Þjóðviljinn - 11.07.1984, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 11.07.1984, Blaðsíða 4
LEIÐARI Fólksflótti og byggðaröskun Á fyrsta valdaári ríkisstjórnarinnar hefur at- hyglin einkum beinst að hinni miklu kjara- skerðingu sem var hornsteinninn í samstarfi Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Það hefur hins vegar ekki farið mikið fyrir um- ræðum um þær stökkbreytingar sem orðiði hafa í misrétti miili landshluta. Nú er Ijóst að stjórnarstefnan hefur í för með sér stórfellda byggðaröskun og nýjar öldur fólksflótta frá' landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins. í síðasta mánuði komu Alþýðubandalags- menn á Austurlandi saman á Hallormsstað til að ræða hina ískýggilegu þróun í atvinnumál- um landsbyggðarinnar og vaxandi misrétti á flestum sviðum félagslegrar þjónustu. í álykt- un ráðstefnunnar er varað sterklega við hinum hættulegu straumum í málefnum landsbyggð- arinnar. Á sama tíma og atvinnugreinar lands- byggðarinnar búi við sífellt versnandi starfs- skilyrði ríki mikil þensla í milliliðagreinunum á höfuðborgarsvæðinu. Þar eigj sér nú stað veruleg gróðamyndun og 20-30% yfirborgan- ir í launagreiðslum séu algengar. Síðan segir í ályktun ráðstefnunnar: „Þannig fer misrétti milli landsbyggðarinnar og höfuðborgarsvæðisins vaxandi hröðum skrefum og blasir við stórfelldur fólksflótti og byggðaröskun nema breytt verði um stjórnar- stefnu nú þegar. Aðgerðir núverandi ríkisstjórnar í ríkisfjár- málum með niðurskurði á framlögum til heilbrigðis- og menntamála auka það misrétti sem landsbyggðin býr við og stöðvar upp- byggingu síðustu 10-15 ára. Ákvarðanir menntamálaráðherra um skert framlög bitna fyrst og fremst á minni skólum í strjálbýli þar sem sveitarfélög eru engan veginn megnug þess að taka á sig aukinn hlut. Orkuútgjöld heimilanna hafa vaxið til muna frá stjórnarskiptum í fyrra og húshitunar- kostnaður er að sliga heimilin á köldu svæðun- um eins og á Austurlandi. í atvinnumálum blasir við að sjávarútvegur er að stöðvast víða á landinu vegna rekstrar- fjárskorts. Á sama tíma eru stjórnvöld að ýta vandanum á undan sér með erlendum lán- tökum og hleypa af stað stórfelldum fjárfest- ingum við hernaðarframkvæmdir og flugstöð í Keflavík.“ Þessi lýsing í ályktuninni á þróuninni í mál- efnum landsbyggðarinnar er staðfest með fréttum sem berast í hverri viku. í fjölmörgum byggðarlögum í öllum landshlutum hafa bygg- ingarframkvæmdir nánast stöðvast. Ungt fólk leitar nú suður í atvinnumarkaðinn sem gróði verslunarfyrirtækja og milliliða hefur skapað á höfuðborgarsvæðinu. í ályktun ráðstefnunnar á Hallormsstað var lögð rík áhersla á að hefja nýja sókn í atvinnu- málum landsbyggðarinnar. Mikilvægur þáttur slíkrar sóknar væri fjárfestingaráætlun til nokkurra ára þar sem ríki og sveitarfélög, samtök launafólks og forráðamenn fyrirtækja tækju höndum saman. í slíkri áætlun verði sérstaklega kappkostað að stuðla að ný- sköpun í atvinnulífi landsbyggðarinnar, ein- kum á sviðum iðnaðar og úrvinnslu á afurðum sjávarútvegs og landbúnaðar. Alþýðubandalagsmenn á Austurlandi ítreka í þessu sambandi nauðsyn þess að stöðvaður verði tilflutningur fjármagns frá sjávarútvegi til verslunar og þjónustu. Sveitarfélögin hafi for- ystu um að efla atvinnuuppbyggingu á félags- legum grunni þar sem þátttaka launafólks og framleiðslusamvinnufélaga í mótun stefnu og framkvæmda verði afgerandi þáttur. Ályktunin frá Hallormsstað sýnir nauðsyn nýrrar sóknar í málefnum landsbyggðarinnar. KLIPPT OG SKORIÐ Bjórdufl Það eru ekki nema örfáar vikur frá því verkamaður var rekinn úr vinnu sinni við höfnina af því yfir- boðurum hans fannst hann koma hættulega nálægt kassa af út- lendum bjór sem ferðaðist til landsins öfugu megin við lögin. Upp við Árbæ var líka verið að dufla við bjór í síðustu viku og sá var að yfirsýn bestu manna ekki miklu löglegri en bjórinn sem brottrekstrinum olli við höfnina. Enginn var þó rekinn, lögreglan brosti sínu blíðasta framaní guð og menn og blöðin mættu gleið á staðinn að gera sér góðan mat úr öllu saman. Munurinn var auðvitað sá að upp í Árbæ voru það ekki erfiðis- menn sem höndluðu mjöðinn, heldur gestir herra og frú Brem- ents, sendiherrahjónanna banda- rísku sem þarna voru að halda uppá þjóðhátíðardag lands síns, og buðu gestum uppá amrískan Budweiser. Tvenn lög? Sumir kunna auðvitað að spyrja sjálfa sig hvernig standi á að meðan landsmanna bíður nán- ast járn og arbeið, slettist þeir of nálægt hinum forboðna drykk, þá geti útlendur sendiherra stefnt upp í Árbæ fjöld manna til að ölvast af Budweiser. Svoleiðis mönnum er auðvitað í