Þjóðviljinn - 18.05.1984, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 18.05.1984, Blaðsíða 18
18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 18. maí 1984 um helgina Pass í Hlégarði í kvöld Þungarokkhljómsveitin Pass hefur látið talsvert að sér kveða undanfarið og skyldi enginn láta nafnið villa sér sýn né heyrn. Pass þumbast við þó að erfitt sé að fá hús undir rokktónleika á Reykja- víkursvæðinu og ætla að halda hljómleika í Hlégarði á Mosfells- sveit, sem er rétt við bæjardyr Reykvíkinga. Hljómleikarnir hefjast uppúr kl. 9 í kvöld, föstudaginn 18. maí, og standa til miðnættis. Inngangseyrir er 150 kr. og ekk- ert aldurstakmark. Þeim, sem ekki hafa einkabíl undir skrokk- inn á sér, er bent á að Mosfells- leið fer frá Grensásstöð. Hreinsað í Breiðholti Framfararfélag Breiðholts III gengst fyrir hinum árlega hreinsunardegi í hverfinu, en það spannar Fell, Hóla og Berg, á morgun. Allir íbúar hverfisins eru hvatt- ir til að taka til hendinni í þessari vorhreingerningu, því mikið af alls kyns rusli er nú komið í ljós eftir veturinn. Undanfarín ár hefur þessi ár- lega vorhreingerning tekist mjög vel og má í því sambandi geta góðrar aðstoðar hreinsunar- deildar borgarinnar sem lagt hef- ur til ruslapoka og hefur einnig verið með bfla í gangi um hverfið allan daginn til brottflutnings á fylltum ruslapokum sem skildir eru eftir við aðalgöturnar. íbúum hverfisins verða afhent- ir ruslapokar í Menningarmið- stöðinni við Gerðuberg, Hóla- brekkuskóla og Fellahelli frá kl. 10 um morguninn á laugardag- Klarinett- og píanóleikari: Tónleikar í Borgarfirði Næstkomandi sunnudag, 20. maí kl. 16, halda þeir Guðni Franzson klarinettuleikari og Snorri Sigfús Birgisson píanó- leikari tónleika að Logalandi í Borgarfirði. Á efnisskránni eru verk eftir C.M. von Weber, J. Brahms, D. Milhaud, O. Messia- en og Hróðmar Sigurbjörnsson. Tónleikarnir eru liður í undir- búningi fyrir einleikarapróf Guðna frá Tónlistarskólanum í Reykjavík. Guðnl Franzson. Sinfóníu- sveitin á Akureyri í kvöld Einar Sindrason á Norðurlandi: Rannsakar heyrn og tal Einar Sindrason háls-, nef- og eyrnalæknir ásamt öðrum sér- fræðingum Heyrnar- og tal- meinastöðvar fslands verða á ferð á Norðurlandi vestra dagana 21. maí- 26. maí nk. Rannsökuð verða heyrn og tal og útveguð heyrnartæki. Farið verður á eftir- talda staði: Ólafsfjörð 21. maí, Siglufjörð 22. maí, Sauðárkrók 23. maí, Skagaströnd 24. maí, Blönduós 25. maí, Ilvammstanga 26. maí. Kristinn G. á Akureyri í Alþýðubankanum á Akur- eyri stendur nú yfir kynning á verkum eftir Kristin G. Jóhanns- son listmálara. Kynningin er haldin í samráði við Menningar- samtök Norðlendinga og stendur í tvo mánuði. Kristinn G. Jóhannsson (f. 1936) stundaði fyrst listnám á Akureyri hjá Hauki Stefánssyni og Jónasi Jakobssyni en síðan í Myndlista og handíðaskóla fs- lands og Edinburgh College of Art 1956-59 og aftur í Edinburgh 1977-78. Kristinn vinnur verk sín með Hanna María og Siguröur í hlutverkum sínum. í kvöld (föstudagskvöld) er 10. sýning á leikritinu BROS ÚR DJÚPINU hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Höfundurinn, Lars Norén, þykir nú einn athyglis- verðasti höfundur á Norður- löndum og leikritin hans mikið leikin. Þetta verk fjallar um hjón- in Helenu og Eðvarð, ballerínu og rithöfund, móður hennar, systur og vinkonu og er mjög nærgöngult í lýsingu sinni á til- finningalegum samskiptum þessa fólks. Leikstjóri er Kjartan Ragnarsson, en leikmynd gerir Pekka Ojamaa frá Finnlandi. Leikararnir hafa allir hlotið mikið lof fyrir leik sinn í þessu verki en þeir eru Hanna María Karlsdóttir, Sigurður Skúlason, Sigríður Hagalín, Guðrún S. Gísladóttir og Valgerður Dan. Á laugardagskvöldið er hið vinsæla verk GISL eftir Brendan Behan á fjölunum, sýningar eru nú komnar á fimmta tuginn og hefur verið uppselt á þær allar. I stærstu hlutverkum í Gísl eru Gísli Haildórsson, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Jóhann Sigurðar- son, Guðbjörg Thoroddsen og Hanna María Karlsdóttir, en alls koma 15 leikarar fram í sýning- unni, sem meira og minna eru á sviðinu alla sýninguna: Steindór Hjörleifsson, Guðmundur Páls- son, Þorsteinn Gunnarsson, Mar- grét Ólafsdóttir, Aðalsteinn Bergdal, Kjartan Ragnarsson, Karl Guðmundsson, Guðrún S. Gísladóttir, Harald G. Haralds- son og Sigurður Rúnar Jónsson, sem jafnframt stjórnar allri tón- list í verkinu en leikararnir