Þjóðviljinn - 24.05.1984, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 24.05.1984, Blaðsíða 8
8 SIÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 24. maí 1984 Fimmtudagur 24. maí 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 á kreiki Hamarshus Hamarshúsiövið Trygg vagötu í Reykjavik. Byrj- aðeraðbreyta þvíííbúðarhús- næðiþóleyfi byggingarnefnd- arskortiennþá. Eigandi hússins héltþvíframvið einn borgarfull- trúaaðbúiðværi ábakviðtjöldin a&tryggjasam- þykkl borgar- málaflokksSjálf- stæ&ismanna. Ljósm. -eik. Pappfrsfyrirtæki Skúli Jónsson forstjóri Hamars h/f tjáði blaðinu að Ólafur S. Björnsson hafi keypt Hamarshúsið við Tryggvagötu og sé ábyrg- ur fyrir greiðslu þess gagnvart Hamri h/f. Ólafur S. Björnsson á líka meirihluta í Byggingarfélaginu Ósi h/f sem upphaflega var talið standa fyrir breytingunum á Ham- arshúsinu, meðaJ annars af sumum borgar- fulltrúum. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi sagði hins vegar að svo væri ekki, heldur væri það fyrirtækið Uppbygg- ing h/f sem sækti til borgarinnar um að f á að gera breytingarnar. Ekki verður séð í fljótu bragði hvaðan Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson hefur þessar upplýsingar, því enginn sem rætt var við hjá borginni eða borgarstjórnar- og -nefndar- mönnum kannaðist við Uppbyggingu h/f, ekki einu sinni samflokksmenn Vilhjálms P. Vilhjálmssonar í Skipulagsnefnd, þeir Magnús Jensson byggingarmeistari og Ingi- mundur Sveinsson arkítekt. Og þegar farið er yfir umsóknirnar um breytingarnar sem Vilhjálmur P. segir að Uppbygging h/f hafi staðið fyrir, þá kemur í ljós að fyrirtækið er hvergi nefnt þar. Það er hins vegar Hamar h/f, sem enn er þinglýstur eigandi Hamars- hússins, sem sækir um. Síðustu fréttir úr hinni dæmalausu framhaldssögu um Hamarshúsið eru þær að breytingarnar sem þar eru hafnar eru enn í trássi við reglur borgarinnar, þrátt fyrir jákvæða umsögn borgarstjórnar. Ástæðan er þessi: formlegt leyfi liggur ekki fyrir frá Byggingarnefnd Reykjavíkur og að sögn Magnúsar Skúlasonar, sem situr í nefndinni, þá verður ekki hægt að veita það nema Ijóst sé að breytingamar séu í samræmi við staðfest skipulag Reykjavíkur. En einsog Þjóðviljinn hefur sagt, þá eru þær í blóra við skipulagið! Og þess má geta að á síðasta borgarstjórnar- fundi lét Davíö Oddsson borgarstlóri svo um mælt ab breytingarnar „orkuðu tvímælis". Þessi flötur á málinu er hins vegar aðeins einn af mörgum sem sýna hin dæmalausu vinnubrögð borgarstjórnarmeirihlutans í málinu. En hvaðan kemur þá huldufyrirtækið Uppbygging h/f inn í hugskot formanns Skipuíagsnefndar? Eftirgrennslan leiddi í ljós að Uppbygg- ing h/f var stofnað í september á síðastliðnu ári, það er pappírsfyrirtæki með 20 þúsund króna hlutafé, ekkert heimilisfahg en býr í pósthólfi 177 í Kópavogi. Og 95 prósent hlutafjársins á Ólafur S. Björnsson, sem er í fjöiskyldutengslum við Vilhjálm Þ. Vil- hjálmsson. Bróðir Vilhjálms er mágur Ólafs og er jafnframt notaður af Ólafi sem fjármálastjóri. Sá grunur er því áleitinn að kunnúgleiki Vilhjálms af gervifyrirtækinu Uppbyggingu h/f stafi af fjölskyldutengs- lum hans og Ólafs, og að formaður Skipu- lagsnefndar hafi vitað frá upphafi að Ólafur vinnuveitandi bróður hans hafi ætlað að •nota pappírsfyrirtækið