Þjóðviljinn - 18.05.1984, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 18.05.1984, Blaðsíða 14
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 18. maí 1984 BLAÐAUKI! FOÐURBLANDAN HF. Grandavegi 42 - Reykjavík Sími 2Ö777 Inni í Garðalundi mun verða sett upp vörusýning á öllu því er að hestahaldi lýtur og munu ýmis fyr- irtæki, er þessa vöru hafa á boð- stólum, sýna þar og kynna vöru sína og þjónustu. f tengslum við vörusýninguna munu fara fram tískusýningar á reiðfatnaði, gömlum og nýjum. í samvinnu við Árbæjarsafn mun verða sett upp sýning á gömlum reiðtygjum og frá sama aðila mun einnig koma ljósmyndasýning um íslenska hestinn, sem ekki hefur áður sést hér á landi, en verið far- andsýning erlendis nú um nokkurt skeið. Á útisvæði munu allar hestasýn- ingar fara fram og er íþróttavöllur- inn sjálfur einkar hentugur til hest- asýningar. Sett verður upp sögu- sýning um íslenska hestinn. Þar verða sýnd á hestum gömul vinnu- brögð , svo sem heybandslest, póstlest, hestvagnar, kaupstaða- ferð með áburðarhesta o.fl.. Hafa til þessa verið fengið lánuð ými- skonar hestaáhöld og verkfæri, sem ekki hafa sést í notkun nú um 30 ára skeið. Aðalatriði þessarar sýningar teljum við þó vera það sem við höf- um kallað „Toppsýningu" á ís- lenska hestinum. 7 landsþekktir gæðingar Fyrst skal nefna að tekist hefur að fá til sýningarinnar 7 landsþek- kta gæðinga, sem staðið hafa í 1. sæti á lands- eða fjórðungsmótum hestamanna, allt frá árinu 1978. Allir hafa hestar þessir yljað hesta- áhugafólki um hjartarætur með snilli sinni á stórmótum undan- farandi ára, en aldrei fyrr hefur gefist kostur á að sjá þá alla á ein- um stað og bera saman kosti þeirra og glæsileik. Verður að draga í efa, að slíkt tækifæri gefist aftur. Allir eru þessir höfðingjar enn í fullu fjöri og er fyrir löngu byrjaður undirbúningur og þjálfun þeirra fyrir sýninguna. Á þéssari toppsýningu munu koma fram 6-8 snjallar reiðkonur, sem ríða munu í söðlum á úrvals gæðingum og búnar gömlum ís- lenskum reiðfötum. Hafa í þessa sýningu verið valdir glæsilegir tölt- arar og vekringar og má því búast við tilþrifamikilli sýningu hjá kon- um. Hindrunarstökki hefur ekki ver- ið mikill gaumur gefinn í hesta- mennsku á íslandi hingað til, en nú verða því gerð góð skil. Fengnir hafa verið nokkrir góðir reiðmenn til að æfa glæsilegt atriði í þessari grein og hafa verið smíðaðar sér- stakar hindranir að erlendri fyrir- mynd, í þessu skyni. Er stefnt að 1 íslandsmeti í hindrunarstökki á sýningunni. Á „Toppsýningunni“, sem taka mun um 1 klst., verður boðið upp á ýmislegt fleira, svo sem nýstárlegt sýningaratriði, sem tamningar- maðurinn Hreggviður Eyvindsson hefur þjálfað með glæsihestinum Fróða, sem er undan hinum þekkta stóðhesti, Herði frá Kolkuós. Enn- fremur munu nokkrir landsþekktir kappreiðavekringar fara á kostum um völlinn og félagar úr Félagi Pantanirá skrifstofu Landssambands- ins Snorrabraut 54, einnig fyririiggj- andi ýmis rit L.H. Hreggvlður Eyvindsson með Fróða. Hestamannafélagið Andvari Garðabæ og Bessastaða- hreppi opnar í dag sýninguna „Hestadagar í Garðabæ". Sýn- ing þessi er bæði kynning á ís- lenska hestinum og vörusýning á vörum til hestahalds, ásamt sögusýningu um hestinn. Sýn- ingin verður haldin á íþrótta- svæði Garðabæjar og í félags- miðstöðinni Garðalundur, sem stendur við hlið íþróttavallarins. Nú á næstunni verða til sölu mynd- bönd af Landsmótum hestamanna 1978 og 1982, VHS gerð á 1250 kr. stk. íslenskur hnakkur á uppleið! y Islenskum hestum hæfa best íslensk REIÐTYGI Bfllítviti S,jloryflldur SÖÐLASM ÍÐ A VER KST ÆÐI AUSTURVEGI 21, SELFOSSI, SlMI 99-1900 Litir: Svart og dökkbrúnt. Fóðrun REIÐHESTA FB fóðurbtöndurnar eru úrvals íslenskt kjamfóðurbættar steinefnum og vítamínum eftirþörfum, samkvæmt niðurstöðum heyrannsóto»a hjá Rannsóknastofmm Land- búnaðarinshverju sinni. Fyrfr reiðhesta höfum við sérstaka FB hesta- köggfa ogFBhestahafra. Fóöurfræðingur okk- ar fyfgist með framteiðslunnieg vekk fúslega allaruppfýsingar. FBHESTÁKÖGGLAR Meltanlegt Fóðureiningar Steinelniíkg. hráprótín íkg. gkalsíumgfosfcx 10% 0,85 10 9 fóóurbiöndur búmarmssns

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.