Þjóðviljinn - 24.05.1984, Side 2

Þjóðviljinn - 24.05.1984, Side 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 24. maí 1984 „Hellisbúi“ í viðtali við Þjóðviljann „Ekki hœgt að rífa bara niður viðverustaði f 'ólksu Svar SÁÁ „Við tökum á móti fólki í viðtöl. Við getum hjálpað fólki með afvötnun og eftir- meðferð, einnig höldum við námskeið og erum með stuðn- ingsgrúppur fyrir fólk“, sagði Ómar Ægisson lyá SAA við Þjóðviljann í gær. „Viö hjálpum fólki ekki með atvinnu og húsnæði en það eru tvö heimili hér í bæn- um sem við þekkjum til og höfum aðstoðað menn við að komast inn á. Þar verða þeir að lúta þeim reglum að nevta ekki vímuefna og stunda vinnu því þeir þurfa að greiða húsaleigu.“ Ómar sagði að ef þetta dygði ekki yrði fólk að leita til Félagsmálastofnunar eftir að- stoð. i -jP- „Einungis menn sem lenda undir regnboganum eiga afturkvœmt(i „Samfélagið myrðir einstaklingau „Það er ekki hægt að rífa bara niður viðverustaði fólks án þess að útvega því annan samastað. Það er fáránlegt af lögreglunni að segja að við getum leitað til hennar ef okkur vantar húsaskjól. Mér finnst líka vanta í fréttir Þjóðviljans um byrg- in í Öskjuhlíð umfjöllun út frá sjón- arhóli fólksins sem þarna hefur við- verustað sinn.“ Þetta sagði maður sem hefur átt næturstað í Öskju- hlíðinni og víðar um bæinn í nokk- ur ár. Hann kom á Þjóðviljann og ræddi við blaðamann vegna frétta í blaðinu um hellisbúa í Öskjuhlíð og síðan niðurrif ásamt lokun byrgj- anna þar. Maðurinn vildi ekki láta nafns síns getið því hann treysti því ekki að fá eftir það mannsæmandi með- höndlun embættismanna. T.d. sagðist hann óttast hvað kynni að gerast ef hann lenti í fangaklefa lögreglunnar. „Fyrst vil ég taka fram að það eru ekki allt saman eiturlyfja- neytendur og fyllibyttur sem sofa í hellisskútum og víðar um bæinn. Þetta er húsnæðislaúst fólk með sérþarfir sem samfélagið uppfyllir ékki. Það virðist ekki vera til neinn sveigjanleiki í samfélaginu til að koma á móts við þetta fólk.“ Mað- urinn sagði að í þeim hópi utan- garðsmanna sem hann þekkti til ríkti „samhygð og hlýja“ því menn sameinuðust gegn hinum „stóra“ fjandmanni. „Það er ekki fárið illa með neinn sem kemur inn í hópinn og sennilega hvergi farið betur með krakka. Þess vegna finnst mér leiðinlegt sem kemur fram í Þjóð- viljafréttinni að 11-12 ára stelpur leitist eftir að komast í „félagsskap þessara manna og dópvímu“. Við erum reyndar ekkert að prédika yfir krökkunum en við förum ekk- ert illa með þau.“ Maðurinn sagði að búið væri að fjarlægja alla bekki á Hlemmi og nú væri búið að loka byrgjum og hellisskútum í Öskjuhlíðinni eins og kom fram í Þjóðviljanum í fyrra- dag. Hann sagði að honum fyndist þetta vera ný hreyfing hjá borgar- yfirvöldum: „Ég hef á tilfinning- unni að það eigi að útrýma þessu fólki. Með samdrætti í félagslegum aðgerðum er bara verið að bola fólki í jörðina". Maðurinn sagði að erfitt væri að fá nokkra aðstoð en sagði aðspurður að það væri líka alltaf spurningin um hvernig að því ætti að standa. „Mér finnst að menn verði að gera sér grein fyrir því að eitthvað verður að gera. Samfélagið er að myrða einstaklingana eins og ástandið er í dag.með því að láta menn bara eiga sig. Það er engin lausn að fá að sofa hjá lögreglu eða í gistiheimilinu í Þingholtsstræti sem er viðbjóðslegur staður." Lögreglan í frétt Þjóðviljans á mánudaginn benti