Þjóðviljinn - 24.05.1984, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 24.05.1984, Blaðsíða 4
4 SÍÐA - ÞJOÐyiLJINN Fimmtudagur 24. maí 1984 Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Umsjonarmaður Sunnudagsblaðs: Guöjón Friðriksson. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Auglysingastjóri: ólafur Þ. Jónsson. Afgrelðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir.Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla- son, ólatur Gíslason, Oskar Guömundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafrettaritari: Víöir Sigurðsson. Útlit og hönnun: Haukur Már Haraldsson, Þröstur Haraldsson. Ljósmyndir: Atli Arason, Einar Karlsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Már. Auglýsingar: Sigríður Þorsteinsdóttir, Margrét Guömundsdóttir. Skrifstofa: Guörún Guðvarðardóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir og Aðalbjörg Oskarsdóttir. Húsmóoir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: Ólof Sigurðardóttir. Innheimtum.; Brynjólfur Vilhjálmsson Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6, Reykjavik, sími 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent hf. Kartöfluflokkarnir Eitt dagblaðanna hitti naglann á höfuðið er það nefndi stjórnarflokkana „skemmdu kartöfluflokkana" í forystu- grein. Þetta réttnefni er samheiti yfir þær stjórnarathafnir síðustu mánaða sem leitt hafa í ljós að sterka stjórnin frá því í haust er orðin veik og tekur ekki á nokkrum vanda heldur slær öllu á frest. Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur geta ekkert annað sameiginlega heldur en lækkað kaup. Annað sem frá þeim kemur er óæti eins og innfluttu kartöfl- urnar frá Grænmetisversluninni hafa verið á útmánuðum á hverju ári um langt skeið. Stjórnarflokkarnir gátu ekki svarað uppsafnaðri óánægju neytenda með kartöflueinokunina. JÞeir slógu málinu á frest og tillögu þeirra um nýtt einokunarform var hafnað af inn- flutningsaðilum. Fæstir hafa trú á að þetta kartöflumál leys- ist farsællega, og ekki einu sinni Þorsteinn Pálsson, formað- ur Sjálfstæðisflokksins, virtist hafa sterka trú á því í sjón- varpinu. Ræða hans var eitt stórt EF... Ef ekki tekst að stöðva „kartöfluskemmdirnar" með því að blanda trölla- mjöli í stjórnarsamvinnunaísumar,þáerallt í óvissu með jafnvægi í efnahagsmálum, breytingar á stjórnkerfi, peningamálaumbætur, uppbyggingu efnahagslífs og heilbrigðari viðskiptahætti. Hið fjöruga viðskiptalíf stjórn- arflokkanna með sannfæringu sína í helstu stefnumálum nú í vor hefur opinberað að útsæðið var skemmt, sprettan léleg og allar horfur á uppskerubresti. Þótt stjórnarliðar reyti arfann í sumar er ekki fyrirsjáanlegt að þeir komist fyrir kartöfluskemmdirnar sem eru orðnar vörumerki á stjórnar- samstarfinu. Neytendur settu Grænmetisverslunina í bann þegar hún ofan á uppsafnaða óánægju gekk of langt og ætlaði neytend- um í félagi við Sambandið að leggja sér til munns óæti rétt einn ganginn. Kjósendur munu og setja skemmdu kartöflu- flokkana í bann þegar það nú kemur æ betur í ljós að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur geta ekki boðið upp á neitt nema gamla óráðið um kauplækkun. Fjölbreytni í verslun Morgunblaðið vill hafa röð og reglu á hlutunum. Sjálf- stæðisflokkur á að vera flokkur einkaframtaks og frjálsrar verslunar, en Alþýðubandalagið flokkur alræðis og ríkisein- okunar. Óg þó að Sjálfstæðisflokkurinn selji sannfæringu sína í hverju málinu á fætur öðru í baráttu fyrir eðlilegum viðskiptaháttum, en