sem „front" í sam- bandi við Hamarshúsið. Pósthólf 177 Þess má geta að Ólafur S. Björnsson á meirihluta í Byggingarfyrirtækinu Ósi h/f, sem er ekki að finna í símaskrá en hefur, vaflaust af einskærri tilviljun, líka pósthólf 177 í Kópavogi! Fjármálastjóri þess fyrir- tækis Ólafs er bróðir Vilhjálms Þ. Vil- hjálmssonar, Einar Þ. Vilhjálmsson. í Kópavogi er þriðja fyrirtækið sem Ólafur S. Björnsson á meirihluta í, og það notar líka pósthólf 177. Og hver skyldi vera framkvæmdastjóri þess? Bróðir Vilhjálms, Einar Þ. Vilhjáimsson. Af þessu sést að Ólafur S. Björnsson sem keypti Hamarshúsið hefur í kringum sig heilan skóg af alvöru- og gervifyrirtækjum og í rauninni skiptir ekki máli hvort það er Os h/f eða Uppbygging h/f sem standa að breytingunum á Hamarshúsinu. Kjarni málsins er sá að Ólafur S. Björnsson á þessi fyrirtæki að meira eða minna leyti, og jafn- framt er staðreynd að Einar Þ. Vilhjálms- son, fjármálastjóri Ólafs, er bróðir Vil- hjálms Þ. Vilhjálmssonar, sem er formaður þeirrar nefndar borgarinnar sem samþykkti að leyfa hinar mjög svo umdeildu breyting- ar á Hamarshúsinu. „Annarlegir hagsmunir" Þegar fyrirtæki Ólafs S. Björnssonar sótti um leyfi til að breyta Hamarshúsinu mátti fyrirfram telja næsta vonlítið að umsóknin næði fram að ganga. Ástæðan var fyrst og fremst sú, að Hamarshúsið er á hafnarsvæði og skilgreint sem „iðnaðar- og skrifstofu- húsnæði" í skipulagi, og í annan stað er það mjög óhentugt fyrir íbúðir. Sigur&ur E. Gu&mundsson borgarf ulltrúi Al- þý&uflokksins og forstöðumaður Húsnæðis- stofnunar: „ ibú&lrnar i Hamarshúsinu ver&a annars og þri&ja flokks húsnæ&l". inglbjörg Rafnar borgarfulitrúi Sjálfstæ&is- f lokkslns var á móti breytingum á Haf narhús- Inu í hafnarstjóm, en í borgarrá&i var hún allt (elnu or&ln samþykk þelm. Slgur&ur Har&arson, fulltrúl Alþý&ubanda - lagsins í Skipulagsnefnd: „Skýringar Ingi- bjargar Rafnar á slnnaskiptum sínum eru allsendls ófuilnaegjandi". Sólrún Gísladóttir borgarfulttrúi Kvenna- frambo&slns: „Annarlegir hagsmunir". m £ i. 3 E «S (fl flJ'C 0</> </> Umsækjendur virtust þó ekki draga í efa að borgarráð myndi samþykkja umsókn- ina, því löngu áður en hún kom til af- greiðslu voru breytingarnar hafnar. Að sjálfsögðu leit þetta þannig út, að búið væri á bak við tjöldin að tryggja samþykki fyrir breytingunum. Umsóknin var fyrst lögð fram í Skipu- lagsnefnd borgarinnar og samþykkt þar með atkvæðum Sjálfstæðismanna gegn hörðum mótmælum minnihlutans. í bókun Sigurðar Harðarsonar frá Alþýðubandalagi var meðal annars bent á að Hamarshúsið væri við mestu umferðaræð borgarinnar „með um 7000 bíla umferð á sólarhring og þar af leiðandi umferðarmengun sem að mínu mati útilokar þetta hús sem íbúðar- hús. Ég tel það hreint ábyrgðarleysi að sam- þykkja íbúðarhúsnæði í miklu magni við þessar aðstæður". í sama streng tók Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir frá Kvennaframboðinu sem lét í ljós þá skoðun að vinnubrögð af þessu tagi hljóti að vekja „grunsemdir um að annar- legir hagsmunir ráði ferðinni". Eftir að málið var afgreitt á þennan hátt frá Skipulagsnefnd var það tekið upp í borg- arráði. Samkvæmt tveimur heimildum Þjóðviljans virtist ekki ýkja mikill hljóm- grunnur fyrir breytingunum á því stigi máls- ins, bent