Þjóðviljinn - 24.05.1984, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 24.05.1984, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 24. maí 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Gullna hliðið verður jólaleikrit sjónvarpsins Gullna hliðið verður jólaleikrit sjónvarpsins á næstu jólum. Við upptökur er myndavélum beitt á tvo eða fleiri fleti samtím- is og myndirnar koma síðan sem ein á skjáinn. Sjónvarpið hefur haft yfir þessari tækni að ráða síðan það litvæddist en ekki fyrr beitt henni á svo stórt verk. Með þessu móti er hægt að láta kerlinguna klífa fjöll og himingeim á fund Lykla-Péturs með sálina hans Jóns. Þjóðvilj- inn fór í gær í sjónvarpssal og var viðstaddur upptökur hins sígilda leikrits Davíðs Stefáns- sonar. Guðrún Stephensen og Róbert Arnfinnsson voru þá að þrefa um hvort sálin hans Jóns ætti erindi inn fyrir dyr himnaríkis. Róbert er í hlutverki Lykla-Péturs en Guðrún leikur kerlinguna. Það gerði hún einnig í Þjóðleikhúsinu fyrir 8 árum síðan. „Ég hef lítið verið í sjónvarpi áður og þetta er eins og námskeið í leiðinni", sagði hún þegar hlé varð á upptöku. Ágúst Guðmundsson leikstjóri sagði þetta stærsta sjónvarpshlutverk til þessa. Guðrún sagði vinnuna veru- lega skemmtilega. „Ég er hérna frá kl. hálf níu til sjö. Og maður skreppur ekkert í burtu þann tíma uppdressaðureins og kerlingin er“. Ný tækni við upptökur á sjónvarps- leikriti inu, vonandi veisla fyrir augu og eyru“, sagði Andrés. Upptökur í mánuö Tónlistin, eftir Pál ísólfsson, er flutt af Sinfóníuhljómsveit íslands Hömlur við gerð búninga Pá lék okkur forvitni á gerð bún- inga sem féllu að þessari tækni. Hulda Kristín Magnúsdóttir sá um þá. Hún er nýkomin úr námi og hefur unnið við íslensku óperuna í vetur. „Það eru margir litir sem ekki má nota. Þar afleiðandi marg- ar hömlur við gerð búninganna. Eg verð að vinna mikið í brúnum og grænum tónum. Til dæmis má alls ekki nota svart og hvítt. Blátt hverfur, þannig að ef leikarinn er í bláum kyrtli kemur það út eins og hausinn dingli í lausu lofti! Eins er það með alla liti með bláum tónum í“. Róbert Arnf innsson og Guðrún Stephensen þrefa hér um það hvort Lykla-Pétur opni dyr himnaríkis fyrlr sálinni hans Jóns sem kerling hefur miklar ahyggjur af. - Myndir ATLI. Leikið í bláu rými Leikmyndir Leikmyndir eru unnar af Snorra Sveini Friðrikssyni myndlistar- manni og Gunnari Baldurssyni. Snorri Sveinn er deildarstjóri leikmyndadeildar sjónvarpsins. Hann sagðist hafa gert yfir 30 vatnslitamyndir eftir grófri fyrir- mynd. Síðan eru notaðir ýmsir hlutar myndanna í upptökum þannig að alls verða þetta um 200 myndir. Gunnar sá um leikmynd í stúdíói að öðru leyti, en með þeirri tækni sem notuð er verður samspil milli vatnslitamyndanna og leik- mynda Gunnars. / bláu rými „Upptökur hafa gengið mjög vel“, sagði Andrés Indriðason sem stjórnar þeim. „Hin sérstæða upp- tökuaðferð, sem byggir á beitingu tveggja eða fleiri myndavéla fyrir hverja mynd sem kemur á skerm- inn, hefur kallað á náið samspil allra sem að þessu vinna. Hér þarf mikla nákvæmni og stóra skammta af þolinmæði því að allt helst í hendur, beiting ljósa og mynd - blöndun, myndatakaog uppstilling hluta sem falla inn í myndverkin í bakgrunni. Og síðast en ekki síst verða leikararnir að hreyfa sig eftir gefinni uppskrift inni í öllu þessu marþætta munstri". Sjónvarpsmenn kalla aðferðina „krómi" og þeir hafa ávallt eina vél á málverkin og aðra á leikendur sem leika í bláu rými og birtast þá í myndunum. Hið eina sem er til staðar í stúdíóinu eru pallar og mis- hæðir til þess að leikararnir falli inn í málverkin. „Þetta verður mjög myndræn og ævintýraleg útgáfa af Gullna hlið- undir stjórn Páls P. Pamphichler ásamt félögum úr kór íslensku óp- erunnar og Söngskólanum. Jón Sigurbjörnsson leikur Jón og Arn- ar Jónsson kölska. í endanlegri gerð mun sjón- varpsleikritið, Gullna hliðið, taka um tvær stundir í flutningi og verð- ur því sjónvarpað í einu lagi um næstu jól. Upptökur hafa staðið yfir síðan um mánaðamót og þeim lýkur á föstudaginn. -jp og talla ínn i málverk sem annarri myndave! er ■ Og þá er Lykla-Pétur búinn aö setja upp gleraugun. sestur við skrifborð og horfir á siðasta upptökuatriöi. Hvers vegna hann er með naglbít fyrir framan sig vitum við ekki en lykilinn sem hangír i keðjunni opnar leiðina i himnaríkl.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.