Þjóðviljinn - 18.05.1984, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 18.05.1984, Blaðsíða 9
BLAÐAUKI Föstudagur 18. maí 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 Félagsleg, sál- fræðileg og bók- menntafræðileg úttekt á sjálfs- kilningi íslensku þjóðarinnar í hestum Um heimsskilning íslenskra hestavísna Höfðingi íslenskra rithöf- unda hefur í hálf kæringi tal- að um þá áráttu íslendinga a ð yrkja hestavísur. Hann segirá einum stað á þá leið að mörlandar yrki um þessar „úrkynjuðu truntur sínar eins og þeir væru goðkynj- aðir gæðingar". Ekki man ég betur. Þetta mun mörgum þykja næsta ósæmilegt orðbragð, en hitt er víst að margar eru vísumar og svo til allar lofa þær hestinn. Ekki kann- ski endilega með því að lyfta hon- um upp til skýja. Hesturinn er til Til dæmis tók ég mig til og blaða- ði í safni hundrað hestavísna í fræðilegum tilgangi. Ég komst að þeirri niðurstöðu að um 35% allra hestavísna lýstu því blátt áfram hvemig hesturinn hleypur og stekkur og hreyfir sig yfirhöfuð. Inntak vísnanna var fyrst og síðast hrifning af þessu veraldarundri: að hesturinn skuli hreyfa sig: Hringar makka á skeiði óskakkur - skal um blakkinn þetta téð; undan fótum fleygir grjóti og foldu rótar hófum með. Hestur er huggun Einatt kemur fram í þessari al- mennu tilvistarhrifningu af hreyf- ingum hestsins einhver leynd þörf manna til að valda usla í tilverunni, fleygja grjóti, þyrla upp rykmekki, gera allskonar hávaða. Og þar með er líka komið að því sem er sam- kvæmt okkar fræðilegu könnun efni um það bil 13% hestavísna. En það er sá boðskapur, að hesturinn sé huggun, uppbót á basl, fátækt og sálarkvöl ýmiskonar, hesturinn í hlutverki prests, sálfræðings og Broadway. Einatt er tóninn í þessu næsta eymdarlegur: Heims af kvölum hef ég nóg, harma bítur Ijárinn, Margt eitt bölið bœtir þó blessaður rauði klárinn. Hesturinn er betri En tónninn getur eins verið nokkuð svo glaðbeittur. f beinu framhaldi af þessu má svo minna á það, að hesturinn er ekki bara upp- bót og huggun - hann er mönnum fremri, eða svo hermir í um það bil 10% vísna. Hesturinn hefur vit og snilli þegar eigandinn er rammvilltur og kannski útúrdmkk- inn. Gráni er skemmtilegri en prestur á stóli. Glói minn er gim- steinn, hestum ber fremur að treysta en mönnum. Þótt skömm sé frá að segja gengur þessi dýrkun stundum svo langt að jafnvel ástin er hrossum ómerkilegri og guð má vita hvumig það endar: Leysir Skotta Ijúfan vind - létt sem þeyr mig ber hún. Ég á enga konukind. Kœrastan mín er hún. Hestur er örvun Fieiri verða jákvæð hlutverk hesta. Eitt er að þeir örva til skáldskapar (2%). Eða eins og þar segir: Blakkar frýsa og teygja tá tunglið lýsir hvolfin blá. knapar rísa og kveðast á, kvikna vísur til og frá. Hitt er svo athugandi fyrir land- læknisembættið og SÁÁ, að um 7% hestavísna bera því vitni, að hestar beinlínis örvi menn til drykkjuskapar! Einhver undarleg samanburðarstefna á útreið og fyll- en er hér á ferð sem tengist þá við það, að hvom tveggja sé upbót á leiðindum lífsins. Stundum er reyndar vandséð hvar er orsök og hvar afleiðing, hvort hestamenns- kan vakti löngun í brennivín eða brennivín minnti á hestinn: Þú skalt hlaupa - hlaupa nú heim yfir grund og mela, enda saup ég - saup ég nú svolítið á pela. Hesturinn er ég Til er sá angi á skáldlegri hrossa- heimspeki íslendinga að líkja sam- an hestinum og heiminum og mannsins æviskeiði, hesturinn er þá svosem ekkert betri en heimur- inn og við: Hann er barasta alveg eins. Farðu hægt við folann minn, segir eitt