Þjóðviljinn - 18.05.1984, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 18.05.1984, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN, Föstudagur 18. maí 1984 Minning Margrét Ottósdóttir Fœdd 9.2. 1901 - Margrét var fædd að Vesturgötu 29 hér í borginni. Þar bjuggu for- eldrar hennar Carólína Siemsen og Ottó N. Þorláksson skipstjóri. Margrét var ein af fimm börnum þeirra hjóna. Systkini hennar voru Hendrik, Kristinn, sem eru báðir látnir, Jafet og Steinunn lifa af systkinahópnum. Margrét átti öll sín bernskuár á Vesturgötunni og taldi sig hreinræktaðan Vesturbæing. Minntist hún oft leikfélaga sinna, skólasystkina og vinafólks fjöl- skyldunnar frá fyrri tíð. Hendrik bróðir hennar segir í endurminn- ingum sínum: „Einhver dularfull taug tengir Vesturbæinga saman“, og það voru sannarlega hiýjar Dáin 4.5. 1984 minningar sem Margrét átti frá sín- um bemskuslóðum. Margrét gekk í Miðbæjarbarna- skólann og séra Bjarni fermdi hana í Dómkirkjunni. Innan tvítugs vann hún við verslunarstörf hjá gamla Liverpool og síðar hjá Hljóðfæraverslun frú Önnu Frið- riksson. Átján ára gömul sigldi hún til Danmerkur til að forframast eins og það var kallað - dvaldi hjá móðurbróður sínum og fjölskyldu hans. Hann hét Eduard Siemsen og var bakari í Silkeborg. Fleiri ætt- ingja áti hún frá þessum slóðum, en móðuramma hennar var dönsk, ættuð frá Randers á Jótlandi. Hendrik skrifar um þessa ættingja í bók sinni „Frá Hlíðarhúsum til Bjarmalands“. Margrét giftist árið 1928 Ársæli Sigurðssyni trésmíð- ameistara, fjölhæfum gáfumanni, sem hafði stundað nám í Þýska- landi og París og var mikill mála- maður. Tvö fyrstu hjúskaparárin bjuggu þau á Kárastígnum en fluttu svo til Kaupmannahafnar þar sem Ársæll var á vegum Sfldareinkasölu ríkis- ins í nokkur ár. Mjög var gest- kvæmt á heimili þeirra í Höfn og áttu margir landar þar athvarf um lengri eða skemmri tíma meðan þeiira naut við. Árið 1936 fluttu þau heim og áttu þá heima á Nýlendugötu 13 í sambýli við foreldra Margrétar. Þangað lá margra leið til Möggu og Sæla til skemmtunar og umræðna um dægurmálin. Eftir lát gömlu hjónanna seldu þau húsið á Ný- lendugötu og keyptu þægilega íbúð á Hringbraut 97. Margrét og Ársæll eignuðust þrjá syni. Elstur þeirra er Már, hann er kvæntur Lilju Kristjáns- dóttur og eiga þau fimm börn, öll uppkomin. Hrafnkell er kvæntur Svövu Ágústsdóttur og eiga þau tvo syni. Snorri er kvæntur Hjör- dísi Hjörleifsdóttur og eiga þau þrjú börn. Margrét missti mann sinn Ársæl 11. ágúst 1973 eftir 45 ára farsæla sambúð. Þau voru bæði sósíalistar að lífsskoðun og lögðu lið sitt þeirri hugsjón til hinstu stundar. Margrét hefur búið ein í íbúð sinni í ellefu ár, hughraust og óvflin og hefur notið umhyggju og ástrík- is sona sinna og tengdadætra. Hún elskaði og dáði barnabörnin og lét sér mjög annt um fjölskyldubönd- in. Að lokum minnist ég þakklátum huga þeirra samverustunda sem ég hefi notið með vinkonu minni Mar- gréti Ottósdóttur í starfi og leik gegnum árin og sérstaklega sam- starfs okkar í Kvenfélagi sósíalista, sem hefur varðað í fjörtíu ár. Margrét lést eftir stutta legu, 4. maí s.l. Hún var jarðsett frá Nes- kirkju þann 10. maí að viðstöddu fjölmenni. Blessuð sé minning hennar. Helga Rafnsdóttir. Björgunar netið Markús Miðvikudaginn 9. maí s.l. var undirritaður