Þjóðviljinn - 18.05.1984, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 18.05.1984, Blaðsíða 4
4 SÍÐA - ÞJÓÐyiLJINN Föstudagur 18. maí 1984 DIOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvœmdastjórí: Guðrún Guðmundsdóttir. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Auglýsingastjóri: Ólafur Þ. Jónsson. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaðamenn: Auður Stvrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir.Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla- son, Ólafur Gíslason, óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson. Utlit og hönnun: Haukur Már Haraldsson, Þröstur Haraldsson. Ljósmyndir: Atli Arason, Einar Karlsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Auglýsingar: Sigríður Þorsteinsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir og Aðalbjörg Oskarsdóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Innheimtum.: Brynjólfur Vilhjálmsson Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent hf. Meirihlutinn á móti stjórnarstefnunni Ráðherrarnir og málgögn stjórnarflokkanna hafa hvað eftir annað fullyrt að mikill meirihluti almennings í landinu stæði með stjórninni og væri sammála stjórn- arstefnunni og þeim aðgerðum sem beitt er til að koma henni í framkvæmd. í gær birti Morgunblaðið niður- stöðu skoðanakönnunar sem Hagvangur hefur gert. Þær afsanna rækilega þessar kenningar ráðherranna um stuðning þjóðarinnar. Skoðanakönnun Hagvans sýnir áð yfirgnæfandi meirihluti íslendinga hafnar al- gerlega höfuðatriðunum í ríkjandi stjórnarstefnu. Það er aðeins lítill minnihluti sem styður það sem ríkis- stjórnin og forysta stjórnarflokkanna hefur á síðustu vikum verið að ákveða. Meginatriðið í tillögum fjármálaráðherra vegna hins fræga gats, sem kom í ljós á ríkisbúskap hans, var að auka erlendar lántökur. í skoðanakönnuninni kemur fram að 86% hafna algerlega þessari stefnu. Engu að síður eru þingmenn stjórnarflokkanna með ráðherrana í broddi fylkingar önnum kafnir við það síðustu daga þingsins að knýja fram heimildir til að taka þessi er- lendu lán. Ríkisstjórnin hefur hvað eftir annað ítrekað að hún ætli að láta sjúklinga borga beint fyrir þjónustu á sjúkrahúsum. Þorsteinn Pálsson hefur í stefnuræðum á Alþingi lagt sérstaka áherslu á þetta stefnumál. Skoð- anakönnun Hagvangs sýnir að 76% hafna þessari stefnu Þorsteins Pálssonar og ráðherranna. Sama kemur í ljós þegar spurt er um það keppikefli ríkisstjórnarinnar að skera niður þjónustu heilbrigðis- og tryggingakerfisins en síðan í haust hafa ráðherrarnir gert margar tilraunir til að koma slíkum niðurskurði til framkvæmda. Nú segir Morgunblaðið frá því að sam- kvæmt skoðanakönnun Hagvangs séu 83% á móti þessu höfuðatriði stjórnarstefnunnar. Ragnhildur Helgadóttir og Albert Guðmundsson hafa í sameiningu verið að finna margvíslegar aðferðir til að skera niður þjónustuna í skólakerfinu. Þessi nið- urskurður er orðinn helsta vörumerkið á ráðherradómi Ragnhildar Helgadóttur. Hagvangur hefur nú birt nið- urstöður sem sýna að 73% íslendinga hafna þessari stefnu Ragnhildar og Alberts. Þótt Sjálfstæðisflokkurinn hafi á undanförnum árum lofað því oftar en nokkru öðru að lækka skatta á