Þjóðviljinn - 24.05.1984, Síða 15

Þjóðviljinn - 24.05.1984, Síða 15
Fimmtudagur 24. maí 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 Úrslit ísl.móts í tvímenning veröa um næstu helgi. Eins og flestum er í fersku minni hrepptu þeir Jón Baldursson og Sævar Þorbjörnsson titil- inn si. ár, eftir mikinn slag viö Guömund Pál og Þórarin. Skoðum spil með meistur- um fyrra árs. S gefur, N/S á Noröur S A7 H 72 T A832 LAD862 Austur S G109632 H D8543 T - L 95 Suður S K84 H AK6 T K1075 L 1073 Suður Vestur Norður Austur 1-T pass 2-L 2-S 3-L pass 3-T 3-H 3-Gr. pass/hringinn. Útspil hjarta gosi. Jón tók á ás og spilaði lauf tíu. Vestur lét lítið og tían átti slaginn. Lauf drottningu næst svínað og laufunum rennt. Spaða og hjarta kastað að heirnan, en vestur lét tígul og hjarta (?). Jón tók nú tvo ef stu í spaða og hjarta kóng. Skiptingin var nú næsta Ijós og Jón spilaði því smáum tígli út, vestur lét ní- una á milli og fékk að eiga slaginn. Var um leið kirfilega endaspilaður og hlaut að gefa sagnhafa síðustu þrjá slagina átígul. Spiliðgaf vel, eða 18af 22 mögulegum. Tvenn pör þáðu 700 í N/S, annað þeirra var Þórarinn og Guðmundur Páll, þegar A/V reyndu 4 spaða, á hagstæðum hætt- um. Vitanlega á vestur að leggja á lauf gosa í 2. slag, því sagnhafi ætlar bersýnilega að hleypa tíunni og lauf hámenn- irnir eru hvort eð er fundið fé, eftir sagnir. Svíning sem þessi, með enga völdun að baki, er kölluð kínversk og er alltof lítið reynd hérlendis. I stöðu sem þessari kostar hún ekki mikið, ef sagnir austurs eru hafðar í huga. hættu: Vestur SD5 HG109 T DG964 LKG4 Sagnir RUV 1 frá lesendum Oflugt Alþýðubandalag er nauðsyn í dag 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Á virkum degi. 7.25 Leikfimi. 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð- Ragna Jónsdóttir talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Afastrákur" eftir Ármann Kr. Einarsson Höfundur les (4). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 pingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Tónleikar. 11.00 „Ég man þá tið“ Lög frá liðnum árum. Umsjón: Hermann Ragnar Stefánsson. 11.30 Kristófer Kolumbus Jón R. Hjálmars- son flytur þriðja og síðasta erindi sitt. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 14.00 Ferðaminningar Sveinbjarnar Egils- sonar; seinni hluti Þorsteinn Hannesson les (31). 14.30 Á frívaktinni. Margréf Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Síðdegistónleikar. Adrian Ruiz leikur Píanósvítu i d-moll op. 91 eftir Joachim Raff. 17.00 Fréttir á ensku. 17.10 Síðdegisvakan. 18.00 Af stað með Ragnheiði Daviðsdóttur. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. Daglegt mál Mörður Árnason talar. 19.50 Við stokkinn Stjórnendur: Margrét Ól- afsdóttir og Jórunn Sigurðardóttir. 20.00 Sagan: „Flamdardssetrið II. hluti, „Flugið heillar" eftir K.M. Peyton Silja Að- alsteinsdóttir les þýðingu sína (5). 20.30 Leikrit: „Brauð og salt“ eftir Joachim Novotny. Þýðandi: Hallgrímur Helgason. Leikstjóri: Benedikt Árnason. Leikendur: Árni Tryggvason, Erlingur Gíslason og Sig- urjóna Sverrisdóttir. 21.25 Gestur í útvarpssal. Pólski pianóleikar- inn Zygmunt Krauze leikur pólska samtíma- tóntist. 21.55 „Feðgarnir", smásaga eftir Gunnar Gunnarsson. Klemenz Jónsson les. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgun- dagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Fimmtudagsumræðan. Umsjón: Kári Jónasson og Helgi Pétursson. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. RUV 2 10.00-12.00 Morgunbáttur. Stjórnendur: Páll Þorsteinsson, AsgeirTómasson og Jón Ólafsson. 14.00-16.00 Eftir tvö. Stjórnendur: Jón Axel Ólafsson og Pétur Steinn Guðmundsson. 16.00-17.00 Rokkrásin. Stjómendur: Snorri Skúlason og Skúli Helgason. 