var á að þær samrýmdust ekki hagsmunum hafnarsvæðisins og því var ákveðið að vísa málinu til umsagnar hafn- arstjórnar. Afstaða hafnarstjórnar var afdráttarlaus, í ályktun hennar sagði meðal annars: „Hafharstjórn er andvíg þeirri þróun að húsnæði einsog Hamarshúsi verði breytt í íbúðarhúsnæði". Formaður hafnarstjórnar er Ingibjörg Rafnar, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. í viðtah við Þjóðviljann staðfesti hún að hún hefði staðið að samþykki fyrrgreindrar ályktunar. Þegar málið kom til afgreiðslu aftur í borgarráði var því búist við að það yrði fellt, þarsem hjáseta Ingibjargar Rafnar hefði nægt til þess. Öllum að óvörum þá greiddi hins vegar Ingibjörg atkvæði með sömu breytingum og hún hafði áður greitt at- kvæði á móti rhafnarstjórn! Annars og þriðja flokks húsnæði Þegar samþykkt borgarráðs yar rædd í borgarstjórn hinn fimmta apríl síðastliðinn voru enn frekari mótmæli borin fram gegn því að Hamarshúsi yrði breytt í íbúðarhús- næði. Bent var á hávaðamengun, Ingibj örg Sól- rún Gísladóttír kvað jafnframt að teikning- ar að íbúðunum sem þá lágu fyrir væru frá- leitt viðunandi, meðal annars væru á þeim fjölmargir gallar sem væru ósamrýmanlegir Byggingarreglugerð. Sigurður E. Guð- mundsson frá Alþýðuflokki, sem jafnframt er forstöðumaður Húsnæðisstofnunar og ætti því að hafa vit á málinu, taldi að hinar fyrirhuguðu íbúðir væru annars og þriðja flokks húsnæði og „jafnvel óframkvæman- legt.. .að koma þar upp mannsæmandi um- hverfi, sem nú til dags er talið brýnt nauðsynjamál í sérhverri íbúðabyggð". Sigurjón Pétursson vakti athygli á því að ekki væri gert ráð fyrir möguleika á útivist- arsvæðum fyrir börn eða bílastæðum, sem hvorutveggja væri þó bundið í byggingar- reglugerð. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson formaður skipulagsnefndar svaraði þessari gagnrýni með því að benda á, að nefndin hafi gert að skilyrði fyrir stuðningi sínum að gamalt hús í bakgarði Hamarshússins yrði fjarlægt og svæðið sem þar skapaðist notað undir bíl- astæði og barnaleikvöll. Með því yrði bygg- ingarreglugerð fullnægt og gagnrýni minni- hlutans feykt í burt. Svipaðar viðbárur munu hafa verið hafð- ar uppi þegar málið var upphaflega sam- þykkt í borgarráði, og meðal annars ráðið því að Davíð Oddsson bofgarstjóri féllst á að ljá málinu stuðning sinn. Brot á aðalskipulagi En fyrir tveimur víkum féll svo sprengj- an: á borgarráðsfundi var það upplýst af kindarlegum borgarverkfræðingi að sam- kvæmt staðfestu aðalskipulagi ætti mikil hraðbraut, svokölluð Geirsgata, að liggja með höfninni og uppað Hamarshúsinu miðju sunnanmegin, og þarmeð inní garð- inn sem Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson vildi nota undir bflastæði og barnaleikvöll til að fullnægja reglugerðinni. Samkvæmt þessu skipulagi á því Geirs- gatan að loka hinar fyrirhuguðu íbúðir í Hamarshúsinu frá íbúðarbyggðinni ofanvið húsið, og jafnframt liggja á hinum fyrirhug- aða leikvelli sem notaður var til að snúa Davíð Oddssyni til fylgis við tillöguna. En Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sagði blaðamanni, að það væri ekki Bygg- ingarfélagið Ós heldur Uppbygging h/f sem hefði sótt um breytingamar á Hamarshúsinu til skipulagsnefnd- ar. . Við eftirgrennslan kom í Ijós að þetta