Þjóðviljinn - 19.07.1984, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 19.07.1984, Blaðsíða 1
HEIMURINN MANNLÍF LANDIÐ Verðkönnun Ekki ódýrast í Reykjavík Fjarlœgðir og flutningskostnaður virðast ekki vega mikið inn í vöruverð í söluturnum Meðalverð í söluskálum reyndist vera hærra á höfuð- borgarsvæðinu en víða á lands- byggðinni, samkvæmt könnun Verðlagsstofnunar sem náði til 160 söluskála á landinu. Athygli- vert er að svo virðist sem verð á vörum markist ekki af ráði af Qarlægð frá höfuðborgarsvæð- inu. Á ódýrasta og dýrasta staðnum innan landshluta var mestur munur á Vesturlandi. Lægst var verðið í Skaganesti Akranesi en hæst í Hreðarvatnsskála og mun- aði 36%. Á Suðurlandi var Olís Eyrarbakka með lægsta verðið en í Þjónustumiðstöðinni Þing- völlum kostuðu sömu vörumar 30% meira. Á Norðurlandi var munurinn sá sami og á Suður- landi. ísbúðin Akureyri var ódýr- ust en söluskáli KS í Fljótum dýr- astur. Á Austurlandi reyndist sölu- skáli Essó á Höfn í Hornafirði ódýrastur en Shellstöðin í Nes- kaupstað var með 22% hærra i verð. Minnstur munur innan landshluta var á Vestfjörðum eða um 19%. Verðið var lægst í sölu- skála KVB á Patreksfirði en hæst í Hafnarkaffi á Þingeyri. Ef miðað er við landið allt, þá reyndist verðið á vörunum í könnuninni vera lægst í söluskála Essó á Höfn 377.70 kr. en hæst í Hreðavatnsskála 544 kr. eða 44% meira. Meðalverð sömu vörutegunda í 4 söluskálum á höfuðborgarsvæðinu reyndist vera 410.79 kr. eða 8.8% hærra heldur en á Höfn í Hornafirði. Víða er hægt að fá ódýrari vörar en í Reykjavík samkvæmt þesari könnun; Eyrarbakka, Selfoss, Akranesi, Patreksfirði, Súðavík, Akureyri, Skagafirði, Höfn, Fag- urhólsmýri, Eskifirði og Djúpa- vogi. -óg Náttúruvernd Hrópandi „vandalismi“ Eyðilegging á Reykjanesskaga vegna grjótnáms Hvergi á þessu landi hefur jafn hrópandi „vandalismi“ átt sér stað sem á Reykjanesskaga, segir Jón Jónsson jarðfræðingur í grcin sinni um náttúruverndar- mál í Þjóðviljanum í dag. „Ég hef átt tal við all nokkra verktaka, sem unnið hafa að rauðamalarnámi eða öðru grjót- námi á þessum stað og þeir hafa nær undantekningarlaust viður- kennt og harmað hvað mjög þess- ar aðgerðir spilla útliti landsins og ófáir hafa lofað að lagfæra sár- in. Of fáir hafa hins vegar komið því í framkvæmd. Sums staðar hefur verið svo langt gengið að ómögulegt er að lagfæra". Sjá bls. 19. I Sjá bls. 9-17 Enn birtum við fréttir og frásagnir af rispu Þjóðviljamanna um ísafjarðar- djúp en þessa mynd af Kristjáni Sigurðssyni sjómanni í Bolungarvík tók Atli. Álver í Eyjafirði Hópferð til Alcan Búið að velja 11 manna sendinefnd að skoða álbrœðslur Forstjórar Alcan ákváðu þegar þeir voru hér á Akureyri fyrir skömmu að bjóða nokkrum Eyfirðingum að skoða álbræðsl- ur auðhringsins í Kanada. Sér- stakur umboðsmaður þeirra til að velja hópinn var Valur Arn- þórsson kaupfélagsstjóri. Hann hefur nú valið 11 menn í lið Eyfirðinga til að fara þessa för. Við fyrstu sýn virðist vera um að ræða hópferð Framsóknar- manna, þó aðrir slæðist þar með. Farið verður til aðalstöðva Alcan í Montreal þarsem rætt verður við forstjórana. Síðan munu þeir sýna Eyfirðingum ál- bræðslur þar í nágreninu. Til ferðarinnar hafa valist eftirtaldir menn: Valur Amþórsson, Jón Sig- urðsson bæjarfulltrúi Framsókn- arflokksins, Ingimar Brynjólfs- son oddviti Arnarneshrepps, Jó- hannes Geir Geirsson bóndi og form. kjördæmaráðs Framsókn- arflokksins, Tryggvi Gíslason skólameistari, Þóroddur Þór- oddsson náttúrufræðingur, Finn- bogi Jónsson framkvæmdastjóri, Hermann Sveinbjörnsson rit- 'Sstjóri Framsóknarblaðsins Dags, Tómas Ingi Olrich og bæjarfull- trúarnir Jón Sólnes og Valgerður Bjarnadóttir. -þá Hagrœðing Skattheimtan of dýr? Skattstjóri Vesturlandsumdœmis telur að með því að leggja niður umboðsmannakerfi skattstofanna megi spara miljónir króna á ári. Með þvi að leggja niður svonefnt umboðsmannakerfi skattstjóra- umdæmanna má spara miljónir króna í ríkisrekstrinum á hverju ári. Tclur Jón Eiríksson skattstjóri Vesturlandsumdæmis að umboðsmannastörfin séu best komin í höndum bæjar- og sveitar- jórnarskrifstofa sem ætla megi að vinni þau án endurgjalds. Nýlokið er fyrri áfanga í starfsemi Samstarfsnefndar um hagræð- ingu í opinberum rekstri en nefndin hefur starfað undir kjörorðinu Hagsýni ’84 - Betri þjónusta, lægri kostnaður. Var efnt til sam- keppni um hagræðingartillögur og bárust fjölmargar sem höfundar telja að geti sparað í opinberum rekstri, einfaldað hann og bætt þjónustuna. Þótt umsóknir séu enn að berast hefur verið ákveðið að veita nokkrum mönnum viðurkenningu fyrir hugvitsamlegar tillögur og er Jón Eiríksson í þeirra hópi. Þá fá þau Sigurður Kristjánsson og Sólveig Guðmundsdóttir hjá Gjaldheimtunni í Reykjavík viðurkenningu fyrir tillögu um að persónuafsláttur renni til greiðslu á sóknargjaldi, kirkjugarðsgjaldi og gjaldi í fram- kvæmdasjóð aldraðra. Hingað til hefur afslátturinn aðeins getað gengið til greiðslu útsvars, eignaskatts og sjúkratryggingagjalds. Segir í greinargerð tillögunnar að þessi gjöld sem fyrr voru nefnd séu svo lág að ekki svari kostnaði að innheimta þau þegar engin önnur álagning er fyrir. Þá hlaut Hörður Bardal viðurkenningu fyrir að leggja til að þeir sem búa við varanlega örorku þurfi ekki ár hvert að endumýja læknisvottorð sín til að njóta aðstoðar við kaup á hjálpartækjum. -v

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.