sjálfir annast undirleik. Leikstjóri er Stefán Baldursson. Á sunnudagskvöldið er 6. sýn- ing á hinu nýja leikriti Sveins Ein- arssonar FJÖREGGINU, sem hlotið hefur ágætar viðtökur gagnrýnenda og leikhúsgesta. Með stærstu hlutverk þar fara Guðrún Asmundsdóttir, Þor- steinn Gunnarssoq og Pálmi Gestsson. Leikstjóri er Haukur J. Gunnarsson. í dag, föstudag 18. maí, heldur Sinfóníuhljómsveit íslands í tón- leikaferð til Norðurlands og leikur á 6 stöðum. Fyrstu tónleik- arnir verða á föstudagskvöldið í Iþróttaskemmunni á Akureyri kl. 21.00 og verður efnisskráin á þeim tónleikum sem hér segir: Prokofiev: Klassiska Sinfónían; W.A. Mozart: Píanókonsert nr. 26 í D-dúr, K. 537; L. V. Beetho- ven: Kórfantasía í c-moll, op. 80. Flytjendur auk hljómsveitar- innar eru: Píanóleikarinn Jörg Demus, einsöngvararnir Ólöf K. Harðardóttir, Guðrún Kristjáns- dóttir, Þuríður Baldursdóttir, Sigurður Björnsson, Michael Clarke og Knútur Otterstedt, Passíukórinn Kirkjukór Akur- eyrar og félagar og karlakórnum Geysi. Kórstjóri Roar Kvam, stjórnandi Páll P. Pálsson. Jörg Demus er án efa einn af eftirsóttustu píanóleikurum í heimi í dag. Hann er Austurríkis- maður og fékk barnungur inngöngu í Tónlistarháskólann í Vín. Lagði hann þar stund á ýms- ar greinar tónlistar og kom fyrst fram sem píanóleikari 14 ára gamall. Framhaldsnám stundaði hann í París og víðar, m.a. undir handleiðslu Walters Gieseking og hjá Wilhelm Kempf og Edwin Fischer. Undanfarinn hálfan fjórða áratug má segja að hann hafi verið á stöðugum tónleika- ferðum um heiminn og er mjög eftirsóttur. Síðan leikur hljómsveitin á eftirtöldum stöðum: Laugardag- inn 19. maí kl. 21.00 á Ólafsfirði, sunnudaginn 20. maí kl. 15.00 að Laugum í Þingeyjarsýslu og kl. 21.00 á Húsavík, mánudaginn 21. maí kl. 21.00 á Siglufirði, þriðju- daginn 22. maí kl. 21.00 á Sauðárkróki. Efnisskrá þessara tónleika verður m.a. forleikur að óp. Brottnámið úr kvennabúrinu, eftir Mozart, aría úr sömu óperu og Alleluja úr Exultate jubilate. Einsöngvari er Ólöf Kolbrún Harðardóttir. Einleikari á selló er Pétur Þorvaldsson. Stjórnandi Páll P. Pálsson. Kaffidrykkja Húnvetninga Sunnudaginn 20. maí kl. 15 býður Húnvetningafélagið í Reykjavík eldri Húnvetningum til skemmtunar og kaffidrykkju í Domus Medica, Egílsgötu 3. Á síðasta ári keypti félagið 180 m2 húsnæði að Skeifunni 17 Rvk fyrir félagsheimili og er nú unnið við að innrétta það. Félagið efnir um þessar mundir til happadrættis til fjáröflunar. Aðalvinningar eru veiðileyfi í laxveiðiám í Húnavatnssýslu. Dregið verður 1. júlí. Upplýsingar gefa Jón sími 21959 og Aðalsteinn sími 19863. ýmsum aðferðum en sýnir í Al- þýðubankanum olíumálverk þar sem annars vegar er fjallað um nánasta umhverfi á Akureyri en hins vegar er unnið út frá gömlum munstrum en við slíka myndgerð hefur hann fengist æ meir hin síð- ustu ár. Síðustu sýningar á Amma þó! Nú um helgina verða allra síð- ustu sýningarnar á barnaleikrit- inu Amma þó! eftir Olgu Guð- rúnu Árnadóttur í Þjóðleikhús- inu. Næst síðasta sýning verður laugardaginn 19. maíkl. 15.00 og allra síðasta sýning verður sunnu- daginn 20. maí, einnig kl. 15.00 og er það 25. sýningin á verkinu. Tónlist og söngtextar eru einnig eftir Olgu Guðrúnu, en Hróðmar Sigurbjörnsson útsetti lögin fyrir hljómsveit. Leikstjóri er Þórhall- ur Sigurðsson, leikmynd og bún- ingar eru eftir Messíönu Tómas- dóttur, en Ásmundur Karlsson hannaði lýsinguna. Herdís Þor- valdsdóttir leikur ömmuna úr- ræðagóðu, Jón S. Gunnarsson leikur heimilisföðurinn sem aldrei fær bein úr sjó og þau Edda Björgvinsdóttir og Gísli Guð- mundsson leika börnin á heimil- inu; auk þeirra leika Pálmi Gests- son, Örn Árnason, Sigurður Skúlason og Árni Tryggvason er í hlutverki hins dularfulla Saló- mons, ástfangna einsetukarlsins. Aukasýningar verða ekki á þessu leikriti og því allra síðasta tæki- Árnl Tryggvason og Herdfs Þorvaldsdóttir í „Amma þó“. færið til að sjá það um þessa helgi. Gæjar og píur, sönguleikur Loessers, Swerlings og Burro- ughs, nýtur gífurlegra vinsælda og seljast allar sýningar upp á nokkrum mínútum. Söngleikurinn verður sýndur þrisvar um þessa helgi, á föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld og er löngu upp- selt á allar sýningarnar. Sýningin á laugardagskvöld er 20. sýning verksins. Næstu .sýningar verða þriðjudaginn 22. maí og fimmtudaginn 24. maí.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.