sjálfsvald sett hvort þeir vilja hella bjór í íslensk kok í sínum eigin húsum, sem eru utan íslenskrar lögsögu, en þegar þeir eru farnir að bjóða uppá gleðskap með tilheyrandi sukki utan húsakynna sendiráð- anna er líklega kominn tími til að spyrja: Eru tvenns konar lög í landinu - ein fyrir venjulegt fólk og svo önnur fyrir bandaríska sendiherr- ann og gesti hans? Raunalegur gleðskapur Reyndar var hálf raunalegt að sjá þetta lið reyna að drekka úr sér hrollinn í nepju hins íslenska sumars. Fyrirmenn íslenskir voru mættir á staðinn og makar þeirra, meira að segja sjálfur vígslubisk- upinn Ólafur Skúlason, væntan- lega sem fulltrúi hinnar geistlegu sveitar. Tveir menn voru mættir af NT fyrir utan ljósmyndarana, það voru ritstjórarnir Magnús Ólafs- son og tengdapabbi hans og nest- or íslenskra blaðamanna, Þórar- inn Þórarinsson. Þeir voru báðir í brúnu rykfrökkunum sínum sem eru víst einskonar einkennisbún- ingur þeirra sem hafa einhvern tíma starfað innan Félags Ungra Framsóknarmanna, en eru ekki vel fallnir til að verjast þeim út- vortis kulda sem fylgir því að drekka amrískan bjór í íslensku sumarveðri upp við Árbæ. Það var raunar aðalsmerki allra þeirra sem þarna voru að þeir voru ósköp illa búnir í þetta ævintýri og vísast að það hafi að síðustu endað í kvefi, og þá vænt- anlega í bland við timburmenn hjá sumum. Daðrað til vinstri En hinu er ekki að neita að Brements sendiherra tókst að ná þeirri auglýsingu fyrir sig og sitt fólk, sem til var ætíast, enda hef- ur flest gengið upp sem þetta geð- þekka samkvæmisljón hefur vilj- að. Brements er nefnilega miklu snjallari en fyrirrennarar hans. Hann veit sem er, að hann þarf ekki að leggja mikla rækt við þá sem standa í hægri kantinum á tilverunni, þeir éta úr amrískum lófum hvenær sem kallið berst. Hins vegar hefur gengið miklu ver að spekja þá sem eiga við vinstri slagsíðu að stríða, og sér- staklega hafa listamenn verið framarlega í flokki þegar andóf gegn amrískum menningar- innrásum og her í landi er uppi haft. Þegar Brements kom hingað til lands einsetti hann sér því snemma að rækta þetta lið. Hon- um voru hæg heimatökin, spúsa hans er rithöfundur og álíka grimm í samkvæmislífinu og ljón- ið sjálft. Fyrr en varði var sendi- ráðið sem áður hýsti forkólfa Fra- msóknar og Sjálfstæðisflokks allt í einu orðið fullt af vinstri sinnuð- um menningarvitum og listafólki. Varnaðarorð Orwells Hvað er að því þó vinstri menn hitti amríska sendiherrann og frú Pamelu skáld og drekki með þeim glitrandi kokteila þegar skammdegið svífur að? í sjálfu sér ekki neitt. Þau eru ábyggilega vænsta fólk. Hins veg- ar er rétt að benda á að þessi snögga breyting á gestalista am- ríska sendiráðsins stafar ekki af því að Brements-hjónunum þyki vinstri menn eitthvað skemmti- legri viðræðu en hægra dótið. Það er einfaldlega staðreynd að vinstri sinnað listafólk hefur ver- ið í fararbroddi í baráttunni gegn hervæðingu íslands. Það býr yfir þeim sjaldgæfu vopnum sem geta kveikt þá einingu sem þarf til sig- urs í sjálfstæðisbaráttu lítillar þjóðar, og því brýnast að slæva þær eggjar. Hér er vert að minna á þau orð sem George Orwell sagði eitt sinn og voru á þá leið að hann forðaðist að þekkja of náið þá sem hann síðar kynni að heyja við munnlega hildi, því þeim væri erfitt að sýna það sem Orwell kallaði „intellectual brutality" eða vitræna grimmd. -ÖS DJÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýöshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Fróttastjórar: Óskar Guðmundsson; Valþór Hlöðversson. Blaöamonn: Auður Styrkársdóttir, Alfheiður Ingadóttir, Guðjón Friðriks- son, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður Árnason, Súsanna Svavarsdóttir, össur Skarphéðinsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir). Lió8mvndir: Atli Arason, Einar Karlsson. Utlit og hönnun: Svava Sigursveinsdóttir, Þröstur Haraldsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir. Auglýsingastjóri: Ólafur Þ. Jónsson. Auglýsingar: Margrét Guðmundsdóttir, Ragnheiður Óladóttir, Anna Guðjónsdóttir. Afgreiöslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiösla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Símavarsla: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Innheimtumaöur: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Utkeyrsla, afgreiösla, auglýsingar, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaöapront hf. Verð í lausasölu: 22 kr. Sunnudagsvorö: 25 kr. Áskriftarverö á mánuði: 275 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 11. júlí 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.