skáldið. hann er eins og heimurinn hrekkjóttur og slœgur. Við erum bæði fangar, segir skáldkona ein við sinn hest. Fræg er þessi samlíking hér: Betra er að vera klakaklár og krafsa snjó til heiða en vera mýldur öll sín ár undir hnakk og reiða. Og er rétt að bæta hér í leiðinni það starf sem unnið er við að upp- lýsa aðföng fslandsklukkunnar Laxness: Hér er náttúrlega kominn sá þanki, sem þar er settur fram, um að betra sé að vera lúbarinn þræll en feitur þjónn! Samsömun hests og manns er svo sterk víða, að eitt skáldið tekur hestinn sinn með í spíritismann. Sú spuming er áleitin, segir hann. hvort ég muni Hausta minn hinummegin finna. Hestar og neikvœðið Reyndar lýsa um 6% hestavísna eftirsjá eftir hestum, eins og von- legt er, þar sem áður hefur komið fram, að þeir eru rétt eins og menn eða betri: Eg hef selt hann yngra Rauð, er því sjaldan glaður segir þar. Það er satt að segja ekki nema eit skáld sem er svo ósvífið að halda því fram í samanlögðum hestaskáldskapnum, að honum sé sama þótt hesturinn drepist undan honum: Hryssutjón ei hrellir oss, hress er ég þó drœpist ess. Og þegar annar maður til rýfur hina rammefldu hefð, að hestur er aðeins í einskonar jákvæðu gildi í skáldskapnum, þá bregður hann fyrir sig gamansemi um rasssæri sem er nú svona og svona. Stans- aðu nú, segir hann því stökk þín usla gerðu, mitt er orðið skrýtið skinn í skorunni að aftanverðu. Hestur er ekki nytsamur Það er einkar athyglisvert, að þar er bannað í hestavísum að minnast á nytsemi hesta öðruvísi en að vísa til þess að þeir bera eigendur sína óverðuga á milli staða, jafnt í brýnu erindi sem er- indisleysu. Annað er helst ekki minnst á. Aðeins ein vísa getur um það feimnislega að hestur hafi ver- ið vaninn við vagn. Ein vísa vísar beint til smalamennsku. Og aðeins eitt skáld er svo svívirðilegt að geta þess í vísu, að hestar séu étnir: Ólafur svangur étur Jörp en ég má ganga í staðinn. Oog er eins víst, að hér sé fyrst og fremst um stéttabaráttu á villi- götum að ræða („ég má ganga“), en alls ekki nein meðmæli með folald- abuffi. Hér skal nú staðar numið, enda hefur tekist að sanna það sem sanna átti: Að íslenskar lausavísur eru ekki til án hesta (sumar hesta- vísur eru reyndar alls ekki um hesta). Hitt bíður svo nánari rann- sóknar síðar, hvort hestar geti þrif- ist á fslandi án lausavísna. Sem við teljum reyndar vafa- samt. Hestamenn, hrossaræktarmenn. Hjá okkur fáið þið eftirtaldar bækur Handbók bænda 1984 Ættbók íslenskra hrossa Ættbókarskýrsluform Kr. 250.- Kr. 500.- Kr. 50.- SENDUM í PÓSTKRÖFU Búnaðarfélag íslands Bændahöllinni v/Hagatorg NAMSKEIÐ Fyrirhuguð eru tvö námskeið í hestamennsku fyrir börn og ung- linga 27. maí til 10. júní. Fjölbreytt þjálfun á hestbaki. Góð aðstaða, gerði, hringvöllur og fjöl- breyttar reiðleiðir. Bóklegir tímar og myndasýningar. Þátttakendur geta fengið hest á staðnum, eða komið með sinn eigin hest. Nánari upplýsingar í síma 95- 1570. Þórir ísólfsson Lækjarmóti V-Hún. RM i(ttrt/rr/)llj tudurbltnixhoi ioqjuti nl< n \<t butntuðut FÓÐUR gœðingur a gott skjlið ____hestafóóur reiðhestablanda Blandan inniheldur steineini, salt og öll þau vítaminefni, sem eru hestinum nauðsynleg. h folaldablanda Blandan er mjög vítaminrik. t/ÍR heilir hestahafrar Úrvalstegund. Hestamenn! Vanti ykkur búnað til hestamennskunnar, komið þá við í MR-búðinni Laugavegi 164. fodut lirástr.r MJOLKURFÉLAG REYKJAVÍKUR Afgreiösla Laugavegi 164. Simi 11125 og Fóöurvöruafgreiösla Sundahöfn. Simi 82225 Hilmar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.