Alþýðubandalagið berjist einarðlega fyrir hagsmunum neytenda þá skal það nú samt heita svo að Sjálfstæðisflokkur tákni frelsi en Alþýðubandalag ófrelsi. Morgunblaðið er að hnýta í Hjörleif Guttormsson fyrir að hafa hvatt til þess á Alþingi að kaupfélagsverslanir víða um land fengju aðhald og samkeppni til þess að neytendur á landsbyggðinni ættu kost á svipaðri þjónustu og verði og á höfuðborgarsvæðinu. Taldi blaðið þessi viðhorf ganga gegn ríkisforsjárstefnu Alþýðubandalagsins. Það er rangt. Við- horf Hjörleifs túlka almenn sjónarmið innan flokksins. Al- þýðubandalagið hefur stuðlað að því að öflug neytenda- samtök kæmust á laggirnar og beitt sér fyrir rýmkun við- skiptahátta í sinni stjórnartíð. Það er hinsvegar enginn kredduflokkur sem álítur markaðslögmálin ein fær um að leysa allan vanda. Einkareksturinn hefur sínar leiðir til þess að koma á meiri eða minni einokun, hringamyndun og verðsamvinnu sem er neytendum í óhag. Við höfum líka dæmi um hvernig samkeppni innan fyrirtækja landbúnaðar- ins hefur skilað neytendum góðum árangri og önnur þar sem úrelt einokunarform í samvinnurekstri drepa allt í dróma. Fjölbreytni í rekstrarformum og virkt aðhald löggjafans og neytenda er leið Alþýðubandalagsins í viðskipta- og verslun- armálum. Iclipp-t Veröur kreppa pessara stuðmanna ríkisstjórnarinnar bundin í „nýjum stjórnarsáttmála"? - Ljósm. Atli. Utanríkis- ráðherraefni fellur á prófi Hvað á að gera við hann Þor- stein Pálsson? Nú hafa slúður- dálkarnir að þessum meðtöldum verið að gantast með framtíð for- mannsins - og einna helst komist að þeirri niðurstöðu að hann gæti orðið utanríkisráðherra í stjórn- inni.Þá yrði Geir sendiherra eða bara bankastjóri. Hins vegar benti frammistaða Þorsteins for- manns í utanríkismálum í sjón- varpsumræðum þeirra Svavars Gestssonar í fyrrakvöld eindreg- ið til þess að Þorsteinn sé ekki vænlegt utanríkisráðherraefni, nema mælikvarðinn frá Banda- ríkjunum sé notaður; því minna sem þú veist og skilur í utanríkis- málum, því áhrifameiri verður þú í þeim málaflokki. Stjórnstöðin vestrœn og frjáls Svavar Gestsson benti á að eðli herstöðvarinnar hefði verið að breytast á undanförnum misser- um. Greinilegt væri að ýmis áform Pentagonmanna væru í þann veginn að komast á fram- kvæmdastig. í þessu sambandi minnti Svavar á stjórnstöðina sem nýlega var staðfest á alþingi að væri í bígerð. Hér er um að ræða neðanjarðarstjórnstöð sem standa á af sér 7 daga kjarnork- ustyrjöld. Bandaríkjaher hefur farið fram á fjárveitingu til þessa verkefnis og hópurinn sem ræður utanríkisstefnu fslands hefur staðfest þetta. Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins virtist ekki vita um hvað væri verið að tala. Hann setti gömlu plötuna hans Geirs á fóninn: Á íslandi hafa aldrei verið og verða aldrei kjarn- orkuvopn. Síðan fimbulfambaði hann einsog Natógeneráll um að hann vildi sko ekkert hlutleysi, hann vildi axla skyldurnar af því að fá að vera vestrænn, frjáls og ábyrgur. Ræðan minnti á Rúss- ann sem sté á stokk og sagði af miklum tilfinningahita: - Við ætl- um að berjast svo fyrir friðinn að ekki standi steinn yfir steini. Aumingja fyrirtœkin Ekki fór á milli mála hvaðan Þorsteinn Pálsson kemur til að gegna formennsku í Sjálfstæðis- flokknum. Þessi fyrrverandi framkvæmdastjóri Vinnuveit- endasambandsins kvað ekki rétt að leggja meiri skatta á fyrirtækin og bankana. (Skoðanakönnun Hagvangs sýndi hins vegar að mikill meirihluti landsmanna er í þessu efni á öndverðri skoðun við ríkisstjórnina.) Ekki hrein heldur