Þjóðviljinn - 11.07.1984, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 11.07.1984, Blaðsíða 8
MENNING MENNING Listahátíð á Glerá Fimm akureyrskir myndlistarmenn efndu til listaverk stœðis á bœnum Glerá ísíðustu viku og héldu sýningu í vikulok Gu&mundur Oddur: Þaö er hægt að mála landslag án þess að það komi list við. Það er hægt að mála fólk án þess að það verði bara mynd af fólkinu sjálfu, heldur skín í gegn að þú ert að leggja tilfinningar þínar í verkið. Tilfinningar koma listinni við, því þær skapa. Því menn geta málað landslag og portrett, lagt tilfinningar sínar í það, og það er list eins og óg skil hana. Kristján Pétur: Ég hef kíkt f hlaðvarpann á Glerá. Þar er svo fallegt íllgresi sem upplagt er að breyta í tvívíðar myndir. Á bænum Glerá fyrir ofan Akureyri fórfram ísíðustu viku sannkölluð listahátíð ísmáum stíl. Fimm akureyrskir mynd- listamenn efndu þar til svo- kallaðs listaverkstæðis í eina viku sem lauk með sýningu laugardaginn 7. júlf. Á Glerá býr Guðmundur Oddur Magnússon við nokkrar púddur. Þangað komu fjórir fé- lagar hans af upprennandi kyn- slóð myndlistamanna bæjarins og unnu frá morgni til kvölds að verkum sínum auk þess sem þeir unnu allir sameiginlega að gerð einnar bókar sem einnig sá dags- ins ljós á laugardaginn. Auk Guðmundar voru í hópnum Har- aldur Ingi Haraldsson, Jón Lax- dal, Kristján Pétur Sigurðsson og Kristján Steingrímur. Þeir Guð- mundur, Jón og Haraldur ráku Rauða húsið sæilar minningar en það var einskonar miðstöð fyrir nútíma list hér í bænum. Annars eiga þessir menn í rauninni fátt eitt sameiginlegt, Guðmundur og Jón búa og kenna hér á Akureyri en Haraldur hefur dvalist undan- farin ár í Hollandi, Kristján Pétur í Danmörku og Kristján Steingrímur í Þýskalandi. Verk þeirra eru líka harla ólík. Guðmundur Oddur Magnús- son málar expressíónísk portrett um þessar mundir af vinum og vandamönnum. Haraldur Ingi sækir efnivið sinn í heim ævintýra og goðsagna og tekur flugið inn í þann heim. Kristján Steingrímur leitar líka að hinu óræða og ókunna, en það er meira í ætt við nýja þýska málverkið. Jón Lax- dal sýndi bæði málverk og hluti sem falla undir svonefnda kon- ceptlist. Kristján Pétur fæst aðal- lega við grafík og dúkristur. Af þessari yfirborðslegu upptaln- ingu má ljóst vera að sýning þeirra félaga var fjölskrúðug mjög. Það er ekki á leikmanna færi að gera verkum þeirra við- hlítandi skil í stuttri blaðagrein en undirritaður skrifaði upp nokkur „komment" listamannanna sjál- fra sem e.t.v. eru upplýsandi um þankagang þeirra hver um sig. Jón Laxdal vildi þó ekkert láta hafa eftir sér í blöðum. Heimspekingurinn Gadamer sagði að þrír eðlisþættir listarinn- ar væru leikur, tákn og hátíð. Allt þetta var í miklum mæli til staðar á Glerárverkstæði í síðustu viku. Þegar undirritaður ók upp að Glerá á fögru sumarkvöldi var honum litið út með firði þar sem ríki minnihlutinn ætlar að láta reisa eina stærstu álbræðslu í Evr- ópu handa unga fólkinu. Það verður enginn leikur og engin hátíð í því verkstæði en kannski mun það standa um langan aldur sem tákn um hrikaleg mistök. Eitthvað var þetta að vefjast fyrir mér svo ég spurði Guðmund Odd um listina og álverið. Honum datt ekkert í hug, sagði hann. „Zu Hitler fállt mir nichts ein", sagði líka hinn snjalli Karl Kraus um annan ófögnuð. Hvað er ég líka að spyija? Listin er ofbeldis- laus iðja og höll undir lífið og ber kannski réttlætingu sína í sjáfri sér. Þess vegna þurfa þeir sem stóðu að hátíðinni að Glerá ekki að búa til undirskriftalista gegn því sem þeim ekki líkar. Þeir eru ekki svoleiðis listamenn. En góðir samt. þá Magnús frh. (bls. 9) að myndir hans séu orðnar óró- legri. -Ég beiti frjálsari meðferð í uppsetningu þeirra. Að mála mynd er dálítið líkt