samningur um einkasölu á Björgunarnet- inu Markús á Islandi og er- lendis. Með samningnum tekur Jón Hjaltalín Magnús- son að sér kynningu og sölu á Björgunarnetinu Markús, en samhliða gerð hans var hafínn undirbúningur að stofnun fyr- irtækis um framleiðslu, eftir- lit, kennslu og frekari þróun á Björgunarnetinu Markús. Gert er ráð fyrir að sjómenn með skerta starfsorku og ör- yrkjar fái forgang að störfum við framleiðsluna, eftir því sem skynsamlegt þykir. Áætl- að er að reisa sérhannað hús- næði í því skyni. Samningar um einkasölu á Björgunarnetinu Markús undirritaðir í Sjóbúð Markúsar Þorgeirssonar, þar sem netið var hannað og Markús varðveitir heimildarminjar sem snerta björgunar- og öryggisbúnað sklpa. Sjómenn og öryrkjar fá forgang að störfum við framleiðsluna skipum, borpöllum á hafi úti og bryggjum. Við erfiðustu aðstæð- ur á siíkum stöðum telja kunnug- ir menn að ekkert annað þekkt björgunartæki komi í staðinn fyrir Björgunarnetið Markús. U.þ.b. 100 menn hafa tekið þátt í björgunaræfingum og til- raunum með netið og sem dæmi um kosti netsins má nefna, að við eina björgunaræfinguna voru hífðir 9 menn í einu úr sjónum, án þéss að nokkur meiddist. Hafa allir þátttakendur hingað til verið óreyndirog óæfðir fyrir björgun- aræfingarnar. Nýtt fyrirtæki og sala erlendis Einnig er nú hafinn undirbún- ingur að gerð kennslu- og heimildarkvikmyndar um Björg- unarnetið Markús, í samvinnu við Björgunarfélag Vestmanna- eyja, Hjálparsveit Skáta í Vest- mannaeyjum og skólastjóra Stýrimannaskólans í Vestmanna- eyjum, Friðrik Ásmundsson. Kvikmyndafélagið Myndun sér um töku myndarinnar og er stefnt að því að ljúka henni í júní. Nú þegar hafa um 500 björgun- arnet verið seld til um 200 skipa og 15 hafna og hefur þessi upp- finning Markúsar Þorgeirssonar nú sannað gildi sitt við björgun 10 mannslífa á fjórum skipum, þar af einu þýsku og einu færeysku, þegar lögboðin bjargtæki hafa ekki dugað. Björgunarnetið Markús er ætl- að sem viðbót við bjarghring um borð í skip, borpalla og á bryggj- ur. Netið hefur eftirtalda kosti fram yfir bjarghringinn: 1. Að reka hægt undan straumi og vindi. 2. Að veita gott grip. 3. Að ná markvisst til manns í sjónum. (Björgunarmaður stekkur í sjóinn með líflínu utan um sig). 4. Aðtakabæðiþannsembjarga á og björgunarmenn. 5. Að vera sérhannaður hífibún- aður fyrir jafnt sjálfbjarga, ósjálfbjarga og lífvana menn, við efiðustu aðstæður, jafnt með þyrlu, skipskrana sem höndum. 6. Að vera hentugt tæki tilað flytja skipsbrotsmenn milli skipa við erfiðustu aðstæður. 7. Að vera hentugt varatæki, þegar yfirgefa þarf skip í skyndi og ekki er víst að gúmí- bátur náist eða blási sig upp. 8. Að nýtast sem burðarnet við þröngar aðstæður um borð í skipum. 9. Mjög auðvelt er að synda í netinu. Björgunarnetið Markús hefur nægan flotkraft til að halda uppi þeim fjölda manna, sem það er gefið upp fyrir, þ.e. 2 til 4 menn. Það hentar sérstaklega vel til að bjarga manni úr sjó af borðháum Þegar hafa nokkrar fyrirspurn- ir borist erlendis frá og er ekki ólíklegt að þetta geti orðið ný út- flutningsvara. Hér sjóst aftilar þessa máls, talift frá vinstri, þeir Pétur Th. Pétursson, Markús B. Þorgelrsson björgunartækjahönnuftur og Jón Hjaltalín Magnússon.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.