Þjóðviljinn - 24.05.1984, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 24.05.1984, Blaðsíða 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINNIFimmtudagur 24. maí 1984 Iindiquée la population active totale, puis le pourcentage de population active étransére. Þetta kort sýnir bæði skip sem írakar hafa ráðist á (hvít) og þau sem íranir hafa ráðist á (svört). Þríhyrningarnir tákna olíulindir. Prósentutölurnar við nafn hvers ríkis sýna hve mikill hluti vinnandi manna eru útlending- ar. Meðan olíuskip brenna á Persaflóa Tilraun íraksforseta til að neyða umheiminn til afskipta af stríðinu Stríðið milli írak og íran, sem staðið hefur Í42 mánuði, virðist nú komið á nýtt stig: að minnsta kosti lætur umheimur sig það þessa daga mikiu meira varða en verið hefur oftast. Ástæðan er ekki sú, að menn óttist að klerkastjórnin í íran sé að koma írak á kné með ófyrirsjáan- iegum pólitískum afleiðingum, heldur óttast menn nú meira en áður um olíuflutninga um Pers- aflóa, jen þaðan kemur nú um sjöttungur þeirrar olíu sem á markað fer í heiminum. Pegar orustuflugvélar frá íran kveiktu í fyrri viku í risastóru olíu- skipi frá Saudi-Arabíu, „Yanbu Pride", höfðu sex önnur olíuflutn- ingaskip orðið fyrír eldflaugum á Persaflóa síðan „sjóhernaður" byrjaði þar eystra þann 25. apríl. Olíuskip þetta var með um 200 þús- und lestir um borð af hráolíu og kom helmingurinn frá Kuwait. Við þessi tíðindi tóku verðbréf í olíufé- lögum kipp upp á við í kauphöllum og vátryggingagjöld vegna skipa sem um Persaflóa sigla hækkaði einnig verulega. Aftur á móti varð nokkurt verðfall í kauphöllum Jap- ans. Japanir eru háðari Persaflóa- olíunni en önnur iðnríki og þeir hafa reitt sig í miklu ríkari mæli en flestir aðrir á hina tiltölulega ódýru olíu frá fran. Hvaö vill Hussein? Fréttaskýrendur hafa annars verið á því róli til þessa, að olíuút- flutningur um Persaflóa skipti ekki nærri því eins miklu máli nú og áður - nýjar olíulindir eru komnar í notkun og birgðir eru til miklar af olíu. En tíðindi undanfarinna daga benda til þess, að hér sé um helst til mikla bjartsýni að ræða. Þann 25. apríl byrjuðu írakar að gera alvöru úr þeirri hótun sinni að stöðva olíu- útflutning frá íran um aðalolíuhöfn írana á Khargeyju. Hafa íraskar flugvélar síðan ráðist á fjögur olí- uflutningaskip undan ströndum írans. Og íranir hafa svarað fyrir sig með því að ráðast á olíuskip sem sigla á arabískar hafnir við Persa- flóa. Á það skal minnt að þau skip sigla ekki á írak - írakar verða að láta sér nægja að koma sinni olíu landleiðina eftir leiðslum til Tyrk- lands. Hér er um olíuflutninga hlutlausra ríkja að ræða. En íranir geta að sönnu bent á það, að það hlutleysi er að einu leyti ekki sama nafnið: hluti af olíutekjum ríkja á borð við Kuwait og Saudi-Arabíu rennur beint til stríðsreksturs íraks - vegna þess að fátt óttast furstarík- in við Persaflóa meira en út- breiðslu hinnar írönsku klerkabylt- ingar. Saddam Hussein, forseti íraks, hefur vafalítið reiknað dæmið á þann veg, að með því að trufla olí- uflutninga frá íran með loftárás- um, þá gæti hann gert styrjöldina „alþjóðlegri". Árásir á olíuflutn- ingaskip myndu neyða umheiminn til afskipta af styrjöldinni, sem hef- ur snúist gegn írökum á