var rangt, Hallgrímur Sandholt hjá Byggingarfulltrúa Reykjavíkur tjáði blaðinu, að Uppbygging h/f kæmi hvergi fyrir á umsóknum. Samflokksmenn Vilhjálms úr Skipu- lagsnefnd, þeir Ingimundur Sveins- son arkitekt og Magnús Jensson byggingarmeistari, kváðust hvorug- ur nokkurn tíma hafa heyrt á fyrir- tækið minnst. Hvaðan kom þá Vil- hjálmi vitneskjan um tilvist þess og tengsl við Hamarshúsið? Kynni það að standa í sambandi við þá staðreynd að fyrirtækið er gervifyrirtæki sem er hvergi tilnema í pósthólfí tveggja fyrirtækja, þars- em bróðir Vilhjálms er fram- kvæmdastjóri í öðru og fjármála- stjóri í hinu? frá upphafi mun Davíð hafa verið gagnrýninn á allan málatilbúnaðinn, að sögn heimildarmanna Þjóðviljans í borg- arráði, einsog kom raunar fram á síðasta borgarstjórnarfundi. Þess má geta að í viðtali við Þjóðviljann staðhæfði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson for- maður Skipulagsnefndar að hann hafi alltaf gert ráð fyrir því að skipulaginu þyrfti að breyta og vísar til bókunar sem gerð var á fundi nefndarinnar um það. Á síðasta fundi borgarstjórnar sagði hins vegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir að þetta væri rangt hjá Vilhjálmi; í Skipulagsnefnd hefði komið fram sú skoðun að ekki þyrfti að breyta skipulaginu. Fjölskylduhagsmunir Við augum blasir því að í Hamarshúsinu eru hafnar breytingar sem eru í blóra við byggingarreglugerð, í trássi við vilja hafn- arstjórnar og það sem líklegast er alvar- legast, í andstöðu við staðfest aðalskipulag Reykjavíkur. Á leiðinni gegnum kerfíð hef- ur jafnframt einn borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins, Ingibjörg Rafnar, kúvent af- stöðu sinni. Hvað veldur þessu? Ólafur S. Björnsson á 95 prósent í huld- ufyrirtækinu Uppbyggingu h/f sem sér um breytingar á Hamarshúsinu. Hann á jafn- framt meirihluta í Byggingarfélaginu Ósi h/f og Rörsteypunni h/f. Fjármálastjóri Óss h/f er Einar Þ. Vilhjálmsson og hann er líka framkvæmdastjóri Rörsteypunnar h/f. Heimildum Þjóðviljans, sem spanna frá gjaldkera í iðnaðarfyrirtæki, lögfræðingum og til meðlims í húsfélagi í blokk sem Ólafur S. Björnsson byggði, ber saman um að Ein- ar S. Vilhjálmsson er fjármálaheilinn á bak við Ólaf. En Einar hefur jafnframt sterk tengsl inní Sjálfstæðisflokkinn - einsog fyrr hefur komið fram er bróðir hans Vilhjálm- ur Þ. í lykilaðstöðu í borgarkerfinu, þar sem hann er formaður Skipulagsnefndar, þeirrar nefndar sem veitti vinnuveitanda bróður hans leyfi til hinna umdeildu breytinga á Hamarshúsinu. Einar Þ. Vilhjálmsson er jafnframt mágur Ólafs. Þannig að Vilhjálmur er líka í fjölskyldutengslum við Ólaf. Vilhjálmur hefur að sögn ýmissa borgar- fulltrúa fylgt málinu mjög hart eftir gegnum borgarkerfið, og að sögn eins af borgarfull- trúum minnihlutaflokkanna þá „glopraði Ólafur S. Björnsson því útúr sér þegar hann var að leita eftir stuðningi mínum við málið, að borgarmálaflokkur Sjálfstæðisflokksins væri búinn að ákveða að styðja það". Þessar upplýsingar benda einfaldlega mjög sterklega til þess að ættartengsl for- ráðamanna Hamarshússins inn í borgar- málaflokk Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hafi valdið því að leyfi fyrir hinum umdeildu breytingum á húsinu var keyrt hugsunar- lítið í gegnum borgarkerfið