Þjóðviljinn - 24.05.1984, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 24.05.1984, Blaðsíða 5
Fímmtudagur 24. maí 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 Fríðarfrumkvæði 1 fjórum heimsálfum Stuðningsyfirlýsing frá Jóhannesi Páli páfa Eg vona að þetta frumkvœði hljóti góðar undirtektir 1 Ég hefi fengið fregnir af Friðarfrumkvœði ífjórum heimsálfum sem samtökin Parlamentarians for World Order ogýmsir afleiðtogum heimsins hafa stuðlað að. Ég sendi í bœn góðar óskir til allraþeirra sem sameinast hafa umþetta verðugaátak. Ég vona aðþettafrum- kvœði og önnur svipuð muni hljóta góðar undirtektir og örlátan stuðning þeirra sem beraþá ábyrgð að efla mál- staðfriðar. Vegnaþess að hættur og afleiðingar kjarn- orkuátaka mundu hrikalegar verða eins og glöggt kemur fram ínýlegri skýrslu Vísindaakademíu Páfagarðs. Um leið og ég tek undirþettafrumkvœði bið égþess einnig að Almáttugur Guð blessi ríkulega viðleitni allraþeirra sem vinnafyrir sönnum og traustumfriði milliþjóða og ríkja. Jóhannes Pállpáfi annar. Heimskir kj ur áðið fagnar frumkvæðinu Yfirlýsing sem Philip A. Potter aðal- ritari Heimskirkjuráðsins gaf út í gœr 1. Heimskirkjuráðið metur mikils þýðingarmikið frum- kvæði í þágu friðar, sem þau hafa tekið Indira Gandhi for- sætisráðherra, Miguel de la Madrid forseti, Julius Nyerere forseti, Olof Palme forsætisráð- herra og Andreas Papandreaú forsætisráðherra, með sam- eiginlegri yfirlýsingu þann 22. maí 1984 um afvopnun, þar sem lögð er áhersla á það að afvopn- un á sviði kjarnorkuvígbúnaðar er orðin afar brýn. 2. Sameiginlegt átak þeirra í þágu friðar verðskuldar ein- lægan stuðning af hálfu allra hópa manna, sem leita friðar á þessum dögum þegar ástand í alþjóðamálum fer ört versnandi og árekstrar stig- magnast. 3. Heimskirkjuráðið tekur sterklega undir áskorun þeirra til Bandaríkjanna, Sovétríkj- anna, Bretlands, Frakklands og Kína um að ríkin „stöðvi allar tilraunir með kjarnorkuvopn, framleiðslu á þeim og út- breiðslu þeirra og fari strax á eftir verulegur niðurskurður á kjarnorkuvígbúnaði". Minnir Heimskirkjuráðið á ávarp Sjötta heimsþings síns um að brýn nauðsyn sé að taka slíkt skref. 4. Um leið og tekið er undir frumkvæði þetta ítrekar Heimskirkjuráðið hvatningu sína til kirkna um að þær efli viðleitni sína í þágu friðar og réttlætis í samvinnu við aðra þá sem leitast við að vekja al- menning til vitundar um þann háska sem nú steðjar að friðnum. Yfirlýsingin gerir ráð fyrir sérstökum aðgerðum sem kirkjur geta stutt,sem og hreyf- ingar þeim, tengdar, til að virkja almenningsálitið. 5. Sjötta heimsþingið lýsti því yfir að „skyndilega hefur hert á æðislegu kapphlaupi til kjarn- orkuvoðans". Sagan þekkir enga hliðstæðu við þá ógnun við möguleika mannsins til að lifa af sem kjamorkuvopnin skapa. Kapphlaupið þarf að stöðva og snúa við þeim straumum sem nú ráða ferðinni til að mannkynið og sköpunar- verk guðs megi varðveita. Því fagnar Heimskirkjuráðið frum- kvæði fyrrnefndra leiðtoga. Guð hefur skapað okkur og allt sköpunarverkið og hann krefst þess að við leitum friðar, rétt- lætis og virðuleika á heimi þar sem enginn þarf að óttast og líf hvers og eins er heilagt. Bréf til Reagan Ronald Reagan forseti Hvíta húsinu Washington 22. maí 1984 Kæri herra forseti. Við skrifum yður til að vekja athygli yðar á yfirlýs- ingu sem var gefin út í dag af leiðtogum Indlands, Mexíkó, Tanzaníu, Svíþjóðar, Grikklands og Arg- entínu en sú yfirlýsing er þáttur í Friðarfrumkvæði úr fjórum heimsálfum. Þessir þjóðarleiðtogar hafa lýst því yfir að þeir muni á næstu mánuðum gera allt sem er í þeirra valdi til að rjúfa þann vítahring sem nú einkennir vígbúnaðarkapphlaupið. Þetta frumkvæði á sér ekkert fordæmi. Það endurspeglar áhyggjur fólks um allan heim, allra kynþátta, allra trúarsamfé- laga og einstaklinga frá ólíkum stjórnkerfum. Það sýnir okkur hve mikið er í húfi fyrir allt mannkyn að ríkisstjórnir, sérstaklega ríkisstjórnir risaveldanna, sýni fulla ábyrgð í þessum málum. Nýlegar niðurstöður vísindamanna sýna að jafnvel minniháttar kjarnorkuátök gætu gjörspillt svo öllu umhverfi og lífkerfi jarðarinnar að útilokað yrði að líf gæti þrifist áfram eftir slík átök. í ljósi slíkra niður- staðna vísindamanna er enn ljósara en áður að af- vopnun er ekki aðeins viðfangsefni risaveldanna held- ur einnig allra ríkja, stórra og smárra. Okkur er ljóst að einstaklingar og ríkisstjórnir get- ur greint á um með hvaða hætti eigi helst að ná árangri í afvopnunarviðræðum. Engu að síður hvetjum við yður eindregið til að íhuga vandlega frumkvæði leiðtoganna sex því þar er á ferðinni al varleg tilraun til að rjúfa vítahring árangursleysisins og beitt áhrifum til að alIT mannkyn geti lifað áfram þótt heimurinn verði sífellt hættumeiri. Virðingarfyllst, Thomas J. Downey Jin Leach Berkley Bedell George Miller Paul Simon. frá þingmönn- um úr Demo- krataflokknum og Republik- anaflokknum Forsetinn hvattur til aðtakafrum- kvœðinu vel Gandhi - Palme - Papandreoú - Alfonsín - Nyerere - de la Madrid

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.