17.00-18.00 Lög frá 7. áratugnum. Stjóm- endur: Bogi Ágústsson og Guðmundur Ingi Kristjánsson. Óskar L. Arnfinnsson skrifar: Meir en ár er nú frá því að íhald og Framsókn fóru saman í ríkis- stjórn. Ekki þarf að rifja upp með mörgum orðum hver stefna nú- verandi ríkisstjórnar hefur verið, er og verður, svo fremi að henni verði ekki komið frá völdum hið skjótasta. Kjararýrnun almennt mun vera um 25% frá valdatöku núverandi stjórnar. Og enn virðist eiga að halda áfram á sömu braut. Nú á að fella niður niðurgreiðslu á landbúnað- arafurðir. Það hlýtur óhjákvæmi- lega að þýða hækkað verð til neytenda, sem þá fyrst og fremst bitnar á barnmörgum fjöl- skyldum, ellilífeyrisþegum og ör- yrkjum. Hærra gjald til lækna, aukinn kostnaður á lyfjum. Þetta þýðir stóraukin útgjöld þeirra, sem síst af öllum geta undir áuknum útgjöldum risið. Þá skal hirða af sjúkradagpeningum, sem þó hafa alla tíð verið of litlir og til skammar að ætla fólki að lifa af þeim. Hún virðist vita ríkisstjórnin okkar hverjir eru helst aflögufær- ir í þessu þjóðfélagi. Það er ekki gengið að þeim ríku og þeir látnir borga, þó að ekki væri nema smá upphæðir í fjármálagat Alberts, vinar litla mannsins. Öðru nær. Það er höggvið í sama knérunn æ ofan í æ. Og hvenær ætlar íslensk alþýða að vakna til meðvitundar um að hún þarf að standa saman í einum sterkum stjórnmálaflokki. Sá flokkur er til og hann þarf að efla. Það er Alþýðubandalagið. Án þess að eiga sterkan og traustan stjórnmálaflokk á Al- þingi er verkalýðshreyfingin ekki fær um að ráða einu né neinu í þjóðfélaginu sem máli skiptir. Við horfum uppá það nú, að þeir sem með stjórn fara í landinu í dag eru hægt og sígandi að reyna ' að afnema þau þjóðfélagslegu réttindi, sem náðst hafa á umliðn- um áratugum fyrir skelegga bar- áttu þeirra þrautseigu forystu- manna sem íslensk alþýða hefur átt á Alþingi. Þá sveit þarf nú að eflá á Álþingi til að sporna við þeim niðurrifsöflum, sem nú hafa þar meirihluta. En það er aðeins ein leið til, og það þarf íslensk alþýða að skilja. Það getur orðið langt til kosn- inga. Það fer eftir því hvernig niðurrifsöflunum semur. En það er nú þegar kominn tími til að, taka til starfa. Styrkja og efla Al- þýðubandalagið svo það komi sterkt út úr næstu kosningum. Sterkt Alþýðubandalag á að vera svar íslenskrar alþýðu við núverandi valdhöfum. Óskar L. Arnfinnsson. ruvo 19.35 Umhverfis jöröina á áttatíu dögum Þriðji þáttur. Þýskur brúðumyndaflokkur. Þýðandi Jóhanna Þráinsdóttir. Sögumaður Tinna Gunnlaugsdóttir. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Á döfinni Umsjónarmaður Karl Sig- tryggsson. Kynnir Birna Hrólfsdótlir. 21.05 Læknirá lausum kili (Doctorat Large) Bresk gamanmynd frá 1957, gerð eftir einni af læknasögum Richards Gordons. Leik- stjórí Ralph Thomas. Aðalhlutverk: Dirk Bogarde, Muriet Pavlow, Donald Sinden og James Robertson Justice. Símon Sparrow læknir er kominn til starfa á St. Swithins- sjúkrahúsinu þar sem hann var áður léttúð- ugur kandidat. Hann gerir sér vonum um að komast á skurðstofuna en leiðin þangað reynist vandrötuð og vörðuð spaugilegum atvikum. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 22.40 Setið fyrir svörum i Washington í til- efni af 35 ára afmæli Atlantshafsbanda- lagsins svarar George Shultz, utanrikisráð- herra Bandarikjanna spurningum frétta- manna frá aðildarríkjum Atlantshafsbanda- • lagsins, e.t.v. ásamt einhverjum ráðherra Evrópuríkis. Af hálfu islenska Sjónvarpsins tekur Bogi Ágústsson Iréttamaður þátt i fyrir- spúrnum. Auk þess verður skotið á um- ræðufundi kunnra stjórnmálamanna og stjómmálafréttamanna vestanhafs og austan. Dagskráriok óákveðin. Rás 1 kl. 20.30: Brauð og salt Brauð og salt nefnist leikrit, sem sent verður út á Rás 1 kl. 20.30 í kvöld, fimmtudaginn 24. maí. Það er eftir austurþýska rit- höfundinn Joachim Novotny og Hallgrímur Helgason þýddi. Efni leikritsins er í stuttu máli þetta: Brúnó Klauke lifir heldur til- breytingarlausu lífi sem varð- maður í brunavarðarturni, þar sem hann á að fylgjast með skógarbrunum. Dag nokkurn kernur flokksritarinn.á staðnum í óvænta heimsókn ásamt dóttur sinni. Von er á sendinefnd fyrr- verandi Sovéthermanna ásamt háttsettum sovéskum majór. Mikili undirbúningur er í gangi vegna heimsóknarinnar og allir liðir eru nákvæmlega tímasettir. Flokkritarinn á að fylgjast með bílum gestanna úr turninum til þess að móttakan fari fram sam- kvæmt áætlun. Hann á að til- kynna kornu þeirra símleiðis til móttökunefndarinnar þegar hann verður þeirra var, en óvænt uppákoma setur strik í reikning- inn. Þau, sem leika eru: Árni Tryggvason, Erlingur Gíslason og Sigurjóna Sverrisdóttir. Leik- stjóri er Benedikt Árnason. Rokkrásin nefnist þáttur á Rás 2 í dag, sem byrjar kl. 16.00. Það eru þeir Snorri Skúlason t.h. og Skúli Helgason t.v. sem sjá um þáttinn og leika að sjálfsögðu rokkmústk. Hvað annað?

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.