Þjóðviljinn - 24.05.1984, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 24.05.1984, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 24. maí 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 Bikarkeppni KSÍ 1. umferð Þrjú mörk Inga B.! Ingi Björn Albertsson, marka- kóngur 1. deildarinnar i knatt- spyrnu í fyrra, er svo sannariega ekki hættur að skora þótt hann þjálfi nú 2. deildarlið FH. í 1. um- ferð bikarkeppninnar sem leikin var í gærkvöldi skoraði hann 3 mörk er FH vann 4. deildarlið IR- inga 6-2 á Kaplakrikavelli í Hafnar- firði. Jón Erling Ragnarsson gerði 2 mörk og Pálmi Jónsson eitt. Sigurjón Kristinsson var einnig á skotskónum, gerði 3 mörk fyrir ÍBV sem vann HV 5-1 í Eyjum. Kári Þorleifsson og Hlynur Stef- ánsson skoruðu hin mörk Eyja- manna. Markvörður HV var þó maður vallarins, varði þrjár víta- .spyrnur, eina tvítekna! Urslit leikja í 1. umferð bikar- keppni KSÍ í gærkvöldi urðu þessi: Suður- og Vesturland: Reynlr S.-Njarðvík...............................2-0 Ármann-Grindavík..............................0-1 Víðir-Hafnir..........................................1-0 Stokkseyri-Fylkir.................................1-4 FH-ÍR....................................................6-2 Selfoss-Haukar...................................3-1 ÍBÍ-Víkverji...........................................4^> ÍBV-HV.................................................5-1 Norðurland Magni-Tindastóll.................................0-1 Völsungur-Loittur................................2-1 Vorboölnn-Vaskur.........................frestað Austurland Hrafnkell-Austri...................................1-3 ÞrótturN.-LeiknirF..............................1-0 ValurRf.-Elnherji.................................1-2 Huginn-Sindri......................................2-0 Marteinn Guðgeirsson tryggði Þrótti sigur á Leikni, 1-0, á Nes- kaupstað með marki á 120. mínútu - síðustu mínútu framlengingar. Bæði lið voru búin að velja leik- menn fyrir vítakeppnina þegar Marteinn tók til sinna ráða og Fá- skrúðsfirðingar sátu eftir með sár enni. Þórir Ólafsson og Kristján Jóns- son gerðu mörk Hugins gegn Sindra á Seyðisfirði. Lúðvík Vignisson skoraði fyrir Val en það dugði ekki á Einherja. Sigurjón Kristjánsson og Bjarki Unnarsson voru meðal marka- skorara Austra en Sverrir Unnars- son gerði mark Hrafnkels. Helgi Bogason skoraði sigur- mark Grindvíkinga gegn Ármanni í framlengingu á Melavellinum. Sigurður Guðnason og Ari H. Arason tryggðu Reyni sigur á Njarðvík. Grétar Einarsson skoraði eina mark Víðis gegn 4. deildarliði Hafna en Víðispiltarnir óðu í marktækifærum allan tímann. Halldór Viðarsson skoraði fyrir Stokkseyri gegn Fylki - ekki nóg. Jón Birgir Kristjánsson 2 og Birgir Haraldsson skoruðu fyrir Selfyssinga gegn Haukum. Helgi Helgason og Jónas Hall- grímsson skoruðu" fyrir Völsung gegn Leiftri. Guðmundur Magnússon, Bene- dikt Einarsson 2 og Ragnar Rögnvaldsson gerðu mörk ísfirð- inga í snjókomuleik gegn Víkverja. ÁA/GK/JR/GFr/Frosti/VS. Svíar unnu Svíþjóð vann Möltu 4-0 er þjóðirnar mættust í 2. Evrópu- riðli í undankeppni HM í knattspyrnu í gærkvöldi. Leikurinn fór fram í Norrköp- mg og gerðu Thomas Sunesson 2, Dan Corneliusson og Inge- mar Erlendsson mörkin. íþróttir Umsjón: Víðir Sigurðsson IA á toppinn íslandsmeistarar Akurnesinga eru komnir með tveggja stiga for- ystu í 1. deildarkeppninni í knatts- pyrnu eftir sannfærandi 3-0 sigur á heldur slöku Þórsliði á Akureyri í gærkvöldi. Leikið var á Þórsvellin- um í hægri sunnanátt og sólskini að viðstöddum um 1200 áhorfendum. Þórsarar voru betri aðilinn í fyrri hálfleik, sóttu talsvert en lítil ógn- un'kom frá