Þjóðviljinn - 18.05.1984, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 18.05.1984, Blaðsíða 8
8 SÍÐA - ÞJOÐVILJINN Föstudagur 18. maí 1984 AUKABLAÐ Árni Höskuldsson GullsmiÁur Bergstadastrœti 4 101 Reykjavík S -91-20335 Verblaunagriþir í úrvali einnig gull- og silfurskartgriþir KYNNIST EIGIN LANDI Ferðamálaráö íslands hvetur hestamenn til að ganga vel um eigið land. Munið að landið okkar, óspillt af manna VÖldum, er dýrmætur arfur, sem við skilum næstu kynslóð rðamálaráð Islands Laugavegi 3, 101 Reykjavík Sími (9 1) 27488 Telcx 2248 Hestadagar í GarÖabæ 18.-20. maí 1984 HestamannafélagiðAndvaristendurfyrir3ja daga sýningu og skemmtun á íþróttasvæði Garðbæinga og í féiagsmiðstöðinni Garðaiundi helgina 18.-20. maí. Sögusýning Sýndir verða ýmsir munir úrÁrbæjarsafni og Þjóðminjasafni tengdir íslenska hestin- um. Myndasýning Kvikmyndasýningar, myndbandasýningar og litskyggnusýningar frá hestamótum og afeinstökum hestum. Vörusýning Glæsileg kaupstefna verðurhaldin á öllu því sem lýturað hestahaldi, svo sem reið- tygi, reiðfatnaður, innréttingar íhesthús, fóðurvörur, útgáfustarfsemio.fl. Tískusýning Tískusýning verður með nýju sniði. Sýnd verða gömul reiðföt og nýjasta tiska í reiðfatnaði. Útisvæði • Margirbestu gæðingar landsins koma fram, svo sem:Eldjárn, Hlynur, Hrímnir, Krystall, Þorriog margirfleiri. • Náttfari frá Ytra Dalsgerði verðursýndurmeð af- kvæmum. • 4þekktirknaparsýna hindrunarstökk. • HópsýningFélagsTamn- • ingarmanna. • Söðulreið og sýning á gömlum vinnubrögðum með hestum svo sem: Heybandslest, kaupstaða- ferð, póstferð, dráttarhest- aro.fl. • Hestaleigafyrirbörn. Veitingar. Flugleiðirbjóða ódýrar hópferðir til Reykja víkur fyrirlandsbyggðarfólk. Opnunartími: Föstudag 18. maíkl. 18-22 Laugardag 19. maí kl. 12-22 Sunnudag20. maíkl. 12-22 Sama dagskrá verðuralla dagana og þvígildirhverað- göngumiði einu sinni. Þór. Framhald af bls. 7 var logandi hræddur við girðingar og gaddavír. Þegar við svo fórum að nálgast girðinguna, gerðist hann óstilltur og ég varð að taka við stjórninni. Það var alveg voðalega erfitt. Við lentum uppi í Varmadal og ég var svo áttavilltur að ég þekkti ekki Varmadalinn. Vissulega eru hrossin misgáfuð eins og mennirnir. En þau finnaöll hvort þau geta treyst manninum. Þau eru hænd að honum og ef þau fá góð atlot, þá sækja þau í mann- inn. Menn farnir að fara betur með hesta sína. Hvernig er hestamennskan í dag, hefurðu séð miklar framfarir? þróttakempan Þorgelr í Gufunesi, slandsmeistari í kringlukasti og kúl- uvarpi í 16 ár, glímukóngur íslands árum saman. Já, það hafa orðið geysilegar framfarir og menn eru farnir að fara ákaflega vel með hestana sína. Það væri litið niður á þann sem ekki gerði það. í gamla daga fóru menn oft svo illa með hesta sína að það er varla hægt að segja frá því. Ég man sérstaklega eftir því einu sinni að ég var að koma frá Þing- völlum með fleira fólki. Með okkur í ferðinni var einn karl sem reið hesti sínum illa, gerði ekkert annað en að sparka í