Þjóðviljinn - 28.04.1984, Blaðsíða 28

Þjóðviljinn - 28.04.1984, Blaðsíða 28
Umræður á ársfundi Landsvirkjunar: Full samstaða í 1. maí nefnd verkalýðsfélaganna í Reykj avík um ávarp dagsins og fundarhald________ Brýning til verkafólks um aðgerðir að hausti Breytingar á Á ársfundi Landsvirkjunar sem haldinn var í gær komu fram í erindi Jóhanns Más Maríussonar aðstoðarforstjóra Landsvirkjun- ar upplýsingar um að nýjar rannsóknir kynnu að sýna að breyta ætti þeirri virkjanaröð sem Alþirtgi ákvað fyrir tveimur árum. í stað þess að Fljótsdalsvirkjun kæmi á eftir Blönduvirkjun taldi Jóhann Már athuganir sýna að þrjár aðrar virkjanir gætu komið á undan Fljótsdalsvirkjun. Nefndi hann þar til stækkun Búrfells, eða virkjunina Búrfell II, Vatnsfellsvirkjun og Villinganesvirkjun. í erindi Jóhanns Más var lögð á talnauppsetningu sem hvorki áhersla á að markaðsaðstæður fyrir sölu á orku til stórnotenda og nýjar rannsóknir á virkjanaskilyrðum gætu iðulega breytt virkjanaröð og þess vegna væri ástæða til að breyta fyrri ákvörðun Alþingis. Hjörleifur Guttormsson tyrrver- andi iðnaðarráðherra varaði ein- dregið við því að fara að rjúfa þá einingu sem skapast hefði um stækkun Landsvirkjunar en for- senda þeirrar einingar hefði verið samþykkt áætlunar Alþingis um virkjanaröð á þessum áratug. Taldi Hjörleifur að þeir nýju kostir sem kynntir voru á fundinum byggðust væri einhlít né tæki mið af öllum þáttum málsins. Árni Grétar Finnsson sem sæti á í stjórn Landsvirkjunar og Jóhann- es Nordal stjórnarformaður i fyrir- tækinu töldu að óhjákvæmilegt væri að endurskoða fyrri ákvarðan- ir um virkjanaröð í ljósi nýrra rannsókna og upplýsinga um mark- aðsmöguleika. Þessi ársfundur var sá fyrsti í sögu Landsvirkjunar. Ákvæði um hann voru sett þegar Hjörleifur Guttormsson hafði frumkvæði um að láta endurskoða lög fyrirtækis- ins. ór virkjanaröð Jóhann Már Maríusson aðstoðarforstjórí Landsvirkjunar kynnir þær athug- anir sem fram hafa farið á æskilegustu virkjunarkostum. Ljósm. Atll. - Með niðuriagi þessa ávarps erum við að brýna verkafólk og samtök þess til þess að fará út í einhverjar aðgerðir í haust til að ná fram bættum kjörum. Það er ekki okkar í 1. maí nefnd að segja mönnum fyrir verkum en við erum að brýna menn til aðgerða, sagði Guðmundur Hallvarðsson fulltrúi Dags- brúnar í 1. maí nefnd fulltrúa- ráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík þegar ávarp nefnd- arinnar og dagskrá hátíðar- haldanna 1. maí var kynnt í gær. FuII samstaða er innan nefndarinnar sem skipuð er fulltrúum verkalýðsfélaganna í Reykjavík, BSRB og Iðnnema- sambandsins um ávarp dagsins þar sem lögð er áhersla á ein- ingu og samstöðu verkafólks og innviðir verkalýðshreyfingar- innar verði styrktir fyrir næsta áfanga í kjarabaráttunni sem sé 1. september. Kaupránsstefnu ríkisstjórnar- innar er harðlega mótmælt og al- varlega varað við frekari kjara- skerðingum. íslenskt verkafólk hafi nú vaknað til fullrar vitundar um hvert stefnir í kjara- og at- vinnumálum. Aðalræðumaður útifundarins á Lækjartorgi verður Guðmundur J. Guðmundsson formaður Dags- brúnar og Verkamannasambands íslands. í>á mun Sjöfn Ingólfsdóttir 1. maí nefnd fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna i Reykjavfk kynnir ávarp dags- ins og dagskrá á fréttamannafund! í gær. Mynd — Aitll. stjórnarmaður í BSRB og Kristinn Einarsson formaður Iðnnemasam- bandsins flytja ávörp. Einnig ávarpar fundinn Óscar Villegas forystumaður FSR verkalýðssam- bandsins í El Salvador. Fundar- stjóri verður