og að dansa ballett og hjá mér er allt að leysast upp í meiri dansæfingar. Dansinn hefur ekki mjög fastar reglur og þegar ég byrja á mynd er nauðsynlegt að vita ekki alltof vel hvað ég er að fara að gera. Ef allt er þrautskipulagt deyr lista- maðurinn. - Mynd af gamalli slitinni konu er áberandi hjá þér í sumum myndunum? - Já, þetta er hún Gústa sem passaði mig stundum þegar ég var lítill. Hún er dæmigerð um konu sem kemur úr sveit á mölina, ósköp venjulega verkakonu sem hefur svo stórt hjarta að hún hef- ur bæði hæfileika til að gleðja aðra og umbera allt. Hún hefur aldrei safnað neinu, eins og allir virðast vera að gera. Ég held að söfnunarástríðan aukist eftir því sem fólki líður verr. Það er að reyna að kaupa sér hamingju. Það sem ég tek mest eftir í fari margra unglinga nú á þessari tölvu- og tækniöld er hvað tilfinn- ingalíf þeirra er vanrækt. Það sem skortir hér og mig vafalaust líka er virðing fyrir fólkinu sjálfu. Þannig níða myndlistarmenn hver annan niður í stað þess að láta hvern annan í friði. Reykja- vfk er ekki það stór að hún sé laus við þetta. Að vera barn í hjarta er verðmætast. Að lokum sýnir Magnús okkur nýjustu mynd sína. Hún er stór og óróleg. - „Ég mála í litlu herbergi og þessa varð ég að leggja á gólfið til að koma henni fyrir. Ég fór úr fötunum og málaði með öllum líkamanum - eins og í dansi. -GFr Norrœna húsið Opið hús Eins og að undanförnu verður á fimmtudagskvöldum í sumar opið hús í Norræna húsinu og hefst það kl. 20.30 og lýkur um kl. 22.30. Bókasafn og kaffistofa hússins eru opin meðan á dagskrá stendur. Annað kvöld mun Eyþór Einarsson grasafræðingur flytja erindi um flóru íslands á dönsku og síðan verða sýndar tvær stuttar kvikmyndír: Smávin- ir fagrir og Þórsmörk. Fimmtudaginn 19. júlí flytur Nanna Hermansson borgarminj- avörður erindi um Reykjavík fyrr og nú á sænsku og síðan verður sýnd kvikmyndin Reykjavík 1955, Fimmtudaginn 26. júlí flytur Jónas Kristjánsson prófessor fyrirlestur um ísiensku handritin á dönsku og að honum loknum verður sýnd kvikmyndin Horn- strandir. Fimmtudaginn 2. ágúst verður kvikmyndakvöld og sýndar kvik- myndirnar Eldur í Heimaey og Sveitin milli sanda. Fimmtudaginn 9. ágúst verður vísnakvöld með Vísnavinum. Og 16. ágúst flytur Ólafur H. Óskarsson skólameistari erindi á dönsku um landafræði er nefnist Breiðafjarðareyjar. Aðþvíloknu vérða sýndar kvikmyndirnar Ströndin og Hrognkelsaveiðar. Allar umræddar kvikmyndir eru teknar af Ósvald Knudsen. -GFr Krlstján Stelngrímur: Þekktar staðreyndir eru gildrur sem of margir listamenn festast í líkt og vísindamaðurinn sem fann upp taðkláf í fyrra. STÆRSTA OG FJOLMENNASTA ÍÞRÓTTAMÓT sem haldið er hér á landi Haraldur Ingi: Þegar kvölda tekur og tunglið kemur upp gefst gott tækifæri til að ræða einslega við höfuðið sem býr í handlegg mér. Þá fljúga eldfuglar og svartfuglar um loftin og heyja orustur. Stór, stór slanga vefur sig utan um mánann. Útlínur fjallanna skjótast upp í himininn, hringa sig upp og hverfa. - Hafi þessar stórfenglegu sýnir farið fram hjá einhverjum, þarf sá hinn sami ekki að óttast, það geta nefnilega allir flogið. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Mlðvikudagur 11. júlí 1984 Miðvikudagur 11. júli 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 Knattspyrna, frjálsar íþróttir, sund, starfsíþróttir, glíma, blak, handknattleikur, júdó, skák, borðtennis, körfuknattleikur, siglingar, íþróttir fatlaðra, golf. Mótsetning föstudagskvöld, kvöldvaka laugardagskvöld, hátíðarsamkoma sunnudag. Fjölbreyttar sýningar og skemmtiatriði. Dansleikir í Stapa föstudag, laugardag og sunnudag. Hljómsveitin Miðlarnir skemmtir. riæg tjaldstæði Verið velkomin ^ ^ SAMBAND ISLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.