ein- staklinga þá hafa ráðherrar flokksins í samvinnu við borgarstjórann í Reykjavík beitt sér fyrir verulegri hækkun á skattgreiðslum almennings. Skattbyrði launafólks verður í ár mun meiri en hún hefur verið í áratugi. Skattahækkunin hefur orðið hin raunverulega stjórnarstefna Sjálfstæðisflokksins. í ljós kemur að 93% lýsa yfir algerri andstöðu við þessa skattastefnu. Á sama tíma og skattar einstaklinga hafa verið auknir hafa ráðherrarnir kappkostað að knýja gegnum þingið margvíslegar Iækkanir á sköttum fyrirtækja. Þorsteinn Pálsson og Friðrik Sophusson hafa eindregið stutt ráðherrana á þessari braut og barist fyrir því að þessi skattalækkun á fyrirtækjunum yrði lögfest. í Morgunblaðinu í gær sýna niðurstöður skoðanakönn- unarinnar að afgerandi meirihluti fólksins í landinu vill þvert á móti leggja viðbótarskatta á gróða fyrirtækj- anna. Einnig á þessu sviði er stjórnarstefnan í minni- hluta. Það eru 61% sem hafna skattfríðindastefnu gagnvart fyrirtækjunum. Þessi sex stefnumál eru meginforsendur ríkjandi stjórnarstefnu. Morgunblaðið hefur í samvinnu við Hagvang sannað að meirihluti þjóðarinnar er algerlega andvígur þessari stefnu. Er ekki rétt að ráðherrarnir hagi sér í samræmi við þann lýðræðislega vilja fólksins sem nú hefur komið í Ijós? klippt framtíðarinnar lausn á allri streitu með þægilegum skammti af soma - vímugjafa serh hafði „alla kosti kristindóms og áfengis en enga galla“. Þessi Fagra nýja veröld hef- ur í ýmsum greinum reynst furðu nálæg: og hér er fundið enn eitt „somað“ í formi sefjandi mynd- bands sem kemur í staðinn fyrir presta, sálfræðinga, vini og kunn- ingja sem og skemmtun - og vinnur þeim mun rækilegar sem skír- skotað er til móttökuskilyrða sem ekki eru „vitandi vits“. Ar opin- berunnar Bjartsýnisrit Nýtt tímarit hefur byrjað göngu sína og tekur nafn af næstu alda- mótum. Það heitir 2000 og á að fjalla um „lífshætti nútímamanns- ins, tölvur, kvikmyndagerð, vídeó, ferðalög, frístundaiðju, bók- menntir, listir, fjölmiðlun og þjóðmál". Mestmegnis reyndar um tölvur og filmur. Útgefandi er Baldur Hermannsson sem skrifar glaðhlakkalegan framtíðarleiðara, þar sem fagnað er væntanlegum niðurskurði bænda og brotthvarfi ljóða og skáldsögu úr menningar- lífi fslendinga og svo þeirri hugar- farsbreytingu sem í vændum er og „mun ekki aðeins skapa skil milli kynslóða heldur skilvegg milli tveggja menningars.keiða'*. Hér mun væntanlega átt við þá sem enn lesa Laxness eða Stein Steinarr annarsvegar - hinsvegar þá sem fá skelfileg fráhvarfseinkenni þegar Dallas er tekinn af þeim. Vinur í neyð Ritið er að verulegu leyti helgað blessun tölvu og myndbands. Ein greinin heitir til dæmis Dulvitund og Vídeó og er á þessa leið: „Alltaf eru streitusjúkdómarnir að herja á mannkynið, sálfrœðing- um og lyfjaframleiðendum til ágóða en öðrum til leiðinda, en nú er völ á sérstökum vídeóþáttum til þess að efla sig í baráttunni gegn þessum vágestum heilsunnar. Environmental Video í Banda- ríkjunum hefur á boðstólum sefj- andi þcetti gegn offitu, reykingum og öðru heilsutjóni - lykillinn að velgengni þáttanna, munu vera lágvcer tilmœli og brýningar til hlustendanna, falin í tónlist og mjúklátum hljóðstrokum sem til