ra4!?) Rxg3 18. hxg3 Bd7 19. Hel g5 20. Dd3 Hf7 21. Hcdl - Kh8 22. Hd2 Haf8 23 Rdl Bc7 24. De3? Hxf3! 25. gxf3 Bf4! og hvítur gafst upp, því hann tapar a.m.k. 2 peðum og skipta mun. Eftir sigur í ísrael hélt Korts- noj síðan til Sarajevo í Júgóslavíu. Þar sigraði hann enn einu sinni, hlaut ásamt Timman frá Hollandi 9 vinninga af 13. Og skaut þar með mönnum eins og Jusupov og Rom- anishin ref fyrir rass. Það er því ljóst af þessu að Kortsnoj hefur síður en svo látið deigan síga og kemur án vafa við sögu í næstu áskorendakeppni. Lár. Samstaða með Mið-Ameríku Miö-Ameríkukvöld á Hverfisgötu 105 að kvöldi 1. maí Dagskrá: Kl. 19.00 Léttur kvöldveröur. Á borð verður borinn mexíkanskur pottréttur. Verð um 200 kr. Kl. 20.30 Fundur: - Oscar Villegas, einn forystumanna í FSR verkalýðssambandinu í El Salvador, flytur ávarp. - Einar Karl Haraldsson segir frá ferð sinni til Nicaragua. - Kristiina Björklund talar um Grenada. - Ingibjörg Haraldsdóttir les Ijóðaþýðingarsínarfrá Rómönsku Ameríku. - Ýmis tónlistaratriði, m.a. Guðmundur Hallvarðsson. - Fundarstjóri: Sigurður Hjartarson. Einar Ingibjörg Alþýðubandalagið í Reykjavík Alþýðuflokkskonur El Salvador-nefndin Fylkingin Samtök herstöðvaandstæðinga Vináttufélag íslands og Kúbu Æskulýðsfylking Alþýðubandalagsins. Sigurður F0RST0ÐUMENN OSKAST Tvær stööur forstööumanna eru lausar til umsóknar hjá félaginu. Önnur staöan er viö þrjú starfandi sambýli, en hin við sambýli og skammtímavistun, sem væntaniega taka til starfa í haust. Fyrri staöan veitist frá miöju sumri, en hin í haust. Uppeldismenntun æskileg. Umsóknarfrestur um báöar stöðurnar er til 15. maí n.k. Laun samkvæmt launakerfi op- inberra starfsmanna. Umsóknareyðublöö liggja frammi á skrifstofu félagsins að Háteigsvegi 6, sem veitir nánari upplýsingar. Styrktarfélag vangefinna Dvöl í orlofshúsum Iðju löjufélagar sem óska eftir að dvelja í orlofs- húsum félagsins í Svignaskaröi sumarið 1984 veröa að hafa sótt um hús eigi síðar en þriðjudaginn 15. maí. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu félagsins, Skólavöröustíg 16. Dregiö veröur úr umsóknum á skrifstofu félagsins 16. maí kl. 16 og hafa umsækjendur rétt til aö vera viðstaddir. Þeir félagar sem dvalist hafa í húsunum á 3 undanförnum árum koma aöeins til greina ef ekki er fullbókað. Leigugjald veröur kr. 1.800.- á viku. Sjúkra- sjóöur löju hefur eitt hús til ráðstöfunar handa löjufélögum sem eru frá vinnu vegna veikinda eöa fötlunar, og veröur það endur- gjaldslaust gegn framvísun læknisvottorös. Stjórn Iðju DEILDARVERKFRÆÐINGUR eða DEILDAREFNAFRÆÐINGUR Laus er staða deildarverkfræöings eða deildarefnafræöings hjá mengunarvörnum Hollustuverndar ríkisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist til Hollustuverndar ríkis- ins, Skipholti 15, 105 Reykjavík, fyrir 1. júní 1984. Hollustuvernd ríkisins 27. apríl 1984. A Frá grunnskólum Kópavogs Innritun 6 ára barna (börn fædd 1978) fer fram í skólum bæjarins mánudaginn 30. apríl kl. 13-16. Innritun skólaskyldra barna og unglinga sem flytja á milli skólahverfa, flytja í Kópavog, eöa koma úr einkaskólum fer fram sama dag á Skólaskrifstofu Kópavogs, Digranesvegi 12, kl. 10 - 12 og 13 - 15, sími 41863. Skólafulltrúi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.