Þjóðviljinn - 18.05.1984, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 18.05.1984, Blaðsíða 15
BLAÐAUKI Föstudagur 18. %haí 1984 ÞJÓBVILJINN - SÍÐA15 VI6ar Halldórsson á hindrunarstökki. „ Hestadagar í Garðabæ“ tamningamanna munu sjá um hópsýningu á hestum, og er víst að þar mun koma fram ýmislegt af því vandasamasta og besta sem hægt er að sjá í íslenskri reiðmennsku. Þá er að nefna það, sem flestir hestamenn hafa beðið eftir í mörg ár, en það er, að þarna verður hinn landsþekkti stóðhestur Náttfari frá Ytra-Dalsgerði í Eyjafirði sýndur með 10 afkvæmum, og er þetta í fyrsta sinn, sem almenningi og hestamönnum gefst kostur á að sjá þennan fræga stóðhest með afkom- endum sínum. Náttfari, sem er undan heiðursverðlaunahestinum Sörla frá Sauðárkróki, kom fyrst, fram á Landsmóti hestamanna á Vindheimamelum í Skagafirði árið 1974, þá 4ra vetra gamall og stóð efstur í sínum flokki. í margra augum olli sýningin á Náttfara árið 1974 kaflaskilum í hros'sarækt og reiðmennsku á fslandi. Má telja það almenna skoðun, að þar hafi komið hvað greinilegast fram ár- angur af áratuga löngu starfi í hrossarækt á íslandi, ásamt geysi- legum framförum í reiðmennsku, sem hófust upp úr 1970. Hvenær sem Náttfari hefur kom- ið fram síðan, hefur hann vakið feikna athygli, og þá alveg sérstak- lega fyrir snilld sína á skeiði, og hrossaræktarráðunautur Búnað- arfélags íslands, Þorkell Bjarna- son, hefur nefnt hann „mestan gæðing í röðum stóðhesta". „Toppsýningin" verður undir stjórn hins landskunna hestamanns Eyjólfs ísólfssonar, og hefur hann haft veg og vanda að undirbúningi hennar. Á útisvæðinu mun ýmiskonar önnur starfsemi fara fram. Þar mun verða komið fyrir folaldsmerum og lambám, börnum leyft að koma á bak hestum og ýmiskonar hesta- sprell og skemmtiatriði mun verða í gangi alla dagana. Fjölskylduhátfð Hesta- og vörusýningin „Hesta- dagar í Garðabæ“ mun verða snið- in að því að gera hana áhugaverða fyrir almenning, eins konar fjöl- skylduhátíð. Hér er ekki um að ræða venjulegt hestamót, heldur fyrst og fremst hugsað um það að sýna allt það glæsilegasta og besta sem íslenski hesturinn hefur í fari sínu, ásamt því að kynna stöðu hans í sögu og menningu þjóðar- innar og að lokum að kynna fólki allt það er að hestahaldi lýtur, s.s. framleiðslu og sölu á reiðtygjum, fóðrun hrossa, hesthúsabyggingar, útgáfu- og félagsstarfsemi o.s.frv.. Hestasýningin „Hestadagar í Garðabæ“ verður opnuð með há- tíðlegri athöfn í dag föstudaginn 18. maí og verður boðið til opnun- arinnar fjölda gesta. Forseti íslands, frú Vigdís Finn- bogadóttir, hefur verið svo vin- samleg að þiggja boð Hestamanna- félagsins Ándvara, að vera gestur við opnun sýningarinnar. Hestöfl sem um munar RACINGMINERAL Hestamenn Vorum að fá hina viðurkenndu EVOS-RACING vitamín- og steinefnablöndu í 20 kg sekkjum G UÐBJÖRN GUÐJÓNSSON HEILDVERZLUN P. 0. Box 1003 - Reykjavík HESTAMENN! VÍKURVAGISIAR FRAMLEIÐA: Hestakerrur Jeppakerrur Fóiksbílakerrur Sturtuvagna Vönduð vara á góðu verði Veljum íslenskt Greiðslukjör - Vélaborg hf. Víkurvagnar Sundaborg, Reykjavík Vík í Mýrdal Símiar: 86655 og 86680 Sími 99-7134 Hvað er eitt loftræstikerfi í hesthúsið á móti hestaheilsu gæðingsins? Globus hf, hefur á undanförnum árum útvegað hundruðum bænda og hestamanna um land allt Bruvik loftræstikerfi í allar gerðir gripahúsa. Bruvik loftræstikerfið er hannað af ráðunautum Landbúnaðar- háskólans á Ási í Noregi, að undangengnum margháttuðum rannsóknum. Við hjá Globus hf. leggjum í dag sérstaka áherslu á að útvega hestamönnum lítil, sjálfvirk loftræstikerfi fyrir 8-30 hesta hús. Við veitum einnig ráðleggingar varðandi val loftræstikerfa og uppsetningu. Útblástursvifta. Staðsett í strompi eða útvegg. Vittan sér um að endurnýja loftið í húsinu. Sex þrepa hraðastillir. Breytir afköstum útblástursvittu frá 20-100% af hámarksatköstum. Hitastillir er einnig fáanlegur sem er hægt aö still frá +30° til -5°. Loftblandari. Staðsettur í strompi, tekur inn kalt loft ► og blandar því saman við loftið sem er fyrir í húsinu. Kemur í stað loftinntaks- opa eða opnanlegra glugga. Greiðslukjör LAGMOLA 5 - SlMI 81555 - REYKJAVIK

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.