Þjóðviljinn - 18.05.1984, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 18.05.1984, Blaðsíða 11
AUKABLAÐ Fimmtudagur 17. maí 1984 "ÞjÓÐVILllNN - SÍÐA Í1 ' Fjörugir hestar geta líka orðið óþolinmóðir í myndatöku. Skemm tilegas ta námskeið sem við höfum sótt Ekki virtust krakkarnir vera í neinum vandræöum meö aö stjórna hestum sínum. Við ræddum lítillega við þau Elínu Rós Sveinsdóttur, tíu ára, og Róbert Petersen, bráðum átta ára. Bæði byrjuðu kornung að umgangast hesta. Elín varað- eins þriggja ára þegar byrjað var að teyma undir henni og Róbert sagðist hafa byrjað í hestamennskunni fimm ára. Þau voru sammála um að þetta væri mjög skemmtilegt námskeið, sérstaklega að fara á gott tölt, stökk og í langa reiðtúra. Er þetta fyrsta námskeiðið sem þið faríð á? Elín: Nei, nei. Við vorum bæði á námskeiði í Saltvík árið 1982. Þar voru kennd undirstöðuatriði, eins og þau hvernig á að setja hnakkinn og beislið á hestinn og hvernig á að sitja hann. Þetta námskeið hér í Víðidal er til að þjálfa okkur fyrir íþróttadeildamótið 30. maí. Er þaðfyrsta mótið sem þið takið þátt í? Róbert: Nei. Við tókum þátt í síðustu firmakeppni Fáks og í apríl vorum við með í töltkeppninni. Töltkeppnin átti að vera í mars, það áttu að vera ískappreiðar á Rauðavatni. Það varð hinsvegar aldrei og mótið var haldið hér í staðinn. Ætlið þið að taka þátt í fleiri mótum í sumar? Elín: Nei, í sumar látum við hest- ana á sumarbeit austur í Ölfus, síð- an fara þeir á haustbeit fram að jólum í Súlnaholt. Aftur á móti fer ég á mínum hesti í langa ferð í sumar. Líklega frá Hveragerði og eitthvað vestur, eða á hestamanna- mót. Hafið þið aldrei dottið af baki? Elín: Ekki ég. Ég hef bara hent mér af baki einu sinni. Ég var á stökki og hnakkurinn var skakkur, svo ég var alveg að detta, þá henti ég mér af baki, hljóp á eftir hestin- um, og náði í taglið á honum til að stoppa hann. Róbert: Ég hef fimm sinnum dottið af baki, en aldrei meitt mig neitt alvarlega. Einu sinni henti ég mér Iíka af baki. Þá var ég á svelli hér á vellinum. Hesturinn rann til og ég náði að henda mér af baki og hesturinn datt næstum því ofan á mig. En Brúnó, gamli hesturinn minn, steig einu sinni ofan á míg. Ég var með fjóra hesta uppi í brekku að gefa þeim að bíta. Allt í einu ruku þeir allir af stað niður brekkuna og stefndu beint á mig. Ég náði að forða mér undan þeim, þó ekki lengra en -það að Brúnó steig á mig. Það var vont. Ég spurði þau Elínu og Róbert hvort þau hefðu aldrei verið hrædd á hestbaki. Þau hlógu bara og sögðust aldrei hafa verið hrædd og hvettu alla krakka sem hefðu áhuga á hestamennsku til að fara á barna- og unglinganámskeið hjá Fáki og Elín bætti því við að hún vildi ennfremur minna fólk á íþróttadeildamótið á vellinum í Víðidal 30. maí. ss DRÁTTARBEISLI - KERRUR Látið fagmenn vinna verkið Framleiðum beisli á allar gerðir bif- reiða. Smíðum allar gerðir af kerrum. Leitið verðtilboða. Uppl. í símum 28616 og 72082. ÞÓRARINN KRISTINSSON VÉLSMIÐJA KLArPARSTlG 8. SlMI 28616 - N.nr. 9415-7366. STOFNLANADEILD LANDBÚNAÐ- ARINS Laugavegi 120 105 Reykjavík Umsóknir um lán vegna framkvæmda á árinu 1985 skulu hafa borist Stofnlánadeild landbúnaðarins fyrir 15. september næstkomandi. Umsókn skal fylgja teikning og nákvæm lýsing á framkvæmdinni, þar sem meðal annars er tilgreind stærð og byggingarefni. Ennfremur skal fylgja umsögn héraðsráðunautar, skýrsla um bú- rekstur og framkvæmdaþörf, svo og veðbókarvottorð. Þá þurfa að koma fram í umsókn væntanlegir fjármögnunarmögu- leikar umsækjenda. Sérstaklega skal á það bent, að þeir aðilar, sem hyggja á fram- kvæmdir í loðdýrarækt árið 1985, þurfa að senda inn umsóknirfyrir 15. september nk., svo að þeir geti talist lánshæfir. Eldri umsóknir falla úr gildi 15. september næstkomandi, hafi deildinni eigi borist skrifleg beiðni um endurnýjun. BÚNAÐARBANKI (SLANDS STOFNLÁNADEILD LANDBÚNAÐARINS STIGIÐI VITIÐ í Nokía stígvélum er óhætt að bjóða bleytu og snjó byrgínn. Nokía stígvél eru þrælsterk og þolín, og þau endast von úr vítí. Það er því vít í að kaupa Nokía stígvél. Handunnin gæðavara frá Finnlandi IMOKIA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.