meisturunum. Bjarni ; Sigurðsson markvörður í A þurfti [ snemma að verja góð skot frá \ Kristjáni Kristjánssyni og Óla Þór 1 Magnússyni og siðan misreiknaði hann fyrirgjöf Bjarna Sveinbjörns- sonar illilega en náði að bjarga málunum á síðustu stundu. Það kom því eins og skrattinn úr sauðarleggnum þegar ÍA tók for- ystuna á 36. mínútu. Guðbjörn Tryggvason komst á auðan sjó og sendi boltann framhjá úthlaupandi Páli Þórsmarkverði Guðlaugssyni og í netið. Þór sótti áfram. Bjarni bjargaði með úthlaupi á 41. mínútu, boltinn barst til Nóa Björnssonar sem gaf á Óla Þór frían á markteigshorni en Keflvíkingurinn snaggaraíegi skaut framhjá opnu marki. Á sjöttu mínútu seinni hálfleiks slapp Sigurður Lárusson fyrirliði ÍA við spjald frá slökum dómara, Óla Ólsen, er hann stöðvaði Bjarna Sveinbjörnsson sem var kominn einn innfyrir. Tveimur mínútum síðar skallaði Sigurður Halldórsson boltann í mark Þórs, 0-2, og eftir það höfðu Skagamenn algerlega undirtökin. Á 59. mínútu komst Sveinbjörn Hákonarson einn innfyrir Þórsvörnina og skoraði með óverjandi skoti efst í nærhornið, 0-3. Guðbjörn skaut hárfínt framhjá Þórsmarkinu sex mínútum síðar. Liðin fengu síðan færi til skiptis. Guðjón Guðmunds- son tvö síðustu fyrir Þór. Skaut fyrst beint úr aukaspyrnu, Bjarni varði en hélt ekki boltanum, en varnarmenn hans björguðu í horn. Síðan skaut Guðjón góðu skoti sem Bjarni gerði vel að verja í horn. Sanngjarnt hjá ÍA þrátt fyrir fyrri hálfleikinn. Liðið var jafnt, Sig- Slgurour Larusson. urður Halldórsson, Bjarni mar- kvörður sem þó hélt boltanum ekki nægilega vel, og Sveinbjörn voru bestu menn. Oskar Gunnarsson stóð uppúr í liði Þórs sem var slakt þegar á heildina er litið. Halldór Áskelsson átti góðar rispur en Þórsarar verða að gera betur ef þeir ætla sér einhvern hlut í deildinni í sumar. - K&H/Akureyri. KA var fímm mín- útum frá sigri! Nýliðar KA voru fimm mínútum frá sigri gegn ÍBK í Keflavík er fé- lögin mættust þar í 1. deildinni í knattspyrnu í gærkvðldi. Þegar fimm mínútur voru til leiksloka féll Ragnar Margeirsson í vítateig KA eftir mikinn einleik og dæmd var vítaspyrna sem norðanmenn voru ekki beint sáttir við. Hvað um það, úr vítinu jafnaði Sigurður Björg- vinsson, 1-1, og það urðu loka- tölurnar. Fyrri hálfleikur var fremur daufur og þófkenndur en þó sýndi KA oft ágætis spil. Ragnar komst í dauðafæri við KA-markið á 6. mín- útu en skaut klaufalega framhjá. Steingrímur Birgisson færði síðan KA forystuna á 32. mínútu, fór þá furðu létt í gegnum vörn ÍBK og skaut undir Þorstein Bjarnason markvörð sem var of seinn út og niður, 0-1. KA var frískari aðilinn eftir það og fékk nokkur færi, Þor- steinn varði vel það besta, gott skot frá Hafþóri Kolbeinssyni. Keflvíkingar voru öllu meira með boltann í seinni hálfleik og áttu hættulegn tæn. KA dró sig meir og meir inní varnarskel eftir því sem á leið og freistaði þess að halda þremur stigunum. Ragnar fékk tvö opin færi snemma í hálf- Ieiknum en skaut framhjá, Valþór Sigþórsson átti laust en hættulegt skot sem Þorvaldur Jónsson varði mjög vel og Ragnar komst einn innfyrir á 80. mínútu en skaut framhjá að venju. Að lokum náði hann í vítið og ÍBK í eitt stig. Ragnar var mjög ógnandi og hættulegur en óheppinn. Miðverð- irnir Valþór og Gísli Eyjólfsson Stelngrímur Birglsson. voru mjög traustir og þessir þrír stóðu uppúr meðalmennskunni hjá ÍBK. Njáll Eiðsson var sívinnandi og besti maður KA. Steingrímur var og hættulegur. Magnús Theodórsson dæmdi leikinn - áhorfendur voru 688. - ÁA/Keflavík. Enn eitt jafnteflið - nú KR og Breiðablik Enn einn jafnteflisleikurinn leit dagsins l.jós í 1. deild knattspyrn- unnar er KR og Breiðablik gerðu