Þjóðviljinn - 18.05.1984, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 18.05.1984, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fðstudagur 18. maí 1984 Skýrsla Geirs Hallgrímssonar um utanríkismál rædd á þingi_ Þjóðin flækt í vígbúnaðarnetið „Feiknabreyting í stefnu utanríkismála frá fyrri stjórnu, sagði Svavar Gestsson „Það var ekki milligramm af gagnrýni á hervaldastefnu Bandaríkjanna eða NATO að finna í ræðu utanríkisráðherra. Þar var hvergi kusk á hvítflibbanum. Uppsetning ræðunnar var í einu og öllu eftir bandarísku forskriftinni,“ sagði Svavar Gestsson form. Abl. við umræður um skýrslu utanríkisráðherra í sameinuðu þingi í gær. í ræðu sinni lýsti utanríkisráðherra Geir Hallgrímsson yfir fyllsta stuðn- ingi við uppsetningu meðaldrægra kjarnorkueldflauga í Evrópu. Friður og frelsi Evrópu væri að þakka friðarstarfi Nato. Hann gat um víðtækar framkvæmdir á vegum hcrsins á Miðnesheiði, byggingu radarstöðva á norðvestur- og austurlandi og boðaði virkari þátttöku íslendinga við mótun og framkvæmd herstefnunnar hérlendis. Svavar Gestsson sagði að nú væri svo komið í heiminum að ungt fólk bæri uppi kröfu um það eitt að fá að lifa. Aldrei áður hefði vígbúnaðar- vitfirringin verið önnur eins í heiminum og æðsta takmark hinn- ar ungu kynslóðar væri að berjast fyrir kröfunni um líf. Alþingi ís- lendinga væri óheimilt annað en velta þessum staðreyndum fyrir sér og hvaða leiðir væru færar úr þess- ari helstefnu í stað þess að vera að víra þjóðina inn í vígbúnaðarnet Bandaríkjanna. í herstöðinni á Miðnesheiði væri fólginn stríðsögr- un. Hagsmunatengsl þúsunda manna við herínn Þá ræddi Svavar um þau hagsmunatengsl sem mörg hundr- uð íslenskir fjármálamenn hefðu af veru bandaríska hersins hér. Þeirra afkoma væri að öllu leyti bundin veru hersins og þetta væru þeir sömu aðilar og hefðu fyrir 10 árum síðan snúið Framsóknarflokkinnn niður þegar senda átti herinn burt. SÍS og framsóknarvaldið væri stór þátttakandi í hermanginu. Það væri einnig vert að huga að því að á fimmta þúsund manns hefði lifibrauð sitt beint af herset- unni og það væri háskalegt með til- liti til afstöðu þess hóps til herset- unnar. Hér yrði að spyrna fótum við og efla hefðbundið atvinnulíf á Suðurnesjum. Stórfelldar herframkvœmdir Stórfelldar framkvæmdir væru nú þegar hafnar við herstöðina og einnig á döfinni. Helguvík, flug- stöðin, radarstöðvar úti um landið, 9 sprengjuheld flugskýli og sam- kvæmt bandarískum heimildum væri í undirbúningi uppsetning neðanjarðarstjórnstöðvar á Mið- nesheiði. Þeim áformum hefði utanríkisráðhera sleppt að geta um. Af þessari upptalningu væri mönnum ljóst hversu stórfelldur sá munur væri á utanríkisstefnu nú- verandi stjórnar og fyrirrennara hennar þar sem Alþýðubandalagið hefði neitunarvald í þeim málum er snertu herinn. Svavar sagði það stefnu Alþýðu- bandalagsins að kjarnorkuvopn yrðu bönnuð bæði í land- og loft- helgi landsins. Við ættum að búa í friðlýstu landi utan hernaðarbandalaga og flokkurinn væri tilbúinn til samfylkingar um hvaðeina sem drægi úr ógn vígbún- aðarins. Leiður á Vellinum Kjartan Jóhannsson form. Al- þýðuflokksins sagðist vera leiður á því að heyra talað um utanríkismál eins og Keflavíkurflugvöllur væri nafli alheimsins. Þeir sem vildu frið í heiminum yrðu að gæta að því að ákveðið jafnvægi hefði ríkt sem varasamt væri að raska. Hann lýsti stuðningi Alþýðuflokksins við herframkvæmdir hér innanlands en vék síðan tali sínu að misskipt- ingu auðs í heiminum og þeirri um- ræðu sem nú væri komin á gott skrið, þar sem menn horfðu á vandamál heimsins út frá Norður- Suður en ekki hinni hefðbundnu Vestur-Austur deilu. Enginn ruslahaugur Steingrímur Hermannsson sagði að því miður ríkti friður í skjóli ótta íheiminumídag. Hannsagði bygg- ingu flugstöðvar og aðrar herfram- kvæmdir á Keflavíkurflugvelli brýnar því völlurinn ætti ekki að líta út eins og ruslahaugur. Engin útþensla hefði átt sér stað í her- framkvæmdum frá því sem ákveðið hefði verið í fyrri ríkisstjórn. Guðrún Agnarsdóttir Kvenna- lista ræddi um ógn og skelfingu kjarnorkuvopna og benti þing- mönnum réttilega á að kjarnorku- vopn gætu aldrei verið til í friðsam- legum tilgangi. - lg. Ragnar Arnalds um andstöðu sína við Droop regluna Farnist komið í bakið á okkur Okkur fannst komið í bakið