seinni misserum. Ef Khomeini ekki vildi semja frið, þá átti að neyða Banda- ríkin og jafnvel fleiri aðila til að skerast í leikinn og tugta ajatoll- ann. Flókiö dæmi En hitt er svo lakara fyrir Sadd- am Hussein, að þótt Bandaríkja- stjórn hafi vægast sagt litlar mætur á klerkastjórninni í Teheran, þá er hún mjög ófús að leika þetta hlut- verk. Iran er þúsund sinnum stærri biti í háls en Grenada. Bandaríski flotinn er fyrir utan Hormussund og gæti auðveldlega slætt upp tund- urdufl, ef að stjórn írans hefði kos- ið að svara loftárásum íraka með því að reýna að loka sundinu. En þegar íranir þess í stað skjóta á olíuskip á flóanum verður allt flóknara. Ættu bandarísk herskip að vernda olíuskip fyrir írönskum flugvélum meðan flugvélar frá írak ráðast á önnur skip á flóanum - t.d. þau sem flytja olíu til Japan? íranir hafa sagt, að annaðhvort fái þeir að flytja út olíu sína frá Persaflóa eða enginn fái það. Og af því að herstjórar íraks virðast á- kveðnir í að halda áfram lofthern- aði sínum gegn íran, þá er ekkert líklegra en smám saman stöðvist olíuflutningar frá Persaflóa á næst- unni. Og þá er fátt sem gæti komið í veg fyrir það, að olíuverð taki að þokast upp á við á heimsmörkuð- um, enda þótt birgðir séu nú allmiklar til. En það er líka minnt á það í sumum blöðum að nú er kosningaár í Bandaríkjunum, og Ronald Reagan hefur að undan- förnu sýnt það, að hann er miklu frekar á þeim buxum að skaka vopn af miklu kappi en sýna dipl- ómatíska þolinmæði og útsjónar- semi þegar vandamál berja að dyr- um. ÁB. Neytendum stendur æ meira á sama um vörumerkin frægu Ómerktar og ódýr- ari vörur sœkja á Svo virðist sem neytendur séu smám saman að hætta að trúa á það ágæti einstakra vörumerkja sem auglýsinga- iðnaðurinn lifir á að lofsyngja. Þeim er sama hvað kaffið og hveitið heita. Þeir eru ekki að leita að stöðutákni í verslunum, þeir eru blátt áfram að leita að ódýrri vöru - hvort sem þeir hafa mikið eða lítið fé í vasa. Þessi þróun er orðin mjög áber- andi í Þýskalandi, þar sem hlut- deild „ómerktrar" eða „hvítrar" vöru fer vaxandi í sölu kjörbúða og verslanakeðja. En þar með er átt við vöru sem ekki er auglýst sér- staklega - á einföldum umbúðum stendur blátt áfram kaffi, sykur, hveiti, þvottaefni og þar fram eftir götum. Fundu ekki muninn Auglýsingafirma eitt í Frankfurt ætlaði á dögunum að gera atlögu gegn „hvítum" vörum. Fimmtíu manns var boðið að prófa allskon- ar vöru - kartöfluflögur, ávaxta- safa, bjór, kaffi, dósamjólk osfrv. Vonir stóðu til þess, að hinir hlut- lausu neytendur gerðu marktækan greinarmun á „firmavöru" og ó- merktri vöru úr litlausum pakkning- um. Raunin varð önnur. Þegar neytendur vissu ekki hvað þeir höfðu fyrir framan sig, reyndust þeir einnig eiga mjög erfitt með að dæma um hvað átti að vera „gæð- avara" eða firmavara og hvað var ómerkingur. Og yfirmaður Þýska- landsdeildar svissneska matvæla- hringsins Nestlé dæsti þungan og sagði það greinilegt, að tryggð neytandans við vörumerkið væri mjög farin að láta á sjá. Ringulreið Þessi þróun hefur vakið upp nokkra skelfingu meðal margra þeirra vöruframleiðenda sem harðast ganga fram í markaðs- stríði. Þeir viðurkenna að ein ástæðan fyrir því að menn eru hættir að gefa því gaum hvaða