Þjóðviljinn - 24.05.1984, Side 1

Þjóðviljinn - 24.05.1984, Side 1
mai fimmtudagur 116. tölublað 49. árgangur Akranes í efsta sætinu Akurnesingar tóku í gærkvöldi forystuna í 1. deild íslandsmótsins í knattspyrnu er þeir sigruðu Þórs- ara 3-0 á Akureyri. Þeir eru einir í efsta sæti með 6 stig. Guðbjörn Tryggvason, Sveinbjörn Hákonar- son og Sigurður Halldórsson skoruðu mörkin. Tveir aðrir leikir fóru fram í 1. deildinni í gærkvöldi og enduðu báðir með jafntefli, 1-1, þannig að illa gengur liðunum að hagnýta sér þriggja stiga regluna. Báðir voru þó hörkuspennandi og jöfnunar- mark í hvorum um sig kom fimm mínútum fyrir leikslok. Benedikt Guðmundsson skoraði jöfnunar- mark Breiðabliks gegn KR á ná- kvæmlega sömu mínútu og Sigurður Björgvinsson jafnaði fyrir IBK gegn KA í Keflavík, 85. mínútu. Hannes Jóhannsson kom KR yfir gegn Breiðabliki og Steingrímur Birgisson færði KA forystuna í Keflavík. Arnóri brást bogalistin! Amór Guðjohnsen tók mikil- væga vítaspymu fyrir Anderlecht í úrslitaleik UEFA-bikarsins í London í gærkvöldi. Markvörður Tottenham varði og þar með varð enska liðið UEFA-meistari! Allt um leikina á bls. 11 -VS Viðræður út um þúfur Gátum ekki gengið að tilboði fjármála- ráðherra, segir einn meirihlutamanna Samninganefnd Kennarasam-' bands íslands klofnaði á fundi sín- um í gær og hefur sérkjaravið- ræðum kennara því vcrið slitið. Meirihluti nefndarinnar taldi sig Gullna hliðið ekki geta gengið að tilboði fjármál- aráðherra til lausnar og að til- gangslaust væri að halda við- ræðum áfram. Þessa ákvörðun tóku 15 manns í samninganefndinni en 9 vildu hins vegar halda samn- ingaumleitunum áfram. Deilunni verður nú vísað til Kjaranefndar BSRB. Elín Ólafsdóttir kennari og einn þeirra sem ekki vildi halda við- ræðum við fulltrúa ríkisins áfram, sagði í samtali við Þjóðviljann í gær að nú væri ekkert annað fyrir kenn- ara að gera en að rísa upp. Hún sagði vilja kennarastéttarinnar hafa komið glöggt í ljós fyrr í vetur og að tilboð fjármálaráðherra nú hefði gengið mun skemur en kenn- arar gætu sætt sig við. „Kennarar hafa á undanfömum ámm verið að dragast verulega aftur úr í launum og við emm þeirrar skoðunar að nú verði að spyrna við fótum. Ef til- boð fjármálaráðherra hefði verið bitastæðara er enginn vafi á að við hefðum haft jákvæðari afstöðu en innihald þess gaf ekki tilefni til annarrar en þeirrar sem við tókum“, sagði Elín Olafsdóttir í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum Þjóðvilj- ans voru einkum þrjú efnisatriði í samkomulagsdrögum þeim sem hafnað var í gær. Kennsluskylda á lægri skólastigum átti að styttast um VSrn'ma, byrjunarlaun kennara hækkuðu um eitt þrep innan launa- flokks og meiri hröðun átti að verða í aldurshækkunum. Þess má geta að forystusveit Kennarasambands íslands lenti í minnihluta í atkvæðagreiðslunni i gær, þar á meðal þeir Valgeir Gestsson formaður KI, Guðmund- ur Árnason framkvæmdastjóri KÍ og Haukur Helgason stjórnarmað- ur í BSRB. - v. Spilling á kreiki við Hamarshúsið OPNA Samninganefnd Kennarasambands íslands klofnaði í gær Arnór Guðjohnsen. Ásmundarsafn verður opnað fyrir almenning á sunnudag eftir gagngerar breytingar og umbætur. Hefst þá jafnframt athyglisverð sýning sem nefnist Vinnan í list Ásmundar Sveinssonar. Þar verður annars vegar sýnt hvernig Ásmundur sjálfur vann með tæki og efni og hins vegar myndir hans af vinnandi fólki. Þessa mynd tók Atli í gæi þegar verið var að undirbúa opnunina og er Leó Þórhallsson málari i pásu. Sjá bls. 7. með nýrri tækni Upptökur á næsta jóia- leikriti sjónvarpsins hafa staðið yfir í maímánuði. Gullna hliðið varð fyrir val- inu. Við upptökur er notuð tækni sem þeir hjá sjón- varpinu kalla króma. Þjóð- viljinn fór í heimsókn í upp- tökusal og ræddi við ýmsa aðstandendur verksins. Á myndinni er Róbert Arnfinnsson í hlutverki Lykla-Péturs. Mynd: Atli. UÚBVIUINM Nú flykkjast unglingarnir út á vinnu- markaðinn. Vita þeir hvað lágmarkstíma- kaupið er? Sjá3 Frumkvæði Gandhi, Palme, Papandreou, Alfonsín, Nyerere og de la Madrid Páfínn tilkynnir stuðning Jákvœðar undirtektir víða um heim - Ég sendi í bæn góðar óskir til allra þeirra sem sameinast hafa um það verðuga átak sem felst í ,JFriðarfrumkvæði í fjórum heimsálfum“. Ég vona að þetta frumkvæði hljóti góðar undirtektir og örlátan stuðning þeirra sem bera þá ábyrgð að efla málstað friðar. Um leið og ég tek undir þetta frum- kvæði bið ég þess einnig að Almátt- ugur Guð blessi rfkulega viðleitni allra þeirra sem vinna fyrir sönnum og traustum friði milli þjóða og ríkja. - Á þennan hátt lýsti Jóhann- es Páll páfl yflr stuðningi sínum í orðsendingu sem Ólafi Ragnari Grímssyni og öðrum forystu- mönnum þeirra samtaka sem undirbjuggu Friðarfrumkvæðið barst í gær frá Páfagarði. Mikill fjöldi leiðtoga víða um veröld lýstu í gær yfir eindregnum stuðningi við yfirlýsinguna sem Indira Gandhi, Palme, Papandre- ou, Alfonsín, Nyerere og de la Ma- drid gáfu út í gær. Má þar m.a. nefna Trudeau forsætisráðherra Kanada og Conzalez forsætisráð- herra Spánar. Heimskirkjuráðið sem íslenska þjóðkirkjan er aðili að gaf einnig út yfirlýsingu þar sem segir að „Heimskirkjuráðið taki sterklega undir áskorun þessa leiðtogahóps til Bandaríkjanna, Sovétríkjanna, Bretlands, Frakklands og Kína“ og síðan eru þjóðkirkjur víða um heim hvattar til að styðja þetta frumkvæði. - óg. Bls. 5

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.