lögreglan á að heimilislaust fólk gæti leitað til sín ef það vildi til að fá gistingu. Viðmælandi okkar hafði ýmislegt um það að segja: „í lögreglunni eru úrvals menn innan um en sterkur ofstopa kjarni er þar líka. Þeir láta mann inn í klefa, Þessa dagana er hreinsunardeild borgarinnar að brjóta niður gamlar stríðs- leifar í Öskjuhlíð. Þarna hefur utangarðsfólk átt næturstað. Mynd: eik. loka og skipta sér síðan ekki meira af manni. Éf maður er veikur, t.d. með krampa, er bara gengið fram- hjá og engin aðstoð veitt. Þótt menn séu undir lyfjaáhrifum er þeim bara dembt inn í klefa og það virðist hreinlega engu máli skipta hvort þeir drepast. Mér finnst nauðsynlegt að koma á læknavöktum þannig að stöðugt séu læknar í fangageymslunum. Eg hef aldrei orðið var við lækni þar.“ SÁÁ „Mér finnst SÁÁ verða að ganga lengra. Hvað á að gera eftir rfleð- ferð? Mönnum er hreinlega skipað að samlagast samfélaginu á viku til 10 dögum.Þeir vísaá ákveðinheim- ili þar sem hægt er að búa en þá þarf maður líka strax að fá sér vinnu. Ég var svo illa á mig kominn andlega að ég gat bara ekki lokað mig inni á vinnustað marga tíma á dag alla vikuna. Þess vegna hélt ég ekki vinnu. Ég varð þá að flytja af þessu heimili. Þetta var fyrir 4 árum. Mér hefur ekki gengið vel að fá húsaskjól og hef oft sofið úti jafnt að sumri og vetri.“ Félagsmálastofnun „Það er erfitt að leita til Fé- lagsmálastofnunar. Þangað kom- ast einhvern veginn ekki allir inn. Aðrir komast ekki út, fá greiðslur eftir að þeir vilja hætta að fá þær. Það þýðir heldur ekki fyrir utan- garðsfólk eins og mig að sækja um íbúð hjá Félagsmálastofnun þegar einstæðar mæður með börn þurfa að bíða í mörg ár.“ Viðmælandi okkar sagðist því í raun og veru hvergi geta höfði sínu hallað á meðan hann hefði ekki andlega heilsu til að vera í stöðugri vinnu. Hann sagðist ekki hafa neytt vímuefna í nokkur ár. „Það eru ekki nema einstöku iukkunnar menn sem lenda undir regnbogan- um og eiga afturkvæmt til lífsins úr svona ástandi", sagði maðurinn sem eitt sinn bjó í hellinum í Öskju- hlíðinni, og nú er búið að rífa. -jP- Viðmælandi Þjóðviljans vildi ekki | láta nafns síns getið en myndin er tekin þegar hann heimsótti okkur í gær. Mynd: Atli. Svar lögreglu „Við höfum ströng fyrir- mælí um að flytja fólk á slysa- deild ef það er veikt. Það er alveg öruggt að við tökum ekki neina sénsa og förum t.d. oft með fólk á slysadcild þótt við þykjumst öruggir um að það sé einungis í áfengis- vímu“, sagði Oskar Ólasson yfirlögregluþjónn við Þjóð-' viljann í gær þegar ásakanir viðmælanda okkar um lög- regluna voru bornar undir hann. „Það er enginn þvingaður til að vera hér inni. Hingað koma mjög margir og eru mis- lengi, alít frá nokkrum klukk- ustundum upp í sólarhring. Sumir koma oft á sólarhring.“ Óskar sagði að árið 1983 hefðu 5.800 manns gist í Hverfisteini. Það eru að með- altali 16 á sólarhring. Sagði hann að þetta hefðu verið 1863 einstaklingar, 1654 karl- ar og 209 konur. „Samskiptin milli þessa fólks og lögreglunnar mótast af því að fólkið þekkist orðið. Þetta eru svokallaðir „góð- kunningjar“ lögreglunnar. Óskar sagði að ekki væri hægt að svara svona ásökun- um eins manns í stuttu máli en þarna væri um aðdróttanir að ræða sem varla væri hægt að svara málefnalega þar sem þær eiga ekki við rök að styðj- ast. -jP-

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.