þvottaefni þeir kaupa eða hvers konar eldhúsrúllur sé ekki síst tengd því, að sú fjölbreytni sem blasað hefur við í kjörbúðum er mest fyrir augað: það hendir eng- inn reiður á mörg hundruð tegund- um pakkninga á kaffi. Neytandinn breytist En mestu máli skiptir að neytandinn hefur breyst. Hann hefur orðið fyrir ýmsum skakkaföll- um í orkukreppu og atvinnuleysi, Ómerkt þvottaefnl: Tryggðln við vörumerkln hefur mjög látiö á sjá að undanförnu. og hann heldur fastar um budd- una. Einnig þeir sem sæmileg fjár- ráð hafa, vilja ekki blekkjast af auglýsingatækni sem stílar upp á það að freista fólks til að kaupa dýrari vöru vegna þess að sú vara sé fínni. („Það hefur alltaf kostað sitt að hafa góðan smekk" segir í mörgum auglýsingum.) Þvert á móti hefur sú afstaða breiðst út hjá kaupendum með allskonar fjárráð, að peir skuli ekki láta snúa á sig rneð auglýsingabrellum, þeir skuli heldur kaupa inn skynsamlega. í Þýskalandi er það haft á orði að það sé orðið þjóðarsport að gera ódýr innkaup og svipuð þróun á sér stað í öðrum löndum. Það er kannski ekki nema von að menn dansi með í þessari „þjóðaríþrótt" þegar það hefur komið fram, að í einni og sömu stórverslun er hægt að spara allt að 40% á því að fylgjast vel með því hvað hlutirnir kosta og taka ó- merkta vöru eða þá „sértilboðin" fram yfir hina virðulegu „gæða- vöru". Ekki síst þegar menn eiga í raun svo erfitt með að vita hvað er hvað, þegar úr umbúðunum er komið. Sem er ekki heldur nema von: sannleikurinn er sá, að mikið af hinni ómerktu vöru er komið frá sömu framleiðendum og reyna að selja matvörur og hreinlætisvörur undir merkjum og í sérstökum um- búðum sem kostar ærið fé að koma upp og hamra inn í vitund almennings. Ofmettun En í sambandi við það, sem nú varsagt, vaknarsú spuming, hvort tök auglýsenda á markaðinum, á hegðun almennings, séu ekki að bila. Úr Bandaríkjunum berast þær fregnir nýlega, að kannanir sýni ört minnkandi áhrif sjónvarpsauglýs- inga á kaupskapinn - ástæðan er sögð fyrst og fremst sú að auglýs- ingarnar eru svo fyrirferðarmiklar að fólk getur ekki tekið við áhrifum þeirra lengur. Ný tíska þar um slóð- ir er að búa til auglýsingar sem þykjast ekki vera auglýsingar: til dæmis litla snotra sögu um geimdverginn góða ET- sem eins og af tilviljun færsér sopa af peps- ikóla meðan sagan gerist. ÁB tók saman. Vopnasala tilþróunar- landa hefur minnkað Vopnasala iðnríkjanna til þróu narlanda nna drógst mjög saman f fyrra. I»au seldu vopn fyrír um 24 milj ar ffi dollara tU hinna snauðari ríkja hcims og er það iægri upphæð en und- anfarin sjö ár - einnig ef tekið er tiilit tU verðbólgu. Hlutur Sovétríkjannan drógst mjög saman i þessum viðskiptum en hlutur Itandaríkjanna fór vax- andi. Bandaríkjamenn seldu vopn til þróunarríkja fyrir 9,5 miljarði dollara en fyrir 15,5 miljarði í hitteðfyrra. Þrátt fyrir þennan samdrátt jókst hlutur þeirra í vopnaveltu úr 32% Í29%. Sovétmenn seldu vopn fyrir 4,2 miljarði dollara en fyrir 12,6 miljarði í hitteðfyrra. Hlutdeild þeirra minnkaði úr 26,9% í 16,9%. Vopnasala Frakka til þriðja heimsins var allmikil í hitteð- fýrra eða sem svaraði 8,8 milj- örðum dollara. í fyrra var hún aðeins 1,2 miljarðir. ~áb.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.