þess eru fallnar að róa, slœva og slaka á spenntum taugum. Framleiðendurnir álíta að þœttir þessir vinni gegn krabbameini, háum blóðþrýstingi og ýmsum krankleika öðrum sem nútíma- menn eiga við að stríða. Þau tilmœli og brýningar sem fyrr er getið eru lœgri en svo að hlustandinn nemi þau vitandi vits, en nógu há til þess að dulvitundin greinir boðskap þeirra og tekur honum væntanlega tveim hönd- um. “ Pistill þessi minnir óvart á þá framtíðarsýn sem Aldous Huxley dró upp fyrir röskum fimmtíu árum í Brave New World. En þar fengu þrælstýrðir og skilyrtir þegnar Allt er þetta hið fagnaðarríkasta hjá tímaritinu 2000, og útgefanda þess verður það fræga ár 1984 hreint ekki viðvörunarefni. Þvert á móti - árið er „áT opinberunar" hvað tölvuvæðingu áhrærir, og vegna þess að hugbúnaður tölv- unnar er að gerast auðmeðfarnari: verður árið einnig „ár vingjarn- leikans“. Þetta fagnaðartal minnir mest á annan spámann, Maharishi jóga hinn indverska, sem hefur komið sér upp heimsstjórn hug- ljómunar og efnir öðru hvoru til samstillingu sálnanna á vikum, mánuðum og árum sem einnig tengjast opinberunum ýmiskonar. Og loks er komið að fullsælu hins kvikmyndavélvædda íslendings: „Þannigfer um hinn fagra sunn- udag í lífi hiris nútíma íslendings - víst var hann fagur en yndi hans mun þó hverfa von bráðar úr minn- ingu flestra... en það er huggun harmi gegn, að til eru þéir sem eiga fegurð hans vandlega skráða á myndband... Kvikmyndavélin er komin í stað hins ritaða máls, hún er að nokkru leyti komin í stað Ijósmyndavélarinnar og það er heldur ekki alveg laust við að hún sé komin í stað hinna gráu fruma hei- lans, sem íþúsund aldir og gott bet- ur hafa haft þann starfa með hönd- um að skrá það sem gerist og bregðafyrir innri sjónum atburðum liðins tíma. “ Það er nú svo. Fullkomin verður sælan náttúrlega þegar heilinn er úreltur orðinn og sofnaður úr brúk- unarleysi og minnið dautt, enda komið á spólusafni. Svo sannarlega hefur „hinn nútíma íslendingur“ stigið stórt skref inn í Fagra nýja veröld þar sem allir eru sammála um að vera hamingjusamir - og láta sér leiðast. - áb. NT og konur Hildur Helga Sigurðardóttir skrifar langa grein í NT síðastliðinn þriðjudag undir nafninu „Bylting í íslenskri karlrembu?“ Þar ræðst hún að ýmsum greinum í hinu nýja blaði þar sem henni þykir karlremban keyra úr hófi fram og segist skrifa fyrir hönd kvenna al- mennt. Einkum eru það dálkarnir „Dropar" og „Spegill" sem Hildi Helgu misbjóða. Hildur Helga tekur nokkur dæmi af skrifunum í þessum dálkun og segir síðan í lok- in: „Skyldi konunum á Nútímanum hafa verið skemmt? það held ég varla, frekar en öðrum, konum og körlum, sem ráku augun í þessa ,fyndni“. Hún á ekki heima í dag- blaði, allra síst blaði, sem skrifað er að stórum hluta af ungu fólki og vill láta líta á sig sem boðbera nýrra tíma. Og konur eru fyrir löngu orðnar leiðar á að yppa öxlum og gera sér upp góðlátlegt bros, þegar þœr verða fyrir hvimleiðri áreitni á borð við þessa. “ Nú væri þetta allt saman gott og blessað EF ekki kæmi annað til. Við höfum það nefnilega fyrir dag- satt, að umsjónarmenn „Spegils- ins“ í Nútímanum séu KONUR.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.