í trássi við hafn- arstjórn og staðfest aðalskipulag. Rétt er að taka fram að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson neitar þessu alfarið. Hitt stendur óhaggað að breytingarnar „orka tvímælis" einsog borgarstjóri sagði á síðasta fundi borgarstjórnar, þær voru jafnframt keyrðar í gegn af nokkru offorsi við harðorð mótmæli minnihlutafulltrúa sem skirrtust ekki við að tala um „annarlega hagsmuni" í tengslum við málið (Alþýðuflokkur, Kvennaframboð), og ljóst þykir að formað- ur Skipulagsnefndar stendur í nánum ætt- artengslum við þá sem eru á bak við gervi- fyrirtækin sem standa að breytingunum. Utanfrá lítur málið því þannig út að því er best lýst með því sem á siðaðra manna máli heitir spilling. Fórnarlömbin Þeir sem koma með brunninn feld útúr málinu eru margir. Davíð Oddsson hinn „sterki" borgar- stjóri virðist ekki ýkja „sterkur" eftir að hafa látið teyma sig til fylgis við mál sem hann segir sjálfur að orki tvímælis, og virð- ist hreinlega þjóna fjölskylduhagsmunum annars borgarfulltrúa. Staðfesta Ingibjargar Rafnar birtist held- ur ekki í ýkja aðlaðandi ljósi. Meðan ekki fást aðrar skýringar á sinnaskiptum hennar er einfaldlega nærtækt að álykta að þau hafi orðið sökum þrýstings flokksfélaga. En þeir sem koma verst út eru þó óbreyttir borgarar. Með því að samþykkja breytingarnar á Hamarshúsinu gefur borg- Formaður Skipulagsnefndar neitaði því alfarið að Einar bróðir hans ætti nokkurra hagsmuna að gæta í sambandi við Hamarshúsið, og þarmeð gæti hann sjálfur ekkt verið að hygla bróður sínum með því aðLliðka fyrir breytingum á því. Rökstuðningurinn, var sá, að það væri ryrirtækið Uppbygging h/f sem sæi um breytingarnar en við það hefði Einar bróðir ekkert samband. „Sambandsleysi" Einars bróður við fyrirtækið var þó~ekki meira en svo, að þegar blaðamaður ræddi við hann í síma þá lá kaupsamning- urinn um Hamarshúsið, sem gerður var milli Hamars h/f og Uppbygging- ar h/f, á borðínu hjá Einari, sem meíra að segja las úr honum fyrir blaðamann! arstjórn grænt Ijós á opinbera sjóði: án sam- þykkis hennar myndu nefnilega hvorki veðlán né húsnæðisstjórnarlán vera veitt útá íbúðirnar, og þær því vera óseljanlegar. En nú hefur semsagt borgarstjórn tryggt að íbúðir Óss verða lánshæfar, og þarmeð væntanlegan gróða Óss h/f. Á sama tíma á fólk sem er að berjast af vanefnum við að koma upp þaki yfir höfuð sín í erfiðleikum vegna síðbúinna húsnæðissfjórnarlána og Húsnæðismálastofnun þarf að taka erlend lán til að standa við skuldbindingar sínar. Hefði ekki verið eðlilegra að minnka er- lendar lántökur eða greiða götu íbúðar- kaupenda sem eiga í virkilegum erfiðleik- um, fremur en að hleypa fyrirtæki sem augljóslega er einungis á höttunum eftir skjótfengnum gróða inn í opinbera sjóði, jafnvel þó fjölskylduhagsmunir einhverra borgarfulltrúa kunni að hafa skaðast? -ÖS Borgarstjóm Reykjavíkur samþykkti a& leyfa hlnar umdeildu breyting ar á Hamarshúsinu vlð Tryggvagötu í blóra við hafnarstjórn og í trássi við sta&fest a&alskipulag Reykjavíkur. Og spyrja má: hva& mun það kosta reykvíska útsvarsgrei&endur a& breyta skipulaginu til samræmis vl& breytingarnar á Hamarshúsinu, svo gró&l fyrirtækjanna sem a& þeim standa fál sta&ist?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.