á okkur með þessari nýju tillögu til breytingar á formannafrumvarp- inu um kosningareglurnar frá í fyrra, og við hefðum aldrei fallist á stjórnarskrárbreytinguna um það að fella niður uppbótasæti á kjör- dæmin úti á landi, jafnhliða þessari nýju tillögu“, sagði Ragnar Arn- alds í samtali við Þjóðviljann í gær, Starfsmannafélag sjónvarpsins: BSRB segi upp en hann er einn þeirra þingmanna Alþýðubandalagsins sem greiddi atkvæði gegn svokallaðri Droop út- hlutunarreglu sem þingflokkurinn felldi í gær, en aðrir þingflokkar höfðu áður samþykkt. Aðspurður um þá yfirlýsingu Þorsteins Pálssonar formanns Sjálfstæðisflokksins að hann liti svo á að menn væru lausir undan öllu fyrra samkomulagi strax að loknu þessu þingi sagði Ragnar að sú yfirlýsing væri sér óskiljanleg. „Ég trúi því ekki að innan Sjálf- stæðisflokksins yrði það látið við- gangast að menn hlaupi þannig frá gerðu samkomulagi. Það er lág- mark að þetta samkomulag gildi í það minrista fram fyrir næstu kosn- ingar,“ sagði Ragnar Arnalds- jg. 11. þlng Málm- og skipasmiftasambands Islands var sett í gærmorgun og sitja þaft rúmlega 100 fulltrúar fró aðildarfélögum sambandsins. Aðalmál þingsins eru umræður um tölvumál, sem voru á dagskrá í gær, menntunarmál málmiftnaftarmanna, kjara- og atvinnumál. Þinginu lýkur á morgun. Á myndinni má m.a. sjá Guftjón Jónsson formann MSI og þingforsetana þá Björgvin Arnason og Snorra S. Konráftsson. Ljósm. - eik íbúðir í blóra við reglugerð Áberandi gróðastarfsemi segir Sólrún Gísladóttir borgarfulltrúi um Hamarshúsið „Teikningarnar sem hafa verið lagðar fram að íbúðum í Hamars- húsinu við Tryggvagötu samrýmast alls ekki gildandi byggingarreglu- gerfl og sýna Ijóslega að gæði íbúð- arhúsnæðis sitja ekki í fyrirrúmi hjá Byggingarfélaginu Ósi, heldur er hér um mjög áberandi gróðast- arfsemi að ræða hjá þeim,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arfulltrúi, sem á líka sæti í skipu- lagsnefnd Reykjavíkurborgar. Teikningarnar gera meðal ann- ars ráð fyrir að allir gluggar í fimmtán íbúðanna snúi í norður, en slíkt er ósamrýmanlegt fyrr- nefndri reglugerð. Þá er í teikningunum gert ráð fyrirfjórtán einstaklingsíbúðum án afmarkaðrar eldunaraðstöðu og jafnframt er ekki gert ráð fyrir af- mörkuðum svefnkróki í meir en tuttugu íbúðum, sem er einnig í blóra við reglugerðina. Þessar upplýsingar koma fram í máli Ingibjargar Sólrúnar borgar- fulltrúa þegar málið var rætt í borg- arstjórn í síðasta mánuði, og í gær kvaðst hún ekki vita til þess að Ós hefði breytt þeim. Hún gat þess jafnframt að ekki væri enn búið að samþykkja teikningarnar hjá bygg- ingarnefnd borgarinnar. I gær upplýsti Þjóðviljinn að sú ákvörðun meirihluta Sjálfstæðis- inanna í borgarstjórn að leyfa breytingar á Hamarshúsinu úr skrifstofu- og iðnaðarhúsnæði í íbúðarhúsnæði væri andstætt stað- festu aðalskipulagi Reykjavíkur - ÖS Rauðir hund- ar í Reykjavík „Allar stúlkur á aldrinum 12-21 árs í landinu eiga að vera verndaðar gegn Rauðum hundum, en síðan 1976 hafa verið bólusettar í skólum landsins þær stúlkur, sem ekki hafa haft mótefni gegn veikinni. Við höfum náð miklum árangri með bólusetningum, en full ástæða er til að hvetja konur til að láta mæla mótefni gegn veikinni“, sagði Ólafur Ólafsson, landlæknir, í samtali við blaðið í gær, en Rauðra hunda hefur orðið vart hér í borginni undanfarið. Landlœknir hvetur ófrískar konur til að láta mœla hjá sér mótefni gegn veikinni Sem dæmi um áhrif bólusetning- anna gegn þessum sjúkdómi má nefna, að þegar faraldur gekk 1967 fæddust 37 börn sködduð af hans völduð. Þegar síðasti faraldur gekk 1979 fæddust aðeins 2 sködduð börn. Sjúkdómur þessi er hættu- legur fóstrum á fyrstu þremur mán- uðum meðgöngu og getur leitt til vansköpunar á fóstri fái móðirin Rauða hunda á þessum tíma með- göngunnar. Landlæknir bendir öllum ófrísk- um konum, sem eru á fýrstu 3 mán- uðum meðgöngu og ekki hafa verið mældar með tilliti til mótefna gegn veikinni, að hafa samband við næstu heilsugæslustöð, heimilis- lækni eða Heilsuverndarstöð Reykjavíkur og gangast undir mót- efnamælingu. Ef faraldur þessi nær að breiðast út getur hann orðið í landinu í eitt til eitt og hálft ár og er því fyllsta ástæða til að hvetja kon- ur að vera vel á verði. ast

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.