hann. Ég sagði hon- um að ég tæki af honum hestinn ef hann hætti ekki að sýna svona framkomu. Hann hélt áfram og barði hestinn líka alltaf. Það var voðalegt að sjá þetta. Svo þegar við komum hérna að Leirvogsvatni í Stardal, tók ég af honum hestinn og teymdi hann sjálfur það sem eftir var leiðarinnar. Þetta er það ljótasta sem ég hef lent í, ég var á bilinu að henda manninum í vatn- ið. Það hefur margt gerst í hesta- mennskunni hjá mér, en þó ekkert eins leiðinlegt og með hann Bleik minn sem þá var foli. Það er nú það krappasta sem ég hef komist í í líf- inu. Ég var að koma að norðan og hrossin áttu að vera hér í túninu. Það var að flæða að þegar ég kom og ég gat hvergi séð Bleik. Eg fór því að leita að honum og fann hann í skurði sem er frárennsli frá Guf- unesi og var fullur af mannaskít og úrgangi frá Áburðarverksmiðj- unni. Nú, ég þurfti að rífa mig úr fötunum og vaða út í skurðinn til að bjarga folanum. Það komu menn frá Áburðarverksmiðjunni til að hjálpa mér og við náðum honum upp úr, en ég og Bleikur vorum allir útataðir í mannaskít. Það er það sóðalegasta sem ég hef lent í og þeir í Áburðarverksmiðjunni sprautuðu á mig vatni næstum allan daginn til að ná af mér skítnum. Ef ég hefði komið 10 mínútum seinna hefði verið flætt yfir skurðinn og Bleikur dauður. Ég heyri sagt að þú hafir farið undir hesta og hafið þá á loft? Já, já, ég hef oft gert það. Það var einu sinni stóðhestur hérna sem ég vildi selja, hann hét Nökkvi. Það komu einhverjir menn frá stjórn Búnaðarfélagsins að skoða hann. Þá var það að einn þeirra vildi reyna hann, en hesturinn neitaði að fara af stað, svo ég fór undir hestinn og lyfti honum. Þetta hafði Jóhannes á Borg gert áður og ég vildi auðvitað ekki vera minni maður og reyndi þetta. En Jóhann- es var miklu, miklu sterkari en ég, blessaður vertu maður leikur nú ekki alla hluti eftir honum. Margfaldur met- hafi í frjálsum íþróttum En þú hefur lagt stund á fleiri íþróttir en hestamennskuna. Já, ég átti metið í kúluvarpi og kringlukasti í 16 ár. Kastaði fyrst bara með hægri hendi, en fór svo að æfa með vinstri hendinni líka og fór að kasta með báðum. Ég var alltaf í frjálsíþróttunum og vann 1. verðlaun í fimmtarþraut árið 1924. Svo var það glíman. Selnna fór ég að kasta kúlunni líka með vinstri hendi. Ég fór á íþróttaskóla í Dan- mörku og kom síðan heim og byrj- aði að kenna í Varmadal. Svo lét maður plata sig út í búskap, Afhvaða kyni eru Gufuneshross- in? Þau eru nú frá mér, ég er búinn að vera í þessu gegnum árin. Ég get fullyrt það að ræktunin hefur aldrei komið eins vel út hjá mér og núna. Ef ég fæ 2-3 ár í viðbót þá verð ég ánægður, þá er ég búinn að koma þessu á rétt spor. Hvað er svona eftirsóknarvert við hesta? Það er gaman að vera með hest- inum og alveg örugglega mannbæt- andi. Það megið þið hafa eftir Geira BÓ/ss Einstök skemmtun fyrir alla fjöiskyiduna ekkibara hestaáhugafólk, helduralla. HESTAMANNAFÉLAGIÐ ANDVARI GARÐABÆ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.