á honum sú staðreynd að fyrir- tækin eru að skila frá fyrra ári miljóna hagnaði - og að ríkis- stjórnin hefur samþykkt frekari skattaívilnanir á fyrirtækjunum. Nei, samúð formannsins var eftir sem áður hjá fyrirtækjunum. Það þurfti að „rétta þau af". Betri en viðreisnar- stjórnin Þorsteinn gekk að vanda lengra en nokkur ráðherra þorir til að mæra ríkisstjórnina. Hann kvað þetta eina bestu stjórn sem þjóðin hefur fengið yfir sig. Eng- in stjórn hafi stjórnað af svo mikilli „röggsemi". Viðurkenn- ingarnar Það er óneitanlega dálítið fyndið að sjá hvernig ímynd Þor- steins breyttist frá upphafi til enda þáttarins; til að byrja með lék hann hlutverk breiðfronts hinnar „félagslegu markaðs- hyggju" (frasinn er til orðinn vegna þess að skoðanakannanir sýna að almenningur er félags- lega sinnaður þvert á viðhorf frjálshyggjupostula rfkisstjórnar- innar). Þegar leið á þáttinn varð , mál Þorsteins allt þrengra. Eftir að Svavar hafði rakið hvernig ríkisstjórnin hefði verið ósammála og sundurþykk um allt nema að skerða kaupið, komu skyndilega viðurkenningar frá S j álf stæðisflokksleiðtoganum einsog á færibandi. Jú, vissulega hefði orðið mikil kjaraskerðing, reyndar væri óstjórnin í ríkis- fjármálunum átakanleg, húsnæð- ismálin væru í ólestri, skuldasöfn- un væri ískyggileg, sorglegt með hrossakaupin í Framsóknar- og Sjálfstæðisflokknum, kartöflurn- ar væru stundum óætar, mangó- sopinn beiskur - og svona áfram endalaust. Nýi sáttmáli ef ef ef... Þegar svo var komið að Þor- steinn átti ekki annað eftir en lýsa gjaldþroti ríkisstjórnarinnar, þá stakk hann uppá lausn til að lengj a iíf hennar: Nýr stj órnarsátt- máli um öll helstu pólitísku ág- reiningsmál Framsóknar og Sjálf- stæðisflokksins. Stjórnin gæti lifað lengi enn, ef hún næði samkomulagi um þetta, ef hún næði samkomulagi um hitt. Þannig var uppgjöf ríkisstjórnar- innar undirstrikuð af sjálfum for- manni Sjálfstæðisflokksins. í ljósi þess að stjórnin hefur ekki náð samkomulagi um neitt nema lækka kaupið verður varla séð að hún berji saman nýja sátt- mála um neitt sem skiptir máli. Það er þjóðarinnar að stöðva þetta, sagði Svavar Gestsson í lokaorðunum. _ óg „Héilf' Heilög reiði bullaði í leiðara Morgunblaðsins í gær yfir þeirri ósvinnu prentara í Bretlandi að neita að prenta mynd af Artúri Scargill, foringja kolanámu- manna sem nú eiga í hörðu verk- falli, sem sýndi hann í alröngu ljósi að dómi prentaranna. En Scargill er að dómi blaðsins hin versti maður, og þegar öfga- stefnur á borð við þá sem hann fylgir eru orðnar ofaná þá telur blaðið að það sé „eitt helsta haldreipi þeirra sem með völdin fara að stunda ritskoðun, ekki einvörðungu í fjölmiðlum heldur einnig í bókmenntum og öllu því sem byggist á hugarflugi manns- ins og sköpunargáfu". Það var nú það. Myndin sem um ræðir átti að birtast í blaðinu The Sun, argvítugasta afturhalds- blaði Bretlands, og átti að sýna Scargill að heilsa að nasistasið og fyrir ofan átti að standa „Heil!". Er ekki skiljanlegt að heiðar- legu fólki í stétt prentara skuli ofbjóða falsanir á borð við þessa sem beitt er til að snúa niður stéttasystkin þess sem á í harðvít- ugu verkfalli? Að sjálfsögðu!! Þess má að endingu geta að The Sun er í eigu Rothermére lá- varðs, en faðir hans átti blöð fyrir stríð og studdi þá fasista í leiðaraskrifum. Á svipuðum tíma voru önnur blöð í Évrópu sem skrifuðu lofrullur um þýsku nas- istana, þeirra á meðal á íslandi. Skyldi Morgunblaðið kannast við það? - ÖS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.