Thorvald Imsland for- maður fulltrúaráðs verkalýðsfélag- anna í Reykjavík. Halldór Jónasson formaður 1. maí nefndarinnar sagði í gær, að full samstaða hefði verið innan nefndarinnar um ræðunienn og dagskrá fundarins. Ósk hefði bor- ist frá Dagsbrún um að fulltrúi fé- lagsins fengi að flytja ávarp á fund- inum. Engar aðrar tillögur hefðu verið lagðar fram um aðalræðu- mann. Sagðist Halldór hafa rætt við Ásmund Stefánsson forseta ASÍ um dagskrá fundarins og hefði hann ekki haft neitt að athuga við það að Guðmundur J. Guðmunds- son yrði aðalræðumaður dagsins. Sagði Halldór að rétt væri að taka þetta fram vegna blaðaskrifa um undirbúning fundarins síðustu daga. Engar óskir hefðu komið fram um aðra ræðumenn en þá sem tala 1. maí. Þá sagði Halldór að nefndinni hefði borist bréf frá samtökum kvenna á vinnumarkaði sem hefðu óskað eftir formlegri aðild að 1. maí nefndinni. Því bréfi hefði verið svarað á þá leið að slíkt væri ekki framkvæmanlegt en hins vegar væri fullur vilji fyrir því að velja ræðumann á fundinn sem samtökin gætu litið á sem sinn fulltrúa. Því hefði í engu verið svarað. Lögðu nefndarmenn áherslu á að fulltrúi BSRB á útifundinum væri verðug- ur fulltrúi kvenna og um leið opin- berra starfsmanna sem væri lág- launahópur. Mestu skipti að verka- lýðshreyfingin stæði einhuga sam- an á þessum baráttudegi. -Ig. Bjarni Jakobssonformaður Iðju neitaði fundar- stjórn á 1. maí fundinum: Verið að hvetja til aðgerða 1. september Bjarni Jakobsson formaður Iðju neitaði að taka að sér fundarstjórn á útifundi 1. maí hátíðarhaldanna í Reykjavík nk. þriðjudag að því er fram kom á fréttafundi 1. maí nefndarinnar í gær. Bar Bjarni fyrir sig að hann væri ekki tilbúinn til að lesa upp lokaorð ávarps 1. maí nefndarinnar þar sem segir að næsti áfangi í baráttu verkalýðs- hreyfingarinnar sé 1. september. Tjáði Bjarni nefndinni að hann Uti svo á að með þessu orðalagi væri verið að hvetja til aðgerða 1. september nk. og hann treysti sér ekki til að lesa slíkan boðskap fyrir verkafólk. Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir formaður Sóknar baðst einnig undan því að vera fundarstjóri á fundinum en hún hefur lýst því yfir að hún telji að forseta ASÍ hafi ver- ið sýnd lítilsvirðing þar sem honum hafi ekki verið boðið að flytja ávarp á fundinum. -Ig- Alþjóðamótið í New York Kæru Jóhanns vísað frá Kæra Jóhanns Hjartar- sonar út af skák hans við Browne var ekki tekin til greina. { samtali við Þjóðviij- ann t gær var Jóhann að von- um hálfóhress með þetta. „Maður bjóst nú hálfpartinn við þessu“, sagði hann síðan. Annars gekk þeim strákunum vel í skákum þriðju umferðar, Jóhann vann einhvern ó- þekktan „kana“ i 30 leikjum og Helgi Ólafsson gerði jafn- tefli við stórmeistarann Lombardy. Helgi hefur því 2 vinninga en Jóhann IVz því hann tapaði biðskák sinni við Browne. Er blm. spurði Jó- hann hvort eitthvað hefði bor- ið á óvæntum úrslitum, sagði hann að þau helstu hefðu ver- ið að Browne tapaði fyrir Zuckerman og var ekki laust við að brosið sæist í gegnum símann. Tveir skákmenn hafa unnið allar skákir sínar til þessa, Kavalek og Dzindzichashvili, báðir bandarískir stórmeistar- ar af erlendum uppruna. í fjórðu umferð mætir Heigi gömlu kempunni Reshevsky. DJÚÐVIU/NN Helgin 28. - 29. aprfl 1984 Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum simum: Ritstjórn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná i afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiöjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.