Þjóðviljinn - 24.05.1984, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 24.05.1984, Blaðsíða 10
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 24. maí 1984 Kjartan Jóhannsson Alþýðuflokki Einkennst af óðagoti „Iig hef ekki langa þingreynslu en af þeim kynnum þá hefur þetta þing einkennst af meira óðagoti og minni tíma til að vinna aimennilega að málum í nefndum en ég hef áður kynnst", sagði Kjartan Jóhannsson formaður Alþýðuflokksins. Skipulagsleysiö hefur eiginlega keyrt um þverbak. Málþófið hefur mest verið hjá stjórnarþing- mönnum, mál hafa festst í nefnd- um og stjórnarflokkarnir hafa stað- ið í alls kyns hrossakaupum um af- greiðslu mála. Stjórnarflokkarnir hafa gefist upp í afstöðumyndun og mál afgreidd til frekari umræðu, síðar meir, eins og t.d. kartöflurn- ar, mangóið, jarðalög, Búseti, skipstjórnarréttindi og vélstjóra- réttindi og þannig mætti lengi halda áfram", sagði Kjartan Jó- hannsson. -lg- Kristín Halldórsdóttir Kvennalista Meiri hamagangur en ég átti von á ,J>að er búin að vera gífurleg pressa á þingstörfum og manni of- býður gersamlega hvernig vinnu- brögðin hafa verið. Það er erfitt að sætta sig við þetta og það hefur komið fram í nuíli bæði stjórnar- andstöðunnar og stjórnarþing- manna hér síðustu dagana", sagði Kristín Halldórsdóttir þingmaður Samtaka um kvennalista. „Þetta hefur verið meiri hama- gangur en ég átti von á, þó ég hafi ekki mikið velt þessum málum fyrir mér. En þetta er verra en ég hélt. Ég trúi ekki öðru en hægt verði að færa þetta í betra horf." Kristín sagði að þingmenn Guðmundur Elnarsson Kjartan Jóhannsson Krlstin Halldórsdóttlr Helgl Seljan Hvað fínnst stjórnarandstöðunni um afgreiðslu þingmála og starfsháttu á lokaspretti þinghaldsins? Guðmundur Einarsson Bandalagi jafnaðarmanna Meira kapp en forsjá „Það verður fróðlegt fyrir fólk að fletta því upp í þingtíðindum hvernig talsmenn hinha ýmsu nefnda hafa kynnt niðurstöður sínar fyrir þingheimi undanfarna daga. Nefndin hafði ekki nógan tíma til að ræða málið ýtarlega o.s.frv. Þannig hefur verið unnið hér á þingi síðustu daga, meira af kappi en forsjá", sagði Guðmund- ur Einarsson þingmaður Banda- lags jafnaðarmanna. „Það eru ýmis mál sem menn sjá Frá Sjúkraliðaskóla íslands Umsóknareyðublöö um skólavist fyrir haustiö 1984 liggja frammi á skrifstofu skólans að Suð- urlandsbraut 6IV hæð frá kl. 10 -12 daglega, til loka umsóknarfrests 18. júní n.k. Skólastjóri HUSVARÐARSTAÐA Við Félagsheimilið Aratungu Biskupstungum er laus til umsóknar. Staðan er laus 1. júlí. Umsóknum skal skila til formanns húsnefnd- ar, Sveins A. Snæland, Espiflöt, fyrir 7. júní. Nánari upplýsingar gefa: Sveinn sími 99-683 Karítas sími 99-6875 Róbert sími 99-6888. Húsnefnd. á eftir og hefði þurft að skoða betur eins og t.d. fjarskiptamálið sem dvaldi aðeins örfáa sólarhringa í neðri deild. Þegar dró að þinglok- um og ráðherrar óttuðust að þeirra mál næðu ekki frarn þá komu í ljós miklar deilur stjórnarþingmanna og í kjölfar á því mikil hrossakaup á milli stjórnarflokkanna. Það sem fyrst og fremst olli erfiðleikum í störfum þingsins nú síðustu dagana var ósamkomulag innan stjórnar- innar sem gerði ókleift að skipu- leggja þinghaldið", sagði Guð- mundur Einarsson. -lg- Helgi Seljan Alþýðubandalagi Stjórnarþingmenn fóru í hár saman „Afgreiðslumátinn hér hefur verið óvenjuhraður síðustu daga miðað við það að ekkert hefur knú- ið á. Oft hafa verið hátíðir fram- undan eða þingrof og kosningar en slíku var ekki til að dreifa nú", sagði Helgi Seljan. „Eitt einkennið á þingstörfunum síðustu daga er að stjórnarþing- menn hafa lent í hár saman og mál- þófið hefur fyrst og fremst verið þeirra megin". „Það er rétt að minna á það að stærsta kosningaloforðið frá því í fyrra, jöfnun hitakostnaðar, liggur úti. Þegar frumvarpið kom fram frá ráðherra vildi enginn kannast við barnið og það var því svæft í efri deild, enda taldi frumvarpið allt í lagi með kostnaðinn á landsbyggð- inni þar sem orkureikningar hefðu hækkað í Reykjavík. Einnig má nefna að sjaldan eða aldrei hefur eins mikil tregða verið varðandi afgreiðslu mála frá stjórnarandstöðu og í vetur og verður að fara allt aftur til við- reisnar til að finna samjöfnuð", sagði Helgi Seljan. -lg- Kvennalistans ætluðu að nota sumarið til að fara yfir það sem þeir hefðu lært af þingstörfunum í vet- ur. „Ég vona að sumarvikurnar endist til að vinna úr því sem við höfum lært og kynnst og komum reynslunni ríkari til þings í haust." -lg- PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN Auglýsing um frímerki Miðvikudaginn 6. júní 1984 gefur Póst- og símamálastofnunin út smáörk eða blokk með einu frímerki að verðgildi 4000 aurar. Verð arkarinnar er 6000 aurar (60 krónur) og renn- ur mismunur á verðgildi frímerkisins og ark- arinnar í sjóð til styrktár hinnar fyrirhuguðu norrænu frímerkjasýningar, NORDIA 84, sem haldin verður í Reykjavík 3. til 8. júlí 1984. Þessi smáörk verður aðeins til sölu til 8. júlí 1984, ef hún verður ekki áður uppseld. Frímerkið gildir til greiðslu burðargjalds á hvers konar póstsendingar þar til öðruvísi kann að verða ákveðið. Reykjavík, 21/5, 1984 Póst- og símamálastofnunin

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.