Þjóðviljinn - 28.04.1984, Qupperneq 21
Helgin 28. - 29. aprfl 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 21
Samstarfsnefnd um unglingamál heldur málþing um
Fíkniefnaneyslu unglinga
Mánudaginn 30. aprfl, kl. 8.45 -
17.00 mun samstarfsnefnd um ung-
lingamál gangast fyrir málþingi um
fíkniefnaneyslu unglinga. orsakir
og afleiðingar hennar. Þar verður
leitast við að svara spurningunni
um hvað brýnast sé að gera til
lausnar á vandamálinu.
f grófum dráttum verður mál-
þinginu skipt niður í þrjá þætti,
þ.e. „fyrirbyggjandi starf, með-
ferðarúrræði og úrræði eftir með-
ferð“. Reynt verður að fjalla um
málin á sem víðustum grundvelli.
Að loknum framsöguerindunum
verður hópstarf og er ætlunin að
samræma og finna leiðir til úr-
lausnar.
Að samstarfsnefnd um ungling-
amál standa ýmsar stofnanir sem
að á einhvern hátt vinna með eða
fyrir unglinga hjá ríki og borg.
Einnig hefur öðrum aðilum sem
málefnið varðar verið boðin þátt-
taka á málþinginu. M.a. eru þessar
stofnanir sem átt hafa einn eða
fleiri fulltrúa í samstarfsnefndinni.
Rannsóknarlögregla ríkisins, ung-
lingaheimili ríkisins, Félagsmála-
stofnun Reykjavíkurborgar,
Æskulýðsráð Reykjavíkur og
Fellaskóli.
Málþingið verður haldið að
Borgartúni 6, Reykjavík.
Áttræ&ur ver&ur á sunnudaginn 29.
apríl Sveinn Slgurðsson Bakkag-
er&i 8, Reykjavík.
Hann ver&ur að heiman.
Fullbúið Siglufjarðarhús til sýnis fyrir
almenning að Aslandi 8, Mosfellssveit.
Sýningarhúsið að Áslandi 8,
Mosfellssveit, verður opið:
Nú gefst þér einstakt tækifæri til að
skoða fullbúið einbýlishús frá
Húseiningum hf. — fallegt tvílyft
Siglufjarðarhús, sem bíður þess að
eigendurnir flytji inn.
LAUGARDAGINN 28. APRÍL KL. 10 TIL 22
SUNNUDAGINN 29. APRÍL KL. 10 TIL 22
FÖSTUDAGINN 4. MAÍ KL. 17 TIL 22
LAUGARDAGINN 5. MAÍ KL. 10 TIL 22
SUNNUDAGINN 6. MAÍ KL. 10 TIL 22
í SÝNINGARHÚSINU SÝNA EINNIG EFTIRTALIN FYRIRTÆKI:
Skápar frá
Blóm og plöntur —
Allt gólfefni —
Eldhús- og baðinnréttingar —
Gluggatjöld —
Gardínubrautir —
Sólbekkir —
Húsgögn —
Hjónarúm —
Sjónvarp, myndband og hljómtæki —
Myndir á veggjum —
Heimilistæki —
Lýsing —
Raflögn —
Raflagnaefni og dyrasími —
Axel Eyjólfssyni, Smiðjuvegi 9
Blómavali við Sigtún
BYKO, Nýbýlavegi 6
Eldhúsvali, Brautarholti 6
Epal, Síðumúla 20
Gluggaköppum sf., Reyðarkvísl 12
Harðviðarvali, Skemmuvegi 40
Húsgagnaversl. Guðmundar, Smiðjuvegi 2
Ingvari og Gylfa, Grensásvegi 3
Japis, Brautarholti 2
Myndinni, Dalshrauni 13
Rafha, Háaleitisbraut 68
Rafkaupum, Suðurlandsbraut 4
Rafstofni, Bugðutanga 9
Smith og Norland, Nóatúni 4
VERIÐ VELKOMIN Á SÝNINGU HÚSEININGA H.F.AÐ ÁSLANDI 8.