jafntefli á Fðgruvöllum í gær- kvöldi. KR komst yflr á 37. mínútu með marki Hannesar Jóhanns- sonar en Benedikt Guðmundssyni tókst að jafna fyrír Breiðabliki 5 mínútum fyrir leikslok. Blikarnir voru frískari fyrstu mínútur leiksins, en er leið á hálf- leikinn, kom KR meira inn í mynd- ina. Á 37. mínútu fengu KR-ingar aukaspyrnu og Sæbjörn tók spyrn- una, sendi inn í mikla þvögu í víta- teignum þar sem nýliðinn Hannes Jóhannsson náði að pota í boltann í vinstra markhornið án þess að Blikar kæmu nokkrum vörnum við. Seinni hálfleikur var síðan algjör eign Breiðablik. Þeir fengu upplagt færi á 14. mínútu, Ólafur Björns- son skallaði þá boltann til. Guð- mundar Baldurssonar en skot hans rétt utan markteigs „sleikti" stöng- ina. Á næstu mínútum. áttu þeir Guðmundur Baldursson og Jó- hann Grétarsson báðir góð skot fyrir utan vítateig en framhjá. Á 32, mínútufengu KR-ingar skyndi- sókn, Jón G. Bjarnason sem komið hafði inná sem varamaður, einlék þá skemmtilega upp vinstri kantinn og sendi síðan Ágúst Má en skalli hans fór rétt framhjá. 5 mínútum fyrir leikslok ná Blik- ar síðan að jafna, Þorsteinn Geirs- son sendi þá langa sendingu inn í vítateig KR þar sem Benedikt Guðmundsson stökk manna hæst og „þrumuskalli" hans fór í stöng- ina og inn, óverjandi fyrir Stefán Jóhannsson markvörð. Eftir markið lifnaði heldur yfir Vesturbæingunum og á lokamínút- unum fengu bæði liðin sæmileg færi en mörkin urðu ekki fleiri. Guðmundur Baldursson, Þor- steinn Geirsson og Sigurjón Krist- Hannes Jóhannsson. jánsson voru frískastir hjá Blikun- um. Af KR-ingunum ber helst að nefna varamanninn Jón G. Bjarna- son og Gunnar Gíslason, þá stóð vörn þeirra fyrir sínu. - Frosti. Tottenham UEFA-meistari eftir vítakeppni: Arnór brást í síjð U91U 91/jl JHJ. IXÍjIíjIJI • Arnór Guðjohnsen lét Tony Parks markvörð Tottenham verja frá sér síðustu vítaspyrnuna i vítakeppni úrslitaleiks UEFA- bikarsins í knattspyrnu í gær- kvöldi og þar með beið Ander- lecht lægri hlut fyrir enska liðinu! Liðin höfðu skilið jöfn, 1-1, í Briissel fyrir hálfum mánuði og í gærkvöldi léku þau á White Hart Lane í London. Alex Czerniatyn- ski náði forystunni fyrir Ander- iecht þegar aðeins hálftími var til leiksloka og allt stefndi í sigur belgíska liðsins. En sex mínútum fyrir lok venjulegs leiktfma jafn- aði Graham Roberts fyrir Tott- eaham við gífurlegan fögnuð 47 þúsund áhorfenda. Roberts var gerður að fyrirliða Lundúnaliðs- ins fyrir leikinn þar sem Steve Perryman var í leikbanni. í íramlengingunni var ekkert mark skorað og því gripið.til vít- aspyrnukeppni til að knýja fram úrslit. Parks markvörður Totten- ham varði snemma vftaspyrnu frá Morten Olsen, danska iandsliðs- manninum og Tottenham leiddi þar til í síðustu umferð. Þá varði Munaron hinn belgíski frá Danny Thomas. Staðan 4-3 í vítakeppn- • inni og kallað á Arnór til að taka síðustu spyrnu Anderlecht en hann hafði ekki verið með í sjálf- um leiknum. Arnór skaut beint á Parks og þar með var draumur Anderlecht úti. Arnór hefur varla sofið mikið í nótt! En Tott- enham er UEFA-meistari. VS. Fram og Þróttur í kvöld Reykjavíkurfélögin Fram og Þróttur mætast á Valbjarnar- velli f Laugardal kl. 20 í kvöld. Þetta er síðasti leikur 2. um- ferðar i 1. deildinni í knatt- spyrnu. Fram tapaði 1-0 á Akranesi í 1. umferð en Þróttur gerði markalaust jafntefli við Breiðablik. Bæði lið verða því vafalítið hungruð í að skora sín fyrstu mörk i deildinni í ár. Tveir leikir verða háðir í 1. umferð bikarkeppninnar, báðir í Reykjavík. Árvakur og Vík- ingur Ólafsvík mætast á Há- skólavellinum og Léttir-Augna- blik á Melavellinum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.